Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 15

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 15
IÞROTTIR Um helgina 25. til 28. mars Júdó Laugardagi kl.10.00 hefst í íþrótta- húsi Kennaraháskólans íslands- meistaramótið í karlaflokki. Keppt er í öllum flokkum karla en opinn flokkur hefst um kl. 14.00. Fatlaðir Föstudag kl.19.00 verður íslands- mótið sett í Laugardalshöllinni og hefst keppni í boccia kl.19.10. Laugardag kl.9.30 heldur bocciak- eppni áfram en kl.14.30 hefst keppni einnig í borðtennis. Sunnudag kl.9.30 heldur borð- tennis áfram og kl. 12.30 bætist bocc- ia við en lyftingar hefjast kl. 15.30. Badminton Laugardag og sunnudag kl. 14.00 hvorn daginn hefst í TBR húsinu ung- lingameistaramót TBR. Borðtennis Laugardag kl. 10.00 fer fram í Foss- vogsskóla punktamót borðtennis- deildar Víkings. Kl. 10.00 hefst keppni í 1. flokki kvenna en kl.12.30 hefst síðan keppni í meistaraflokki og 1. flokki karla. Glíma Laugardag kl. 13.00 fer fram á Laugarvatni Landsflokkaglíman. Sund Föstudag kl.16.00 hefst í Sundhöll Vestmannaeyja Innanhússmeistara- mót islands og keppt verður þann daginn í 6 einstaklingsgreinum og 2 boðsundum. Laugardag kl.9.00 hefst keppni í undanrásum og kl.16.00 verða synt. Sunnudag kl.8.30 hefst keppni aft- ur í undanrásum og úrslit kl. 16.00. Að mótinu loknu verður valið í sund- landsliðið. Hlaup Laugardag kl.14.00 verður Hvammstangahlaup USVH haldið á staðnum. Rásmark er við félags- heimilið og hlaupa karlar 8 km en konur, drengir og sveinar 4,5 km og telpur, piltar, stelpur og strákar 1,5 km. Upplýsingar hjá Eggert Karlssyni i símum 95-1403 og 95-1934 og Flemming í símum 95-1368 og 95- 1367- n. , Blak Laugardag kl. 15.30 hefst í Digra- nesi úrslitaleikur í bikarkeppni karla milli IS og Þróttar. kl.17.00 hefst síð- an úrslitaleikur í kvennaflokki milli Þróttar og Víkings. Það má búast við hörkuleikjum. Mánudag kl.20.00 fer fram í Haga- skóla leikur Þróttar og HK en það er lokaleikurinn í aukaúrslitakeppninni um (slandsmeistaratitilinn. Fótbolti Mánudag kl.20.30 leiða saman hesta sína á gervigrasinu Fram og ÍR í Reykjavíkurmótinu. Karfa Föstudag Sauðárkróki kl. 20.00 UMFT-UÍA l.d.ka. Akranes kl. 20.00 IA-HSK l.d.ka. Laugardag Borgarnes kl. 14.00 UMFS-ÍS 1 .d.ka. Seljaskóli kl. 14.00 Léttir-Reynir Njarðvík kl. 14.00 UMFN-UMFG ld. kv. Sunnudag Grindavík kl. 20.00 UMFG-ÍR úrv. Hlíðarendi kl. 20.00 Valur-KR úrv. Strandgata kl. 20.00 Haukar-UBK úrv. Keflavík kl. 20.00 ÍBK-Þór úrv. Keflavík kl. 21.30 ÍBK-KR 1 .d.kv. Handboiti Það verða ekki neinir leikir um helgina nema úrslitaleikir í 3. flokki karla og 5. flokki kvenna. Leikið verð- ur m.a. á eftirtöldum stöðum: Digra- nesi, Hveragerði, KR-húsi, Seltjarn- arnesi, Varmá og Vestmannaeyjum. Fótbolti Aftur jafntefli Víkingar og Leiknismenn gerðu jafntefli 1-1 á gervigrasinu í gærkvöldi. Andri Marteinsson skoraði mark Víkinga og Ragnar Bogason Leiknismanna. Þetta er annar leikur Reykjavíkurmótsins oghafabáðirendað með 1-1 jafn- tefli. Karfa Baráttusigur KR vann Hauka í Hagaskóla í gærkvöldi 85-77á baráttunni ogfaraþví með 8 stig í nesti til Hafnarfjarðar á sunnudaginn Það var barist allan tímann þegar KR fékk Haukana í heim- sókn. Haukar byrjuðu á að kom- ast í fjögurra stiga mun en það tók KR 7 mínútur að jafna 8-8 og komast yfir. Þeir héldu síðan for- skotinu allan hálfleikinn þó að Göflurunum tækist nærri að jafna 24-23. KR hafði samt 7 stiga for- ystu í leikhléi 37-30. Haukar mættu eins ákveðnir í síðari hálfleik og KR-ingar í þann fyrri. Þeir uppskáru launin fyrir það með því að jafna og komast yfir með þriggja stiga körfu frá Pálmari 42-45. Eftir það færðist mikil harka í leikinn og liðin skiptust á að komast yfir. Þegar staðan var 63-63 tók lánið að leika við KR, þeir fiskuðu bolt- ann nokkrum sinnum, hittu vel og náðu að komast létt í gegnum Haukavörnina, sem dugði til að komast í 69-63 og síðan 77-68. Þar með var sigurinn í höfn en hvorugt liðið gaf neitt eftir í lokin til að hafa sem best markahlutfall fyrir síðari leikinn. Haukar náðu að halda vel í við þá og KR sigraði 85-77. Mattías Einarsson hefur sjald- an leikið betur með KR en í gær. Góður í vörninni og naskur á að skora. Símon og Jóhannes áttu einnig góðan leik eins og venju- lega. Hjá Haukum var fvar We- bster fremur rólegur í fyrri hálf- leik en frábær í þeim síðari. Hirti svo til öll fráköst, gerði 15 stig og hélt ró sinni þó mikið væri að honum þjarmað. Pálmar og Henning voru einnig góðir. Hagaskóli 24. mars Bikarkeppni KKl KR-Haukar 85-77 (37-30) Stig KR: Birgir Mikaelson 24, Matthías Einarsson 18, Jóhannes Kristbjörns- son 17, Guöni Guönason 12, Símon Ólafsson 10, Guömundur Jóhannsson 2, Gauti Gunnarsson 2. 5 villur: Matthías Einarsson. Stig Hauka: Ivar Webster 25, Pálmar Sigurösson 17, Tryggvi Jónsson 10, Ivar Ásgrímsson 9, Henning Henn- ingsson 9, Sveinn Steinsson 2, Reynir Kristjánsson 2, Skarphéðinn Eiríksson 2, Ingimar Jónsson 1. Dómarar: Bræöurnir Sigurður og Gunnar Valgeirssynir voru frábærir. -ste Karfa IR aldrei langt undan Njarðvíkingar unnu ÍR-inga í Njarðvík í gœrkvöldi 69-62 Það var aldrei gaman að leiknum enda virtust leikmenn ekki hafa neitt sérlega gaman af þessu. Njarðvík komst strax í fjögurra stiga mun 8-4 og jók hann enn í 18-10. ÍR gafst ekki upp og náði að saxa forskotið nið- ur í 26-24 en þá gerðu Njarðvík- ingar sér grein fyrir stöðunni og juku muninn afturí 41-38. Staðan í leikhléi var síðan 45-40. Síðari hálfleikur var mun ró- legri en sá fyrri þó að sá hefði ekki verið neitt sérstakur. Hann gekk rólega fyrir sig og hittni var alveg í lágmarki. Suðurnesjamenn héldu alltaf forystunni en Breiðhyltingar náðu að halda í skottið á þeim og komust næst því að jafna 54-53, Þegar staðan var 63-60 Njarðvík í vil, hefur þeim líklega verið litið á stigatöfluna og tóku þá góða rispu, juku for- skotið um leið og þeir unnu leikinn 69-62. Njarðvíkingar virðast ekki hafa gaman af þessu. Helgi Rafnsson kom lítið inná en stóð sig þá vel undir körfunni. Valur og Isak áttu sæmilegan leik. ÍR- ingar voru harðir og oft grófir. Þeirra besti maður var Vignir Hilmarsson en Karl og Jón áttu einnig góðan leik. Þeir áttu góð- an möguleika á fleiri stigum en það vantaði herslumuninn. Njarðvíkingar fara því aðeins með 7 stig í Breiðholtið á sunnu- daginn þegar liðin leika seinni leikinn í bikarkeppninni. -sóm/ste Njarðvík 24. mars Bikarkeppni KKl UMFN-IR 69-62 (45-40) Stig UMFN: Valur Ingimundarson 20, Isak Tómasson 17, Hreiðar Hreiöars- son 8, Helgi Rafnsson 7, Teitur ör- lygsson 7, Sturla örlygsson 5, Friðrik Rúnarsson 3, Friörik Ragnarsson 2. Stlg IR: Jón Örn Guðmundsson 16, Vignir Hjálmarsson 15, Karl Guö- laugsson 9, Ragnar Tortason 8, Björn Steffensen 6, Jóhannes Sveinsson 6, Bragi Reynisson 2. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson voru góöir. -sóm/ste Blak , Stúdentar Islandmeistarar ÍS bar sigurorð af HK í gasr- kvöldi 3-2 og urðu þar með ís- landsmeistarar. Sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar en Sig- finnur Viggósson átti góðan leik. Hrinurnar fóru 15-11, 15-8, 11- 15, 16-18 og 15-12 en að sögn Kjartans Páls Einarssonar, for- manns Blaksambandsins, hefur þessi aukaúrslitakeppni verið sú allra besta og mest spennandi síð- an blak hófst hér á iandi. Breiðabliksstúlkurnar unnu sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í blaki jregar þær unnu Víkinga í spennandi leik 3-1, 10-15, 15-11, 15-3 og 17-15. Tryggvi Jónsson reynir skot að körfunni. Honum og félögum hans tókst ekki að vinna KR í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppn- innar í gærkvöldi. NOA Nr. 1 298.70 4 í pakka Nr. 2 149.40 Nr. 3 289.80 Nr. 4 453.20 Nr. 5 711.90 Nr. 6 1098.20 Laugalæk, sími 686511 Garöabæ, sími656400 Föstudagur 25. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.