Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 2
Finnst unglingum ferming merkilegurviöburður? Því verður vafalaust erfitt að svara, en líklegt er að hún sé í þeirra vitund miklu minni upppákoma en hér áður, þegartildragelsi öll voru næsta fá og meiri þungi fylgdi orðum presta en verið hefur nú um stundir. Og kannski er það sjaldgæft nú orðið að ferming verði tilefni mikilla íhugana og andlegra átaka um guð og hinstu rök hjá unglingum. En hvernig sem því er nú háttað; hér skal það rifjað upp hvað fyrri tíðar mönnum fannst um fermingu sína-og erþákomiðviðí endurminningum Matthíasar skálds Jochumssonar, Þórbergs Þórðarsonarog í FjallkirkjuGunnar Gunnarssonar, sem geymir eins og menn vita þroskasögu sem fer mjög nálægt eigin reynslu höfundarins. Stríðsmenn Krísts En áður en við heilsum upp á þá dánumenn er rétt að koma aðeins við í Sálmabókinni. Með það í huga að í fermingarsálmum hennar komi fram allskýrt óskir geistlegra manna um það, hvað ferming sé unglingum. í sálmi eftir Valdimar Briem ( „Lát þennan dag“) er bæði borin fram kenning um að með fermingu sé skírnin staðfest og svo von um að fermingarheitið reynist haldgott í lífsins ólgusjó: Gef þaú sem hér þér heita trú þitt hjartað blíða finni. Gef, já það sem þau segja nú þau sífellt hafi í minni. í fermingarsálmi eftir Friðrik Friðriksson er aftur á móti brugðið á það skáldskaparráð að gera Krist að konungi og herstjóra sem kallar fermingar- barnið undir sinn gunnfána í stríði helgu. Eða eins og þar stendur: Alvœpni guðs hann æsku- mönnum gefur eðalstein lífsins hann á skjöldinn grefur. Skeyti þá engin skaða mega vinna skjól er hann sinna. Ofsahryggð og óyndi En snúum okkur þá að séra Matthíasi. í „Sögukaflar af sjálfum mér“, endurminningum hans, má ráða, að á fermingaraldri hafi þjóð- skáldið, sem síðar varð, átt í verulegu sálarstríði þar sem saman fór sú huggun sem hafa má af bænalestri, glöð samkenndar- uppsveifla í fermingarundirbún- ingi - og heilmiklar efasemdir um trú. Matthías var þá til húsa hjá séra Guðmundi Einarssyni á Kvennabrekku, frænda sínum. Á hann stríðir einatt angur og óyndi og þá les hann úr Hallgrímskveri og Passíusálmum og telur sig hafa gott af: „Fannst mér þá og áður sú iðkan væri mín einkahuggun og frelsi, einkum þegar við sjálft lá, að ég mundi fá æði eða annað verra. Pví ofsahryggð og óyndi hjá börnum eða unglingum hefur eflaust oftlega orðið þeim að aldurtila.“ Þessi orð séra Matthíasar eru vel upprifjunar verð í þeim nútíma sem hefur m.a. spurnir af stórmikilli fjölgun sjálfsvíga hjá unglingum, sem finnst þeir ekkert athvarf eiga í hörðum og köldum heimi Eru kraftaverkin búin? Nú, en þá er komið að sjálfri fermingunni hjá Matthíasi, og segir hann að séra Guðmundur hafi búið hann undir hana vel og rækilega. Matthías segir: „Þá dagana, fyrir og eftir ferminguna, bar ég í brjósti einkennilega heita elsku til hinna barnanna, sem með mér voru fermd, svo jafnhreinaog sæluríka tilfinning hef ég aldrei gengið með áður né síðan. Ég var eins og í „samneyti heilagra". Eitthvað er þetta nú annað en líðan Ólafs Kárasonar Ljósvfk- ings í Heimsljósi Halldórs Laxness. Eins og menn muna svaraði hann undarlega út úr kverinu þegar hann gekk til prests („Hundrað og ellefta meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta“) og hlaut fyrir háð og spé fermingarsystkinanna - allra nema einnar stúlku. Nema hvað. Matthías er í senn yfirþyrmdur af upphafinni sælukennd og efasemdum: „Aftur á móti fannst mér elska mín til guðs eða frelsarans vera alltof köld og hversdagsleg. Var ekki laust við að einhverjar trúarefasemdir væru þá þegar farnar að brjótast um í mér og helst sú spurning, hvers vegna engin opinberun birtist lengur mönnum eða óefandi kraftaverk. Og kynlegt fannst mér það, að menn skyldi eiga svo mikið af góðum álfa- og draugasögum en fátt eða ekkert af góðum vitrunum!“ Matthías hefur semsagt ungur NYR VOR-OG SUMARLISTIKOMINN! ILEGUR OG SPENNANDI VERSLUNARMÁTI TVEIR NÝIR AUKALISTAR Ég undirritöuö/aöur óska eftir aö fá sendan nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. □ FREEMANS 4- □aUKALISTAR L Fulit nafn Heimilisfang Póstnúmer Nafn.nr: PONTUNARLISTINN BÆJARHRAUNI 14 220 HAFNARFJÖRÐUR Pontunarlistinn kostar 160 kr. ♦ póstburöargjald. S. - ^ .J 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.