Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 5
1 INNSÝN Oþarfa afskiptasemi? Félagsfundur í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur felldi kjarasamninga sem fyrir skemmstu voru undirritaðir í höfuðstöðvum atvinnurekenda í Garðastræti. Talið er líklegt að önnur félög innan Landssam- bands verslunarmanna fari að dæmi Reykvíkinga og felli líka samningana. Fari svo, bíða þess- ara samninga keimlík örlög og samninga Verkamannasam- bandsins sem um síðastliðin mán- aðamót voru sendir frá Garða- stræti út í verkalýðsfélögin. Peir mörðust í gegnum Dagsbrúnar- fund en voru felldir hjá flestum öðrum verkalýðsfélögum. Garðastrætissamningar Svo gæti virst að séu samningar gerðir í Garðastrætinu, ýti það ekki undir að þeir verði sam- þykktir á fundum í félögum launamanna. Að sjálfsögðu skipta sköpum önnur atriði en það hvar samningaviðræður fara fram eða hvar samningar eru undirritaðir, en engu að síður gefur það kjarasamningum nei- kvæðan blæ að þeir skuli verða til í húsakynnum atvinnurekenda. Það er reyndar með ólíkindum að sumir oddvitar launamanna skuli aldrei geta látið sér detta í hug að nóg er af húsunum í Reykjavík þar sem karpa má um kaup og kjör og víðar er unnt að semja en í Garðastrætinu. Við- ræðurnar, sem nú fara fram á Ak- ureyri, sýna að alls ekki er bráð- nauðsynlegt að vera í Garðast- rætinu. Það hlýtur að vera óþo- landi fyrir kappsfulla verkalýð- sleiðtoga að komast ekki í síma, ljósritunarvél né önnur skrif- stofutól nema með góðfúslegu leyfi atvinnurekenda, þess aðila sem verið er að semja við. Og meðal annarra orða: Greiða báð- ir aðilar kaffið eða eru atvinnu- rekendur líka í hlutverki gestgjaf- ans á því sviði? í samningum milli jafningja hefur lengi gilt sú regla að við- ræðustaðurinn skuli ekki vera öðrum aðilanum kunnari en hin- um. Auðvitað eru dæmi um samningaviðræður á öðrum vett- vangi ekki alltaf góður efniviður í samanburð, en þar er af mörgu að taka. Nefna má að þegar Napóleon mikli stóð í samninga- viðræðum við Alexander fyrsta Rússakeisara hittust þeir á fleka úti á miðju landamærafljóti til að undirstrika að hvorugur aðilinn lyti það lágt að semja á yfirráða- svæði hins. Auðvitað þarf ekki að viðhafa svo dramatískar leiksýn- ingar við samninga um kaup og kjör þótt komið sé í veg fyrir að almenningur telji að fulltrúar launamanna geti ekki samið nema þeir séu inni í miðjum her- búðum andstæðingsins. Minni kaupmáttur En það var samt ekki viðræðu- staðurinn í Garðastræti sem olli því að Verslunarmannafélag Reykjavíkur felldi samninginn heldur það að hér var enn á ný boðið upp á Garðastrætiskjara- bætur og Garðastrætislaunahækkanir út samningstímann, fyrir nú utan það að reiknað var með Garðast- rætisverðbólguspá. Við aðstæður sem þessar einkennist slík verð- lagsspá af heillandi bjartsýni hins síkáta sölumanns, en endranær, og þá einkum þegar varað er við hættunni af miklum launakröf- um, gætir í henni átakanlegrar svartsýni. Samningurinn á að gilda í nær 13 mánuði eða til 10. apríl 1989 og eiga launahækkanir að vera sem hér segir: í upphafi..............5,1% 1. júní................3,25% 1. september............2,5% 1. desember.............1,5% 1. mars................1,25% Samkvæmt þessu verður kaup þann 1. aprfl 5,1% hærraeftir pá- skana en það var þann 1. október síðastliðinn en þá hækkuðu samningsbundin laun verslunar- manna síðast. í október var lánskjaravísitalan 1797 en verður um næstu mánaðamót 1989 stig. Hækkun verðlags á þessum tíma hefur því samkvæmt lánskjara- vísitölu orðið um 10,7%. Hvers vegna í ósköpunum er þá samið um að kauptaxtar hækki nú um meira en helmingi lægri tölu eða 5,1%? Það þarf enginn að verða hissa að nú, þegar nær þrír mán- uðir eru liðnir frá því að gildistími síðustu samninga rann út, séu menn lítt hrifnir af því að samið sé um minnkandi kaupmátt taxtakaups. Ævintýraleg verðbólguspá Taxtakaup samkvæmt samn- ingunum, sem verið var að fella, hefði orðið um 14,3% hærra í lok samningstímans, þ.e. í aprfl 1989, heldur en nú í mars 1988. Hækk- anirnar, sem raktar eru hér að ofan og leggjast hver ofan á aðra, heita samkvæmt samningunum „Áfangahækkanir". Ekki er ljóst hvort þeim er eingöngu ætlað að mæta áætluðum verðlagshækk- unum eða hvort einhverjir samn- ingamannanna hafa litið svo á að um raunverulegar kauphækkanir gæti orðið að ræða. Hvað þýðir það að kauptaxtar hækki á 13 mánuðum um 14,3%? Það fer að sjálfsögðu eftir því hver verðbólgan verður á þessum tíma. Hvert barn sér að verði hún meiri en 14,3%, þýðir það kjara- rýrnun. Enginn veit með vissu um verðlagsþróun næstu 13 mánuð- ina. En við vitum hvað gerst hef- ursíðustu 13 mánuði. í mars 1987 var lánskjaravísitalan 1614 stig, þann 1. aprfl n.k. verður hún 1989 stig. Hækkunin á 13 mánuð- um hefur orðið 23,2%. Er eitthvað sem mælir með því að verðbólga næstu 13 mánuðina verði minni en hún hefur verið síðastliðna 13 mánuði? Blasa ein- hver þau teikn við í íslensku efna- hagslífi sem benda til þess að verðbólgan sé að hægja á sér? Nei, því miður. Ef eitthvað er, þá óttast hagspekingar að verðbólg- an muni einmitt aukast á næst- unni, allir nema atvinnurekendur þegar sá gállinn er á þeim. Enn lengdur opnunartími Skýringanna á því hvers vegna félagar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur felldu samningana er án efa að leita í þeirri einföldu staðreynd að þeim þóttu þeir ekki nógu góðir. Taxtakaupið er of lágt og kauphækkanir á samn- ingstímanum of lágar. Ekki hefur bætt úr skák svofelld klausa í 8. grein samningsins: „Um frávik frá laugardagslok- un í Reykjavík: Þrátt fyrir framangreind ákvæði um laugardagslokun á sumri er heimilt að víkja frá því með samkomulagi starfsmanna og hlutaðeigandi fyrirtækis.“ Stór hluti afgreiðslumanna í verslunum hefur að undanförnu mátt þola það að vinnutími hefur lengst óheyrilega mikið vegna stöðugt lengri opnunartíma versl- ana. En kaupmáttur launanna hefur ekki aukist að sama skapi því að taxtakaup fyrir dagvinnu hefur ekki haldið í við verðbólg- una. Félagsmenn í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur hafa því viljað beita stéttarfélagi sínu til að knýja fram laugardagslok- un verslana yfir sumartímann. En nú átti sem sagt að ákveða þetta á hverjum vinnustað. Ljóst er að víða, og kannski þá einkum á fámennari vinnustöðum, hefði staða afgreiðslufólks í viðræðum við verslunareigendur orðið ákaflega veik eftir að sterkasti bakhjarlinn, skrifstofa stéttarfél- agsins, var genginn úr skaftinu. Atkvæðagreiðslan sýnir að launafólk vildi ekki gefa eftir á þessu sviði. Eftir stendur spurn- ingin, hvers vegna samninga- nefnd verslunarmanna lét sér detta í hug að ljá máls á þessu. Vissi enginn hver væri hugur af- greiðslufólksins? Magnús L. Sveinsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, mælti eindregið með því að samningarnir yrðu samþykktir. Ekki er ólíklegt að hann og fleiri forystumenn fé- lagsins velti því nú fyrir sér hvað hafi í raun og veru gerst þegar samningurinn var felldur með 214 atkvæðum gegn 96. Með tím- anum mun Magnús án efa komast að skynsamlegri niðurstöðu en greint er frá í Morgunblaðinu í gær þar sem rakið er samtal blaðamanns við hann. Hvers vegna mætti fólk á fundinn? Haft er eftir Magnúsi að hann hafi „orðið fyrir vonbrigðum er VR-fundurinn felldi samning- ana, en fyrir þessu væru tvær meginástæður. I fyrsta lagi hefði afgreiðslufólk fjölmennt á fund- inn og staðreyndin væri sú að 75% þeirra fengju eingöngu greitt eftir töxtum.“ Hvers vegna í ósköpunum var nú afgreiðslufólkið að þvælast á fundinn og skemma fallegan endahnykk á annars hnökralausri samningahrinu? Magnús veit reyndar svarið við þessari spurningu því að í Morg- unblaðssamtalinu má sjá þessa viðbót um afgreiðslufólk: „Launin eru á bilinu 30-40 þús- und og því segir fólk núna hingað og ekki lengra," sagði hann. „Til viðbótar þessu er vinnutími mjög óhagstæður fram eftir öllum kvöldum og þó sérstaklega alla laugardaga. Þessu er fólk að mót- mæla,“ sagði Magnús.“ Samkvæmt kjarasamningun- um sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur felldi, áttu mánað- arlaun afgreiðslufólks fyrir dag- vinnu að verða þannig: Hér svífur Garðastrætisandi yfir vötnum. Og í annað sinn á skömmum tíma hefur launafólk hafnað þeim anda. 16 ára unglingar..............................................32.000 17 ára unglingar..............................................33.460 Grundvallarlaun...............................................35.120 Eftir 1 ár í starfsgrein......................................36.770 Eftir 3 ár í starfsgrein......................................38.420 Eftir 5 ár lýá sama fyrirt....................................40.080 Eftir 10 ár þjá sama fyrirt...................................41.800 Laugardagur 26. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.