Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði ABH verður haldinn laugardaginn 26. mars kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: Staðan í bæjarmálunum. Útgáfumál og önnur mál. - Formaður ABR Konur á norrænt kvennaþing Konur sem hafa áhuga á norræna kvennaþinginu í Osló í sumar, mætið í morgunkaffi laugardaginn 26. mars nk. kl. 11.00, á Hallveigastöðum við Túngötu. Konur í Alþýðubandaiaginu. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 28. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. mars. 2) Umhverfismál og heilbrigðismál. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í viðkomandi nefndum leiða umræður um þessa málaflokka. 3) Önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Sigurður Grétar Guðmundsson full- trúi í stjórn Félagsheimilisins verða með heitt kaffi á könnunni i Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 26. mars frá kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin. ABR Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 29. mars kl. 10.30. Rætt verður um málefni Palestínumanna og kjörin kjörnefnd fyrir aðafund félagsins. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. ABR Á döfinni Morgunverðarfundur laugardaginn 26. mars kl. 10.30 að Hverfisgötu 105. Bríet Héðinsdóttir og Svavar Gestsson reifa málefni Ríkisútvarasins. Stjórn ABR Bríet Svavar Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur ABA þoðar til félagsfundar í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 26. mars kl. 14.00 Dagskrá: 1) Lárusarhús, umræður um nýtingu. 2) Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn ABA Alþýðubandalagið Kóþavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þi ighóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kiktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Æskulýðsfylking Hafnarfjarðar Félagsfundur Æskulýðsfylking Hafnarfjarðar boðar til almenns félagsfundar þriðjudaginn 29. mars kl. 20 í Skálanum, Strandgötu 41 Dagskrá: 1. Almenn fundarsköp 2. Starfið. 3. Fjármál 4. Húsnæði. 5. Sósíalismi hvað er nú það? Allir velkomnir, takið með ykkur gesti. Stjórnin Auglýsið í Þjéðviljanum / MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Háskólakórinn Disneyrímur í Tjamarbíói Árni Harðarson: Þetta erfyrst ogfremst hugsað sem skemmtiverk ígærkvöldifrumflutti Háskólakórinn nýtt verk og gamalt, Disneyrímur Þórarins Eldjárn viö tónlist Árna Harð- arsonar. Sýningin ernýstár- leg blanda af kórsöng og leikhúsi, einhvers konar mús- íkleikhús, kannski, ef reyna á að setja nafn á fyrirbærið. Kórinn og Halldór Björnsson leikari flytja rímurnar undir stjórn Árna, og Kára Halldórs, sem annast leikstjórn. Ljósa- maðurerÓlafurOrn Thor- oddsen. Árni Harðarson útskrifaðist sem píanóleikari frá Tónlistar- skóla Kópavogs 1976, og fór þá til London í framhaldsnám í píanó- leik og tónsmíðum við Royal Col- lege of Music. Að námi loknu 1983 kom hann aftur til fslands og tók við stjórn Háskólakórsins um haustið. Auk þess að vera kór- stjóri er hann kennari við Tón- listarskóla Kópavogs, og semur tónlist, meðal annars fyrir Há- skólakórinn og fyrir leikhús. Árni, hvernigfékkstu hugmynd- ina að því að fara að semja tónlist við Disneyrímur? - Ég datt niður á rímurnar í fyrravor, þegar ég var að leita að efni fyrir sýningu í þessum stíl fyrir Háskólakórinn. Við erum alltaf með eitthvert nýtt íslenskt verk á hverju ári, þó að þetta sé með nokkuð öðru sniði en venju- lega. Þessi 40 manna hópur gefur ýmsa möguleika, til dæmis á að flytja kórverk sem er leikið að einhverju leyti. Við höfum reyndar gert eitthvað svipað áður, þegar við fluttum Sóleyjar- kvæði 1984. í>á fengum við Guð- mund Ólafsson leikara í lið með okkur, en við settum ekki Sól- eyjarkvæði á svið eins og Disn- eyrímur núna, heldur var Guð- mundur meira lesari með kórn- um. En það var fyrsta tilraunin til að nota kórinn á þennan hátt, hafa hann á hreyfingu í kringum áheyrendur, sem sagt nota mögu- leika hans til annars en til hefð- bundins kórsöngs. - Við það að semja tónlistina sjálfur en ekki einungis útsetja hana eins og ég gerði með Sól- eyjarkvæði, hef ég auðvitað frjálsari hendur. Þannig hef ég meiri möguleika á að ná fram þeim áhrifum sem ég hef í huga og henta sýningunni. H L 1 ^ 1-1 1 n 7 7 J J 77 — [i 7 V * \ * 1 V * 7 7* n S. Svíf-um beint til Chieagó, síst er vit að slór- a þar ekt-a par-ið \y 7 -r t 1 J f r 11 7 * í tri f ~7 \ ' f p 7 L \ 7 ‘* eðl-a bjó þau El-í-as og Plár-a ---- Glugginn Kristján Steingrímur sýnir olíumálverk í gærkvöldi opnaði Kristján verkasýningu í Glugganum, Steingrímur Jónsson mál- Glerárgötu 34, Akureyri. Kristján Steingrímur er fæddur 1957. Hann útskrifaðist úr Nýlist- adeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1981 og stundaði síðan framhaldsnám við Ríkislist- aháskólann í Hamborg frá 1983 til 1987. Hann hefur haldið einkasýningar á Akureyri, í Reykjavík og Þýskalandi, og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Á sýningunni í Glugganum eru jaðallega oh'umálverk, öll ný af jnálinni. Glugginn er opinn alla daga nema mánudaga kl. 14:00- 18:00, nema síðasta sýningardag- inn 4. apríl, annan dag páska. Þá er opið eins og aðra daga. LG Kristján Steingrímur 6 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 26. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.