Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 8
Hlýja og Gránufjelagið sýnlr ENDATAFL eftlr Samuel Beckett Leikstjóri: Kári Halldór Þýðing: Árni Ibsen [ enn einu bakhúsinu hefur fundist leikhús. í þetta skipti er áhorfandinn leiddur inn í steinkjallara þar sem brotnir hafa veriö niður veggir milli þriggja herbergja. Leikmynd- in er hráir, gráir og nöturlegir múrveggir. Ekkert líf, enginn litur. Þetta er alveg kjörin um- gerð fyrir Endatafl Becketts, leikrits þar sem við sjáum manneskjuna reyna að finna marklausu lífi sínu stefnu ílíf- vana heimi. Frumleiki Beck- ettssem leikskáldserfólginn í því að hann fann upp aðferð til að láta ekkert gerast á sviðinu en skemmta áhorfendum í leiðinni, sýnaokkurádrep- fyndinn hátt hvað lífið er leiðinlegtog marklaust. Það er auðvitað grimmileg alvara í Beckett en líka djúpstætt al- vöruleysi og hann byggir leikrit sín mjög á alþýðlegum skopleikjahefðum. Þetta atriði kemst mjög vel til skila í sýningu Gránufjelagsins. Leikstjórinn hefur farið þá leið að beita skopstflnum mjög fín- lega á þetta verk. Ég rifjaði upp sýningu á Endatafli í Þjóðleik- húsinu fyrir allmörgum árum sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði. Þar var leikið af grimmilegri al- vöru. Aðferð Kára Halldórs er betri, hún dregur fram þá mann- eskjulegu hlýju sem þrátt fyrir allt er til staðar bak við ömurlega lífssýn Becketts. Og hún er líka skemmtilegri. Það verður að vísu að játast að nokkuð var farið að draga úr skemmtun minni þegar leið á seinni hluta þessarar sýn- ingar, sem stendur hlélaust í rúma tvo tíma, vegna of náinna kynna bakhlutans við of harðan stól, en slík er sú skuld sem við eigum að gjalda fátækum leikhópum sem eru að gera sitt besta til að halda uppi leiklist við hörmuleg skilyrði. Hér hefur verið vel að verki staðið. Leikstjórn Kára Halldórs er vandlega unnin og nákvæm. Hann notar hæggengt tempó og kemst upp með það, veit að að- ferðin til að ná skopinu út úr þessu verki er ekki sú að keyra hraðann í botn og vera hress, eins og væri þó í takt við tíðarandann. Sumir eru reyndar farnir að óttast grimmd að góð leiklist sé alls ekki í takt við tíðarandann. Er þá nokkuð annað að gera en að hafna tíðar- andanum? Hjálmar Hjálmarsson átti góð- an leik í þessari sýningu í hlut- verki þjónsins Clovs. Gervi hans og fas er byggt á hefðbundnum grunni trúðsins, vaudevillestfll- inn lagður til grundvallar. Þetta er vandasamt í meðförum en hér hefur hófsemin og nákvæmnin ráðið og útkoman er framúrskar- andi góð. Sakleysislegt og ljóm- andi bros Hjálmars þegar hann segir hina skelfilegustu hluti birt- ir einmitt tvíeðli leikverksins fullkomlega. Sömu natni hefur leikstjórinn sýnt við foreldrana gömlu í öskutunnunum. Með því að flýta sér ekki og gæla við hvert smáatriði tekst honum að gera at- riðin með þeim stórkostlega fyndin. Barði Guðmundsson rís í hæðir í hlutverki Naggs, hann er átakanlegur, hlýr og grátbroslega brjóstumkennanlegur. Rósa Guðrún Þórsdóttir fær minni tækifæri til að láta ljós sitt skína en gefur ekkert eftir, samleikur þeirra er með eindæmum sam- stilltur. Mikið hefði þetta getað orðið stórkostlegt allt saman hefði leikstjórinn haft verulega góðan leikara til að stýra í hlutverki Hamms en ekki þurft að leikstýra sjálfum sér. Ekki það að leikur Kára Halldórs sé ekki allgóður sem slíkur. Hann nær bara ekki að Ieika í sama stfl og hinir. Hann beitir miklu grófari og raunsæis- legri leikstfl og rýfur þannig heiidaráhrif sýningarinnar. Þetta er ágætt dæmi um þau almennu sannindi að leikarar geta yfirleitt ekki leikstýrt sjálfum sér, ein- faldlega vegna þess að þeir sjá ekki það sem þeir eru að gera og eru þess vegna ekki dómbærir á það. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir langa setu á hörðum stól er ég þakklátur aðstandendum fyrir að færa okkur þennan Beckett. Og þakkir til Árna Ibsen fyrir að hafa þýtt hann svona ágætlega. Sverrir Hólmarsson Norrœna húsið Norskir bókadagar Á dagskrá norsku bókadag- anna um helgina eru bók- menntakynningar fyrir börn og fullorðna. í kvöld les rithöfundurinn Kjell Askildsen úr verkum sín- um, auk þess sem Oskar Visdal sendikennari kynnir norskar bækur frá árinu 1987. Á morgun kl. 14:00 hefst dagskrá fyrir börn, Anne Cath. Vestly les úr verkum sínum, og Margrét Örnólfsdóttir les upp úr þýðingu sinni á bókinni Guro, eftir Anne Cath. Um kvöldið verður kynning á verkum Nordahls Grieg, Fredrik Juel Haslund dósent við Oslóarhá- skóla heldur fyrirlestur sem hann nefnir Nordahl Grieg og stríðið. Auk þess les Hjörtur Pálsson upp ljóð eftir Grieg, í íslenskri þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Bókadögunum lýkur á mánu- dagskvöldið með kynningu norskra bóka í íslenskri þýðingu, meðal annars les Þorsteinn Gunnarsson upp úr þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns á Norður- landstrómet eftir Petter Dass, (samtímamann Hallgríms Péturs- sonar). LG AÐAL FUNDUR Aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, þriðju- daginn 12. apríl 1988. Furdurinn hefst kl. 16:30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál löglega upp borin á fund- inum. Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál borin upp á aðalfundi skulu, samkvæmt ákvæði 25. greinar samþykkta bankans, senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi 28. mars 1988. Aðgöngumiðar að fundinum og at- kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka, Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 7., 8. og 11. apríl næstkomandi og á fundardag við innganginn. Ársreikningur bankans fyrir árið 1987, dagskrá fundarins og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á framangreindum stað í aðalbanka frá 5. apríl næstkomandi. úo Utvegsbanki Islandshf Bankaráð Mozartar og Beethovenar nútímans Hver eru mestu tónskáld sem nú eru uppi? Þó það séu lík- lega aðeins örfáir menn sem fram úr skara, ef nútíminn lík- ist öðrum menningartímabil- um, er þó erfitt að svara þess- ari spurningu. Ekki er auðvelt að átta sig á samtíð sinni og verið getur að það núlifandi tónskáld, sem framtíðin metur mest sé nú alveg óþekkt. Miklu auöveldara er að nefna frægustu tónskáldin. Meðal þeirra allra þekktustu og virtustu eru Messiaen og pólska tón- skáldið Vitold Lutoslavski. Og það er ekki í hverri viku að ís- lenskir tónleikagestir heyri verk eftir þessa menn, hvað þá báða. En Messiaen var fluttur af Sin- fóníuhljómsveit æskunnar fyrir skömmu og þann 20. mars hélt Musica Nova tónleika, þar sem amerískur píanisti lék hið mikla verk hans Tuttugu ásjónur Krists. Því miður gat ég ekki ver- ið viðstaddur þann stóratburð. En hins vegar sótti ég tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands 17. mars þar sem flutt var þriðja sin- fónía Lutoslavskís. Ekki voru dagblöðin að tíunda öll þessi miklu tíðindi á forsíðu, eins og þau gerðu með litprentuðum glamúr, þegar meiriháttar auminginn Sverrir Stormsker vann allraverstu söngvakeppni sem fram hefur farið á íslandi og sennilega í öllum heiminum. Ef hann verður ekki í neðsta sæti í útlöndum er útséð um framtíð evrópskrar menningar. í þessari músikhlandfor svamlar nú ís- lenska þjóðin og er mjög stolt af sjálfri sér, en lætur sig engu skipta þó Mozartar og Beetho- venar nútímans séu að heyrast hér í fyrsta sinn. Meira að segja Þjóðviljinn hefur siglt í strand upp á þetta Stormsker. En ég þori að veðja að enginn á blaðinu hefur svo mikið sem heyrt Lutosl- awski nefndan, nema músíkkrít- ikerinn, enda nýtur sá vesalingur iangminnstrar virðingar á þessu sósíalska blaði. Þó skömm sé frá að segja hefur Þjóðviljinn alla tíð verið hræðilega ómúsikalskt blað. Sjáiði hvað hann dekrar við andskotans poppið í Sunnu- dagsblaðinu. En skrif hins klass- íska menningarvita Sigurðar Þórs eru látin mæta afgangi. Þeim er jafnvel ýtt til hliðar eins og hverju öðru skrani þegar t.d. auglýsend- ur gera sig breiða á síðum mál- gagnsins mikla. Eru þó greinar hins lítilláta menningarhálfvita besta efni blaðsins að dómi flestra læsra manna og kvenna, enda skrifar hann oft um allt milli himins og jarðar annað en músik. En nóg um það og lifi ritfrelsið. Flutningur Sinfóníuhljómsveitar- innar á meistaraverki Lutoslav- skis var stórkostlegt ævintýri. Áheyrendur fóru í könnunarferð um undur og furður nútímans sem eru bæði skelfileg og stór- kostleg. í senn vonardrepandi og hvetjandi. Hugmyndaflug þessa manns er ótrúlegt. Krafturinn, stfllinn og víðfemið eins og hjá snillingi. Og hljómsveitin undir stjórn Pólverjans Zugmunt Ryc- hert var frábær. Hefur undirrit- aður varla skemmt sér betur á tónleikum. Hins vegar heyrði lff- vörður hans og sérlegur njósnari suma konsertgesti úthúða þess- um „hávaða“ að tónleikunum loknum. Og þá iðkuðu margir þann íslenska ósið að rjúka á dyr meðan fagnaðarlætin voru enn í hámarki. Það er mikil óvirðing við listamennina. Tónleikarnir hófust annars á tónaljóðinu Orfeusi eftir Liszt. Hann hefur ekki verið metin að verðleikum sem tónskáld fyrr en á síðustu áratugum, ef hann þá er það. En Orfeus er kannski ekki með bestu verkum hans. Það var flott spilað en Rychert er örugg- ur, klár og hugvitssamur stjórn- andi. Fiðlukonsert Sibeliusar var einnig á efnisskránni. Einleikari var Sigrún Eðvaldsdóttir. Kons- ertinn er mögnuð tónsmíð, kald- hömruð, dulúðug og demónísk. Sigrún lék með ágætri tækni og sjálfstrausti. En leikur hennar hreif mig ekki. Hann var ekki nógu tilbrigðaríkur og nær- göngull. Það er svo mikill seiður í þessari undarlegu músík. Eins og hún spretti úr djúpi náttúrunnar, myrkviði þúsund skóga og vatna þar sem tíminn stendur kyrr. Þar sem heiðni ríkir og ekki eru skil milli manna og dularvætta, dýra og goða. Varla er til rammari norrænn andi en í hljómsveitar- þönkum Sibeliusar. Og til að flytja list hans dugir ekki tækni og góð spilamennska. Það verður að koma til sköpun, sýn og skarpt næmi. Þeir eiginleikar tel ég þó að muni blómstra í Sigrúnu Eð- valdsdóttur þegar persónuleiki hennar dýpkar og þroskast. Og þá verður mikil upplifun að heyra hana spila Sibelius og alla hina. Sigurður Þór Guðjónsson 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.