Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 9
Myndlist Hin eilífa Hringrás Valgerður Hauksdóttir sýnir grafík í Gallerí Borg í Gallerí Borg er nýbyrjuð sýn- ing Valgerðar Hauksdótturá grafíkmyndum. Valgerðurer fædd 1955 og stundaði mynd- listarnám við University of New Mexico og við University of lllinois. Hún varstyrkþegi og aðstoðarkennari við Uni- versity of lllinois 1981 -1983, og er nú deildarstjóri við graf- íkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Islands. Undanfarna mánuði hefur Valgerður verið gestakennari við Listahá- skólann í Austin, Texas. Um þema verkanna á sýning- unni segir Valgerður: - Eg kalla það hringrás. Hina eilífu hringrás. Hringurinn sem birtist í verkum mínum að hluta til eða allur, er tákn þeirrar hringrásar sem á sér stað í náttúrunni og í umhverfi okkar, sökum eðlilegs náttúrulögmáls og afls sem er margfalt á við mátt manneskj- unnar. Hann er einnig tákn þess hvernig þessi hringrás endur- speglast í lífi manneskjunnar. Þetta þema er mér hugleikið og er beint framhald af fyrri verkum mínum, þó að í þetta sinn setji ég það fram í afmarkaðra formi en áður. - Pað afl sem virðist halda hringrásinni á hreyfingu, hvort sem er í hinum efnislega eða and- lega heimi, er samspil og tog- streita tveggja andstæðra afla. Þessi andstæðu öfl hafa verið nefnd ýmsum nöfnum, svo sem ljós og myrkur, nótt og dagur, dauði og fæðing, eða ást og hatur. Þessi tvöfeldni veruleikans er yf- irleitt auðskildari þegar við fylgj- umst með henni í náttúrunni. Hinsvegar eigum við erfiðara með að henda reiður á eigin hverfulleika. Lífið virðist oft sem eilíf hringrás, þar sem maðurinn gerir lítið annað en rekast á sjálf- an sig ár eftir ár. - Hringurinn er jafnframt tákn tímans, línulegt ferli frá degi til nætur, vöggu til grafar. Maður- inn á í baráttu við tímann. Þó að hann horfi stanslaust yfir farinn veg, hverfur fortíðin fyrir tímans tönn. Baráttan við að gleyma ekki og baráttan við að reyna að gleyma eru hvoru tveggja and- stæðar hliðar hringrásar. En hvort sem manninum líkar betur eða verr, færist hann jafnt og þétt áfram í sinni eigin hringrás, nær dauða sínum. Hann óttast dauðann, ekki vegna óvissu um framtfð eigin tilveru, heldur er óttinn meiri við að gleyma fyrri tilveru. - Verkin á sýningunni eru öll um ákveðin augnablik þessarar eilífu hringrásar, í þessu tilfelli um mína eigin hringrás, nokkurs konar uppgjör við eigin fortíð. Ákveðinn dauði og ákveðið upp- haf. Þess vegna finnst mér við- eigandi að reyna að útskýra verk mín í orðum í þetta sinn, þó ég sé alltaf frekar á móti því. Þau eru Valgerður Hauksdóttir: „Hringurinn er tákn tímans, línulegt ferli frá degi til nætur, vöggu til grafar." frekar abstrakt í gerð sinni og kannski erfitt fyrir sjáandann að gruna hvað liggur að baki, en það er viðeigandi fyrir mig að túlka uppgjör mitt í abstrakt formi. - Myndunum má líkja við stór skrifuð blöð þar sem blekið eða blýanturinn er oftast svartur og einstaka sinnum rauður, eða í öðrum lit. Liturinn er þá ein- göngu notaður til að draga athyglina að andstæðum öflum, eða til undirstrikunar, líkt og þegar ákveðnar línur eru undir- strikaðar við lestur ritmáls, eða þegar kennari merkir með rauðu við villur í verki nemanda síns. Skriftin í myndunum er ekki á almennu ritmáli, (nema á ein- staka stað sem spegilskrift), held- ur er tungumálið landslagskennt, þó á ég ekki við fjöll, tré eða vötn, heldur frekar rok og rign- ingu, dag og nótt. Verk eftir Valgerði eru í eigu ýmissa opinberra stofnana á Is- íandi og erlendis. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis, og hélt síðast einkasýningu í Gallerí Borg 1985. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00-18:00 um helgar, og stendur til 5. apríl. Gallerí Borg er lokað á föstudag- inn langa og á páskadag. LG Leikfélag MH sýnir UMHVERFIS JORÐINA Á 80 DÖGUM eftir Jules Verne/Ahlfors Leikstjóri: Vaigeir Skagfjörð Þessi leikgerö var upphaf lega skrifuð fyrir Lilla T eatern í Helsinki og varð allfræg sýn- ing úr sem einhvern tímann rak á íslenskarfjörur. Og ein- hvern tímann endur fyrir löngu sá ég þetta verk á Herranótt og hefur líklega verið f rum- raun Andrésar Sigurvins- sonar. Sú sýning vareinkar skemmtileg og það er sýning- in sem nú er í MH reyndar líka, enda er þetta verk afskaplega heppilegt fyrir skólasýningar. Þarna er verið að segja snjalla sögu og til þess notaðar þykj- ustuaðferðir leikhússins með þeim hætti að hugarfluginu er sleppt dálítið skemmtilega lausu. Um leiðeru þarnatæki- færi til að skapa sérkenni- legar persónur án þess að gerðar séu óhóflegar kröfur til leikaranna. Mikið er undir leikstjóra kom- ið að vel takist til með svona sýn- ingu. Valgeir Skagfjörð virðist hafa lagt töluverða alúð við að hjálpa þessu unga fólki að skapa skýrar persónur og orðið vel á- MENNING Æskufjör gengt í þeim efnum. Þannig er Phileas Fogg óforbetranlega enskur í meðförum Páls Óskars Hjálmtýssonar og leikinn af mikilli nákvæmni og einkar góðri framsögn. Aðalbjörn Þórólfsson skapar einnig mjög skýra per- sónu úr Passpartout, flaumósa og fumandi fransmaður, og hefur talsvert skopskyn. Fix leynilög- reglumaður varð einnig sérkenni- leg týpa í meðförum Gunnars Pálssonar. Málfríður Gísladóttir hafði að sönnu úr heldur minna að spila í hlutverki Audu en fór vel með það sem hún gerði. Allar aðalpersónurnar eru sem sagt vel upp dregnar og skemmti- lega leiknar. Hins vegar verður það að segjast að aukapersónurn- ar voru mjög upp og ofan, hóp- atriði ruglingsieg og skiptingar ekki nægilega vel útfærðar. Hér hefði þurft meiri vandvirkni en hafa ber í huga að þetta er hund- flókin sýning og ekki ætlandi þessum unglingum að ná vandvir- kni atvinnumanna. Er ekki nóg að segja: þökk fyrir góða skemmtun, æskufjör og leik- gleði. Sverrir Hólmarsson Jules Verne RAFTÆKNI 0RÐASAFN Þráðlaus fjarskipti Fyrsta bindi nýs orðasafns, unnið af Orðanefnd Raf- magnsverkfræðingafélags íslands í samvinnu við íslenska málnefnd. Hér eru íðorð yfir hugtök úr þráð- lausri fjarskiptatækni, m.a. á sviði útvarps og síma, senditækja og viðtækja, rása, útbreiðslu útvarpsbylgna, loftneta, þráðlausrastaðarákvarðanaogleiðsögu. Orðin eru, auk íslensku, á átta öðrum tungumálum: frönsku, ensku, þýsku, spænsku, ítölsku, hollensku, pólsku og sænsku. Nauðsynleg handbók. Bókauígðfa, /VIENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTiG 7» REYKJAVlK • SlMI 621822 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 RSEMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.