Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 10
ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð í Norðurvör og Holta- gerði í Kópavogi með tilheyrandi jarðvinnu, hol- ræsagerð, malbikun og gangstéttargerð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Fannborg 2 frá og með þriðjudeg- inum 29. mars nk. gegn 10.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 11. apríl nk. kl. 11:00. Bæjarverkfræðingur SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI (91) 681411 Aðalfundir Samvinnutrygginga GT og Líftryggingafélagsins Andvöku verða haldnir í Samvinnutrygginga- húsinu, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 29. apríl nk. og hefjast kl. 17.00. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag- anna. Stjórnir félaganna ÁíjíaíTÉÞWSHHLJ ---- " Sími681333 FRÉTTIR Mál og menning Fimmfyrstu bœkur Þórarins Eldjárns í einni, -ogá einnar verði Fimm fyrstu bækur Þórarins Eldjárns eru nú komnar út á einni hjá Máli og menningu, og er út- gáfan ein svonefndra „Stórbóka“ forlagsins. í Stórbók Þórarins eru ljóða- bækurnar Kvæði, Disneyrímur og Erindi, smásagnasafnið Of- sögum sagt og skáldsagan Kyrr kjör. Stórbókin kemur út í dag, og er hætt við að Þórarni nýtist dagur- inn ekki til mikillar ritiðju, því að í kvöld frumflytur Háskólakórinn Disneyrímur hans í Tjarnarbíói einsog frá segir hér framar í blaði. Þórarinsdoðranturinn er fimmta Stórbók Máls og menn- ingar, aðrar hafa að geyma úrval verka Þórbergs Þórðarsonar, verk íslenskra kvenna fram og aftur í bókmenntasögunni, úrval barnabóka Astrid Lindgren, og matarfræði Helgu Sigurðardótt- ur. Stórbókin nýja kostar svipað og meðalbók fyrir síðustu jól. -m Þórarinn f Stórbók Þjóðminjasafn Barnateikningar í Bogasal Yfir þúsund myndir bárust í teiknisamkeppni Þjóðminjasafns í tilefni 125 ára afmælisins Idag klukkan 14 verður opnuð í ust í samkeppnina og er aðeins Bogasal Þjóðminjasafns sér- hægt að sýna lítinn hluta þeirra, stæð sýning: teikningar skóla- en verðlaun verða veitt fyrir níu barna um safnið, forna tíma og bestu myndirnar við opnunina í framtíðarþjóðminjar. dag. Sýningin er afrakstur teikni- Sýningin verður opin laugar- samkeppni sem safnið efndi til daga, sunnudaga, þriðjudaga og vegna 125 ára afmælis síns á ár- fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16 og inu. Á annað þúsund myndir bár- aðgangur ókeypis. Fjölmióla- namskeiö Fimmtudaginn 7. apríl hefst vandað og fjölbreytt námskeið í fjölmiðlun. Þátttakendur fá kennslu og leiðsögn í undir- stöðuatriðum fjölmiðlunar. Að loknu sameigin- legu undirstöðunámi skiptast þátttakendur í þrjá hópa eftir áhugasviðum þ.e. útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit. Ahersla er lögð á verklega kennslu undir stjórn hæfra fjölmiðlamanna. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að leggja fjölmiðlun fyrir sig. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi gott vald á íslensku og vélritun. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 27. Námskeiðið stendur frá 7. apríl til 28. maí og er kennt þrjá daga í viku, laugardaga frá kl. 10-15 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20-23. Námskeiðið er alls 104 kennslustundir. Innritun og frekari upplýsingár fást hjáTóm- stundaskólanum, Skólavörðustíg 28, virka dagakl. 10-16. Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn og gerð sjón- varpsþátta. Sveinn Sveinsson. Upptaka og gerð sjónvarpsþátta. Stefán Jökulsson. Stjórn og gerð útvarps- þátta. Vilborg Harðardóttir. Námskeiðsstjórn. Blöð og tímarit. TOMSTUNDA SKOLINN Skólavörðustig 28 Sími 621488 ÖRFRÉTTTIR Tóbakslaus dagur verður þann 7. apríl n.k. um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in hefur mælst til þess að alþjóð- legi heilbrigðisdagurinn þann 7. apríl verði í ár haldinn hátíðlegur um heim allan sem „tóbakslaus dagur". Hérlendis verður þetta fjórða árið í röð sem haldinn verð- ur sérstakur reyklaus dagur. Heilbrigðisráðuneytið, land- læknisembættið og tóbaksvarn- arnefnd standa opinbera fyrir þessum degi hér á landi. Félag eldri borgara verður með kökubasar í Goð- heimum,- Sigtúni 3 í Reykjavík á sunnudaginn og hefst hann kl. 14.00. Basarinn er haldinn í fjár- öflunarskyni fyrir félagsheimila- sjóð félagsins. Nú eru um 6200 félagsmenn í Félagi eldri borgara en salurinn í Goðheimum rúmar aðeins um 200 manns og því brýn þörf á mun stærri félagsað- stöðu. Saga Reisen sem er svissnesk ferðaskrifstofa sem var stofnuð fyrir 10 árum í því skyni að bjóða uppá íslands- ferðir er nú orðin ein stærsta ferðaskrifstofan í Evrópu sem sinnir slíkum ferðum. Aljs hefur skrifstofan selt um 1300 íslands- ferðir á þessum áratug og nú er skrifstofan að hefja mikið kynningarátak til að auka enn frekar heimsóknir Svisslendinga til landsins. Lúðrasveit Verkalýðsins heldur árlega vortónleika sína í Langholtskirkju í dag kl. 17.00. Þetta eru jafnframt 35 ára afmæl- istónleikar sveitarinnar, en hún átti afmæli þann 8. mars sl. Að venju er aðgangur að tónleikun- um ókeypis og allir velkomnir. Stjórandi sveitarinnar er Ellert Karlsson. Áhugamenn um heimspeki halda félagsfund á sunnudag þar sem Þorsteinn Hilmarsson mun flytja erindi sem hann nefnir: Gildismat í sagnfræði. Fyrirlest- urinn verður fluttur í Lögbergi stofu 101 og hefst kl. 14.30. Skeljungur opnaði í vikunni sjálfvikra bíla- þvottastöð að Laugavegi 180, en þar var einmitt áður starfandi fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin hérlendis. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur flytur fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúru- fræðifélags á mánudagskvöld n.k. og segir þar frá nýjum kenn- ingum um uppruna og þróun gena. Guðmundur ætlar að fjalla um tilgátur um eðli fyrstu gen- anna og um þróun gena eftir að DNA festist í sessi sem erfðaefni, sérstaklega um þann mun sem orðið hefur á genum dreifkjörn- unga og heilkjörnunga. Fyrirlest- urinn sem er öllum opinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.