Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 11
Námsmenn í kjarabaráttu fyrir framan alþingishúsið. Námsmenn Stuðningur við kröfu launafólks Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna lýsirfullum stuðningi við kröfur launafólks um 42 þús. kr. lágmarkslaun Samstarfsnefnd namsmanna- hreyfinganna, sem samanstendur af Bandalagi íslenskra sérskóla- nema, Iðnnemasambandi ís- lands, Stúdentaráði Háskóla ís- lands og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu launafólks, sem nú stendur í samningum, að lágmarkslaun verði hækkuð upp að skattleysis- mörkum. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna lýsir þeirri skoðun sinni að mjög óeðlilegt sé að greidd skuli laun sem eru undir skattleysismörkum, sem hefur opinberlega verið viðurkennd sem lágmarksframfærsla. Það er ekki verjandi með nokkrum rök- um að greiða fólki um 32.000 kr. laun á mánuði fyrir fulla vinnu. Námsmenn sem og aðrir þjóðfé- lagshópar hljóta að styðja þá mannréttindakröfu að launafólki sé gert kleift að lifa af launum fullrar dagvinnu. Varðandi hagsmuni náms- manna þá er þeirra barátta fyrir bættum kjörum samtvinnuð kjarabaráttu iáglaunafólks. Sú framfærsla sem námsmenn eiga möguleika á frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna getur aldrei verið slitin úr samhengi við lægstu laun í landinu hverju sinni. Kröfum námsmanna um hærri framfærslugrunn Lánasjóðs ísl. námsmanna verður aldrei mætt á meðan láglaunafólk sem vinnur við undirstöðuatvinnuvegina verður að sætta sig við laun langt undir eðlilegri framfærslu. Af þessum sökum fara hagsmunir námsmanna og láglaunafólks saman. Af öllu þessu má vera ljóst að námsmenn styðja kjarabaráttu láglaunafólks. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Fjölbreytt og lifandi starf Skiptinemasamtökin AUS, alþjóðleg ungmenna- skipti, auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu sína. Um er að ræða hálfsdags starf fyrst um sinn, sem síðar verður að heilsdagsstarfi frá og með 1. júlí. Góð enskukunnátta nauðsynleg. ítarleg starfslýsing og fleiri upplýsingar fást á skrifstofu AUS, Mjölnisholti 14, milli kl. 13. og 16. Alþjóðleg ungmennaskipti SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Þroskaþjálfi óskast til starfa á sambýlið Stekkjartröð 1, Egils- stöðum frá 1. maí n.k. eða eftir samkomulagi. Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu. Nánari upplýs- ingar hjá forstöðumanni í síma 97-11877 milli kl. 9 og 12 eða á skrifstofu svæðisstjórnar í síma 97-11833 milli kl. 15 og 17. Hver er munurinn á þessum páskaeggjum? Verðmunurinn í verðkönnun á páskaeggjum, sem VERÐLAGS- STOFNUN birti 24. mars kemur fram umtalsverður munur á smásöluverði páskaeggja. Til dæmis er mestur verðmunur á 370 gr. páskaeggjum frá Nóa-Síríus. Eggið til vinstri kostar 699 kr., sem er lægsta verð. Hins vegar kostar eggið til hægri 1098 kr. og er það hæsta verð á þessari sömu vöru. Verðmunurinn er því 399 kr. eða 57%. - Það munar um minna. Verðsamkeppni í sölu páskaeggja er mjög mikil. Nær allar matvöruverslanir selja páskaegg á lægra verði en framleiðandinn mælir með. Fimm verslanir selja meira að segja páskaeggin á lægra verði en heildsöluverð með söluskatti. Könnun Verðlagsstofnunar náði til um 50 verslana og sjoppa á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er merkjanlegur munur á verði hverfaverslana og stórmarkaða, en sjoppur reyndust almennt með hærra verð en matvöruverslanir. Það gefur augaleið, að það getur skipt neytendur verulegu máli að kynna sér niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnunar og gera verðsamanburð. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.