Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Blaðsíða 17
HEIMURINN Armenía Óvissa um mútmæli Kremlverjar hyggjast ekki verða við kröfum Armena um ný mörkArmeníu ogAzerbajan. ídag er liðinn sá mánaðarfrestur sem ermskir andófsmenn gáfu Gorbatsjov og Lígasjov Setuliði Sovéthers í Jerevan, höfuðborg Arnieníu, hefur borist liðsauki enda búast Kremlverjar hálft í hvoru við róstum þar í dag ef íbúarnir standa við fyrirheit sín um að fara í kröfugöngu. Ónefndur embættismaður í innanríkisráðuneyti lýðveldisins ræddi við tíðindamann Reuters í síma í gær og skýrði frá því að fjöldi þyrla væri á sveimi yfir húsaþökum. Pegar hann var inntur álits á fréttum um mikla herflutninga til borgarinnar vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag sagði hann að fótur væri fyrir þeim en kvaðst ekki mega láta hafa neitt eftir sér um málið. Allt væri „nokkurn veginn" með kyrr- um kjörum í Jerevan. Erlendir fréttaritarar í Moskvu hafa haft á orði að ekki sé ein- leikið hve illa gangi að ná síma- sambandi við ermska vini og kunningja. Pað hafi aðeins tekist endrum og eins að fá réttan són síðustu þrjá daga. Alkunna er að „slettirekum“ úr fjarlægum löndum hefur verið með öllu fyr- irmunað að ferðast til Armeníu frá því í ofanverðum fyrra mán- uði. Þá skaut ein miljón manna Kremlverjum skelk í bringu með því að ganga fylktu liði um götur Jerevan og krefjast nýrra marka Armeníu og Azerbajan. Fyrir vikið hafa fréttamenn í Moskvu ekki komist í kallfæri við ermska andófsmenn til að fá úr því skorið hvort efnt yrði til mótmæla í dag eður ei. í fyrradag sömdu ermskir fyrir- menn reglugerð þar sem kveðið er á um að sækja verði um leyfi til hlutaðeigand yfirvalda með minnst tíu daga fyrirvara hafi menn í hyggju að efna til fjölda- funda í lýðveldinu. Samkvæmt þessum nýmælum myndi kröfu- ganga í Jerevan í dag brjóta í bága við lög. Blaðafulltrúi ráðamanna í Bakú, höfuðborg Azerbajan, greindu frá því í gær að samskon- ar hömlur hefðu verið lagðar á fundafrelsi þarlendis. Yfirmenn sínir hefðu ennfremur látið leysa upp skipulagsnefnd andófs- manna í héraðinu Nagorno- Karabakh, þrætuepli Armena og Azerbaja. Félögum hennar var borið á brýn að hafa espað íbúa héraðsins til „andsósíalískra upphlaupa." Það er kunnara en frá þurfi að segja að þorri íbúa Nagorno- Nató Einsog sjá má var margt um manninn í Jerevan þegar Armenar efndu til hinna miklu mótmæla sinna og kröfðust nýrra landmarka föðurlands síns og Azerbajan. Karabakh er armenskur og vill ekki fyrir nokkurn mun búa við sömu stjórn og Azerbajar, lítt siðaðir sítamúslimir og frændur Hundtyrkjans í þokkabót. Þann 20. febrúar síðastliðinn ákváðu oddvitar héraðsins að segja sig úr lögum við stjórnvöld í Bakú og sameina umdæmi sitt Armeníu. Þess var farið á leit við hæstu herra í Moskvu að þeir legðu blessun sína yfir þessa ákvörðun. í kjölfar þessa sigldi hin gífur- lega fjölmenna en friðsamlega kröfuganga í Jerevan. Átta dögum síðar fór allt í bál og brand í bænum Sumgait, norðan Bakú, í Azerbajan. Yfirvöld segja 32 hafa týnt lífi og 200 særst. Leið- togar Armena kveða miklu fleiri hafa látist en ráðamenn vilji vera láta auk þess sem stjórnvöld reyni að draga fjöður yfir þá staðreynd að um skipuleg fjölda- morð á ermska minnihlutanum hafi verið að ræða. Skipuleggjendur kröfugöng- unnar miklu í Jerevan ákváðu í febrúarlok að veita Kremlverjum mánuð til þess að kynna sér or- sakir óánægju þeirra og ráða bót á vandanum. Sá umþóttunartími er á enda í dag. Á miðvikudaginn gaf forsætis- nefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna út tilkynningu um að málaleitan Armena væri hafnað, landamæri Kákasuslýðveldanna yrðu hin sömu héðanífrá sem hingað til. „Þjóðernissinnuð öfgaöfl" voru fordæmd og yfirvöldum heima í héraði skipað að halda uppi lögum og reglu í hvívetna. Hinsvegar viðurkenndu full- trúar forsætisnefndarinnar að ermskir andófsmenn hefði sitt- hvað til síns máls. Yfirvöld í Bakú hefðu gersamlega vanrækt alla þjónustu við íbúa Nagorno- Karabakh og yrði snimmhendis að gera bragarbót á því. Gerð yrði áætlun um miklar fram- kvæmdir þar í atvinnumálum og félagslegri þjónustu, 400 miljón- um rúblna yrði varið til þessa á næstu sjö árum. Reuter/-ks. Risi á brauðfótum i DAGVIST BARMA. Sérfrœðingar um vígbúnaðarmál úr röðum bandamanna Mitterrands Frakklandsforseta fara háðulegum orðum um Nató Norður-Atlantshafsbandalagið rekur stefnulaust fyrir vcðri og vindum og er að liðast í sund- ur,“ segja nokkrir valinkunnir franskir sérfræðingar um víg- búnað í grein sem birtist í dag- blaðinu „Liberation“ í gær. Höfundarnir kváðu vera háttsett- ir embættismenn og skrifa saman undir dulnefninu „B höfuðsmað- ur.“ Þcir segjast vera búnir að fá yfrið nóg af hræsni og yfirdrep- skap og því hafi þeir ákveðið að skrifa um „það sem allir sjá og vita en enginn þorir að segja.“ „B höfuðsmaður" staðhæfir að stefna Nató um „sveigjanleg við- brögð“ (þ.e.a.s. um notkun ann- arra hvorra eða hvorra tveggju kjarnvopna og „hefðbundinna“ vopna) sé steindauð. Hann víkur að samningi risaveldanna frá því í desember um eyðileggingu allra meðaldrægra kjarnflauga sinna og klykkir út með þessum orðum: „Nató hefur ekki lengur neina hernaðarstefnu því það á ekki lengur vopnin sem hernaðar- stefna þess byggist á.“ Því hefur verið hreyft að Frakkar séu í þann mund að hefj a á ný þátttöku í störfum yfirher- stjórnar Nató en þeir hafa staðið utan hennar í 22 ár eða frá því de Gaulle dró Frakka úr hinu sam- eiginlega hermakki. „B höfuðs- maður“ er ómyrkur í máli um þessar hugmyndir sem annað. Hafi einhverntxma verið rétt- lætanlegt að hnýta þann hnút á ný sé það þó gersamlega útí hött nú um stundir. „B höfuðsmaður" staðhæfir að nýrri einangrunarstefnu vaxi hægt og bítandi ásmegin í Banda- ríkjunum og spyr: „Hve lengi mun Nató endast lífið eftir að forsendurnar sem ollu stofnun þess eru á bak og burt?“ Tímabært væri orðið að benda bandalagsríkjum Frakklands á að stefnan sem Bandaríkjamenn mótuðu Nató eftir fyrir 20 árum, um stigmögnun átaka, væri „hörmuleg skyssa" og glapræði íýrir Evrópuríki að fallast á hana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Frakkar hafa á síðustu misserum sóst eftir stóraukinni hernaðarsamvinnu við Vestur- Þjóðverja. Þeir eiga sínar eigin langdrægu kjarnflaugar, bæði í neðanjarðarbyrgjum og kafbát- um. Ennfremur hafa þeir í fórum sfnum slatta af vígvallar kjarnvopnum, en það eru mjög skammdræg kjarnskeyti og kjarnbombur í fallstykki. Hernaðarstefna Frakka er ekki um „sveigjanleg viðbrögð" held- ur segja þeir skýrt og skorinort að langdrægum kjarnvopnum verði dembt þegar í stað yfir fósturjörð árásarseggja. Reuter/-ks. Palestína Tveir vegnir Israelskir hermenn skutu tvo unga Palestínumenn til bana og særðu 26 í mjög hörðum átökum víðsvegar í grennd við bæinn He- bron á vesturbakka Jórdanár í gær.Að minnsta kosti 80 voru teknir höndum. Hinir látnu hétu Walid al Fatt- fah og Khalid al Maraqtan. Þeir voru 18 og 20 ára gamlir og núm- er 106 og 107 í röð palestínskra fórnarlamba ísraelsmanna frá því í desember leið. Útvarp herstjórnarinnar skýrði frá því að tveir fsraels- menn hefðu verið teknir höndum í gær fyrir ráðabrugg um eldf- laugaárás á Palestínumenn. Hvorugur þeirra telst til svon- efndra „landnema" á herteknu svæðunum, annar þeirra er bú- settur í Tel Aviv en félagi hans í Jórsölum, þannig að vart hafa þeir „beinna hagsmuna“ að gæta. Þeir eru hinsvegar dæmigerðir fulltrúar hins nýja ísraelska „þjóðaranda." Samkvæmt við- horfskönnun sem í gær var gerð heyrinkunn í „landinu helga“ vilja 72 af hundraði ísraelsmanna sýna Palestínumönnum enn meiri hörku eftirleiðis en hingaðtil! Reuter/-ks. VESTURBÆR Vesturborg — Hagamel 55 Fóstra og aðstoðarmaður óskast. Upplýsingar gejur forstöðumaður í síma 22438. MIÐBÆR Laufásborg — Laufásvegi 53—55 Vantar sérmcnntaðan starfsmann í stuðn- ing. Um fullt starf er að ræða. Upplýsingar gefur Sigrún forstöðumaður í síma 17219. KLEPPSHOLT Laugaborg v/Leirulæk Eftirtalið starfsfólk vantar á dagheimiiið Laugaborg: Deildarfóstru á vöggustofu frá 1. maí. Þroskaþjálfa í stuðning frá 1. maí. Aðstoðarfólk og fólk í ræstingu frá 1. aprfl. Uppiýsingar gefur forstöðumaður í síma 31325. Laugardagur 26. mars 1988 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.