Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 3
Sverrir leggur sínum manni, Stefáni Hilmarssyni, línurnar. (Mynd:E.ÓI.) „Frœgðin er ósköp notaleg“ Skeggrœtt við Sverri Stormsker um bakspegla, djúpar laugar og misþyrmingar d píanóum Islendingar eru farnir aö meta hverskyns afreksmenn að verðleikum og er það vel. Sterkir menn og fagrar konur, Jón Páll og Hófí, skákmenn og sigurvegarar í dægurlaga- samkeppni sjónvarpsins, Jói Hjartar og Sverrir Stormsker, allt eru þetta þjóðhetjur sem slaga hátt uppí Vigdísi. Jóhann Sebastian Bach er í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Öllum sem á horfðu ber saman um að Sverrir hafi ekki eingöngu boðið uppá langbesta lagið í söngvakeppninni á mánudags- kvöldið, heldur hafi hann verið áberandi skemmtilegastur þátt- takenda. Hann hafi sumsé kom- ið, séð og sigrað svo flett sé uppí frasasafninu. Við tókum hús á Sverri á fimmtudaginn og hófum spjallið á rabbi um eðli frægðar og frama. „Ég finn engar stórvægilegar breytingar innra með mér eða utan. Ég hef ekki orðið var við að fólk snúi sig úr hálsliðnum þegar það mætir mér á götu enda hefur það ekki mætt mér ágötu þar sem ég fer allra minna ferða í leigubíl. Þökk sé stýrimönnum þeirra, þeir stara fremur á götuna fram- undan sér en á mig í bakspeglin- um. Því get ég ekki sagt annað en að frægðin sé ósköp notaleg. Sneru sig úr hálsliðnum Eitt sinn starði fólk á mig í strætó, það var áður en ég sviss- aði yfir í leigubílana, og var það ekki vegna frægðar og frama heldur vegna þess að ég hafði látið mér vaxa skegg. Það óx svo furðulega að allir furðuðu sig á því. Og snéru sig úr hálsliðnum. í strætó. Þá rakaði ég mig. Og svissaði yfir í leigubíla. Jú,jú, það er ágætt að vera heimsfrægur á íslandi þótt það jafnist ekki á við heimsfrægð útí heimi. Það góða við þessa keppni er að manni gefst kostur á að kynna afurðir sínar úti. Erlendur markaður, það er óskalandið, sjálf djúpa laugin. Það má einu gilda hvernig maður kemst þang- að, hvort það er söngvakeppni sjónvarpsins eða eitthvað annað. Það er sama gamla sagan um um- gerðina og innihaldið, sjáðu til. Það skiptir ekki öllu máli hvort skáldið fær snilldarljóðið birt í Samúel eða Tímariti Máls og menningar. Bara að því sé komið á framfæri. Við erum að ræða um prófessjonal klókindi vinur minn.“ Davíð og Bach Við innum Sverri eftir fyrir- myndum í hópi ljóðskálda. „Eitt sinn hafði ég mætur á Da- víð Stefánssyni en ekki held ég að það hafi haft áhrif á texta verð- launalagsins, svona þér að segja. Ég var farinn að hnoða saman vísum 10 eða 15 ára gamall en engu að síður er texti verðlauna- lagsins eiginlega stórmennasíma- skrá. Ég gaf út kvæðakver árið 1982, Kveðið í kútnum, ófáanlegt verk og því full þörf á nýrri út- gáfu. Þar er þessar hendingar að finna meðal margs annars: Ég er rola, rugludallur, ræfilstuska, fáráðlingur. Ég er dóni, drullusokkur, dæmigerður íslendingur. Nú innum við Sverri eftir fyrir- myndum úr hópi tónskálda. „Því er fljótsvarað. Bítlarnir og Jóhann Sebastian Bach eru núm- er eitt, tvö og þrjú. Ég varsex ára þegar ég byrjaði að misþyrma þessu píanói þarna í horninu, sjáðu hvernig það er útleikið, sjáðu þessar rispur og hlustaðu. Ha? Fannst þér hann ekki ein- kennilegur þessi tónn?, Dálítið furðulegur? Það eru svosem engir sérstakir áhrifavaldar í lífi mínu hér innan lands og erfitt að troða mér undir regnhlíf. Ætli ég sé ekki einhvers- staðar mitt á milli Kristjáns Jó- hannssonar og Gvends dúllara. Nema hvað ég treð fingrinum í nefið sem hann tróð í eyrað. „Mikið _ skáld var Símon.““ Talið berst að karríer Sverris. „Einsog ég sagði byrjaði ég sex ára að hamra á píanóinu atarna! Ferill minn í sjóbransanum? Nú, ég hef verið svona sirka fjórtán þegar hann hófst. Ég hef verið í mörgum hljómsveitum, allt of mörgum, og búinn að fá nóg, hef skilið við þann leiðindabransa að fullu og öllu. Nema sinfóníu- hljómsveitina. Ég ætla að gerast píanóleikari hennar þegar ég hef fengið próf á það hljóðfæri.“ Sverrir segir engu máli skipta þótt lagið „Þú og þeir“ verði fyrst á dagskrá í Eurovision söngva- keppninni. Sem fer fram í Dy- flinni í næsta mánuði. Búið sé að dreifa kynstrum af myndböndum út um öll byggð ból og því komi lagið enguni dómnefndarmanna á óvart. Sjálfur sé hann að velta því fyrir sér hvernig best sé að tryggja því sigurinn ytra. Eða í öllu falli hylli heimamanna. Kannski með því að bæta við mandólíni og munnhörpu? 1 öllu falli ætlar hann að kippa „samplernum" út og brúka fiðlur. Máski banjó? Sverrir Stormsker biður að heilsa leigubílstjórunum, líf- gjöfum sínum, og þakkar þeim fyrir að sýna framrúðunni meiri áhuga en bakspeglinum. -ks. Bítlarnir eru númer eitt, tvö og þrjú. Sunnudagur 27. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.