Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 5
þjóðfélagi skorts gera menn aðr- ar kröfur um öryggi en í ríku þjóðfélagi: þar er þess m.a. kraf- ist að fólk sé ekki ómyndug peð í höndum hátimbraðra velferðar- stofnana Oskar Lafontaine kemur einn- ig inn á þessa hluti í sinni bók. Hann boðar „fráhvarf frá ríkis- forsjá'*. Að vísu ekki með þeim ráðum hægrimanna að setja heilsugæslu og fleira í einkarekst- ur. Ekkert, segir hann, getur komið í staðinn fyrir það, að ríkið tryggi rekstur öryggiskerfanna og hafi eftirlit með þeim, við því má enginn hrófla. En hann vill ekki gera fólk að sljóum þiggjendum aðstoðar, ölmusumönnum. Hann tekur undir við þá sem boða vantrú á að stofnunum séu afhent öll mannleg vandamál til viðfangs og lausnar. í þeim efn- um gerir hann stundum ekki ann- að en að rifja upp tiltölulega sjálf- sagða hluti; það er betra að stuðla að því að munaðarlaust barn sé tekið í fóstur en að setja það á munaðarleysingjahæli, það er betra að greiða fyrir því að aldr- aðir séu með fjölskyldu sinni en senda þá á elliheimili osfrv. Alt- ént leggur Lafontaine áherslu á góða reynslu af starfi sjálfshjálp- arhópa, sem ríkið styður við bakið á - á því mætti að hans dómi byggja nýja stjórnlist í vel- ferðarmálum. Framfarir og samstaða Þetta er víst orðið meira en nógu langt í bili. í þessu upplýs- ingaspjalli má sjá, að þeir sem reyna nú að mæla fyrir munn vinstrimanna í Evrópu taka ekki sérlega stórt upp í sig, þeir lofa ekki gulli og grænum skógum. Þeir eru heldur ekki að lofa auknum kaupmætti fyrir alla. Þeir reyna að breyta þeim áhersl- um sem lagðar hafa verið. f stuttu máli sýnast þær vera helst þessar: trú á heildarlausnir og ríkisforsjá víkur fyrir þeirri félagshyggju sem setur það efst að gefa ein- staklingunum tækifæri til að njóta sín. En sú „félagslega ein- staklingshyggja" gefur ekki fyrir- heit um að gæfan sé í því fólgin að tosa alla inn í lífsstíl yfirstétta, heldur þurfi að skipuleggja og skilgreina störf manna í samfé- laginu upp á nýtt og með þeim hætti að samstaða eflist. Og þá ekki síst samstaða gegn þeim lífskjaraslag allra gegn öllum sem hefur reynst evrópskum vinstri- flokkum erfiðari en flest annað á síðastliðnum árurn. ÁB. Hvað ætlum við, kommar, kratar og sósíalistar, að segja við þetta unga fólk? Hann segir að jafnaðarmenn verði að gefa það upp á bátinn að setja jafnaðarmerki milli vinnu og launavinnu. Enda þurfi menn ekki lengi að hugsa sig um til að sjá, að með þessu móti hafi menn sýnt ranglæti mikið því fólki sem hefur unnið og vinnur störf sem Oskar Lafontaine: Vinna er ekki barasta launavinna. Tengjum saman vinnu og menntun. Nauðsyn framtíðarsýnar Kommúnistinn ítalski, sósíal- istinn franski og kratinn vestur- þýski, sem áðan voru nefndir, voru sammála um það, að ein af ástæðunum fyrir tilvistarkreppu vinstrimanna í Evrópu væri sú, að þeir hefðu látið hrekja sig í varn- arstöðu, þeir gerðu varla annað en að vernda velferðarkerfið fyrir árásum frá hægri (og treystu sér því ekki sjálfir til að gagnrýna augljósa galla þess), þeir hefðu glutrað niður getu sinni til að móta stjórnmálaumræðuna, Meðal annars vegna þess að framtíðarsýnin, Útópían, hefur eins og gufað upp (annaðhvort í vonbrigðum með Sovétríkin og Kína eða í amstri hins kratíska hvunndagsleika). Og Oskar Laf- ontaine er sama sinnis og hefur fyrir sitt leyti gefið út bók um sína framtíðarsýn sem heitir „Fram- tíðarþjóðfélagið“. Vinna og launavinna Þar segir hann á þá leið, að ekki nægi að efla samstöðu fólks- ins með því að skipta launavinnu á réttlátari hátt (sbr. hugmyndir hans um 35 stunda vinnuviku). eru ólaunuð en vitanlega bráð- nauðsynleg í samfélagi: hann nefnir uppeldi barna, aðhlynn- ingu sjúkra og gamalla til dæmis. „Hugtakið vinna á í framtíð- inni ekki að ráðast fyrst og fremst af greiðslum fyrir launavinnu, heldur byggist það á því, hve nauðsynleg vinnan er samfé- laginu og að hve miklu leyti hún hjálpar einstaklingum til að verða hann sjálfur, til að losna úr viðjum. Þessar kröfur um ein- stakingsþroska og frelsi leiða til þess, að starf og menntun verði tengdari sterkari böndum... Hinn nýi skilningur á vinnunni afnemur hugtakið atvinnuleysi með því að framhaldsnám og endurmenntun verða skilin sem starf að sjálfsþroska mannsins“. í góðum félagsskap Kannski klóra menn sér í hausnum yfir svo háfleygum formúlum. En hér er Lafontaine náttúrlega ekki að finna upp hjól- ið. Það er gömul og góð hugmynd í marxisma að verklýðshreyfingin stefni að því að frelsa vinnuna úr helsi nauðungar, að velferð al- þýðu sé ekki barasta tengd þolan- legum „aðbúnaði á vinnustað“, heldur og því, að fólk eigi tíma fyrir sig sem það geti notað sér til lífsfyllingar. Lafontaine er líka á sama báti og ýmsir gagnrýnendur hagvaxtarhyggjunnar og þeirra mælikvarða á framfarir, sem taka aðeins mark á tölum um fram- leiðslumagn og greidd laun fyrir vöru og þjónustu en spyrja aldrei um mannlega þáttinn á bak við talnagaldurinn. Reyndar eru þýskir Græningjar fúlir út í Laf- ontaine og segja að sínum skástu hugmyndum hafi hann stolið frá þeim. Hann er líka á svipuðum slóðum og kvennahreyfingin - framtíðarsýn hans er einnmitt tengd því að nauðsynlegt sé að brjóta niður hin skörpu skil sem verið hafa á milli launavinnu (karla venjulega) og vinnu í þágu fjölskyldunnar (að mestu á herð- um kvenna). Og þar með er ekki allt upp talið. Vinstrikratinn Oskar Lafontaine kallast og á við þá frjálslynda borgara, sem hafa haft vit á áð óttast pólitískar af- leiðingar þess að þegnar samfé- lags skiptist í andstæðar fylkingar allt eftir því hvort tæknibylting- arnar lyfta undir þeirra velmegun eða setja þá niður utangarðs. Þessir miðjumenn hafa hreyft hugmyndum um framfærslutr- yggingu handa öllum, hvort sem þeir gegna launaðri vinnu eða ekki, sem í framkvæmd ætti ýmis- legt skylt við „endurmat" Lafont- aine á vinnunni. Við trúum ekki ó ríkið Títtnefndir fulltrúar þýskra, ít- alskra og franskra vinstrimanna gera sér vel grein fyrir því, að flokkar þeirra þurfa að losa sig við þá ímynd sem þeir hafi í augum almennings, að þeir hafi oftrú á ríkisforsjá. Og að þetta á einnig við um það svið sem hefur verið stolt vinstriflokka - velferð- arkerfið, öryggisnetið sem vernd- ar fólk fyrir verstu hremmingum kapítalismans. Öryggiskröfur hins svanga eru þær að fá að éta: í Occhetto, Chévenement og Glotz: Við þurfum að finna það sem sameinar evrópska vinstrimenn. Sunnudagur 27. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.