Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 9
Robert Dahlman Olsen: Nýsköpun COBRA-málaranna í Danmörku var í hópnum kringum Helhesten. Svo gerðist það að Jorn veiktist af berklum og lagðist á heilsuhæl- ið í Silkiborg á Jótlandi, og skömmu síðar veiktist Dotre- mont líka og hann lagðist þar einnig inn. Þar á hælinu héldu þeir áfram að þróa hugmyndir sínar og þar varð meðal annars til sú hugmynd Asger Jorn að láta gera mikið og ríkulega skreytt rit- verk um 10.000 ára sögu norr- ænnar myndlistar. Við lögðum mikla vinnu og fjármuni í þá hug- mynd, en því miður komst hún aldrei í framkvæmd. Þáttur Svavars Guðnasonar Tók Svavar GuÖnason virkan þátt í þessu starfi einnig eftir stríðið? - Já, hann fór að vísu heim eftir stríðið, en hafði þó alltaf af- drep í Kaupmannahöfn og var í stöðugu sambandi við okkur og tók þátt í sýningum okkar. Hlutur hans í þessu starfi var mik- ill og hann var og er mikils metinn í okkar hópi. Ég þekki fáa lista- menn sem hafa unnið svo mar- kvisst með lit og Svavar, og ég er ekki viss um að hann hafi fundið þann skilning hér á íslandi sem hann átti skilið á þeim árum. COBRA er orðið vörumerki Hvaða þýðingu hefur COBRA hreyfingin í dag og hvernig er það fyrir þig að horfa aftur til þessara ára og þeirrar baráttu sem þið háð- uð? - Ég held að COBRA sé í dag fyrst og fremst orðið vörumerki í listsölubransanum, stimpill sem tryggi góða sölu og hátt verðgildi. Það er auðvitað ljóst að það hefur skapast mikill og alþjóð- legur áhugi á öllu því sem kennt er við COBRA, og þessi barátta okkar hefur þannig fengið vissa alþjóðlega viðurkenningu, en um leið hefur COBRA-stimpillinn verið misnotaður. Menn gleyma því meðal annars að COBRA er aðeins þriðja stigið á þróun sem rekja má frá Linien og í gegnum Helhesten þar sem stærsta ný- sköpunin átti sér í rauninni stað. Menn hafa ekki heldur áttað sig á því að COBRA var ekki list- amannahópur í þeim skilningi að það væri hægt að eiga formlega aðild að honum. COBRA var myndað af listamannahópum i löndunum þrem og það var ein- ungis hægt að eiga aðild að CO- BRA í gegnum félagsskap þess- ara hópa. Þess vegna myndi Svavar Guðnason aldrei kalla sig COBRA-listamann, frekar en Heerup eða Bille. Þeim þætti það ódýrt. Þeir voru hins vegar fé- lagar í hóp sem myndaði CO- BRA. Nýlega var haldið uppboð á COBRA-list í Kaupmannahöfn, og þar voru seld verk fyrir 10 miljónir danskra króna á einni og hálfri klukkustund. Ef einhver hefði látið sér detta í hug þennan möguleika árið 1950 hefði hann verið talinn galinn. Þá áttum við ekki bót fyrir rassinn á okkur. Nú þegar stóru nöfnin í COBRA- hreyfingunni eru orðin svo dýr að fáir geta keypt þá hafa listaverk- asalarnir tekið þau ráð að draga upp ýmsa hluti með takmarkað gildi og gefa þeim COBRA- stimpil til þess að gera þá að góðri söluvöru. Þetta er lögmál mark- aðarins. Sparsemin í velgengninni Hvernig hefur Henry Heerup brugðist við þessari þróun? Dúkrista eftir Henry Heerup. - Hann er auðvitað orðinn sæmilega efnaður maður, en það hefur ekki breytt lifnaðarháttum hans á nokkurn hátt. Hann ferð- ast enn um á reiðhjólinu sínu og það hvarflar aldrei að honum að taka svo mikið sem leigubíl, því í hans augum er það óþarfi sem kostar peninga. Hann lifir jafn sparsamt í dag og hann hefur alltaf gert og heldur áfram að sanka að sér hvers konar úrgangi til þess að skapa úr honum lista- verk. Og hann hjólar daglega út í garðinn sinn í Rödovre til þess að gefa köttunum á veturna og vinna að list sinni á sumrin. Því hann vinnur helst utan dyra. Hann not- ar ekki nærri alla þá peninga sem hann fær fyrir verk sín nú orðið. En þegar einhver ungur og efna- lítill listamaður fær nafnlausa ávísun inn um bréflúguna án frekari skýringa þá getur hann verið nokkuð viss um að ávísunin komi frá Heerup. Því hann notar alla þá peninga sem hann telur sig ekki hafa þörf fyrir til þess að styrkja unga listamenn með þess- um hætti. Og hér er um stórar upphæðir að ræða. Gamla húsið sem ég teiknaði fyrir hann og var byggt 1945 er löngu orðið fullt af drasli. Viðbyggingarnar og skúr- arnir í garðinum hans, sem allar eru úr borðviði og kassafjölum, verða vart fleiri úr þessu. En þar búa kettirnir sem skipta stundum tugum, og þar vinnur hann á sumrin og eftir því sem veðrátta og heilsa leyfir á veturna. Og garðurinn sem eitt sinn var yfir- fullur af listaverkum hefur nú verið ryksugaður af listaverka- sölunum, þótt alltaf bætist eitthvað við. Já, þannig er Henry Heerup, en hvernig væri nú að bregða sér í Norræna húsið og sjá með eigin augum? ólg. Forsíðumyndin er af málverkinu „Heste- skoen“ eftir Henry Heerup og er frá árinu 1977. Sunnudagur 27. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.