Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 13
Hrœðilega mikið um að byggt sé á hœttusvœðum Óskar Knudsen jarðfrœðingur, vinnur á Veðurstofu íslands við að gera snjóflóðakort, fyrir ofanflóðanefnd. Hann hefur haft með Vestfirðina að gera og var fús til að spjalla um sitt starf og almennt um snjóflóð Snjóflóö eru mismunandi að gerð og er þeim skipt í þurr og vot snjóflóð. Þurr snjóflóð eru síðan misjöfn eftir samloðun snævar- ins. Að sögn Óskars eru svonefnd kóflilaup hættulegust. Þá er eng- in samloðun í snjónum og breytir engu fyrir afl þeirra þótt þau lendi á varnarvirkjum eins og keilum. Keilur eru jarðvegshólar sem rutt er upp og geta dregið úr afli flekahlaupa, með því að kljúfa snjómassann. „Vissar brautir eru líklegri til að gefa af sér kófhlaup, t.d. ef snjórinn lendir fram af klettum og tætist í sundur,“ sagði Óskar. Sagði hann að hérlendis féllu stærstu flóðin úrgiljum. Þau væru einsog trekt sem safnaði öllum snjónum í sig. Auk landslags hefur veður mikil áhrif á snjóflóðahættu. Óskar sagði að við ísafjarðardjúp hefðu mestu skaðasnjóflóð fallið í mikilli hríð. Þá skefur snjó í skjólhlíðar fjalla og verða stór- flóð eins og t.d. í Hnífsdal árið 1910. Taldi hann að með hlýn- andi verðurfari á árunum 1920- 1965 hefði dregið úr tíðni snjó- flóða. Á sama tíma hefðu bæirnir stækkað og þegar snöggkólnaði upp úr 1965 hafi hættan á snjó- flóðum aukist aftur. „Það ætti að hvet j a fólk til að vera vakandi nú, því við vitum ekki hvort heldur áfram að kólna og koma harðari vetur, með aukinni snjóflóða- hættu.“ Flóð gleymast furðulega fljótt Óskar segist hafa fengið mikið af viðbótarupplýsingum til kortlagningar snjóflóða með því að tala við heimamenn. Til væru margir glöggir menn sem myndu veður jafnvel 30 ár aftur í tímann og gætu gefið upplýsingar um snjóflóð er aldrei voru skráð, þar sem ekkert eignartjón varð. Einnig tiltók hann vegagerðar- og línumenn, sem góða heimilda- menn. Vegagerðin heldur nú skrá um snjóflóð er falla á vegi og skipta þau tugum og jafnvel hundruðum á sumum vegaköfl- um. „Það er hræðilega mikið um að byggt sé þar sem fallið hefur snjóflóð. Þau geta stundum verið furðulega fljót að gleymast,“ segir Óskar, eftir að hafa kynnt sér aðstæður fyrir vestan. Taldi hann að í sumum tilfellum gæti gróðafíkn spilað þar inní, menn ættu lóðir sem þeir vildu selja án þess að spá í áhættuna. Tók hann til dæmi frá Flateyri, þar sem óvarlega hefði verið byggt. Þar féll flóð á mjög breiðu svæði frá Eyrarfjalli og út í sjó 1974. Fáum árum síðar var búið að reisa nokkur hús á svæði, sem flóðið fór um. „Hús eru oft eina fasteign fólks og það getur verið illa sett, ef enginn vill kaupa þau þegar vitað er um áhættuna, sem stað- setningu fylgir." Óskar áleit að eitt af vandamálunum við for- varnarstarfið, væri að fólk gæti verið hræddara við að vita sann- leikann en ekki. Hrætt við hvað snjóflóðakortin leiddu í ljós. Af samantekt á snjóflóðaslys- um á Vestfjörðum dró Hafliði Helgi Jónsson þá niðurstöðu að hækkandi hlutfall þeirra sem far- ast í byggð, benti eindregið til þess, „að byggð og athafnasvæði fólks hafi í vaxandi mæli þanist út í snjóflóðafarvegi." Sunnudagur 27. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Um 40 lóðir verið afskrifaðar ó Flateyri Oft hefur þurft að rýma hús við efstu götuna vegna snjóflóðahœttu Við Önundarfjörð hafa mörg snjóflóð fallið í gegnum tíðina. Byggðin á Flateyri stendur undir Eyrarfjalli og að sögn Kristján J. Jóhannssonar sveitarstjóra, myndast þar ákveðin hætta nán- ast hvern vetur. Á undanförnum árum hafa verið byggðar varn- arkeilur á tveimur stöðum til að verja þjóðveginn og hluta byggð- ar. Enginn flutt óafvitandi um hœttu Skömmu eftir að stórt snjóflóð fór yfir óbyggt svæði yst á eyrinni 1974 var farið að reisa hús við nýja götu, Ólafstún, sem talin er standa að hluta í farvegi þessa flóðs. Sveitarfélagið byggði fyrstu 4 húsin sem leiguíbúðir og sagði Kristján að sérstakt tillit hefði verið tekið til hættunnar við byggingu þeirra. Þau voru sér- staklega styrkt með tvöfaldri járnagrind en síðan hafa bæst við steypueininga- og timburhús, sem eru engan veginn eins sterk- byggð. „Það hefur enginn flutt í þessi hús óafvitandi um hættuna," sagði Kristján og bætti því við að keilur sem búið væri að reisa til varnar veittu ákveðna öryggistil- finningu. Hann sagði að í mars í fyrra hefðu þær sýnt gildi sitt og bjargað byggð er snjóflóð féll. Þá brotnaði grindverk við eitt húsa- nna en að öðru leyti varð ekki skaði. Til öryggis hefur fólk oft þurft að flytja úr húsum við göt- una, meðan ástand er talið ó- tryggt. Kristján sagði að í framhaldi af snjóflóðinu í fyrra hefðu verið af- skrifaðar 30-40 fyrirhugaðar lóðir nær fjallinu, þar sem ekki þótti verjandi að byggja þar. í staðinn verður reynt að þétta byggðina niðri á eyrinni og taldi Kristján að miðað við núverandi ástand, ætti ekki að vera vandamál að fullnægja eftirspurn eftir lóðum. Þurfum að gera meira Á Flateyri kom frumkvæðið að gerð varnarkeila frá vegagerð- inni, sem veitti til þess rann- sóknastyrk. Sveitarfélagið hefur síðan verið að bæta við hólum ofan við byggðina á eigin kostn- að. Ekki hefur enn fengist styrk- ur frá ofanflóðanefnd og sagði Kristján að varnarkeilurnar þættu of litlar og veikbyggðar. „Við höfum verið að reyna að gera eitthvað, þó það sé lítils metið.“ Sagði hann að gera þyrfti mikið meira til að verjast snjó- flóðum og liður í því hefði verið að ráða tvo menn til að sjá um veðurfarsrannsóknir. Nú er einn- ig verið að vinna að gerð hættu- mats og ætti þá að verða ljósara hvaða kröfur þarf að uppfylla um varnir. Mörg snjóflóð hafa fallið úr Eyrarfjalli ofan Flateyrar. Annáll mestu skaðasnjóflóða Siglunesskrlður 1613 Á aðfangadag 1613 féll líklega eitt mannskæðasta snjóflóð sem vitað er um hér á landi. Engir annálar eða samtímaheimildir geta um þennan atburð, en aðalheimildin er bréf frá Siglufjarðarpresti og munnmæli og örnefni er vitna um þetta mikla slys. Talið er að um 50 manns hafi farist í snjóflóðinu í Siglunesskriðum og var fólkið á leið til tíða út á Siglunes. Seyðisfjörður 1885 Þann 18. febrúar 1885 féll mikið snjóflóð úr Bjólfinum niður á Ölduna við Seyðisfjörð. Það féll um kl. 9 að morgni og lenti á 15 íbúðarhúsum. Þau ýmist stórskemmdust eða voru alveg brotin niður og færð í sjó fram. Hátt í 90 manns bjuggu í þessum húsum og lenti meginþorri þeirra að einhverju leyti í snjóflóðinu. Alls fórust 24 og margir hlutu meiðsli, þar af er talið að 12 hafi beinbrotnað. Hnífsdalur 1910 Nákvæmlega 25 árum eftir snjóflóðið mikla á Seyðisfirði, eða 18. febrúar 1910, féll álíka skaðvænlegt snjóflóð á byggð í Hnífsdal. Það féll úr Búðargili á ystu byggðina í þorpinu og sópaði öllu er varð á vegi þess út í sjó. Fyrir því urðu bæði íbúðarhús og sjóbúðir og er talið að milli 30 og 40 manns hafi lent í flóðinu. Af þeim fórust strax 19 og 1 lést síðar af meiðslum, en 12 aðrir meiddust meira eða minna. Siglufjörður og nágrenni 1919 Veturinn 1919 er mesti snjóflóðavetur sem af er öldinni. í mars og apríl það ár féllu skaðasnjóflóð í þremur landshlutum, en mann- skæðust urðu þau við Siglufjörð og í næsta nágrenni hans. Þann 12. febrúar fórust 9 manns er snjóflóð féll úr Staðarhólsfjalli gegnt Siglufjarðarbæ. Þar stóð síldarverksmiðja og 2 íbúðarhús sem flóðið sópaði í burtu. Úr einum bæ sem snjóflóðið hafði fært í kaf tókst að bjarga 8 manns. Á svipuðum tíma grandaði snjóflóð bænum í Engidal og fórst allt heimilisfólkið, alls 7 manns. Neskaupstaður 1974 Þann 20. desember 1974 féllu með skömmu millibili tvö snjóflóð á byggð í Neskaupstað. Fyrra flóðið féll á athafnasvæði Síldarvinnslunn- ar og gjöreyðilagði byggingar fiskimjölsverksmiðjunnar. Auk þess skemmdi flóðið frystihús og niðursuðuverksmiðju staðarins, lagerhús og 2 smáhýsi. Seinna flóðið eyðilagði steypustöð, vélalager, bifreiða- stöð og íbúðarhús, auk fjölda bíla. Alls létust 12 manns í þessu hörmulega slysi, sem varð til að vekja menn til vitundar um að þörf væri á að gera eitthvað róttækt í snjóflóð- avörnum hér á landi. Patreksfjörður 1983 Síðasta dæmið um mikil skaðaflóð hér á landi eru krapaflóðið á Patreksfirði 22. janúar 1983. Það hljóp á byggðina undir Geirseyrargili og skömmu síðar á nokkur hús við Litladalsá. Alls létust 4 í þessum hlaupum, 6 slösuðust en 5 björguðust ómeiddir. Eignatjón varð einnig verulegt. Fimm íbúðarhús eyðilögðust og 6 stórskemmdust. Auk þess urðu 13 bílar, 4 bílskúrar og tvö fjárhús hlaupunum að bráð og slátur- hús staðarins varð fyrir skemmdum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.