Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 16
Lífið er svo sterkt í mér Fjölmiðla- og fjöllistamaður- inn Annar Annarsson er kom- inn aftur. Hann talar um ein- semd, Kfsháska, erótíkog myrkfælni. Sálina, hamingju nautnirog drauma. Annar Annarsson segist vera ungur í fyrsta sinn og hann nýtur þess. Hann er (Helgarviðtali. Á slaginu tíu birtist hann, hvorki mínútu fyrr né síðar. Næt- urkulið hangir enn (morgninum, dagsbirtan berst hetjulegri bar- áttu við vetrarmyrkrið og hefur að lokum betur. Gráspengt skeggið gefur honum svip virðu- leika og trausts, blá augun jafn dáleiðandi og andlitið sem hann leikur á með ótal blæbrigðum og tilfinningum. Með forvitni og undrun spyr Annar Annarsson mig: „Og hvað viltu mér svo, manni sem gengur með mölkúlur í vasanum?" En jú, forvitnin leikur okkur grátt, öll langar okkur til að kynnast betur þeim samborgur- um okkar sem ( sviðsljósinu standa og þar er Annar Annars- son engin undantekning. Maður- inn sem hefur (fjörutíu ár sjálfur verið í hlutverki spyrjandans, samið lög og ljóð, skrifað sex bækur, leikrit fyrir útvarp og leikhús. Ungi maðurinn sem eitt sinn ætlaði að verða læknir, síðar kvikmyndaleikstjóri eða leikari, rithöfundur eða listmálari. Mað- urinn sem háði erfiða en hetju- lega baráttu á vígvelli alkóhól- ismans og gekk frá leik sem sigur- vegari. Maður sem blásið hefur verið um ( samkvæmum og síð- degisblöðunum og verið fólki óþrjótandi efni í ævintýra- og tröllasögur hversdagsins, hann ákvað að koma og koma allur. Ertu nú alkominn? Já, hvenær er maður það og hvenær ekki? Þetta er afstætt eins og margt annað ( okkar slungnu tilveru. Gamall maður norður á Ströndum sagði mér eitt sinn af föður sínum sem þá var enn há- karlaformaður þó háaldraður væri. Var hann í sífellu spurður er að landi kom hvort þetta væri nú ekki hans síðasti róður, hvort hann væri nú loksins alkominn í land. „Nóg er brælan á hafi svo ekki sé hún í landi líka.“ Og því veit maður aldrei hvenær brælu manns léttir. En eitt er þó víst, að margoft hefur gefið á bátinn hjá manni. En þú hefur haft yfir í barátt- unni? Já, það má segja að ég hafi haft heppnina með mér. Ég var djúpt sokkinn og á tímabili var ég kom- inn á bólakaf í ruglið. Þetta voru erfið ár og lítið vit í því sem frá manni kom á þessum tíma. Mað- ur gerir sér grein fyrir því núna þegar maður lítur á þessar bækur sem ég sendi frá mér, þó svo að þeim hafi verið vel tekið á sínum tíma. En nú er ég kominn á rétta braut og um þessar mundir er ég að leggja síðustu hönd á nýtt leikrit sem ég ætla að vona að verði sett upp í haust. Það sem ég held þó að hafi bjargað mér aðal- lega var það hvað ég á góð að og góða vini sem allan tímann voru til staðar og veittu mér styrk þeg- ar mest á þurfti, En hverjir þessir vinir eru vill hann ekki láta uppi, hann fhkar ekki vinum sínum eins og gylltum hnöppum, þá geymir hann oní skúffu. Einmitt (þann mund kemur sú góða sem getið er, Henna Henn- ardóttir, eiginkona viðmælanda okkar, sérstaklega glæsileg kona þó við fimmtugsaldurinn sé og heíur útlit mun yngri konu, jafnvel þó lítið fari fyrir andlits- farða nema endrum og eins. Hún er eins og sagt er kona með stíl og leggur mikið upp úr svarta litnum í klæðaburðni, tákni einfald- leikans. Ég hef dýran smekk, segir hún, en helst vil ég þó vera það sem ég kalla millifín. Aðalat- riðið er að vera hreinskilin (fata- vali og ég legg alltaf mikla áherslu á kvenleikann. Ég er alltaf í pilsi eða kjól og legg áherslu á mýkt og einfaldleika í öllum síddum. Mér finnst vanta mun meiri karakter ( stíl íslenskra kvenna, það geta allar konur verið smart. Feitar, mjóar, litlar og stórar. Það sem mestu skiptir er það sem kemur innan frá. Fötin skipta íraun ekki svo miklu máli. Annað hvort er maður sönn eða ekki sönn. Og Annar Annarsson tekur í sama streng með konu sinni. Menn eru alltaf að belgja sig út með ytri gæðum. Fólk er alltaf að sýnast. Mér finnst að konan mín hafi yfir að ráða einmitt þessari birtu sem kemur að innan. Henna er ótrúlega sterk. Hún er sjómannsdóttir sem missti föður sinn tuttuguogtveggja ára og hef- ur verið mér ákaflega traustur bakhjarl öll þessi ár og einkum þegar ég barðist við Bakkus frænda og meðbræður hans. Þá reyndi fyrst alvarlega á hana og þá raun stóðst hún með sæmd. Síðan hefur hjónaband okkar verið alltaf betra og betra. Og það leiðir hugann að ást- inni. Ég bið Annar Annarsson að segja okkur eitthvað af henni. Jú, eiginlega er ég nú ekki mikið fyrir að tala mig út um svona hluti, nema þá við mína allra nánustu. Fjölskyldan hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. En fyrir mér er í raun allt lífið erótískt. Ég er ákaf- lega erótísk persóna og sé margt það út úr hversdagslegustu hlutum sem aðrir sjá ekki eða vilja ekki sjá. Það getur til dæmis verið mér ákaflega erótísk reynsla að stinga peningi í stöð- umælinn og sjá nálina rísa í mæl- inum, 15 mín. eða 30. Það er svo margt ef að er gáð, eins og skáldið sagði. Kynhvötin hefur alltaf verið stór partur af mér. En um hin umtöluðu sambönd sín við konur vill hann ekki ræða, þau eru hans eigin ær og kýr. En þó vill hann taka það fram að aldrei hafi nein kona farið grát- andi frá honum. Eg er fyrst og fremst mikill lífs- nautnamaður, lífið er svo sterkt í mér, og dauðinn reyndar líka, hann er ákaflega sterkur hluti af mér. Og þessi lífsháski, þessi ljúfsári lífsháski. Það hefur stundum verið sagt um mig að ég fari mér of geyst og satt er það, eitt sinn flugum við t.d. ég og kunningi minn, þekktur maður úr þjóðlífinu, sjónflug frá ísafirði suður, á Þorláksmessu, eftir skemmtun í hafaroki og hríð og máttum nauðlenda í Hítardal, á kolófærum þjóðveginum. Og jjarna máttum við dúsa ( myrkr- inu fram á miðjan aðfangadag. Ég held ég hafi aldrei komist nær eilífðinni en þarna á þessari litlu rellu og í raun gjöfbreytist af- staða m(n til tilverunnar eftir þetta. Maður sér hlutina út frá meira umburðarlyndi. Maður sá hvað maður er í rauninni lítill kall, bara obbolítill kall. En annað segja þó þeir sem til hans þekkja og verður mörgum tíðrætt um þetta meðfædda lítil- læti Annars Annarssonar, er það kannski lykillinn að skáldinu ( honum, listfenginu sem blundar á bakvið hversdagserilinn í starf- inu? Hann vill gera lítið úr þessum hneiginum sínum og vill helst ekki láta titla sig rithöfund eða skáld. En auðvitað, heldur hann áfram, er þetta alltaf til í manni, blundar þetta ekki (okkur öllum? Göngum við ekki öll með möl- kúlur í maganum, eins og skáldið sagði. En ég hef alltaf verið mikið, og við bæði, fyrir list og listamenn, og ég hef verið svo heppinn í gegnum tíðina að hafa fengið að kynnast mörgum lista- mönnum og umgangast þá, menn eins og Gísla Dal og Þorstein Reyr, að maður tali nú ekki um snillinga eins og Zorró, sem ég heimsæki alltaf sé ég ( París. Kannski er þetta uppeldið sem enn býr í manni, en faðir minn var mjög listelskur maður og góð- kunningi margra af okkar bestu málurum, sá t.d. lengi um innkaup fyrir Kjarval þegar hann var í Silfurtúninu. Það hallar degi og gráskíman er að hverfa af himninum, fær að blunda í fangi hafsins þar til lífs- barátta hennar hefst á ný hinn næsta dag og við Annar Annars- son förum að tala um myrkrið og dauðann. Myrkrið geymir eitthvað sem ekki sést. Röddin er þrungin dramatík og dáleiðandi syngjanda. Myrkrið er þessi undarlegi heimur sem þú getur falið þig í, en um leið er það hættulegt, því þegar þú kemur þangað, er þar einhver fyrir. En myrkrið er líka hvíld, geymir vonir og drauma, það getur verið vinur þinn. Hann situr hugsi um stund og andrúmsloftið verður alvöru- þrungið. Þegar ég virði hann fyrir mér minnist ég þess að hann hafði annað yfirbragð áður. Fjörleg, tindrandi augu og viðkvæmnis- legir andlitsdrættirnir eru enn á sínum stað, fasið frjálslegt og stolt, en yfirbragðið þrátt fyrir allt á einhvern hátt yfirvegaðra, kannski virðulegra. Hann hefur lifað fyrir opnum tjöldum, alla tíð. Staðið á sviði lífsins, þar sem hann hefur túlkað sitt hlutverk frammi fyrir skaranum, lagt lífs- starfið í lófa áheyrenda. Þetta hlutverk tilheyrir honum einum og taki aðrir sér það í hendur verður líf hans afskræming. Það er hann sem lýtur áhorfendum þegar tjaldið fellur, en hans er sviðið meðan á sýningu stendur, þar er hans útrás, hans gleði, hans raunir. Kannski er líf hans leikur í ljósum, lokkum og ang- andi rósum, þyrniþöktum rósum. Leikarinn hættir ekki í miðju verki þó blæði úr fótunum, hann leikur sitt hlutverk til enda. Leikurinn var hans löngun... New York City 10. mars 1988 Hallgrímur (Heimildir: Mannlíf og Heims- mynd) IP Dagvist barna Dyngjuborg Forstöðumaður óskast á deild 3-6 ára barna nú þegar. Völvukot Forstöðumaður óskast á Völvukot frá 15. apríl n.k. Jöklaborg Forstöðumaður óskast á nýtt dagvistarheimili í Seljahverfi frá og með 1. apríl. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur fram- kvæmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Starfsmaður/ritari óskast hálfan daginn á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. Umsóknir og upplýs- ingar um fyrri störf sendist til undirritaðrar fyrir 15. apríl n.k. Marta Bergmann félagsmálastjóri Hafnarfjarðar 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.