Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 17
Yngve Zakarías standandi til hægri með nemendum sínum á 3. ári í Myndlista- og handíðaskólanum Á veggnum hanga nokkur verk nemendanna. Ljósm. Sig. Hugmyndir ganga ekki aftur segir norski listamaðurinn Yngve Zakarias, sem undanfarið hefurkenntnemendum Myndlista- og handíðaskólanstréristu og sýnirsjálfurtréristur sínar í Gallerí Svart á hvítu um ncestu helgi í dag laugardag veröur opiö hús fyrir almenning í Myndlist- arskólanum Skipholti 1 þar sem nemendur 3. árs munu sýna árangur af námskeiði sem þau hafa haft í gerðtré- þiykkimynda undir hand- leiðslu norska listamannsins Yngve Zakarias. Zakharias hefur dvalið hér síð- astliðin mánuð við kennslustörf og á laugardaginn eftir viku opn- ar Gallerí Svart á hvítu sýningu á sérkennilegum tréristum hans, sem eru að því leyti óvenjulegar að ekki er um tréþrykk að ræða, heldur er teiknað beint á tréð með fræsara og tréplöturnar síð- an sýndar. Zakarias hefur áður sýnt hér á landi en það var í kjall- ara Norræna hússins síðastliðið sumar. Við hittum Zakarías og ne- mendur hans uppi í Myndlista- og handíðaskóla í vikunni, þar sem verið var að undirbúa sýn- ingu á árangri tréristunám- skeiðsins. Athygli vekur að myndirnar eru stórar um sig og frjálsar í forminu, og aðspurð sögðu nemendurnir að nám- skeiðið hefði opnað fyrir þeim nýja tjáningarmöguleika í trérist- unni, bæði með nýrri tækni og nýrri afstöðu til efnisins. „í stað þess að nota hefðbundna grafík- pressu höfum við þrykkt þessar myndir með handvalsi, og það gefur mun fjölbreytilegri mögu- leika í tréþrykkinu.“ Fá þeirra hafa þó notað þá tækni, sem Zakarías er þekktur fyrir, að rista í tréið með fræsara, en til þess þarf maður segir Zak- arías að beita öllum líkamanum við teikninguna. Tréristur Zakaríasar eru unnar með hraðri og tjáningafullri teikningu, sem minnir á suma Cobra-málarana, og ég spyr hann hvort að þær hugmyndir séu að koma aftur? „Engar hugmyndir ganga aftur og því fastar sem maður bindur sig við ákveðnar fyrirmyndir, þeim mun erfiðara er að skapa eitthvað nýtt,“ segir hann, og bendir á myndir sínar eins og til staðfestingar, þar sem hin stund- legu átök við efnið mynda lifandi teikningu, sem vissulega býr yfir nýjum ferskleika þó hún byggi á eldri hefð. Zakarias, sem er búsettur í Berlín, fer héðan til Bandaríkj- anna og Mexíkóborgar þar sem hann mun í næsta mánuði taka þátt í sýningu sem skipulögð er af Nýlistamiðstöð borgarinnar. Þar sýnir hann með tveimur öðrum yngri málurum og með norska risanum Edvard Munch, og er valið til sýningarinnar af mexík- önunum sjálfum sem þarna vilja sýna hið gamla og nýja saman: samhengið í norskri myndlist. Sýningin í Myndlistaskólanum er bara í dag, laugardag kl. 14- 18, en sýningin á tréristum Zak- aríasar í Gallerí Svart á hvítu verður 2.-10. apríl næstkomandi. Trérista úr seríunni Höfuð og fætur, 1987 eftir Yngve Zakarias. Sunnudagur 27. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.