Þjóðviljinn - 29.03.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Side 1
Þriðjudagur 29. mars 1988 73. tölublað 53. árgangur PLO Agreiningur enn í stjóminni Utanríkisráðherra ogforsœtisráðherra með óhreytta afstöðu eftirfund ígœr. Ragnhildur Helgadóttir: Hefur skaðað stjórn- arsamstarfið Ágreiningur forsætisráðherra og utanríkisráðherr3 um fund Steingríms Hermannssonar með fulltrúa PLO í Stokkhólmi og fyrirhugaða heimsókn Stein- gríms til Túnis til fundavið PLO, hefur ekki verið jafnaður. Steingrímur fór á fund Þor- steins Pálssonar í gær og á þeim Steingrímur Hermannsson var glaðbeittur þegar hann kom af fundi forsætisráðherra i gær. Hann lét þó ekki uppi hvað hann hafði í pokahorninu. Mynd Sig. fundi kom fram ágreiningur um viðræður Steingríms við fulltrúa PLO. Að sögn Steingríms breytti fundurinn í engu afstöðu hans til þessara mála. Hann sagði að Þor- steinn gæti ekki bannað honum að hitta fulltrúa PLO þar sem hér væri fjölskipað stjórnvald. Ragnhildur Helgadóttir segir að þetta mál hafi skaðað ríkis- stjórnarsamstarfið og SUS álykt- aði um málið um helgina. Hjör- leifur Guttormssons segir að með þessum viðræðum Steingríms við fulltrúa PLO hafi hafist form- legar viðræður milli íslenskra stjórnvalda og PLO. Steingrímur viðurkenndi að líta mætti á við- ræðurnar sem formlegar við- ræður á blaðamannafundi í gær. Ríkisstjórnin fjallar um málið í dag. Að sögn Kjartans Jóhanns- sonar í fréttum útvarpsins í gær þá var rétt að taka upp beinar viðræður við PLO. Sjá bls. 3 Sjónvarpið Deilt um greiðslur Niðurskurðurinn á sjónvarpinu bitnar áfréttadeildinni. Málinu vísað til BHM Deilur eru uppi á milli frétta- manna á fréttastofu Sjónvarpsins og framkvæmdastjórnar sjón- varpsins um ýmsar greiðslur vegna dagskrárgerðar. Deilur þessar tengjast almennum niður- skurði á sjónvarpinu. 1 fyrsta lagi er deilt um að um- samdar hækkanir á greiðslum fyrir Kastljós og umræðuþætti hafa verið stöðvaðar. Þá hafa greiðslur vegna fréttalesturs ver- ið felldar niður. f þriðja lági fer framkvæmdastjórnin fram á að fréttamenn þýði sjálfir erlend innskot í fréttaskýringaþætti, en þýðendur hafa hingað til séð um það. Félag fréttamanna á sjón- varpinu hafa vísað máli þessu til BHM. f bréfi frá framkvæmdastjóra Sjónvarpsins til Félags frétta- manna stóð að ef ekki semst um greiðslur vegna Kastljóss verði annaðhvort að fella niður kast- ljósþættina eða bjóða þá út. Sjá bls. 3 Aburðarverksmiðjan Lax í stað ammoníaks * Allar aðstœðurfyrir hendi. Volgt vatn, súrefni og húsnœði. A ársgrundvelli hœgt að framleiða 1200 tonn af sláturfiski Stjórnendur Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi eru um þessar mundir að láta kanna möguleika á að hasla sér völl í fiskeldi. Frá verksmiðjunni fellur kappnóg af volgu vatni; súrefni hafa þeir nóg af sem nýtist vel fyrir eldið og að auki hafa þeir yfir að ráða húsnæði sem er ónot- að um þessar mundir. Að sögn Össurar Skarphéðins- sonar, fiskeldisfræðings, getur framleiðslan numið 300 þúsund- um geldra stórseiða sem væri um hálft kíló að meðaltali. Með sumareldi væri hægt að búa úr þeim 600 tonn af sláturfiski. Á ársgrundvelli er hægt að tvöfalda magnið uppí 1200 tonn af slátur- fiski. Runólfur Þórðarsson, verk- smiðjustjóri, sagði að könnun væri á frumstigi en óneitanlega væri hér um að ræða fýsilegan kost sem kæmi til með að verða verksmiðjunni verulegur bú- hnykkur ef hann næði fram að ganga. Sjá bls. 2 HHIItBSBiBWHWi Vopnin sem rata á klóið í Kreml Samkvæmt vitnisburði fyrir flota áður en þessu ári lýkur, þar- bandarískri þíngnefnd eiga 750 af helmingur á Atlantshafi. sjóstýrisflugvélar að vera komnar í raun er ekki deilt um það að um borð í farkosti Bandaríkja- Vesturveldin bæti sér missi land- vopna í Evrópu upp með kjarna- flaugum í sjó, heldur aðeins hvort flaugarnar veröi undir Nató- hattinum eða undir beinni stjórn Bandaríkjahers. Þetta kemur fram í þriðju grein Vigfúsar Geirdal um „Kjarnork- uvopnin, hernaðarbandalögin og ísland“, þarsem fjallað er um Tomahawk-flaugarnar, - kjarn- orkuvopnin „sem rata á karlakló- settið í Kreml Sjá síður 8 og 13 Akureyrar- samningurinn í anda Garðastrætis - Þessi samningur er í grund- vallaratriðum sá sami og iðn- verkafólk og verslunarmenn hafa nýverið gert og skakkar þar af leiðandi ekki í miklu frá samning- um Verkamannasambandsins, sem var felldur vítt um land, sagði Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður Snótar í Vestmanna- eyjum. Sérhæft fiskverkafólk hefur mest 38.350 krónur fyrir dag- vinnu á mánuði eftir 10 ára starf hjá sama atvinnurekanda, sam- kvæmt samningnum sem undir- ritaður var á Akureyri s.l. föstu- dagskvöld. Byrjunarlaun al- menns fiskverkafólks eru 32.000 krónur, eða 500 krónum meira heldur en um samdist í samning- um atvinnurekenda og Verka- mannasambandsins fyrr í vetur. Að sögn Þóru Hjaltadóttur, formanns Alþýðusambands Norðurlands, er ekki eingöngu hægt að einblína á launaliði þegar meta skal kost og löst á samn- ingnum. Ýmis mikilsverð réttind- amál náðust fram, sem ekki væri rétt að forsmá. Sjá viðbrögð á síðu 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.