Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 2
Fomleifar á ráðhúsióðinni Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi lagði í gær fram tillögu þess efnis að Skipulagsnefnd beini því til borgarráðs að það bjóði yfirvöldum fornminja að rannsaka með tilliti til mannvistarleifa fyrirhugaða ráð- húslóð. Hún vakti athygli á að mýmörg dæmi væru til um að borgaryfir- völd frestuðu framkvæmdum á þeim lóðum þar sem grunur léki á að mannvistarleifar væri að finna og mætti þar nefna Aðalstræti 8. Af- greiðslu tillögunnar var frestað til 11. apríl nk. Fjármálaráðherra með dylgjur Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins hefur lýst yfir furðu sinni á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um málefni Landakotsspítala. Hann lítur svo á að dylgjur fjármálaráðherra um að stjórn spítalans hafi bruðlað með fjármuni og ekki sýnt nauðsynlegt aðhald séu alvarlegar og móðgandi í garð stjórnarinnar enda óskiljan- legar með öllu. Ríkið traðkar á lögreglumönnum Lögreglufélag Gullbringusýslu mótmælir harðlega aðför ríkisvalds- ins á hendur lögreglumönnum með grófum vanefndum á kjarasamn- ingum þeirra. Það minnir á að 1986 létu lögreglumenn verkfallsréttinn í skiptum fyrir loforð um kjaraviðmiðun við fjóra stóra launþegahópa en að ekki hafi tekist nógu vel til og því krefjist þeir verkfallsréttarins til baka. Munaði aðeins tveimur atkvæðum Kennarar í HÍK samþykktu í atkvæðagreiðslu með aðeins tveggja atkvæða mun að boða til verkfalls hafi ekki náðst samkomulag um nýja kjarasamninga fyrir 13. apríl n.k. 464 kennarar voru fylgjandi ver- kfallsboðun en 462 á móti. 60 skiluðu auðu en kjörsókn var um 85%. Sérkosning fór fram í Verslunarskólanum og þar var verkfallsboðun samþykkt á afgerandi hátt. 37 voru samþykkir en 12 á móti. Enn hefur enginn fundur verið boðaður í kjaradeilunni. Ríkisstjomin málar skrattann á vegginn Borgaraflokkurinn furðar sig á aðgerðum ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið og þá sérstaklega því að ríkisstjórnin reyni að draga dul á áframhaldandi góðæri með því að birta þjóðhagsspár sem mála hlutma dökkum litum. Stjórnin virðist hafa gefist upp við að stjórna landinu og að ekki bóli á þeim fjölmörgu frumvörpum sem boðað var að skyldu verða lögð fram fyrir lok þessa þings. Fannst látinn í gær fannst maðurinn sem lýst hafði verið eftir í fjölmiðlum. Björg- unarsveitarmenn fundu hann látinn við Dysjar í Garðabæ. Nafn hins látna er Steinþór Stefánsson og var hann til heimilis að Vatnsenda- bletti 90, Kópavogi. Hann var 27 ára gamall. Steinþór var þekktur sem bassaleikari í Fræbbblunum. Islands- meistaramótið í vaxtarrækt Jón Páll Sigmarsson varð ís- landsmeistari í vaxtarrækt á móti sem haldið var á Hótel íslandi á sunnudagskvöld. Mikil keppni var milli Jóns og Sigurðar Gests- sonar og fór svo eftir að þeir höfðu komið þrisvar fram til sam- anburðar að Jón Páll vann titilinn af Sigurði sem hefur haldið hon- um undanfarin 2 ár. FRÉTTIR Utanríkisráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins á fundi með fréttamönnum í gær. Afstaðan er óbreytt Steingrímur Hermannsson: Fundurinn með Þorsteini breytti ekki af- stöðu minni. Þorsteinn einnig með óbreytta afstöðu. Hjörleifur Gutt- ormsson: Formlegar viðrœður við PLO hafnar. Ragnhildur Helga- dóttir: Hefurskaðað ríkisstjórnina og rýrttraustið á Steingrími. SUS: Viðrœðurnar við „hryðjuverkasamtökin“ PLO sýna utanríkismálasérvisku Steingríms Fundurinn með forsætisráð- herra breytti í engu afstöðu minni til þessara mála, sagði Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra, við Þjóðviljann í gær, en þeir Þorsteinn Pálsson hittust eftir hádegi í gær og ræddu fund Steingríms og fulltrúa PLO í Stokkhólmi í síðustu viku. Steingrímur sagði að hér á landi væri fjölskipað stjórnvald og því gæti Þorsteinn Pálsson ekki bannað honum að hitta full- trúa PLO. Á fundinum gerði for- sætisráðherra Steingrími grein fyrir hversvegna hann telur við- ræður við PLO varhugaverðar, en að sögn Steingríms breytti það engu afstöðu hans. Á blaðamannafundi í gær- morgun gerði Steingrímur grein fyrir yfirlýsingu utanríkisráðherr- afundarins, m.a. í málefnum Mið-Austurlanda. Þar segir m.a.: „Ráðherrarnir ítrekuðu áskorun sína til allra deiluaðila um að vinna að friðsamlegri lausn deilunnar og hefja hið fyrsta samningaviðræður á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, ályktun Öryggisráðsins nr. 242 og 338 og sjálfsákvörðunar- rétti Palestínuþjóðarinnar, með öllu því sem þetta felur í sér.“ Að sögn Steingríms þýðir þetta í raun að Palestínumenn munu velja PLO sem fulltrúa sína og stofna sjálfstætt ríki á herteknu svæðunum og var það skilningur allra utanríkisráðherranna þó þeir vildu ekki segja það berum orðum. Steingrímur var inntur að því hvort ekki mætti líta á það svo að Áburðarverksmiðjan Miklir möguleikar á fiskeldi Verksmiðjustjórinn: Verið að kannaþetta fyrirokkur. Höfum allar aðstœður fyrir fisk- eldi: Volgt vatn, súrefni og húsnœði að er verið að kanna fyrir okkur hvað við höfum í hönd- unum til að fara út í fiskeldi og þegar það liggur fyrir verður framhaldið ákveðið. En það er margt sem bendir til þess að hér hagkvæmt sé að ráðast í fiskeldi og ef til þess kæmi yrði það vafa- laust mikill búhnykkur fyrir verksmiðjuna, sagði Runólfur Þórðarsson, verksmiðjustjóri hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, við Þjóðviljann. Að sögn Runólfs fellur til tals- vert af volgu vatni frá verksmiðj- unni og einnig hefur hún yfir að ráða súrefni sem hægt er að nota við fiskeldið ásamt því sem á verksmiðjulóðinni er ónotað húsnæði sem hægt væri að nota fyrir stórseiðaeldi. Ef af verður mætti í kjölfarið af stórseiðaeld- inu framleiða umtalsvert magn af eldisfiski í sjókvíum úti fyrir. Runólfur sagði að hugmyndin að fiskeldinu hefði kviknað í frosthörkunum í vetur þegar allt var að frjósa fast í sjókvíunum úti á Sundunum og þá mundu menn allt í einu eftir volga vatninu sem til félli frá verksmiðjunni og sem kappnóg væri af. Sem dæmi um hvað þarna er í húfi ef allt gengur samkvæmt áætlun og stjórnendur Áburðar- verksmiðjunnar ákveða að nýta möguleikana sem fyrir hendi eru í fiskeldi, sagði Össur Skarphéð- insson, fiskeldisfræðingur, að hægt væri að framleiða um 300 þúsund geld stórseiði á ári sem væru um hálft kfló að meðal- þyngd. Þá væri í sumareldi hægt að búa til úr þeim um 600 tonn af sláturfíski. Áftur á móti ef fisk- eldið stæði yfir allt árið væri hægt að tvöfalda þetta magn og fram- leiða um 1200 tonn af sláturfiski á ársgrundvelli. Ef hugmyndin um fiskeldið nær fram að ganga hjá stjórn Áburðarverksmiðjunnar mundi það auka að mun fjölbreytnina í framleiðslu verksmiðjunnar og bæta að miklu leyti upp þann samdrátt sem orðið hefur hjá verksmiðjunni vegna slæmrar stöðu í landbúnaðinum á undan- förnum árum. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1988 formlegar viðræður milli Islands og PLO hefðu hafist með fundi hans og Makluf í Stokkhólmi. „Það má segja að á þessum fundi hafi verið formlega rætt við PLO,“ svaraði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að viðbrögð Þorsteins hefðu komið sér veru- lega á óvart. Mál þetta var á dagskrá utan- ríkismálanefndar alþingis í gær. Hjörleifur Guttormsson sagðist telja aðgerðir utanríkisráðherra jákvæðar og að það hefði komið fram á fundinum. Þá sagði hann að með fundi utanríkisráðherra og fulltrúa PLO í Stokkhólmi og yfirlýsingu um að Steingrímur væri reiðubúinn í frekari fundi, hefðu formlegar viðræður milli PLO og íslenskra stjórnvalda komist á. „Mér sýnist þetta í sam- ræmi við ákvarðanir annarra utanríkisráðherra Norðurland- anna og ég vil að þeir hafi frum- kvæði að því að ýta á eftir ráð- stefnu um málefni Palestínu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Aðfinnslur frá samstarfsmönnum utanríkisráðherra í ríkisstjórn eru að mínu mati tímaskekkja og byggðar á röngu mati á stöðu mála,“ sagði Hjörleifur. Ragnhildur Helgadóttir, sem einnig á sæti í utanríkismálanefnd sagði að þetta tiltæki Steingríms hefði þegar skaðað ríkisstjórn- arsamstarfið og að Steingrímur hefði misst traust við þetta. Þá sagðist hún andvíg því að ein- staka ráðherrar taki upp form- legar viðræður fyrir hönd ís- lenkra stjórnvalda án þess að ræða það í ríkisstjórninni áður, auk þess sem varhugavert væri að lenda í tvíhliða viðræðum við PLO einsog dæmin sanna, en tvennum sögum fer af fundi utan- ríkisráðherra og fulltrúa PLO. Samband ungra Sjálfstæðis- manna hélt aukaþing um helgina og ályktaði m.a. um þetta mál. í ályktuninni er utanríkisráðherra harðlega gagnrýndur fyrir að taka upp „viðræður við hryðju- verkasamtökin PLO án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórn íslands og án hennar vitundar, sem lýsir best utanríkismálasérvisku ráð- herrans og lítilsvirðingu á núver- andi stjórnarsamstarfi,“ einsog segir orðrétt í ályktuninni. Ríkisstjórnin mun funda um málið í dag. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.