Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 3
Hæstu laun innan við 40.000 - Ég hygg að með þessum samningi haldist kaupmáttur sér- hætðs fiskverkafólks óbreyttur milli ára. Aftur á móti er hætt við að kaupmáttur almenns verka- fólks verði eitthvað lakari en hann var að meðaltali í fyrra, sagði Ari Skúlason, hagfræðing- ur Alþýðusambandsins. Ari tók þó fram að með fastlaunasamn- ingum sem fjölmargt verkafólk fengi nú væri vafalaust um nokkra kaupmáttaraukningu að ræða. Samningur verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda sem undirritaður var á föstudags- kvöld, gildir til 10. apríl á næsta ári, á sama hátt og samningar verslunarmanna og iðnverka- fólks. Sömu hækkanir á launalið- um eru í þessum samningi og í samningum iðnverkafólks og verslunarmanna. Áfangahækkanir á samnings- tímanum eru 4, eða 3,25% 1. júní, 2,5% 1. september, 1,5% 1. desember og 1,25% 1. mars á næsta ári. Við gildistöku samningsins hækka öll laun um 5,1%, en til launajöfnunar, hækka laun þó eigi minna en 2.025 krónur á mánuði. Samkvæmt samningnum eru byrjunarlaun almenns verkafólks nú 32.000 krónur á mánuði, en komast hæst í 35.650 krónur eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki. Byrjunarlaun sérhæfðs fisk- verkafólks eftir 3 mánaða starf eru 35.050 krónur og komast hæst í 38.350 krónur eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki. Starfsaldursþrep eru eftir 3 mánuði, 1, 3, 5, 7 og 10 ára starf. Desemberuppbót er 4.500 krónur fyrir þá sem skilað hafa 1700 dagvinnustundum í sama fyrirtæki og eru við störf í fyrir- tækinu í desember. Desember- uppbótin er fjórskipt og fer greiðsluhlutfall eftir vinnufram- lagi. Upphæðin tekur áfanga- hækkunum á samningstímabil- inu. í samningnum er kveðið svo á að við mat á starfsaldri jafngildi 23 ára aldur eins árs starfi í starfs- grein. Samið er um einn yfirvinnu- taxta án skilyrða um færanlegan vinnutíma eins og er í samningn- um VMSÍ. Þó er heimilt að færa til upphaf dagvinnu semjist um slíkt milli atvinnurekanda og starfsmanna á hverjum vinnu- stað. _______________________ FRÉTTIR Sjónvarpið Aðför íhaldsaíít að drepa Niðurskurður ríkisstjórnarinnar bitnar hart áfréttastofu sjónvarpsins. Deilt um ýmsar dag skrárgreiðslur. BHM með málið. Viðtal við Ingva Hrafn Jónsson tilefni til fundarhalda ígær. Hótað að bjóða út fréttasýringaþætti Niðurskurðastcfna ríkisstjórn- arinnar hefur bitnað hart á fréttastofu Sjónvarpsins og krist- allast það best í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson, fréttastjóra Sjón- varpsins, í síðasta tölublaði af Nýiu lífi. I viðtalinu bendir Ingvi Hrafn á að forsætisráðherra, mennta- málaráðherra, útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs, séu allt Sjálfstæðisflokksmenn. Auk þess segir hann að sú stefna Sjálfstæð- isflokksins að setja öllum deildum Sjónvarpsins þröngan og vonlausan ramma þannig að skera verður dagskrána niður við trog, og þar sem greinilegt sé að ráðamenn gera greinilega ráð fyrir að þetta ástand verði varan- legt, hljóti það að kveikja þá spurningu hvort Sjálfstæðisflokk- urinn ætli sér að tryggja frjálsu stöðvarnar í sessi. „Það væri í samræmi við stefnu flokksins. Hann hafði forystu um að breyta útvarpslöggjöfínni og það er kannski eðlilegt að hann beiti þá áhrifum sínum til þess að ríkisútvarpið kaffæri ekki frjálsu stöðvarnar í samkeppninni,“ segir svo orðrétt í viðtalinu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru nú uppi deilur á sjón- varpinu um ýmsar dagskrár- greiðslur til fréttamanna. I fyrsta lagi hafa verið stöðvaðar um- samdar hækkanir á greiðslum fyrir Kastljós og umræðuþætti. Þá hefur verið tekið fyrir greiðslur fyrir fréttalestur og í þriðja lagi hefur verið farið fram á það við fréttamenn að þeir þýði sjálfir erlend innskot í fréttaskýr- ingaþætti, en hingaðtil hafa þeir fengið þýðendur til að sjá um það. Þessi mál eru til umfjöllunar hjá BHM núna. í bréfi sem framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, Pétur Guðfinns- son, skrifaði til Félags frétta- manna, vegna þessara deilna, kemur fram að ef fréttamennirnir sætta sig ekki við niðurskurðinn, komi aðeins tvennt til greina, annaðhvort að leggja niður Kastljós eða bjóða slíka þætti út, en að sögn manna á Sjónvarpinu væri það mjög í takt við það sem hefur gerst í innlendri dagskrár- gerð, en þar er nær allt boðið út, þannig að peningar sjónvarpsins streyma til einkaframtaksins út í bæ, og efast menn um sparnaðinn við slíkt. „Það virðist vera pólitískur vilji í þjóðfélaginu fyrir að drepa þennan miðil og koma honum í hendurnar á einkaframtakinu. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir aðför að Ríkisútvarpinu og stjórnvöld gera okkur ókleift að þjóna hlutverki okkar. Þetta hlýtur því að enda með skelf- ingu,“ sagði fréttamaður á Sjón- varpinu í samtali við Þjóðviljann í gær. Framkvæmdastjóri Sjónvarps, framkvæmdastjóri útvarps, fjármálastjóri og formaður út- varpsráðs funduðu í gær vegna viðtalsins við Ingva Hrafn. Hörð- ur Vilhjálmsson, fjármálastjóri sagði að mönnum hefði blöskrað ummæli Ingva um Ingimar Ing- imarsson, aðstoðarframkvæmda- stjóra sjónvarpsins, þau væru óheyrileg og órökstudd, en Ingvi Hrafn líkir Ingimar við Mörð Valgarðsson og segir hann illgresi á stofnuninni. Sagði Hörður að Ingimar ætti traust þeirra sem funduðu í gær. Ingimar vildi ekkert tjá sig um málið en Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er erlendis. -Sáf Birgir H. Sigurðsson, deildarstjóri hverfaskipulags, útskýrir kortagerðina. Mynd: Sig. Hverfaskipulag í gagnið Davíð Oddsson: Ekki skuldbinding, heldur vísbending um hvað sé á döfinni - í hverfaskipulagi felst ekki skuldbinding, heldur vísbending um livað sé á döfinni og hvað borgin telji sér skylt að gera í ákveðnu hverfi og á tilteknu ára- bili, sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri á fundi með blaða- mönnum í gær er hann kynnti hverfaskipulag fyrir borgarhluta 4 ásamt starfsmönnum Borgar- skipulags. Borgarhluti 4 tekur til Laugar- ness, Lækja, Kleppsholts, Lau- garáss, Sunda, Heima og Voga, en alls eru borgarhlutarnir 9 tals- ins. Hverfaskipulag er ný tegund skipulagsáætlunar sem unnin er í framhaldi af nýju aðalskipulagi fýrir Reykjavík, en það var sam- þykkt á miðju sumri 1987. Kemur þetta nýja skipulagsstig milli að- alskipulags og deiliskipulags. ÖIl heimili í borgarhluta 4 fá nú sent eintak af hverfaskipulaginu, en þar er að finna mikinn fróðleik um helstu þætti þess; húsnæði, umhverfi, þjónustu, íbúa og um- ferð. HS Akureyrarsamningurinn Fátt um fína drætti Yfirvinnubann hafið á Akranesi. Vilborg Þorsteinsdóttir: íaðalariðum VMSÍ-samningarnir. Málhildur Sigurbjörnsdóttir: Mikilvæg réttindamálfengust íhöfn. Launaliðirnir helsti Ijóðurinn. ÞóraHjaltadóttir: Alvanalegt að sama fólkið gangi út fyrir undirskrift Yfirvinnubann á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness, hófst á miðnætti í gærkvöldi. Sig- rún Clausen, formaður verka- kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að ekki væri annað að heyra á verkafólki á Akranesi en samninganefndin hefði gert rétt með því að ganga af samn- ingafundi á Akurcyri á föstudags- kvöld ásamt fulltrúum Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Verkakvenn?r“'agsins Snótar. - Fyrst fé in voru búin að fella fyrri samning og yfirvinnu- bann víðast hvar komið á, þá hefði maður haldið að látið væri sverfa til stálsins, en sú var ekki raunin, sagði Sigrún. - Þessi samningur gefur ekki af sér nema um 2-3% meira heldur en samningar Verkamannasam- bandsins og í grundvallaratriðum er hér um sama samning að ræða að viðbættum ýmsum smáat- riðum. Við höfum verið að fara á vinnustaði og fólk virðist innilega sammála þeirri ákvörðun okkar að ganga út, sagði Vilborg Þor- steinsdóttir, formaður Snótar í Vestmannaeyjum. - Það er ekkert nýtt að Sigrún Clausen og Jón Kjartansson hlaupi útundan sér við undirskrift samninga. Ég get aftur á móti skilið að Snótarkonur hafi ekki getað unað þessari niðurstöðu, þar sem þær eru búnar að standa í verkfalli fyrir 40.000 króna lág- markslaunum, sagði Þóra Hjalta- dóttir, formaður Alþýðusam- bands Norðurlands. Þóra sagði að þótt beinar launahækkanir hefðu mátt vera meiri, væru ýmsir mikilsverðir ávinningar í samningnum, sem ekki væri rétt að forsmá. - Það má nefna mýgrút af rétt- indamálum sem náðust í gegn og skiptu miklu fyrir verkafólk. Þar vil ég til að mynda nefna að einn yfirvinnutaxti fékkst, án þess breytingar á vinnutíma væru með í kaupunum og að verkafólk heldur áunnum starfsréttindum og veikindarétti þó það flytji sig um set. Þetta eru kjaraatriði sem verður að taka tillit þegar samn- ingurinn er metinn í heild sinni, sagði Þóra. Að sögn Þóru verður samning- urinn borinn undir atkvæði í Norður-Þingeyjarsýslu í dag, Skagafirði á morgun og eftir páska hjá Einingu og á Húsavík. - Helstu ávinningar þessa samnings eru þeir að ýmis mikils- verð réttindamál, sem fiskverka- fólk hafði áður, hafa verið heimt að nýju. Ljóðurinn á þessum samningi eru launin. Vissulega hefðum við viljað ná lengra, en því varð ekki viðkomið, sagði Málhildur Sigurbjörnsdóttir, fiskverkakona í Granda, en hún átti sæti í samninganefnd verka- kvennafélagsins Framsóknar. Kjarsamningurinn verður af- greiddur á félagsfundi Framsókn- ar í dag. Samningamál félaganna í Vestmannaeyjum og á Akranesi eru í höndum ríkissáttasemjara og sagði Sigrún Clausen að þess væri fljótlega að vænta að hann ákvæði um framhaldið. -rk Fundur á Borginni Samtök herstöðvarandstæð- inga ha'da baráttufund á morgun á Hótel Borg í tilefni þess að þá verða 39 ár liðin frá því Islending- ar gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu. Dagskrá fundarins hefst kl.20.30 en þar verður upplestur á efni um NÁTO þar sem sérstak- lega verður tekin fyrir stefna og verk NATO sem hernaðarbanda- lags hér á íslandi og annars stað- ar. í tengslum við þá umfjöllun verða flutt ljóð og leikin tónlist sem efninu tengist og stjórnar María Sigurðardóttir leikkona þeim hluta dagskrárinnar en með henni les Karl Ágúst Úlfsson. Hugmyndin er að gera NATO sem hernaðarbandalagi full skil og sem ítarlegust. Árni Björns- son þjóðháttafræðingur og Sig- urður A. Magnússon rithöfundur halda stuttar tölur sem engum ætti að geta leiðst og tónlistar- mennirnir Tómas R. Einarsson og Guðmundur Ingólfsson sveifla sérlítillega. Kristín Á. Ólafsdótt- ir borgarfulltrúi kemur til með að stjórna fundinum. Að dagskrá lokinni mun Andrea Jónsdóttir leika plötur með framsæknu poppi svo sem hæfír deginum. -tt Þriðjudagur 29. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.