Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF „Gestur Guömundsson félags- fræðingur ritar viðhorfsgrein um fjölmiðla hér í Þjóðviljanum 22. mars sl. í skrifi sínu kemur hann víða við og nefnir m.a. á nafn útvarpsstöðina Rót: „Þegar félagshyggjufólk býr sér til eigin rás, til mót- vægis við markaðsöflin, verð- ur hún alveg eins og hinir voru alltaf búnir að vara við: leiðin- leg, óvönduð, en fróðleg fyrir þá fáu sem hafa orku til að halda eyrunum opnum fyrir löngum fyrirlestrum. Útvarp Rót er eins konar andhverfa auglýsingarásanna, í stað þess að byggja á nýrri og frjórri hugsun um fjölmiðil“. Þar sem undirritaður hefur nú um nokkurra mánaða skeið tekið þátt í því að koma þessari fyrstu frjálsu útvarpsstöð á íslandi á laggirnar, þá get ég ekki stillt mig um að leggja svolítið út af þessum orðum míns gamla skólabróður og kollega. Gesti finnst „Rótin“ vera bæði leiðinleg og óvönduð en samt fróðleg; eða kannski er hún ein- mitt leiðinleg af því að hún er fróðleg. Þetta er svo sem í anda hins nýja siðar markaðshyggju og fáfengisdýrkunar, þar sem ó- fróðlegasta útvarpsstöðin og sú andmenningarlegri af sjónvarps- stöðvunum virðast efstar á skemmtigildisskala almennings í landinu. Það kemur hinsvegar á óvart að Gesti Guðmundssyni, félagshyggjuljóni og fræðagarpi til margra ára, leiðist það sem fróðlegt er. Að útvarp Rót sé óvönduð út- varpsstöð skrifa ég ekki undir, en hitt skal viðurkennt, að útsend- ingar hennar einkennir viss við- vaningsbragur, sem þó hefur minnkað verulega frá allra fyrstu vikum stöðvarinnar. Hér gera margir þá skyssu að gera sömu kröfur til grasrótarútvarps sem nær eingöngu er rekið á grund- velli áhugamennsku og til út- varpsstöðva sem velta hundr- lltvarp Rót og fróðleg leiðindi Gests Guðmundssonar Jón Rúnar Sveinsson skrifar uðum milljóna króna á ári hverju og annað hvort eru gerðar út af helstu fjármagnsaðilum landsins ellegar sjálfu ríkisvaldinu. Þó held ég að „Rótin“ hafi á sínum fyrstu tveimur mánuðum útvarp- að meiru af raunverulega áhuga- verðu útvarpsefni en eitt stykki „stjörnubylgja" gerir á heilu ári. Útvarp Rót hefur aðeins 1-2 fasta starfsmenn, en sendir samt út 50 klukkustundir af nýju efni á viku, að mestu leyti talað mál. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á því, að hjá Ríkisútvarpinu virð- ist þurfa álíka mannafla til þess að senda út hálftíma af svæðisút- varpi tvisvar í viku. Grasrótin blómstrar Útvarp Rót er vissulega „fróðleg" útvarpsstöð. Á stöð- inni er útvarpað efni frá um 30 aðilum, einstaklingum og fé- lagasamtökum. Þeir sem leggja eyrun að „Rótinni" geta lært jóga eða esperantó, kynnt sér hug- sjónir Bahaítrúarinnar eða Borg- araflokksins, hlýtt á stúdenta- útvarp, fengið upplýsingar um framvindu mannréttinda- og þjóðfrelsisbaráttu víða um heim og sömuleiðis um það sem er að gerast á vettvangi verkalýðsbar- áttunnar hér heima (mun nánari og betri en til að mynda í Þjóð- viljanum). Þetta er aðeins brot af því efni sem ég gæti talið upp. Raunar er það svo, að sjaldan hefur annar eins „grasrótarmið- ill“ og Útvarp Rót sést hérlendis: í hverri viku taka hátt á annað hundrað manns þátt í útsending- um, langoftast beinum og lifandi, flest af þessu fólki hefur aldrei áður fengist við fjölmiðlun; sumar raddanna sem nú hljóma jendur hafa fengið mikið rými á „Rótinni" t.d. á hljómleikum í síðasta mánuði í beinni útsend- ingu þar sem fram komu átta af fremstu nýbylgjusveitum dagsins í dag, allt saman tónlistarmenn af „Raunar er það svoað sjaldan hefur annar eins „grasrótarmiðill“ og Útvarp Rót sést hér- lendis; íhverri viku taka hátt á annað hundrað manns þátt í útsend- ingum, langoftast beinum og lifandi. “ reglulega á „Rótinni" hafa reyndar um árabil verið meira og minna í banni hjá ríkjandi fjöl- miðlum hér á landi. Farvegur framsœkins rokks Þó svo að „Rótin" hafi leitt hið talaða orð til öndvegis, ein hinna nýju útvarpsstöðva, þá er tón- listarflutningur stöðvarinnar tals- verður. Þar hefur stöðin lagt mesta áherslu á að vera farvegur fyrir það vandaðasta sem til er í framsækinni tónlist, sem síbylju- stöðvar iðnaðarrokksins hundsa að mestu. Ungir íslenskir flyt- næstu kynslóð á eftir Bubba Morthens. Engin önnur útvarps- stöð er í dag líkleg til þess að koma þessari músík unga fólksins í dag á framfæri. Á „Rótinni" eru nokkrir mjög góðir tónlistar- þættir, þar sem mikið er leikið af t.d. þýskri og annarri evrópskri framsækinni tónlist, þungarokki og pönki, og ýmsir tónlistar- straumar fá að njóta sín til fulls sem auglýsingastöðvarnar aldrei koma til með að sýna hinn minnsta áhuga. Gestur Guð- mundsson, sem er meðhöfundur að ágætri bók um popppólitíska sögu sjöunda áratugarins, getur kynnt sér í þaula þá hina sömu þróun á þeim níunda, sem við nú lifum á, ef hann leggur eyrun að „Rótinni", t.d. að þættinum „Hrinur", sem er á hverju þriðju- dagskvöldi kl. 20.30. Það verður örugglega hvorki ófróðlegt né leiðinlegt. „Rótin“ kostar líka peninga! Úr því að ég er kominn út í almenna áróðursgrein fyrir Út- varp Rót, þá vil ég að endingu nota tækifærið til þess að vekja athygli á áskrifendasöfnun „Rót- arinnar". Hlustun á útvarpsstöð er í reynd aldrei „ókeypis“; það borgar alltaf einhver brúsann. Brúsi síbyljuvaðalsins er greidd- uraf okkuröllum, gegnum hækk- að vöruverð vegna sístækkandi auglýsingageira frjálshyggju- þjóðfélagsins. Ríkisútvarpið leggur að auki skyldubundin af- notagjöld á alla landsmenn. Út- varp Rót ætlar að fara pá leið að biðja hlustendur sína að taka af fríum og frjálsum vilja þátt í kostnaðinum við að búa til það efni sem þeir hlusta á. í framkvæmd getur þetta litið þannig út, að hlustendur borgi t.d. 200 krónur á mánuði - þriðj- ung áskriftar að dagblaði - gegn- um greiðslukortaþjónustu. Þetta er álíka upphæð og að kaupa þrí- vegis dagblað í lausasölu. Það þarf hinsvegar ekki nema ca. 1000 hlustendur til þess að greiða slíka smáupphæð mánaðarlega til þess að tryggja rekstrarstöðu Út- varps Rótar. Eg skora hér með á alla hlust- endur Rótarinnar að láta skrá sig sem áskrifendur að stöðinni. Símanúmer hennar eru: 623610 og 623629. Höfum í minni, að gott útvarpsefni verður ekki til ókeypis! Jón Rúnar er félagsfræðingur og starfar á sviði húsnæðismála. Nýtt foiystuafl í landsmálum Gestur Gubmundsson skrifar í stjórnmálunum hafa ekki gerst önnur eins stórtíðindi lengi og sú margföldun á fylgi Kvenna- listans, sem komið hefur fram í skoðanakönnunum að undan- förnu. Þessi tíðindi gætu orðið upphafið að straumhvörfum i ís- lenskri pólitík. Þessi margföldun fylgis er ekki bara til marks um óvinsældir ríkisstjórnarinnar. í henni felst líka stuðningur við ný vinnu- brögð sem kenna má við grasrót, heiðarleika og stefnufestu og hún ber með sér kröfu um jöfnuð og félagslegar úrlausnir. Kvennalist- inn getur ekki einungis haldið áfram á sinni braut, heldur hljóta aðrir flokkar að taka mið af þess- ari vísbendingu um vilja kjós- enda. Margir hafa orðið til að benda á að Kvennalistinn sækir fylgis- aukningu sína til Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgara- flokks, sé miðað við síðustu þing- kosningar. Ekki er síður fróðlegt að skoða í heild þær hreyfingar sem orðið hafa milli hugmynda- legra „blokka" í íslenskum stjórnmálum. Slík athugun verð- ur ábyggilegri ef tekið er mið af skoðanakönnunum bæði Helg- arpóstsins og DV. Margir telja kannanir Helgarpóstsins áreið- anlegri, en þar fær Kvennalistinn ekki eins mikla fylgisaukningu og í DV. Hins vegar eru þessar kannanir samstiga að því leyti, að þærspá Borgaraflokki „hruni“ en Sjálfstæðisflokki og Framsókn stöðnun. Samkvæmt könnun DV fá Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti samtals 46,8%, en samkvæmt könnun Helgarpóstsins 46,7%. f könnun DV fá Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samanlagt heimta týndu sauðina, heldur virðast þeir leita til vinstri. Það þóttu mikil tíðindi, þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag fengu samanlagt um 45% at- kvæða í þingkosningunum 1978, og hafa verkalýðsflokkarnir tveir aldrei fengið jafn stórt hlutfall at- Alþýðuflokksins til að taka þátt í vinstra samstarfi. Úrslit þing- kosninganna 1979 og þróun stjórnmála síðan ætti að vera þessum flokkum næg lexía og vís- bending: vilji kjósenda 1978 var sá að þessir flokkar færu saman með forystu landsmálanna, og „Nú veltur á miklu að menn íA-flokkunum skilji sinn vitjunartíma og taki upp vaxandi samstarfvið Kvennalistakonur ogtemjisér sjálfir vinnubrögð þeirra og megináherslur. A mótigeta verkalýðsflokkarnirgaukað að kon- unumþvíbesta úr arfleifð sinni, einkumþví sem kenna má við stéttarlegan samfélagsskiln- 46,9%, en 48,4% hjá Helgarp- ósti. Samkvæmt báðum könnun- um yrði Borgaraflokkurinn í oddaaðstöðu milli þessara tveggja blokka, ef hann fengi þingsæti, sem ekki er fullvíst. Það er því sameiginleg niðurstaða beggja kannana, að það ios sem komst á fylgi flokkanna með til- komu Borgaraflokksins, hefur haldið áfram. Sjálfstæðisflokkn- um hefur ekki tekist að endur- kvæða fyrr eða síðar. Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst, að Kvennalistinn er alls ekki síðri félagshyggjuflokkur en A- flokkarnir tveir, þannig að gengju þessi úrslit skoðanakann- ana fram, væri um stærri sigur fé- lagshyggjunnar að ræða en 1978. A-flokkarnir glutruðu niður því tækifæri, sem þeir fengu 1978, og réði þar mestu innbyrðis ósamkomulag þeirra og tregða margt bendir til að sams konar vilji sé að myndast nú. Meðal slíkra vísbendinga er sú, að Jó- hanna Sigurðardóttir nýtur nú mests fylgis allra leiðtoga Al- þýðufloícksins, en hún hefur haldið á lofti merki félagslegra úrlausna í stjórnarherbúðunum. Munurinn er sá, að nú vilja menn að Kvennalistinn verði hluti af þessu forystuafli, reyndar leiðandi hluti, enda hefur sá flokkur endurnýjað þjóðmálin með ferskum hætti og róttækum. Skoðanakannanir eru ótvíræð vísbending þess, að félagshyggju- fólk vill markvisst átak í anda þeirra vinnubragða sem Kvennalistakonur hafa tileinkað sér. Úrslitin eru ráðning til handa forystu beggja A-flokkanna. Jón- ar Alþýðuílokksins eru flengdir fyrir efnahagsaðgerðir sem bitna á láglaunafólki. Hin marghöfða forysta Alþýðubandalagsins fær heitt löðrungabað. Síðastliðið haust virðist meirihluti flokks- manna hafa haldið að hægt væri að bjarga flokknum með ein- hverju kraftaverki eins manns og þeirra ráðgjafa sem hann kýs sér. Minnihlutinn fór í fýlu og beið eftir því að hin nýja forysta gerði á sig, en almennir flokksfélagar lögðust í dvala og biðu þess að nýir kraftaverkamenn færðu þeim betri tíð með blóm í haga. Blómin urðu hins vegar flest þar sem best hafði verið til þeirra sáð. Nú veltur á miklu að menn í báðum þessum flokkum skilji sinn vitjunartíma og taki upp vax- andi samstarf við Kvennalista- konur og temji sér sjálfir vinnu- brögð þeirra og megináherslur. Á móti geta verkalýðsflokkarnir gaukað að konunum því besta úr arfleifð sinni, einkum því sem kenna má við stéttarlegan sam- félagsskilning. Það erlöngu kom- inn tími til að það fyrnist yfir hinn forna fjandskap A-flokkanna, Þrlðjudagur 29. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.