Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 6
enda heyra flestar rætur hans sög- unni til. Styrkur Kvenennalistans og nútímaleg vinnubrögð hans gætu orðið til þess að sameina verkalýsðflokkana eftir þann ára- tuga klofning sem orðið hefur stéttarandstæðingnum að mestu liði. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, hvaða verkefni það eru sem blasa við og þessir þrír stjórnmálaflokkar gætu náð sam- stöu um. Þeir þurfa að tryggja þa ðað lágmarkslaun nægi til fram- færslu, að staðið verði við þau fyrirheitíhúsnæðismálum, að all- ir geti komist í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, að gert verði þjóðarátak í dagvistunarmálum, sem dugar til að öll börn eigi kost á fullkominni dagvistun. Þetta eru brýnustu úrlausnarefnin sem hrópa á samstillt átak þessara þriggja flokka. Einna erfiðast yrði að ná samstöðu um framtíð herstöðvarinnar á Miðnesheiði, en hvers vegna ættu þessir flokk- ar ekki að geta náð samkomulagi um að draga stórlega úr vægi hennar og byggja upp atvinnulíf, sem geri hana óþarfa í íslensku efnahagslífi? Næðu þessir flokkar saman um slíkan málefnasáttmála, gætu þeir stillt Framsóknarflokki eða Sjálfstæðisflokki upp fyrir hon- um og þvingað annan flokkinn til að gangast inn á hann. Nema Borgaraflokknum takist að höggva nýtt skarð í raðir Sjálf- stæðismanna og nái eins konar oddastöðu. Þá gæti hann hugsan- lega orðið fjórða hjólið undir slíkri stjórn. Ekki er heldur hægt að útiloka, að A-flokkarnir og Kvennalistinn nái saman meiri- hluta í næstu Alþingiskosning- um. Aðalatriðið er að byrja strax að undirbúa samstarf þeirra með samstarfi almennra félaga í þess- um þrem stjórnmálasamtökum að einstökum málum. Gestur Guðmundsson er félagsfræð- ingur og vinnur við ritstörf. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík er staða aðstoðarskólameistara laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi og er um eins árs ráðningu að ræða. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er laus staða íþróttakennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 16. apríl. Menntamálaráðuneytið Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Hafðu þá samband við afgreiðslu Þj»K>viljans sínii 681333 LAUS HVERFI _ VÍÐSVEGAR UM BORGINA Það bætir heilsu oe has að bera út Þjóðviqann 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 29. mars 1988 VIÐHORF F Svar til Bjama Olafssonar Jón Baldvin Hannibalsson skrifar í bréfkorni til mín í Þjóðviljan- um og Morgunblaðinu 23. mars leggur þú fyrir mig nokkrar veigamiklar spurningar sem ég vil ekki láta ósvarað. Svar við spurningunni sem felst í fyrirsögninni „Höfum við efni á því að greiða góðum kennurum góð laun“ er einfalt: Svarið er já. Tilvísuð ræða mín um þetta á Alþingi 1985 stendur enn fyrir sínu og ég er þér sammála um að hún þolir vel endurlestur. Hvað varðar þessa sérstöku deilu um laun kennara er það að segja að auðvitað verða menn að komast að sanngjarnri niður- stöðu og ég treysti því að svo verði. Hins vegar þykir okkur ón- ákvæmlega farið með tölur í ár- tölur verður auðvitað að leiðrétta það. 3. Þér og öðrum sem ánægju hafa af tölum til frekari upplýs- ingar er eftirfarandi: a) Ársmeðaltal fyrir félaga í H.Í.K. sem starfa við fram- haldsskóla er áætlað um 98.000 kr. miðað við launa- verðlag í desember 1987. b) Launagreiðslur eru breyti- legar milli mánaða vegna þess að ýmsar greiðslur falla til með óreglulegum hætti svo sem greiðslur fyrir heima -verk - efni, persónuuppbót o.fl. Þannig voru meðalgreiðslur í desember 1987 til sama hóps og um ræðir í staflið (a) tæp- lega 125.000 kr. Til hækkunar Hvað er gegndarlaus yfir- vinna? Kennari með meðaltekjur og fulla kennsluskyldu nær þeim með því að kenna um 35 kennslu- stundir á viku í 26 vikur á ári og sjá um að prófa nemendur sína. Með bærilegu skipulagi er hægt að ljúka skóladeginum með yfir- vinnunni um kl. 14 að jafnaði. Hætt er við að þetta vinnuálag sé talið mismikið eftir því hver metur, t.d. kennarinn sjálfur eða sá sem stendur við færiband í fisk- verkunarhúsi í 48 vikur á ári. Því er nefnilega þannig varið að yfirvinnugreiðslur til kennara, eins og reyndar margra annarra, endurspegla fremur breytta samninga um vinnuskyldu frem- ur en lengingu vinnutíma. ,,Auðvitað verða menn að komastað sanngjarnri niðurstöðu og ég treysti því, aðsvo verði. Hins vegarþykir okkur ónákvæmlegafarið með tölur í áróðurs- stríði kennara en erum jafnframt vissir um að þeir vilja hafa það sem sannara reynist“ óðursstríði kennara en erum jafnframt vissir um að þeir vilja hafa það sem sannara reynist. Með svolítilli hótfyndni má segja að í tölunum sem okkur greinir á um séu fólgnar flestar kröfur kennara og því sé eina vandamálið að þeir fái að vita hvaða laun þeir hafa því þau eru hærri en nemur þeim kröfum sem þeir segjast vera að bera fram. Svo einfalt er þetta samt ekki. Til að skýra launakjör kennara í H.Í.K. og þróun þeirra er eftir- farandi: 1. Meðallaun félaga í H.Í.K., framfærsluvístala og kaupmáttur launa hefur verið sem hér greinir á árunum 1984 til 1987. Kr. mán. Meðal dagv.l. Heildar laun 1984 21.869 31.750 1985 31.002 48.100 1986 41.086 64.272 1987 56.387 87.271 Þaðerréttaðtakaþaðfram,að hækkun heildarlauna á þessum tíma byggist ekki nema að hluta á auknu vinnuframlagi. Að mestu er um að ræða hækkun yfirvinnu- taxta og aukagreiðslna. Niðurstaða: Kaupmáttur fé- laga í H.Í.K. hefur hækkað stór- lega s.l. ár. Vonandi telur kenn- arinn ekki ámælisvert að aðrir launþegar hafa á sama tíma notið kjarabóta, þó ekki hafi það verið í sama mæli og kennarar. 2. Meðaltalslaunin eins og þau voru kynnt á blaðamannafundin- um voru þar og hafa í þessu formi ætíð af fjármálaráðuneytinu ver- ið greinilega tilgreind sem með- altalslaun félaga í H.Í.K., aldrei sem meðallaun kennara einna. Til frekari upplýsingar vil ég benda á að launatölur í þessu formi hafa allt frá 1980 verið unn- ar með sama hætti. Formið var á sínum tíma ákveðið í samráði við samtök stéttarfélaga ríkisstarfs- manna. Þau hafa reglulega fengið tölur þessar og hafa notað þær og unnið með þær án athugasemda öll þessi ár. Niðurstaða: Tölur þær sem ráðuneytið hefur birt eru réttar og á allan hátt réttilega til- greindar af hálfu ráðuneytisins. Þegar kennarar birta rangar í þeim mánuði kemur einkum persónuuppbót. c) Greidd laun fyrir febrúarmán- uð s.l. til félaga í H.Í.K. sem voru í fullu starfi við fram- haldsskóla dreifðust þannig: Laun Fjöldi Undir 70.000 70-90.000 90-110.000 110-130.000 130-150.000 yfir 150.000 Kaupmáttur Framf.- vísitala Dagv.l. Heildarl. 106,41 100,0 100,0 141,97 106,3 113,6 172,17 116,1 125,1 204,48 134,2 143,0 Til að létta af þér áhyggjum af því hve rektorar brengla tölur þessar skal upplýst að 37 slíkir eru í safni þessu og meðal- greiðslur til þeirra um 138.000 kr. Í framangreindum tölum er orlofsfé ekki meðtalið. Niðurstaða: Tölur þessar stað- festa að fyrri upplýsingar ráðu- neytisins eru sannverðug lýsing á heildarlaunum við framhalds- skóla. 4. Þú heldur því fram að sífellt fleiri góðir og vel menntaðir kennarar leiti starfa utan skól- anna. Það er ekki nýtt að hreyf- anleiki sé á vinnuafli og ekki ó- eðlilegt. Staðreynd er einnig að kennurum við framhaldsskóla hefur fjölgað mjög á undanförn- um árum. Spurning: Er það þitt mat að þeir séu verri eða verr menntaðir en áður var, eins og ætla mætti eftir röksemdafærslu þinni? Fróðlegt væri að heyra álit fleiri skólamanna á því. 5. Auknar yfirvinnugreiðslur sfðari ár stafa ekki fyrst og fremst af aukinni yfirvinnu, heldur af hærri og fleiri aukagreiðslum en áður var og hærra yfirvinnuálagi. Þannig myndi nánast öll yfir- vinna kennara að meðaltali hafa rúmast innan fastrar vinnuskyldu fyrir 10-12 árum. 6. Síendurteknar fullyrðingar um loforð í „bókunum" um stór- % 17.4 24,0 25.4 18.5 7,4 7,3 bætt kjör verða ekki staðreyndir þótt endurteknarséu. Staðreynd- ir um tilvitnaða bókun með síð- asta kjarasamningi eru: a) Tilgangur hennar og efni er það eitt að koma á breytingum á vinnutilhögun og launakerfi kennara. b) Samningamönnum kennara var gert fullljóst að með samn- ingum voru fulltæmdir allir möguleikar á launahækkun- um á því tímabili sem hann náði til þ.e. til ársloka 1988 að örðu leyti en leiða kynni af hærri samningum annarra. Með hliðsjón af þessu ætti að vera fróðlegt fyrir þig að lít á kröfugerð félagsins þíns og at- huga hvort á milli krafna um launahækkanir, lækkun kennslu- skyldu, krítarálags, fataálags, álags fyrir menntun, verkstjórn o.s.frv., leigugreiðslur o.fl. finn- ast einhversstaðar tillögur um breytingar á stöðnuðu vinnufyr- irkomulagi. Tilboð ráðuneytisins, sem þér finnst sjálfsagt grútarlegt, byggði þó á „bókunum" í meginatriðum. En þó leitað sé með logandi ljósi í kröfugerð kennara finnst ekki vottur af því að fulltrúar ykkar taki neitt mark á þessum sömu margumtöluðu „bókunum". Ég vona að þú sért einhverju nær - og báðir skulum við vera sammála um að þessa deilu verð- ur að leysa áður en að enn einu sinni verði nemendur leiksoppar í deilum sem þeir geta ekki leyst en bíða af stóran skaða. Jón Baldvin Jón Baldvin er fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Opið bréf til hans frá Bjarna Ólafssyni kennara birtist í Þjóðviljanum miðvikudaginn 23. mars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.