Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 7
MENNING Anne-Cath Vestly Það hefur enginn próf í að lifa lífinu Pað skemmtilegasta er að ímynda sér hvað gœti gerst ef... Einn af gestum norsku bóka- kynningarinnar sem nú er ný- lokið í Norræna húsinu, var barnabókahöfundurinn vin- sæli, Anne-Cath Vestly. Hún er íslenskum lesendum að góðu kunn, því þetta er konan sem skrifaði bækurnar um Óla Alexander Fílíbomm- bomm-bomm, Pabba, mömmu og börnin átta, Litlab- róður og Stúf, Áróru í blokk X, um Gúró og um Kaos, sem heitir eiginlega Karl Óskar en það finnst honum alltof erfitt að segja. Mér fannst það líka vel við hæfi,“ segir Anne- Cath, - að kalla drenginn bara Kaos. Heimurinn er svo kaót- ískur hvort sem er“. Anne-Cath Vestly er fædd 1920. Hún hefur gefið út rúmlega fjörutíu bækur og er einn þekkt- asti barnabókahöfundur Noregs. Bækur hennar eru allar mynds- kreyttar af manni hennar, Johan Vestly, og var sýning á þeim sett upp í bókasafni Norræna hússins í tilefni bókadaganna. En hvað hefur Anne-Cath Vestly að segja um allar þessar persónur sem hún hefur skapað í gegnum árin? Hvaðan fær hún hugmyndirnar? - Ég fæ mínar hugmyndir frá umhverfinu. Eitthvað sem ég sé eða heyri kveikir hjá mér litla hugmynd sem síðan vex. f byrjun þekki ég alls ekki þessar persónur sem ég skrifa um, ég kynnist þeim á meðan ég skrifa. Er þá engin ákveðin fyrirmynd að þínum söguhetjum? - Hvað með Óla Alexander til dœmis? - Nei, það er engin ákveðin fyrirmynd að Óla Alexander, frekar en að öðrum söguhetjum mínum. Þegar ég byrjaði að. skrifa bækurnar um hann, var ég nýflutt til Osló og mér fannst mjög spennandi að ímynda mér hvernig barn myndi upplifa borg- ina. Sonur minn var reyndar á svipuðum aldri og Óli, en hann er alls ekki fyrirmyndin. Það má eiginlega segja að við höfum haldist í hendur öll þrjú, þróast samhliða, og uppgötvað Osló saman. - Með tímanum hefur það svo orðið þannig að ég ímynda mér alltaf hvað gæti gerst ef hlutirnir væru svona, eða hinsegin... Ég skrifa aldrei eftirá um eitthvað sem hefur gerst, það finnst mér ekkert skemmtilegt. En svo eru það ákveðnir hlutir sem ég tek fyrir aftur og aftur, til dæmis er í næstum öllum bókunum mínum einhver sem flytur. Þegar ég var barn fluttum við mjög oft, og ég held að ég verði aldrei alveg búin að skrifa um það efni. - Mér finnst mjög gaman að skrifa fyrir börn. Ég held að hjá ungum börnum sé hver dagur spennandi. Þau eru ekki orðin sljó eins og þeir fullorðnu verða gjarnan, allt er nýtt og ævintýra- legí- I bókunum um Aróru kynntirðu fjölskyldu sem var þá heldur óvenjuleg. Móðirin er lögfrœðing- ur og vinnur fyrir heimilinu, á rneðan faðirinn er heima hjá börn- unum og er ennþá í námi. - Þar var ég aftur að ímynda mér hvað gæti gerst ef hlutirnir væru svona en ekki hinsegin. Sem betur fer skrifaði ég bækurnar um Áróru áður en það varð algengt að feður væru heima hjá börnum sínum, en mig langaði bara til að ímynda mér hvernig það kæmi út. - En fólk í Noregi varð alveg ógurlega æst yfir þessu. Hljóp upp til handa og fóta og fannst að ég kæmi þarna fram með bylting- arkenndar hugmyndir og óeðli- legar. Ég var hreinlega sökuð um að trufla eðlilegan gang þjóðfél- agsins. En mér fannst þetta ósköp eðlilegt, og henta þessari ákveðnu fjölskyldu. Móðirin hafði lokið námi og hvað var þá eðlilegra en að hún ynni fyrir fjöl- skyldunni? Ég var ekkert að Anne-Cath ásamt börnunum sem léku fyrir hana leikrit byggt á einni af sögum hennar, í Norræna húsinu um daginn. halda því fram að allir ættu að hafa það svona. En fólk sagði: Vesalings maðurinn! Og ég var spurð hvernig ég gæti látið mér detta í hug að leggja þetta á aumingja hann! En mér fannst bara skemmtilegt að ímynda mér þessa stöðu. - Nú þekki ég þetta sjálf af eigin raun. Konur gera þetta jú, og engum finnst mikið til þess koma. Ég var heima með börn á meðan ég var að ljúka námi og engum fannst neitt athugavert við það, og samt var ég verr sett en faðir Áróru, því hann er þó að minnsta kosti skipulagður en ég er hræðilega ópraktísk. En þetta er mjög erfitt fyrir hvern sem er, eins og að hlaupa hindrunarhlaup daginn út og inn, en hver hefði velt því fyrir sér ef það hefði verið mamman en ekki pabbinn sem var heima? - Ég hef gaman af að ímynda mér óvenjulegar aðstæður. í Gúró segi ég frá einstæðri móður sem gerist húsvörður til að missa ekki heimili þeirra Gúrós. - En þetta eru samt einungis ytri að- stæður. Ramminn um söguna, en alls ekki aðalatriðið. Það sem ég hef mestan áhuga á að lýsa eru samskipti fólks. - Mér finnst að fólk eigi að bera virðingu hvert fyrir öðru og reyna að mætast á miðri leið, sýna kurteisi og tillitssemi, þeir stóru þeim litlu og þeir litlu þeim stóru, þá gengur allt betur. - Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að fólk sé forvitið, og opið fyrir nýjum hlutum. Það hefur enginn próf í að lifa lífinu, allir geta gert mistök, svo við verðum að hjálpast að. Vinna sainan að því að finna út úr hlut- unum, það er besta leiðin til að leysa vandamálin. LG Ég held að hjá ungum börnum sé hver dagur spennandi, segir Anne-Cath Vestly. Myndir - E.ÓI. Vinningstöiurnar 26. mars 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.086.364,- 1. vinningur var kl. 2.555.784,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning á laugardaginn kemur. 2. vinningur var kr. 761.345,- og skiptist hann á 265 vinningshafa, kr. 2.873,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.769.235,- og skiptist hann á 8.229 vinnings- hafa, sem fá 215 krónur hver. Ath. Tvöfaldur fyrsti vinningur laugar- daginn fyrir páska! Upplýsingasími: 685111. Þriðjudagur 29. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.