Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 10
Válynd gerist góutíö Við seilumst í dag í gullkistu Þingeyinga, Víkurblaðið hús- víska, en þar birtist með öðru vænn vísnaþáttur í hverju blaði. Um daginn brá svo við að Starri í Garði lagði þar orð í belg með stökum og segir þetta: Tilefni þessara vísna var að ég fann til krankleika nokkurs í nár- anum og fór til Þóroddar læknis á Breiðumýri. Hans læknisráð var að klæða mig í íþróttabindi, sem svo er kallað á fínu máli, (hlið- stæða: dömubindi). Kvað mér þá mundu batna sem og varð. Nokkru seinna, að morgunlagi, þegar ég var sestur framan á og varð litið á umbúnað þenna, varð mér ljóst að ég þurfti að eiga til skiptanna. Skrifaði í skyndi svo- hljóðandi bréf til doktorsins og sendi þegar með mjólkurbílnum: Vel er hlúð að vœnurn grip, var með bragði óhýru. Nú hefur buddan breytt um svip, búin skarti dýru. Hoppa ég um hólabörð, heill á kólfum báðum. Eins og Pór er girtur gjörð, af góðum lœknisráðum. Konur þrátt með þvotta-stand þerra lín og slétta. Eg vil hafa annað band eins að gerð og þetta. Ekki fékk ég bandið, en í stað þess svohljóðandi bréf frá dokt- órnum: Lifðu sœll og laus við grand, lát þig dreyma í bóli hlýju, meðan skítugt budduband Bína gerir hreint að nýju. Þá eru hér tvær vísur nýlegar, gætu borið yfir yfirskriftina: Óöld- in okkar: Öldin er hörð og stormastríð, storkar kóngi og presti. Válynd gerist góutíð hjá Gvendi J. og Þresti. Varla duga völd og fé, vondan hag að rétta. Eysteinn, Geir og Guðjón B. geta vottað þetta. í dag er 29. mars, þriðjudagur í 23. viku vetrar, Dymbilviku, 89. dagur ársins, áttundi dagur einmánað- ar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 6.56, sólsetur er kl. 20.11. Tungl vaxandi. Atburðir Heklugos hófst 1947. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, stofnað 1936. Umræður hefjast á alþingi um aðild að Natæo 1949. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Kaupfélagi Alþýðu í Vestmanna- eyjum lokað. Eitt Alþýðuflokks- samvinnufélagið enn komið á hausinn. Eftir kröfu málaflutn- ingsmanns í Vestmannaeyjum hefir Kaupfélagi Alþýðu í Vestmannaeyjum verið lokað. Þjóðviljanum er ókunnugt um aðrar orsakir þessarar lokunar, en allt virðist benda til þess að félag þetta hafi lengi átt við fjár- hagslega og viðskiptalega ör- ðugleika að stríða, en verið hald- ið uppi fyrir náð áhrifamanna innan hægri arms Alþýðuflokks- ins. Það virðist ekki eiga af þeim herrum að ganga að sigla sam- vinnufyrirtækjum alþýðunnar í öngþveiti. 3-4 kaupfélög hér í Reykjavík hafa orðið gjaldþrota undir leiðsögn þessara manna og nú bætist eitt viö. UM ÚTVARP & SJÓNVARP Fánadagur í Guðseiginlandi fyrr á árum. Bandaríkin í léttum dúr Sjónvarpið kl. 20.35 Öldin kennd við Ameríku heitir sex þátta flokkur í léttum dúr sem fjallar frá ýmsum hliðum um Bandaríkin, helsta stórveldi tuttugustu aldar, og er fyrsti þátt- þar vestra eða náð þaðan rótum urinn á dagskrá í kvöld. í þáttun- að skjóta: uppfinningar ýmsar, um er fjallað um tíðaranda í kvikmyndir, auglýsingar, bíla- Bandaríkjunum og það fjölmargt æði. sem frá aldamótum hefur hafist MR gegn MA Rás 2 kl. 19.30 Spurningakeppni framhalds- skólanna er nú að komast á loka- stig og í kvöld kljást fornir fjand- vinir, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri, en nemar í þessum skólum bíta ekki í súrara epli en að tapa hvor fyrir öðrum. Þettaerlokaviðureigniní átta liða úrslitum og eftir þau fær- ist keppnin inn í sjónvarpið, þannig að til nokkurs er að vinna. Spyrill er hinn líflegi útvarpsmað- ur Vernharður Linnet og dómari Páll Lýðsson. Tsjekhov Rás 1 kl. 21.30 Vanki og Illvirkinn heita tvær smásögur eftir rússneska stór- skáldið Tsjekhov sem lesnar verða á rás 1 í kvöld og gera það leiklistarnemar tveir, Helga Braga Jónsdóttir og Elva Ósk Ól- afsdóttir. Þýðingin er Geirs Kristjánssonar, eins besta þýð- anda landsins. Anton Tsjekhov var eitt helsta skáld Rússa á ofan- verðri 19. öld, og er fyrst og fremst frægur fyrir leikrit sín, meðal annars Þrjár systur, Máv- inn og Kirsuberjagarðinn, en samdi einnig fjölda skáldsagna og smásagna. GARPURINN KALLI OG KOBBI Kalli, þú er næstur. Viltu koma og reikna? \ ( Nei. v 'S ' Þetta er hreint ekki fullnægjandi svar góði. T Fyllistu skelfingu ef ég spái „fullkomnu upplausnar ástandi?" FOLDA A 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Þriðjudagur 29. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.