Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 14
Sjúkraþjálfari í Grindavík búa um 2000 manns sem núna eru án sjúkraþjálfara. Sjálfstæður atvinnurekstur Höfum mjög góöa aöstöðu með fullkomnum nýj- um tækjum sem leigjast út til þeirra sem hefja vilja sjálfstæöan atvinnurekstur, gegn sann- gjörnu gjaldi. Góðir tekjumöguleikar Það tekur 40 mínútur aö aka frá miöbæ Reykja- víkur til Grindavíkur. Vinna eins og hver vill Upplýsingar eru gefnar á Heilsugæslustöðinni, sími 92-68021 og hjá heilsugæslulækni, sími 92- 68766. Grindavíkurbær Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í Nesjavallaæð, pípulögn 1. áfangi. Verkið felst í lögn 0 800 mm stálpípu frá hitaveitugeyminum á Grafarholti á Hafravatnsvegi. Lögnin eralls tæpir 6,5 km. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. apríl kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Laus staða Staöa bókavarðar í Háskólabókasafni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. april nk. Menntamálaráðuneytið 24. mars 1988 ílSj Fjórðungssjúkrahúsið '--1 á Akureyri Staða Ræstingastjóra er laus til umsóknar. Starfslýsing: Starfið felur í sér eftirlit og ábyrgð á ræstingu og hreingerningu, ennfremur starfsmannahald. Starfið krefst hæfni í stjórnun og mannlegum samskiptum. Æskileg menntun: Nám og/eða reynsla í ræstingum og stjórnun. Staðan er laus frá 1. júní nk. að undangengnum aðlögunartíma. Nánari upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 96-22100-297 kl. 11.00-11.30 virka daga. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noreas og Svíþjóðar veita á námsárinu 1988-89 nokkra styrki handa Tslendingum til náms viö fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.000 d.kr., í Finnlandi 19.800 mörk, í Noregi 19.400 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 23. mars 1988 ÖRFRÉTTTIR Eingöngu konur eru í Lionsklúbbnum Eir, sem hélt stofnhátíð sína í Reykjavík fyrr í þessum mánuði, en þetta er jafn- framt fyrsti og eini Lionsklúbbur- inn í heiminum sem eingöngu er skipaður konum. Áður voru kon- urnar Lionessur en eru nú orðnar alvöru „Ljón“. Formaður klúbbs- ins er Þórhildur Gunnarsdóttir, ritari Steinunn Magnúsdóttir og gjaldkeri Steinunn Friðriksdóttir. Kyrrðardagar Skálholtsskóia verða haldnir í Skálholti um bæn- adagana og hefjast á miðviku- dagskvöldið 30. mars og standa til laugardags fyrir páska. Leiðbeinandi sem fyrr verður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Kyrrðardagar eru öllum opnir og skráning á þá fer fram á Biskups- stofu í Reykjavík. Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur mótmælt harðlega stór- felldri hækkun á raforkuverði til húshitunar, sem orðið hefur á síðustu mánuðum. Samkvæmt nýlegri athugun Fjórðungssam- bands Norðurlendinga er hitun- arkostnaður meðalhúss nyrðra með raforku 87% hærri en sá hit- unarkostnaður sem notaður er til viðmiðunar í framfærsluvísitöl- unni. Ingólfur Hannesson íþróttakennari hefur verið ráðinn dagskrárstjóri íþróttadeildar RUV frá og með 1. maí. Deildin var stofnuð í lok sl. árs með samruna íþróttadeilda útvarps og sjón- varps. Ingólfur hefur unnið sem íþróttafréttamaður á Sjónvarpi og útvarpi í fjögur ár og starfaði áður um árabil sem íþróttafréttaritari Þjóðviljans. Strætisvagnar Reykjavíkur aka um borgina á skírdag eins og á sunnudögum. Á föstudaginn langa hefst aksturinn kl. 13 og verður ekið_ samkvæmt sunnu- dagstöflu. Á páskadag verður sami háttur á, og á annan í pásk- um verður ekið eins og á sunnu- dögum. Strætisvagnar Kópavogs aka um páskana á sama hátt og SVR, nema að á föstudaginn langa hefst akstur þeirra ekki fyrr en kl. 14.00. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN A L.<3&4 Kópavogskaupstaður - Deiliskipulag Auglýst er deiliskipulag noröan Huldubrautar í samræmi við grein 4.4 í skipulagsreglugerð frá 1. ágúst 1985. Teikningar ásamt skilmálum liggja frammi á skrif- stofu bæjarverkfræðings Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá og með 28. mars til 29. apríl 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast skipulagsstjóra Kópavogs fyrir 30. apríl nk. Bæjarstjóri Fóstrur - Fóstrur ísafjarðarkaupstaður óskar eftir forstöðumanni til starfa á lítinn leikskóla. Staðan er laus frá og með 1. maí 1988. Einnig vantar fóstrur til starfa. Allar nánari upplýsingar veita dagvistarfulltrúi og félagsmálastjóri í síma 94-3722. Dagvistarfulltrúi Orðsending til launagreiðenda frá félagsmálaráðuneytinu Samkvæmt lögum og reglugerð um orlof skal launagreiðandi greiða gjaldfallið orlofsfé til næstu póststöðvar innan mánaðar frá útborgun launa. Yfirstandandi orlofsár þ.e. tímabilið frá 1. maí 1987 til 30. apríl 1988, er síðasta árið sem orlofs- fé verður innheimt sérstaklega með þessum hætti þar sem ný orlofslög taka gildi frá og með 1. maí 1988. Launagreiðendur, sem greiða orlofsfé gegnum póstgírókerfið, eru eindregið hvattir til þess að Ijúka að fullu greiðslu á gjaldföllnu orlofsfé og vera í fullum skilum við lok orlofsársins 30. apríl n.k. Athygli er vakin á því að á orlofskröfu, sem ríkis- sjóður verður að innleysa eftir 1. maí 1988, vegna vanskila launagreiðanda, leggjast viðurlög 7.5%, auk dráttarvaxta frá gjalddaga orlofsfjár til greiðsludags. Félagsmálaráðuneytið, 24. mars 1988 Bændaskólinn á Hvanneyri auglýsir Námskeið í tölvunotkun 6.-8. apríl. Helstu efnisþættir: - Kynning á einkatölvum - Fjallað um helstu verksvið tölvunnar, svo sem ritvinnslu, bókhald og gagnavinnslu. - Sérstök landbúnaðarforrit verða kynnt þátttak- endum. Námskeiðið er á vegum Búnaðarfélags íslands og Bændaskólans á Hvanneyri. Námskeið í rekstrarhagfræði 14.-16. apríl. Helstu efnisþættir: - Fastur og breytilegur kostnaður. - Fjallað um framlegð og skoðaðir framleqðar- reikningar. - Kynntar fjárfestinga- og greiðsluáætlanir. - Áhersla er lögð á lausn verkefna tengdra bú- rekstri. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri s:93-70000 og þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um námskeiðirí. Skólastjóri ÞrÍrSinHnniir OQ maro 4 hOO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.