Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1988, Blaðsíða 1
Karfa Tæplega 6 stig á mínútu Stigaflóð þegar Haukar lögðu Blikana að velli 141-78 íHafnar- firði á sunnudag- inn. Mátti ekki vera minna. Haukar tóku Blikana í bakarí- ið enda mátti sigur þeirra ekki vera minni. Bæði Valur og Haukar höfðu báðir jafn mörg stig og gilda þá innbyrðis leikir liðanna en þar var jafnt líka. Það gilti þá að ná sem allra bestu skori enda fór það svo að það munaði aðeins 2 stigum á liðunum þannig að Haukar leika við Keflvíkinga en Valsarar við Njarðvíkinga. Blikar náðu að skora 78 stig hjá Haukum sem er ekki svo lítið en Haukar voru heldur betur í stuði við körfuna og gerði 141 stig. Þetta var alger einstefna en „aðeins" 30 stiga munur var á lið- unum í leikhléi 70-40. í síðari hálfleik héldu bæði liðin upp- teknum hætti en lítil spenna var í leiknum og þó gaman sé að horfa á kórfur skoraðar sögðu sumir að allt mætti nú ofgera! Pálmar Sigurðsson og ívar We- bster voru bestu menn Hauka en Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson áttu góða spretti. Aliir leikmenn skoruðu stig. Hjá Breiðablik var Kristján Rafnsson að venju bestur og náði að gera 26 stig. Hafnarfjörður 27. mars Orvalsdeildin Haukar-UBK 141-78 (70-40) Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 29, Ivar Webster 27, Henning Henningsson 28, Ivar Ásgrlmsson 21, Sveinn Steinsson 12, Tryggvi Jónsson 8, Ólafur Rafnsson 7, Reynir Kristjánsson 6, Skarphéðinn Eiríks- son 2, Haraldur Sæmundsson 1. Stlg UBK: Kristján Rafnsson 26, Guð- mundur Stefánsson 22, Hannes Hjálmars- son 9, Sigurður Bjarnason 9, Kristinn Al- bertsson 8, Óskar Baldursson 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Árni Freyr Sigurlaugsson stóðu sig vel enda auðdæmt. Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson kampakátir á Porsche-inum eftir sigur í fyrstu rallkeppni ársins. Rallakstur Jón og Guðbergur unnu Sigruðufyrsta rall ársins annað árið íröð. Óbreyttur bíll í þriðja sœti Fyrsta Tommarall rallkeppni ársins, '88, var haldið um Breiðablikr þakka stuðningsmönnum sínum í Laugardalshöllinni fyrir stuðninginn þegar beir tryggðu sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar með sigri yfir Fram 27-29. Allt um leikinn í opnu. helgina. Sigurvegarar urðu þeir Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson á nýjum Porsche keppnisbil. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar vinna fyrstu keppni ársins. Rallið hófst á föstudag og eknir voru um 70 km á 13 sérleiðum. Því lauk síðan á laugardagseft- irmiðdegi með stórskemmtilegri leið í Laugardalnum þar sem fjöldi áhorfenda hafði komið sér fyrir. Jón og Guðbergur náðu forystu strax á fyrstu leiðunum en íslandsmeistararnir Jón R. Ragn- arsson og Rúnar Jónsson voru ávallt skammt undan. „Porsche-inn hans Jóns er mjög sterkur og þessar leiðir hentuðu honum vel," sagði Jón R. Ragnarsson, sigursælasti rall- ari okkar íslendinga í gegnum tíðina, eftir að rallinu lauk. „Við urðum fyrir óhappi á ísólfsskála er við sprengdum dekk en annars held ég að það hefði orðið erfitt að vinna Jón S. í þessum ham hvort eð var. En sumarið er rétt aðbyrja,"sagðiJónR. ennfrem- Árangur Óskars/Jóhanns á óbreyttum Subaru turbo hlýtur að teljast einhver sá albesti í keppninni. Þeir óku mjög skynsamlega og lentu í þriðja sæti. Einnig keyrðu Steingrímur Ingason og Ægir Ármannsson skemmtilega á Nissan. Þeir mættu þó vera öllu yfirvegaðari í keyrslunni. Bræðurnir Guð- mundur og Sæmundur Jónssynir voru óheppnir að falla úr keppni undir lokin eftir að hafa verið í verðlaunasæti allan tímann. Úrslit í Tommaralli 88: 1. Jón S./Guðbergur/Porsche 0:44.14 2.JónR./Rúnar/Escort.....0:49.59 3. Óskar/Jóhann/Subaru.... 0:50.47 4. Steing./Ægir/Nissan ......0:51.29 5.Birgir/Gunnar/Toyota ...0:52.16 6. Einar/EIvar/Escort........0:53.11 7. Auðunn/Guðný/Nissan ..0:55.42 8. Halldór/Ólafur/Escort.... 1:00.02 9. Pétur/Bjarni/Toyota ......1:01.45 10. Sindri/Guðbr./Escort.....1:02.48 11. Páll/Benedikt/Subaru.....1:07.42 12. Laufey/Unnur/Toyota .... 1:15.23 -þom Þýskaland Róleg helgi í handbolta Lemko-Gummersbach 16-18(7-9) Lítið sást til íslendinganna í Ieiknum. Kristján gerði aðeins eitt mark en hann hefur verið frekar slappur undanfarið og verður að taka sig á ef hann vill fá góðan samning næst. Siggi Sveins gerði þó 3 en hann var tekinn úr umferð mikinn hluta af leiknum. Grosswaldstadt- Dusseldorf 17-17(11-11) Páll var í fínu stuði og gerði fjögur mörk, þaraf 1 víti. Grosswaldstadt var fjögur mörk yfir þegar skammt var til leiks- loka en Dusseldorf náði að jafna á síðustu mínútunni með gífur- legri baráttu. Dormagen-Göppingen 20-15(11-8) Kiel-Milbertshofen 21-14 (8-6) Hofweier-Nurnberg 25-20(10-9) Fótbolti Tíðinda- laust Framarar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega í frekar tíð- indalausum leik í Reykjavíkur- mótinu í gærkvöldi. Leikurinn endaði 2-1 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 1-0 Frömurum í vil. Það fór ekki á milli mála hvort liðið var 1. deildar Iið og fljótlega höfðu leikmenn Fram tekið leikinn í sínar hendur. Arnljótur Davíðsson skoraði fyrsta mark leiksins með fallegum skalla eftir aukaspyrnu en annars var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur bar keim af þeim fyrri. Framarar voru meira með boltann en náðu ekkí^að skapa sér mörg færi. Um miðjan hálfleikinn var Ormarr Ör- lygssyni bmgðið innan vítateigs og besti maður vallarins, Pétur Ormslev, skoraði úr vítaspyrnu af öryggi. Halldór Halldórsson minnkaði muninn fyrir ÍR á lok- amínútu leiksins. -þóm Ikvöld Fótbolti Gervigras kl.20.30 Leiknir-Þróttur í Reykjavík- urmótinu Karfa Seljaskóli kl.20.00 ÍR-UMFN seinni umferð bik- arkeppni karla. Handbolti Laugardalshöll kl.20.00 Fram-FH 1 .d.kv. kl.21.15KR-VIkingur1.d.kv. Digranes kl.20.00 UMFA-Selfoss 2.d.ka. kl.21.15 UMFA-Grótta 2.d.kv. Dlgranes kl.20.00 HK-ÍBV 2.d.ka. Vestmannaeyjar kl.20.00 (BV-lBK 2.d.kv. Umsjón: Stefán Stefánsson ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.