Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 30. mars 1988 74. tölublað 53. árgangur Guðjón B. Ólafsson Hann malaði gull í Ameríku Guðjón B. Ólafsson, fyrrverandiforstjóri Iceland Seafood Corporation og núverandiforstjóri SÍSfékk tœpar90 milljónir ílaun síðustu 6 árin hjá Iceland Seafood. Á mánuðifékk hann rúmlega 1,2 milljónir króna Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum milli fisk- vinnslufólks og vinnuveitenda tekur það sérhæft fiskvinnslu- fólk í hæsta launaflokki eftir 10 ára starf tæp þrjú ár að vinna sér inn fyrir mánaðar- launum Guðjóns B. Ólafs- sonar á meðan hann gegndi starfi forstjóra Iceland Seafo- od Corporation í Bandaríkj- unum. Þessar upplýsingar launagreiðslur til Guðjóns B. voru staðfestar af stjórnarfor- manni Sambands íslenskra samvinnufélaga, Vali Arn- þórssyni í fyrsta sinn í gær. Stjórn Sambandsins samþyk- kti samhljóma á fundi sínum í gær að ágreiningurinn um laun og kjör Guðjóns B. Ól- afssonar hafi verið að fullu skýrður og sé þar með úr sög- unni. Norðfirðingar Vald- sókningar- „Sækjum valdiö suður" var yfirskrift byggðamálafundar sem haldinn var fyrir skemmstu í Nes- kaupstað. Fundurinn var vel sótt- ur, enda til umræðu þau mál sem helst brenna á landsbyggðarfólki; málefni sveitarfélaga, sjávarút- vegsmál, verslun og viðskipti, og samgöngumál. Hluti bæjarstjórnarinnar kom svo „suður" í síðustu viku tif skrafs og ráðagerða við handhafa valdsins. Þjóðviljinn tók tvo Norðfirðinganna tali, þá Kristin V. Jóhannsson, forseta bæjar- stjórnar, og bæjarstjórann, Ás- geir Magnússon. Sjá bls. 8-9 Miðbœrinn Bílana á kaf Tofusamtökin vilja beina bílaumferð undir miðbœinn Torfusamtökin vilja tengja Sætúnið við Hringbrautina með neðanjarðargöngum og beina þannig umferð bfla undir miðbæ- inn, auk þess sem neðanjarðar- bflastæði yrðu tengd göngunum. Með þessu verður umferðinni létt af miðbænum og möguleiki opnast á að tengja Tjörnina við Hallargarðinn og Listasafn ís- lands, segir Guðjón Friðriksson, formaður Torfusamtakanna. Sjá bls.3 Guðjón Friðriksson á miðri Lækjargötu, en Torfusamtökin vilja að sú umferð sem fer um hana renni eftir göngum neðanjarðar. Mynd Sig. Herstöðvarandstœðingar 39 ár í NATO SamtökherstöðvarandstœðingameðbaráttufundáHótelBorgíkvöldkl. 20.30. Andstaðan gegn hernaðarhyggjunni er sífellt að aukast í kvöld verður þess minnst með baráttufundi á Hótel Borg að 39 ár eru liðin frá því að Alþingi ís- lendinga samþykkti inngöngu ís- lands í NATO með gerræðis- legum hætti eins og frægt er orðið í sögunni. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttur, hjá Samtökum herstöðv- arandstæðinga eykst andstaðan sífellt hér á landi gegn hernaðar- hyggjunni í hvaða mynd sem hún birtist. Fólki er farið að ofbjóða útþennsla Bandaríkjahers hér á landi. Sjá blS. 2 Nordisk forum 400 konur tilOsló Fyrstu vikuna í ágúst er bú- ist við að 7-10.000 norrænar konur komi saman á kvenna- þingi í Osló. Um 400 íslenskar konur hafa skráð sig til farar- innar og eru nú síðustu forvöð að slást í hópinn. Sjá bls. 7 v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.