Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Iceland Seafood 90 miljónir á 6 ámm Valur Arnþórsson: Guðjón B. Ólafsson fékk 1,25 milljónirímánaðarlaun. Samsvarar tœpumþreföldum árslaunum sérhœfs fiskvinnslufólks hjá Sambandinu eftir 10 ára starf Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS og fyrrverandi forstjóri Ice- land Seafood Corporation þáði tæpar 90 milljónir í laun síðustu 6 árin sem hann starfaði ytra eða 2,3 milljónir dollara. Á þessum tíma voru mánaðarlaun hans 1,25 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess að sérhæft fiskvinnslufólk í frysti- húsum Sambandsins hefur eftir 10 ára starf 460.200 krónur í árs- laun og þarf því að vinna hörðum höndum í tæp þrjú ár til að ná mánaðarlaunum forstjórans fyrr- verandi, samkvæmt nýgerðum kjarasamningum sem nú er verið að greiða atkvæði um í verka- lýðsfélögum víðs vegar um landið. Þessar tölur um launagreiðslur til fyrrverandi forstjóra Iceland Seafood Corporation, Guðjóns B. Ólafssonar, voru staðfestar í fyrsta skipti í dag af stjórnarfor- manni Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Vali Arnþórssyni á fundi með blaðamönnum. Á fundinum skýrði stjórnar- formaðurinn frá því að stjórn Sambandsins hefði samþykkt samhljóða á fundi sínum í gær að ágreiningurinn um launa-og kjaramál Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS, á meðan hann gegndi starfi forstjóra hjá Iceland Seafood Corporation, hafi verið að fullu skýrður. Að þessari niðurstöðu komst stjórnin eftir að hafa farið gaumgæfilega í gegnum skýrslur bæði frá löggiltum endurskoð- anda Sambandsins og frá fram- kvæmdastjóra Sjávarafurða- deildarinnar, sem jafnframt á sæti í stjórn Iceland Seafood. í ályktun Sambandsstjórnar- innar um málið kemur fram að stjórnin harmar mjög þann ágreining sem verið hefur í Ice- land Seafood en fagnar því jafn- framt að málið skuli jafnframt vera úr sögunni. í samþykkt sinni ítrekaði stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga að stjórn Iceland Seafood Corporation hafi fulla ábyrgð og vald í málinu sem í hverju öðru málefni fyrir- tækisins. -grh Sjónvarpið Ingimar með hótanir Ingimar Ingimarsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Sjónvarps- ins, sendi Ingva Hrafni Jónssyni, fréttastjóra, hótun um uppsögn, ef hann léti ekki af stuðningi við fréttamenn Sjónvarpsins í kjara- deilu um verktakagreiðslur vegna Kastljósþátta. 1985 var gerður verktakasamn- ingur um Kastljósþættina við Fé- lag fréttamanna. Áttu greiðslur vegna þeirra að hækka í takt við aðrar launagreiðslur. í október sl. var þessi hækkun einhliða af- numin af Fjármáladeild Sjón- varpsins og Ingva Hrafni uppá- lagt að fara að þeim skipunum. Hann taldi sig hinsvegar ekki geta gert það og skrifaði upp á greiðslur einsog tilskipun Fjárm- áladeildar hefði aldrei komið. Fjármáladeild leiðrétti svo greiðslurnar þegar greitt var út. „Þetta er rétt,“ sagði Ingvi Hrafn þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann. Hann sagðist hafa staðið fast með sínum frétta- mönnum í deilum við fjármála- deildina, enda teldi hann það skyldu sína. í kjölfar þess fékk hann svo hótunarbréf frá Ingi- mar, þar sem honum var bent á að stuðningur hans við frétta- menn væri brot á skyldum opin- berra starfsmanna. „Þetta var því ekkert annað en bein hótun um uppsögn, því op- inber starfsmaður sem er uppvís að broti á skyldum opinberra starfsmanna er brottrækur úr starfi. Ég vísaði hótuninni á bug. Því miður ríkir hér algjört ófremdarástand. Fréttamenn eru heilu og hálfu dagana að semja greinargerðir fyrirlögfræðinga- Ingvi Hrafn var spurður að því hvort hann væri að hætta einsog Tíminn skýrði frá í gær. „Ég veit ekki til þess að ég sé á leiðinni út.“ _Sáf Guðjón Friðriksson, formaður Torfusamtakanna, stendur á miðri Lækjargötu, sem í dag sker í sundur miðbæ Reykjavíkur meö allri sinni bílaumferð. Mynd - Sig. Miöbœrinn Blikkbeljumar neðanjarðar Torfusamtökin vilja tengja Sœtúnið við Hringbrautina með neðanjarðargöngum. Guðjón Friðriksson: Stóraukin umferð ógnar byggðinni ígamla bænum -Hugmyndin er sú að tengja Hringbrautina við Sætúnið með neðanjarðargöngum undir Sól- eyjargötu, Fríkirkjuveg, Lækj- argötu og Kalkofnsveg með til- heyrandi neðanjarðarbflastæð- uni, segir Guðjón Friðriksson, formaður Torfusamtakanna, en á stjórnarfundi nýlega var sam- þykkt að beina því til borgaryfir- valda hvort þessi framkvæmd væri ekki orðin fyllilega tímabær til að ráða fram úr þeim vanda- málum sem af aukinni bflaumferð stafa. -Það vinnst ekki aðeins að létta umferðinni af miðbænum, heldur opnast einnig möguleikar á að tengja Tjörnina við Hallar- garðinn og Listasafn íslands, og eins verður Hljómskálagarður- inn í nánari tengslum við byggð- ina í Þingholtunum, segir Guð- jón. Stjórn Torfusamtakanna er þeirrar skoðunar að mesti ógnvaldur við byggð í gamla bæn- um í Reykjavík sé stóraukin bíla- umferð, og veruleg hætta sé á því Samtök herstöðvaandstæðinga 39 ár í Atiantshafsbandalaginu Baráttufundur á Hótel Borg í kvöld kl. 20.30. Andstaðan gegn hernaðar- uppbyggingu stórveldana eykst. Fólki farið að ofbjóða hernaðarhyggjan Idag eru liðin 39 ár frá því að Alþingi íslendinga samþykkti inngöngu íslands í NATO og verður þessa svartnættis í sögu þjóðarinnar minnst með baráttu- fundi á Hótel Borg I kvöld kl. 20.30 þar sem herstöðva- andstæðingar munu fjölmenna og blása í herlúðra fyrir nýrri og kröftugri sókn gegn sívaxandi hernaðarumsvifum stórveldana hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttur hjá Samtökum herstöðva- andstæðinga verður fundur með Steingrími Hermannssyni utan- ríkisráðherra í dag kl. 10.30 þar sem ráðherra verður afhent al- menn áskorun samtakana um að íslendingar segi sig úr NATO og spymt verði við fótum við frekari hernaðaruppbyggingu hér á landi. Nýjasta dæmið þar um er uppbygging ratsjárstöðva bæði á Bolafjalli og á Gunnólfsvíkur- fjalli sem komið er á daginn að þjóna fyrst og síðast hagsmunum Bandaríska herveldisins en ekki heimamönnum eins og her- stöðvaandstæðingar hafa ávallt haldið fram. Starfsemi herstöðvarandstæð- inga er sífellt að vaxa fiskur um hrygg og hefur samvinna samtak- ana við erlendar friðarhreyfingar skilað sér ma í mun betri upplýs- ingaöflun en ella. Þá hefur það færst í auka að nemendur og kennarar í skólum landsins hafa sóst eftir að fá her- stöðvaandstæðinga ýmist á mál- fundi eða til upplýsingar um al- þjóðasstjórnmál og starfssemi friðarhreyfinga erlendis og sagði Ingibjörg að þessi þáttur í starf- semi samtakana færi sífellt í vöxt. Ingibjörg sagði að það væri sérstakt áhyggjuefni hin auknu umsvif kjarnorkukafbáta í hafinu í kringum landið þar sem til- hneiging virðist vera í þá átt hjá stórveldunum að fjölga kjarna- oddum í kafbátum á sama tíma og rætt er um að fækka þeim í eld- flaugum á landi. -grh að af hennar völdum verði byggð- in sundurslitin af þungum um- ferðaræðum með tilheyrandi mengun og stórum og óhrjá- legum bílastæðum. Því hljóti það að verða eitt mikilvægasta verk- efni borgarstjórnar á næstu árum að sjá við vandamálum af þessum toga, og því sé hugmynd stjórnar samtakanna sett fram. -Þetta er leið sem margar borgarstjórnir á Vesturlöndum hafa valið, segir Guðjón, og bendir á að jafnvel miklu smærri bæjarfélög en Reykjavík hafi sambærilegar áætlanir á prjónun- um. Þannig hafi Þórshafnarbúar í Færeyjum í hyggju að gera jarð- göng undir höfnina, meðal ann- ars til að Tinganes, hið gamla að- setur stjórnsýslunnar í landinu, fái haldið svip sínum, ró og virðu- leika. -Mannvirki á borð við neðan- jarðargöngin yrði að vísu dýr framkvæmd, en þó varla miklu dýrari en til dæmis jarðgöng undir fjöll á Vestfjörðum, sem þjóna þó miklu færra fólki. Auk þess yrðu þau til ólíkt meiri hags- bóta fyrir Reykvíkinga en til dæmis fyrirhugað veitingahús á hitaveitugeymunum, segir Guðj- ón. HS Miðvlkudagur 30. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.