Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF 30. mars Þegar umræður hófust á fimmta áratugnum um hugsan- lega aðild fslendinga að hernað- arbandalagi og ljóst var orðið að ýmsir ráðamenn studdu hernað- arstefnu Bandaríkjanna, fóru að heyrast hér raddir sem vöruðu við slíkri þróun og bentu á hætt- urnar sem eru því samfara er smáþjóð gengur á hönd stóru herveldi. Þá var varað við þeirri þróun sem síðar var staðfest með ákvörðunum yfirvalda-Keflavík- ursamningnum sem gerður var árið 1946, Marshall aðstoðinni svokölluðu sem veitt var móttaka árið 1948, inngöngu íslands í NATO árið 1949, og herstöðva- samningnum árið 1951. NATÓ-a&ild Nú eru þrjátíu og níu ár liðin frá því ákvörðun var tekin á Al- þingi um það að ísland yrði að- ildarríki að Atlantshafsbanda- laginu NATO og svo virðist sem fyrnst hafi yfir aðdraganda og eðli þeirrar ákvörðunar. Þó hermálið svokallað beri enn oft á góma þykir sjaldan ástæða til að rifja upp hugmyndir þær er lágu að baki stofnun bandalagsins eða spyrja um eðli þess og hlutverk. Skyldi NATO vera nokkuð ann- að en eins konar vináttubandalag þeirra þjóða sem vilja beita sér fyrir frelsi og alheimsfriði? Of langt mál yrði ef hér væru taldar til allar þær hernaðarað- gerðir sem NATO og NATO-ríki hafa beitt sér fyrir undanfarin ár. Þess er skemmst að minnast er herir NATO-ríkjanna gengu í lið með Bandaríkjamönnum og stofnuðu friðargæslusveitir þær Jón Proppé skrifar Samábyrð Þátttaka NATO-þjóðanna í innrás ísraels í Líbanon var hluti af þeirri stefnu sem stjórn Banda- ríkjanna kallar „að axla sam- eiginlega byrði“. Árið 1981 sagði Frank Carlucci, þá aðstoðarritari hington að NATO-ríkin vildu njóta góðs af samstarfinu, en þokuðu sér undan allri ábyrgð þegar til átaka kæmi. Dæmi um viðleitni til þess að gera önnur NATO-ríki samábyrg fyrir hern- aði Bandaríkjanna er sprengju- „ísland verður ekki marktœkur aðili að friðarumrœðunni, hvort heldurferfram meðal stórmenna í Höfða eða á fundum Sameinuðu þjóðanna, fyrren við hœttum að styðja við stórveldastefnu hervelda og hernaðarbandalaga þeirra... “ er fylgdust með innrásarher ísra- els í Líbanon. Þessar sveitir voru stofnsettar í trássi við tilmæli Sameinuðu þjóðanna og höfðu meðal annars umsjón með brott- flutningi PLO frá Beirút. Með þessum afskiptum gerðust Bandaríkin samsek í fjöldamorð- unum sem framin voru í septemb- er 1982 í flóttamannabúðunum í Sabra og Shatilla, en þar voru hundruð óvopnaðra Palestínu- manna drepin á hrottalegan hátt. Bandaríkjastjórnar um varnar- mál, á NATO þingi að hinar NATO-þjóðirnar yrðu að hjálpa Bandaríkjunum að axla þá byrði sem er verndun vestrænna áhrifa um heim allan. Bandaríkjamenn hafa undanfarið reynt að auka þátt NATO í hernaðarumsvifum sínum; einkum þótti þeim sem NATO-þjóðirnar tækju helst til fálega afskiptum Sovétmanna af innanríkismálum í Afganistan. Þær raddir heyrðust þá í Was- árásin á Trípólí í Líbýu, en þot- urnar sem þangað fóru hófu sig einmitt á loft af herflugvelli á Bretlandi og með samþykki vest- rænna samstarfsaðilja, að Frakk- landi undanskildu. Framlag íslendinga Sú stefna að axla byrðina sem Bandaríkin vilja leggja á herðar samstarfsþjóðum sínum í NATO hefur lengi átt fylgi að fagna með- al íslenskra ráðamanna. Þá er skemmst að minnast margend- urtekinna loforða Geirs Hall- grímssonar, heiðursforseta NATO og fyrrverandi forsætis- ráðherra. Hann lofaði því að ís- lendingar myndu ekki firra sig ábyrgðinni sem sprettur af sam- starfi vestrænna lýðræðisþjóða, eins og hann var vanur að orða það. Herstöðin á Miðnesheiði er framlag okkar til þeirrar við- leitni, ekki síður en undirgefni ráðamanna við stefnu Banda- ríkjastjórnar á alþjóðavettvangi. Þannig telja þeir sig tryggja friðinn og segjast hafa lagt okkar litla íslenska lóð á vogarskálar vestrænnar mannréttindahug- sjónar. Nú þegar þíða er sögð vera í afvopnunarmálum og stefna þyk- ir í alheimsfrið er rétt að athuga hvert framlag okkar er til þeirra mála. í ljós kemur þá að á lslandi er mikil uppbygging í hernaðar- málum, en hvergi örlar á sam- drætti. Hér eru byggðar radar- stöðvar sem ætlað er að styðja aukin umsvif NATO herdeilda á höfunum. Ekki er annað að sjá en NATO hyggist bæta sér upp vopnatapið sem verður af friðar- Jón Proppé hetur lengi dvalið í Bandaríkjunum og lagt þar stund á heimspekinám. Hann starfar nú við útgáfumál. 6 , Aðstoð við þingmenn Kvennalista og Alþýðubandalags Áshildur Jónsdóttir skrifar Fyrir nokkru lögðu þingmenn Kvennalistans fram frumvarp á Alþingi um lögbundin lágmarks- laun. Nú hafa þingmenn Alþýðu- bandalagsins bætt um betur með öðru frumvarpi um lögbindingu lágmarkslauna. í síðustu viku voru þingmenn frá báðum þess- um flokkum fengnir í viðtal á ein- um af okkar mörgu fjölmiðlum. Þar voru þeir spurðir um hvað myndi gerast ef lágmarkslaun yrðu lögbundin. Blessuðum þing- mönnunum vafðist tunga um tönn og varð hálf svara fátt. Vegna þessa langar mig til að hjálpa þeim aðeins og benda á nokkur atriði sem mæla með lög- bindingu lágmarkslauna. Það er mjög auðvelt fyrir mig því upp- haflega kemur þessi hugmynd frá okkur í flokki mannsins. Mörg' dæmi væri hægt að nefna en þau helstu eru: Mannréttindi, meiri framleiðni, ódýrara þjóðfélag, betri stjórnun og minna bruðl. Mannréttindi Svo fólk komist að þarf að fullnægja ákveðnum frumþörf- um. Oll þurfum við næringu, fatnað og húsaskjól. Þessar frum- þarfir eru mannréttindi og um mannréttindi er ekki hægt að semja. Það er ekkert sem heitir „pínulítil mannréttindi“ eða „næstum því mannréttindi". Það er t.d. ekki spurning um það að líkaminn þarf súrefni til að geta andað. Að vera að semja um laun sem ekki er hægt að lifa af er eins og að semja um hve mikið súrefni við megun anda að okkur. Meiri framleiðni Ef fólk hefur laun sem það get- ur lifað af og hefur þar af leiðandi ekki áhyggjur af afkomu sinni skilar það meiri afköstum. En þegar launin eru alltof lág þarf fólk að vinna langan vinnudag. Því fylgir þreyta, óánægja og áhugaleysi. Aflcöstin verða því auðvitað eftir því - léleg. Það fyrsta sem fyrirtæki ættu að gera laun myndu því í rauninni spara þjóðfélaginu heilmikla peninga. Betri stjórnendur í dag er launakostnaður fyrir- tækja í algjöru lágmarki. At- vinnurekendur þurfa lítið fyrir rekið með tapi og hækkar vexti í landinu með sölu ríkisskulda- bréfa. Þeir myndu því auðvitað þrýsta á að ná niður þessum kostnaðarlið og benda á nauðsyn þess að minnka bruðlið og óhag-' kvæmnina í ríkisgeiranum svo og „Blessuðum þingmönnunum vafðisttunga um tönn og varð hálf svarafátt. Vegna þessa langar mig að hjálpa þeim aðeins og benda á nokkur atriði sem mœla með lögbindingu lágmarkslauna. Pað er mjög auðveltfyrir migþví upphaflega kemur þessi hugmyndfrá okkur í Flokki mannsins. “ ef þau vilja skila góðri og vand- aðri vöru og þjónustu er að greiða mannsæmandi laun. Og það er svo sannarlega þörf á framleiðni átaki hér á landi því framleiðni okkar er ein sú léleg- asta í Evrópu. Ódýrara þjóðfélag Erfiðið við að framfleyta sér á alltof lágum launum veldur fólki spennu. Alls konar veikindi eru því mjög tíð og ýmis félagsleg vandamál verða til. Fólk reynir að slaka á eða hreinlega flýja raunveruleikann með notkun alkóhóls og vímuefna. Eða, til að fá útrás lúskrar það á næsta manni. Allt þetta kostar fyrir- tækin og þjóðfélagið peninga. Við þessa fylgikvilla væri hægt að losna við að mestu leyti með því að greiða fólki laun sem það get- ur lifað af. Lögbundin lágmarks- því að hafa að reka fyrirtækin - því þau bara ganga. Þetta leiðir af sér slappa stjórnun á fyrirtækjun- um og kemur auðvitað niður á rekstri þeirra fyrr eða síðar. Ef hins vegar launin væru hærri þá þyrftu atvinnurekendurnir að vera virkari og meira vakandi fyrir því hvernig væri hægt að reka fýrirtækið betur. Auka hag- ræðinguna, minnka bruðlið, at- huga stöðugt hvað hægt er að gera betur. Starfsfólkið væri ánægðara og betur upplagt og áhugasamara um gang fyrir- tækisins. Samvinna og hag- kvæmni myndi aukast til muna. Meira aðhald - minna bruðl Betri og virkari atvinnurek- endur sjá að hinn mikli fjár- magnskostnaður hjá fyrirtækjun- um er vegna þess að ríkið er alltaf minnka gróða banka og fjár- magnsfyrirtækja. Hallœrislegt Þessi fimm atriði ættu að duga í bili fyrir ykkur Kvennalistakonur og Állaballa. Ef þið viljið vita meira þá er ykkur velkomið að koma til okkar á flokksskrifstof- urnar og fá nánari upplýsingar. Við getum líka gefið ykkur fleiri góðar hugmyndir fyrir ný frum- vörp. Ykkur er nefnilega alveg velkomið að stela frá okkur hug- myndum og eigna ykkur þær. Okkur finnst bara dálítið hallær- islegt þegar þið getið ekki útskýrt þær skammlaust fyrir almenn- ingi. Eintómt plat Það er ansi neyðarlegt að horfa uppá hvernig þið standið með- buxurnar (eða pilsin) á hælunum með því að standa svona á gati með ykkar „eigin" frumvörp. í fyrsta lagi sýnir stuldur svona hugmynda frá öðrum (þegar ekki er getið höfundarréttar) hvað þið eruð miklir kerfisflokkar. Því það er þetta sem gildir í kerfinu - að stela og blekkja. í öðru lagi verð- ur það svo greinilegt að málefnið er bara til að slá sér upp atkvæða- lega séð - engin alvara eða ætlun til að framkvæma hlutina. Því ef ykkur Alþýðubandalagsmönnum væri alvara með að ná fram mannsæmandi lágmarkslaunum þá væruð þið ekki að leggja fram nýtt frumvarp heldur hefðuð þið starfað með Kvennalistanum. Auk þess ef einhver samvinna væri í gangi hjá ykkur í Alþbl. og Kvl. þá hefðuð þið haft samband við okkur í FM því það vorum við sem settum fram þessa hugmynd og við hefðum alveg örugglega unnið að þessu með ykkur. Við skulum hjálpa ykkur Vegna skorts ykkur á hug- myndafræði vitum við að þið munið halda áfram að nota hug- myndir okkar. Það er allt í lagi því þær munu komast á framfæri hvortsemerog það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig þær koma fram. Okkur er samt meinilla við að þær séu illa útfærðar því skulum við gera þetta almenni- lega. Þið í Kvennalista og Al- þýðubandalagi getið haft sam- band við okkur og við hjálpum ykkur að útfæra hugmyndirnar og kennum ykkur svörin við hin- um ýmsu spurningum sem þið kynnuð að fá. Þá verður ekkert klúður. Áshildur er skrifstofumaður og situr i landsráði Flokks mannsins. Mlðvikudagur 30. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.