Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 7
FRÉTTIR íslenskar konur sýndu mikla samstöðu á kvennafrídaginn 1975 og nú ætla þær að fjölmenna á kvennaþingið í Osló. Kvennaþing Um 400 konur til Osló Enn hœgt að slást í hópinn. Margir styrkja konur tilfararinnar Nú er útlit fyrir að um 400 ís- lenskar konur fari á norræna kvennaþingið í Osló, í byrjun ág- úst. Er þátttakan framar vonum, því í upphafi var markmiðið sett á 200 íslenska þátttakendur. Kon- urnar koma alls staðar að úr þjóðfélaginu og eru á öllum aldri. Yngsti þáttakandinn verður nokkurra mánaða en sá elsti dvel- ur á elliheimili. Staðfesta þarf þátttöku Enn er hægt að skrá sig til far- arinnar en fyrir 15. apríl þarf að staðfesta þáttöku á sérstöku eyðublaði, til að tryggja sér ódýrt flug og gistingu. Einnig þarf að greiða 175 norskar krónur í þátt- tökugjald. Ferðaskrifstofan Norrænu förukonurnar verður opin í húsnæði Jafnréttisráðs að Laugavegi 118d, frá kl. 16-19, dagana 5.-7. og 12.-14. apríl. Þar verður hægt að fá upplýsingar um gistingu og tekið við 7000 kr. staðfestingargjaldi fyrir flugfari. Sum stéttarfélög sjá um skipu- lagningu fyrir sína félagsmenn og er annað hvort að leita þangað eftir nánari upplýsingum, eða til Guðrúnar Agústsdóttur. Hún starfar við undirbúning kvenna- þingsins og hefur aðsetur hjá Jafnréttisráði. Áhersla hefur verið lögð á að ná til kvenna sem almennt fara ekki á ráðstefnur og til að sem flestar konur geti komist veita sum stéttarfélög og sveitarfélög fararstyrki. Jafnréttisráð ræður einnig yfir sjóði til að styrkja þær konur sem ekki fá aðstoð annars staðar frá, t.d. húsmæður og skólafólk. Áætlað er að 25- 30.000 kr. dugi fyrir flugi og viku- uppihaldi í Osló. Hvað verður gert í Osló? Ráðherranefnd Norðurlanda og forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs standa fyrir kvennaþinginu og hefur undirbúningur verið í höndum norrænna kvennasam- taka. Dagskráin byggir á fjöl- breyttum framlögum kvenna frá þátttökulöndunum og tengist lífi þeirrá og starfi á einhvern hátt. Gert er ráð fyrir 1660 tímum í séruppákomum, auk þess verður fjölda kynningarbása komið fyrir á mótssvæðinu í Blindern. Frá íslandi verða m.a. flutt atr- iði á vegum kvennahreyfinga og stéttarfélaga. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka, nema Borg- araflokksins, útbúa dagskrá, í samstarfi við samskonar flokka á Norðurlöndum og friðarhrey- fingar standa sameiginlega að uppákomum í sérstöku friðar- tjaldi á mótssvæðinu. Kynning á listrænu framlagi kvenna skipar stóran sess í Osló. Má þar nefna að fimm íslenskar myndlistarkonur verða með sam- sýningu og flutt verða tónverk f'riggja íslenskra tónskálda. þróttahreyfingar leggja svo sitt af mörkum með því að sjá um daglega leikfimi á mótsstað. Pó að konur séu ekki eldklárar í öðrum Norðurlandamálum ættu þær samt að geta notið þess að vera kvennaþinginu. íslenskar konur munu mikið búa saman og geta þá stutt hver aðra og stefnt er að því að geta veitt aðstoð við túlkun. En hver skildi nú tilgangurinn vera með því að stefna mörg þús- und norrænum konum saman á einn stað? í ávarpi Grete Knud- sen, stjórnanda undirbúnings- hópsins, er lýst meginmarkmið- unum með þinginu. „Á norræna kvennaþinginu sýnum við raun- veruleikann að baki goðsögnum um jafnrétti kynjanna. Við sýn- um daglegt líf kvenna og það sem er meira um vert, orðum drauma okkar og framtíðarsýn um samfé- lag með manneskjulegu svipmóti þar sem konur fá einnig notið sín. Á kvennaþinginu gefum við okk- ur tíma til að rækta vináttu og vera með öðrum konum og það veitir sjálfsvitund og styrk til að takast á við hversdagslífið.“ Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur er vonast til að takast megi að mynda samkennd og samstöðu meðal kvenna, óháð flokksbönd- um. Þó að brýnt sé að bæði karlar og konur vinni saman að jafnréttismálum, þá þurfi konur sjálfar að móta stefnuna. Öxarfjörður Framb'ð í fiskeldi Orkustofnun: Öxarafjörður er geysiöflugtsvæðifrá náttúrunnar hendi fyrir fiskeldi Af þeim stöðum á landinu sem Orkustofnun hefur kannað með tilliti til hagstæðra skilyrða fyrir fiskeldi er Öxarfjörður geysiöfl- ugt svæði sem býr yfir miklum möguleikum af náttúrunnar hendi. Þetta kom fram í erindi Lúðvíks G. Gissurarsonar á árs- fundi Orkustofnunar í gær. Á ársfundinum kom fram að á síðasta ári hafi Orkustofnun fengið sérstaka fjárveitingu til að gera svæðisbundna úttekt á náttúrlegum aðstæðum fyrir fisk- eldi. Rannsóknirnar eru liður í þriggja ára áætlun og er senn lok- ið úrvinnslu þeirra gagna sem aflað var síðasta sumar. Við rannsóknirnar í Oxarfirði kom mjög óvænt í ljós að í sýnum sem tækin voru úr jarðhitaholu við Skógalón greindist lífrænt gas svipað gasi frá olíusvæðum. Lúð- vík taldi aðalskýringuna á þessu lífræna gasi á þessum slóðum vera þá að Jan Mayen hryggurinn sé þarna undir, en mælingar sem gerðar hafa verið á honum benda sterklega til að þar sé að finna olíu eða gas. Helstu niðurstöður af rannsóknunum í Öxarfirði leiddu m.a. í ljós að þar finnist víða gnótt af ferskvatni til fiskeldis, nýtanlegur jarðsjór fannst við Buðlungahöfn austan Brunnár og fleiri sjótökustaðir eru noröar, hitasvæðin úti á söndunum eru einstök á landinu og kemur jarð- hitinn upp í setlagatafla sem er a.m.k. 1 kílómetra þykkur, við Skógalón er mikill virkjanlegur jaröhiti og mældist djúphiti um 130 gráður á Celsíus, háhitaum- myndun kom upp við boranir á hitasvæðinu við Bakkahlaup og þar ear háhitasvæði líklega 6-7 ferkílómetra að stærð. Á þessu ári er áætlað að ljúka kortlagningu á vatnafari, bora víða sjótökuholu til vinnslsupróf- unar og bora 400-500 metra djúpa rannsóknarholu í hita- svæðið við Skógalón. -grh KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk, sími 686511 Garðabæ, sími656400 Nr. 1 298.70 4 í pakka Nr. 2 149.40 Nr. 3 289.80 Nr. 4 453.20 Nr. 5 711.90 Nr. 6 1098.20 PAÐ STANSA FLESTIR í m /mmu /mmu ALLTA FULLUHJA OKKUR - VETUR SEM SUMAR Mmm /í/mMí zzmMi /pmMi mmAi /tamMi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.