Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 14
— í DAG^f Hávaði á veitingahúsum í sjálfu sér er þaö er stóratburð- ur þegar maður þykist hafa efni á því að gera sér dagamun og bjóða konunni út að borða. Ég tala nú ekki um þegar hún hefur pappira uppá að hún eigi afmæii, þó það sé látið liggja á milli hluta, svona okkar á milli, hversu gömul húner. Nema hvað í síðustu viku fór- um við hjónin út að borða og völdum að þessu sinni ónefndan veitingastað sem við höfum ekki farið á áður. Þegar á staðinn var komið var tekið vel á móti okkur enda höfðum við pantað borð í tíma. Okkur var síðan vísað í sæti við tveggja manna borð á góðum stað í veitingasainum þar sem út- sýni vargott yfirsalinn. Eftir að við höfðum komið okk- ur vel fyrir, pantað matinn og vín- ið tókum við tal saman. Hingað til hef ég verið talin nokkuð radds- terkur maður og frekar átt í erfið- leikum með að stilla röddina á lágu nóturnar. En þarna ífor- spjalli við eiginkonuna yfir met- ersbreitt borðið þurfti ég að hafa mig allan við að heyra í konunni og í sjálf um mér vegna hávaða í matargestum og frá píanói stað- arins sem sýnilega var aðeins spilað á til að menn töluðu sem minnst saman, heldur borðuðu matinn sinn þegjandi og hljóða- laust og kæmusérsíðan íburt svo að aðrir gestir gætu fengið sérsæti. Ég hélt í fyrstu að hávaðinn f rá matargestunum mundi nú eitthvað dvína þegar þeir sem næstirokkursátu byrjuðu að snæða gómsætu réttina sem þeir höfðu pantað sér. En því var ekki að heilsa því miður. ístaðinn jókst hávaðinn um allan helming og ég var farinn að örvænta yfir því að hafa gleymt eyrnapinnun- um mínum. Hávaðinn var í líkingu við það sem að öllu jöfnu hefur tíðkast í seinni hálfleik á vestfirskum þorrablótum, svo mikill varhann. Gestirnirtöluðu mjög hátt og jafnvel hrópuðu hvertil annars inn á milli hljóm- kviðanafrá píanóinu. Það fór því fyrir okkur eins og svo mörgum öðrum að við borð- uðum í skyndi og flýttum okkur heim í kyrrðina. En fyrir þá sem vilja losna við nöldrið í eiginkon- unni er besta ráðið að bjóða henni út að borða og brosa til hennar á meðan hún er á innsoginu fyrir næstu hrinu. -grh í dag er 30. mars, miðvikudagur í 23. viku vetrar, níundi dagur einmán- aðar, 90. dagur ársins. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 6.52, sólsetur er kl. 21.03. Tungl vax- andi á öðru kvartili. Atburðir Aðild íslands að Nató samþykkt á alþingi 1949, með 37 atkvæðum gegn 12. Fjölmenn mótmæli á Austurvelli, lögregla og hvítliða- sveitir dreifa mótmælendum með kylfum og táragasi. Seinni ára- tugi einn helsti baráttudagur her- stöðvaandstæðinga. Hið íslenska bókmenntafélag stofnað 1816. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Esperantofélag Reykjavíkur heldur fund á Hótel Skjaldbreið fimmtudaginn 31. þ.m. kl. 9 síð- degis. Búlgarski rithöfundurinn Ivan Krestanoff skýrir frá esperanto-námskeiðunum, sem hann er að Ijúka hér í bænum. Þar á eftir fara fram umræður um væntanlegt bókmenntakvöld með músík og tombólu. Loks flytur Krestanoff erindi um Búlg- aríu og sýnir Ijósmyndir. Er mjög áríðandi að allir esperantistar, eldri sem yngri, sæki fundinn. Páskar ytra Rás 1 kl. 13.05 í þættinum hvunndagsmenn- ingu í dag á Rás 1 fjallar Anna Margrét Sigurðardóttir um pá- skasiði meðal annarra jíjóða. M.a. verður rætt við Omar Hafedz Alla, egypskan mann, sem búsettur er hér á íslandi, um páskasiði múhameðstrúar- manna. Einnig verður rætt við Vífii Magnússon arkitekt sem var við nám í Mexícó fyrir nokkrum árum. Hann segir frá því þegar hann kynntist undarlegum páska- siðum hjá indjánum í þorpinu San Christobal de las Casas, en þeir blanda saman kristnum og heiðnum siðvenjum við páska- hátíðahöldin. 30. mars Útvarp Rót kl. 22.30 í kvöld kl. 22.30 verður á dagskrá Rótarinnar þáttur sem helgaður er 30. mars, en í dag eru 39 ár frá Íiví að Alþingi samþykkti aðild slands að NATO. í þættinum mun Hrafn Jökuls- son ræða við þá Gils Guðmunds- son, fyrrverandi alþingismann og Árna Björnsson, þjóðháttar- fræðing um ýmislegt úr sögu bar- áttunnar gegn hersetu. Dagskrá- in verður í umsjón Alþýðubanda- lagsins. Páskar heima rakin saga páskaeggjanna, sem raunar eru varla nema sex til sjö áratuga gömul hérlendis. Adda Steina Björnsdóttir er umsjónar- maður þáttarins. Sjónvarpið kl. 20.40 Páskaeggin komu með Botníu, segja okkur Sjónvarpsmenn, sem í kvöld sýna þátt um páska og páskahald að fornu og nýju. Þar verður grafist fyrir um rætur pá- skanna í fornum átrúnaði og páskasiði íslenska, - þar á meðal UM ÚTVARP & SJONVARP KALLI OG KOBBI Kennarinn vissi ekki að þú reifst buxurnar þínar og lét þig reikna á töfluna. Er það málið? 5 S Ég átti ekki um neitt aö velja. Það varð náttúrlega allt vitlaust. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. mars 1988 l / V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.