Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.03.1988, Blaðsíða 18
Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús á Patreksfirði Byggðastofnun augiýsir til sölu hraðfrystihús á Vatneyri við Patreksfjörð (áður eign Vatneyrar h.f.) ásamttilheyrandi eignarlóð. Eignin ertil sölu í heilu lagi, en einnig kemur til greina að selja einstaka hluta hennar. Tilboðum í ofangreinda eign skal skilað fyrir 15. apríl nk. til lögfræðings Byggðastofnunar Karls F. Jóhannssonar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 91-25133, sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar. Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SlMI: 25I33 • PÓSTHÓLF 5410 • I25 REYKJAVlK Háskóli íslands Styrkir til náms við Háskólann í lowa Samkvæmt samstarfssamningi Háskóla íslands og Háskólas í lowa (University of lowa) veitir háskólinn þar tveimur íslenskum námsmönnum styrk háskólaárið 1988/89. Annars vegar er um að ræða einn $1000 styrk, hins vegar er boðið upp á niðurfellingu skólagjalda og $1000 styrk. Fyrrnefndi styrkurinn er einungis ætlaður nem- anda á byrjunarstigi háskólanáms, um hinn styrkinn geta nemendur sótt hvort heldur þeir leggja stund á byrjunar- eða framhaldsnám. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilað þangað eigi síðar en 25. apríl. Þú ert boðuð/aður á SKÍRDAGSHÁTÍÐ Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins, fimmtu- dagskvöldið 31. mars 1988. Hátíðin hefst kl. 20.00 að Hverfisgötu 105. ÆFAB Dagvist barna Hamraborg við Grænuhlíð Fóstru vantar í fullt starf á deild fyrir börn frá 3ja mánaða til 3ja ára. Upplýsingar gefur Herdís forstöðumaður í símum 36905 og 21238. Dagvist barna Hálsakot við Hálsasel Fóstra óskast til starfa allan daginn á skóladag- heimilisdeild. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 77275. Auglýsið í Þjóðviljanum FRÉTTIR Vertíðin Mestur vikuafli til þessa í Porlákshöfn. Pokkalegt í Grindavík. Bolta þorskarhjá Hornafjarðarbátum. í Ólafsvík gráta menn lélega vertíð Aflabrögðin í síðustu viku voru mun þokkalegri en oft áður fyrir sunnan en litlu skárri fyrir vest- an. Meiri afli kom í vikunni á land í Þorlákshöfn en oft áður á vertíð- inni og sömu sögu er að segja frá Grindavík og Höfn í Hornaflrði. 1 Ólafsvík, aftur á móti var sama ördeyðan og þarf að fara langt aftur til að muna eftir öðru eins. Dagurinn í dag er síðasti veiði- dagur fyrir páskastopp og taka bátarnir upp netin í kvöld. í Þorlákshöfn komu á land í síðustu viku alls 1685 tonn af fiski í 264 róðrum. Af því var bátafisk- ur 1555 tonn í 253 löndunum. Þetta er það mesta sem komið hefur á land í Þorlákshöfn á einni viku það sem af er vertíðinni. Uppistaðan í aflanum var þorsk- ur og nokkuð vænn. Grindavíkurbátar komu með á land í síðustu viku um 1285 tonn í 224 róðrum af um 45 bátum. Hjá þeim flestum var aflinn þorskur en einnig var þó nokkuð um ufsa. Aflabrögð í síðustu viku voru skást í Þorlákshöfn. Hann er litinn heldur óhýru auga þessa dagana þar sem hann er nánast verðlaus og fæst fyrir hann allt niður í 10 krónur fyrir kílóið. Hornafjarðarbátar gerðu það ágætt í vikunni sem leið og þar komu á land tæp 1200 tonn af neta-og handfærabátum. Einn 20 tonna bátur kom með úr einum róðri um 19 tonn og á landstíminu mátti ætla að þarna væri á ferð- inni fulllestaður loðnubátur, svo sjósiginn var hann. Annars hefur þorskur Hornafjarðarbáta verið einkar vænn og að meðaltali hef- ur hann verið frá 9-12 kíló að þyngd. Þó vigtaði einn um 40 kíló sem er alveg meiriháttar á þess- um síðustu og verstu tímum. í Ólafsvík var eintómur grátur enn eina vikuna þó svo að afla- brögðin hefðu verið skömminni skárri en vikuna á undan. Tæp 700 tonn komu á land í síðustu viku af 33 netabátum litlum sem stórum. Sem dæmi um hvað ver- tíðin í ár er búin að vera léleg þá fiskuðu Ólafsvíkurbátar tæp 5 þúsnd tonn í marsmánuði í fyrra en frá áramótum í ár er aflinn mjög svipaður. -grh Betri en oft áður Hvalamálið Mikilvægt að breyta um áherslur Steingrímur Hermannsson: Mikilvægtað taka meira tillittil réttar sjávarspendýra. Tengiliðir um hvalamál íutanríkisráðuneytin Eg tel afar mikilvægt að við Is- lendingar reynum að breyta um áherslur okkar í hvalveiði- málinu, sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra í gær. Hann sagðist hafa reynt að gera það á fundi Norrænu utan- ríkisráðherranna í Tromsö í síð- ustu viku og hefðu ráðherrarnir lýst ánægju sinni með það, eink- um þó norski utanríkisráð- herrann, Thorvald Stoltenberg. Á fundinum var ákveðið að koma upp tengiliðum í utanríkis- ráðuneytunum í hvalveiðimál- um, en hingað til hafa hval- veiðarnar heyrt undir umhverf- ismálaráðuneyti á hinum Norð- urlöndunum og kvartaði Steingrímur undan því að ekki hefði verið hægt að ræða þessi mál við frændþjóðir okkar. í fréttatilkynningu frá fundin- um segir að meira tillit verði að taka til réttar sjávarspendýra til lífs í jafnvægi við umhverfi sitt. „Markmiðið skal ætíð vera að tryggja jafnvægið í náttúrunni og veiðar skulu vera innan marka „sustainable yield" á nýtanlegum sjávarstofnum. Þetta skilja best ríki sem eiga lífsafkomu sína undir nýtingu sjávarauðlinda.“ Norski utanríkisráðherrann skrifaði upp á þessa stefnu en hin- ir ráðherrarnir vildu ekki taka af- dráttarlaust undir þetta, heldur bera þetta undir ríkisstjórnir sinna landa, þar sem hér er um viðkvæmt deilumál að ræða. Að sögn Steingríms leist þeim þó vel á þetta orðalag. -Sáf AUGLÝaNG UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.88-15.04.89 kr. 1.680,77 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.