Þjóðviljinn - 06.04.1988, Side 6
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf. veröur hald-
inn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag-
inn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa veröur lögö fram til-
laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jófnunar-
hlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða
afhentir á fundarstað.
Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf
sveit" og segja: Nei, fjandinn
fjarri mér!)
Stríðið hélt þó áfram tii 1963,
en alþýðan tók sér hlé og Tshom-
be settist að völdum. Hann varð
ekki langlífur því uppreisn braust
út að nýju. Árið 1965 kom Che
Guevara til landsins til að þjálfa
kúbanska sjálfboðaliða sem voru
komnir á undan honum, og sveit-
ir bænda.
Che og liðsmenn hans unnu
sigur á Tshombe. Vegna friðar-
samninga og annarrar samnings-
gerðar sem á eftir fylgdi, var Che
beðinn um að yfirgefa landið.
Margir sjálfboðaliðanna urðu
eftir og fóru til Angóla.
Mobuto hershöfðingi tók við
embætti þjóðhöfðingja landsins
og lét breyta nafni þess í Zaire.
Hann situr enn við völd og fylgir
þröngsýnni hagsmunastefnu.
Hann er meðal tryggustu þjóna
heimsvaldasinna í Afríku, einn
þeirra sem hafa samvinnu við að-
skilnaðarstjórnina í Suður-
Afríku og reyna að grafa undan
sjálfstæði nágrannaríkisins Ang-
óla.
íbuar Zaire eiga líklega eftir að
dusta rykið af Che. En hann er
einmitt lykillinn að því að ríkis-
stjórn Angóla óskaði eftir hern-
aðaraðstoð frá Kúbu þegar Zaire
og Suður-Afríka réðust inn í
landið 1975. Hún bað ekki um
„friðarsveitir", heldur eitthvað
nothæfara: vopn og sjálfboða-
liða, alþjóðasinna, eins og Che.
Heimsvaldasinnar hafa herjað
viðstöðulaust á Angóla og þar er
háð stríð í dag, sem hefur færst í
aukana undanfarna mánuði.
Margir Kúbanir hafa faliið í því,
sem voru raunverulegir samherj-
ar alþýðunnar, eins og Che.
málma úr jörðu.
Milli 1950 og 1960 varð til fjöldi Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir
stjórnmálasamtaka í Belgísku
Kongó, þar sem þjóðarhreyfing
Kongóbúa skar sig úr undir for-
ystu Patrice Lumumba. Hún
lagði áherslu á þjóðlegt sjálfstæði
og jafnrétti hinna ýmsu ættbálka.
Skömmu fyrir 1960 náði bar-
áttan gegn nýlenduyfirráðunum
hámarki, en það ár varð landið
sjáifstætt. Lumumba tók við
embætti forsætisráðherra. Kosn-
ingar fóru einnig fram og flokkur
hans vann yfirburða sigur.
Fáeinum dögum eftir embætt-
istöku Lumumba gerði ættar-
höfðinginn Moses Tshombe upp-
reisn í aðal námahéraðinu, Ka-
tanga. Belgískar hersveitir gengu
í lið með honum. Stríð var hafið á
ný og Lumumba krafðist þess að
S.Þ. beittu sér fyrir því að belg-
ísku hersveitirnar hyrfu á brott.
Þess í stað sendu S.P. (Bandarík-
in beittu sér fyrir þessu) „friðar-
gæslusveitir" inn í landið, að stór-
um hluta Svía. 1 skjóli þeirra var
gerð stjórnarbylting, Lumumba
var handtekinn og afhentur ands-
tæðingum sínum sem pyntuðu
hann og myrtu.
(Feður og mæður ungra les-
enda muna sjálfsagt eftir þeim
óhug sem þessi atburður vakti.
Margir leiðtogar kúgaðra ríkja
sem hafa átt vopnaviðskipti við
handbendi heimsvaldasinna,
benda á afdrif Lumumba þegar
þeim er boðið uppá „friðargæslu-
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld ABK
Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað
verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þi ighóli, Hamraborg 11
og hefst spilamennskan kl. 20.30.
Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur-
eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA.
Allir velkomnir. Stjórn ABK
’ ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Skrifstofan opin á miðvikudögum
Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar
upplýsingar um starfsemina og stefnumál.
Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500.
Vinningstöiurnar 2. apríl 1988.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 10.832.446.-
1. vinningur var kr. 6.702.148.- og skiptist hann á milli 4ra vinn-
ingshafa, kr. 1.675.537,- á mann.
2. vinningur var kr. 1.241.354,- og skiptist hann á 571 vinnings-
hafa, kr. 2.174,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.888.944,- og skiptist á 14.024 vinningshafa,
sem fá 206 krónur hver.
Upplýsingasími: 685111.
Sjúkraliðaskóli íslands
auglýsir
inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið
1988. Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum
að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð alla virka daga kl.
9-12.
Umsóknarfrestur er til 13. maí n.k.
Skólastjóri
Che Guevara í Afríku
Fyrir skömmu sýndi sjónvarp-
ið sænska mynd frá árinu 1987,
þegar 20 ár voru liðin frá því að
Che Guevara var myrtur í Bóli-
víu. í henni birtust sögulegar ljós-
myndir og helstu kvikmyndabút-
ar sem eru til frá ævi hans. Þar var
einnig rætt við ýmsa karla og kon-
ur um Che.
Myndin var svolítið evrópsk,
því í henni er gefið í skyn sam-
hengi milli Che og atburða í Evr-
ópu á sjöunda áratugnum sem er í
besta falli ofmetið. Evrópubúar
hafa ríka tilhneigingu til að líta á
Evrópu sem miðpunkt heimsins.
Það er sögulegt fyrirbæri, fóðrað
af afturhaldssömum fjölmiðlum
og þröngsýnni menntun (þessi
atriði snerta vinnandi stéttir),
eða hagsmunum (gildir um þá
sem sm'kja og ræna).
Evrópsk ungmenni á sjöunda
áratugnum tóku eftir yfirgangi
heimsvaldasinna í Afríku, Mið-
Austurlöndum og Rómönsku
Ameríku, því þau voru raunveru-
lega alþjóðlega sinnuð. Heim-
sókn keisarahjónanna af íran til
Þýskalands 1967 hleypti þar af
stað uppreisnaröldu. Allan ára-
tuginn átti franska ríkisstjórnin í
erjum heimafyrir vegna mótmæla
við heimsvaldastefnu sína. Ungt
fólk hneykslaðist og mótmælti og
í slagnum tengdist það verka-
lýðsstéttinni í sínu landi.
En evrópsk ungmenni skildu
Che aldrei til fullnustu. Fljótlega
eftir sigur kúbönsku byltingar-
innar sneru margir af hugmynda-
legum ieiðtogum þeirra við henni
baki. í Frakklandi Jean Poul
Sartre og flestir menntamennirn-
ir, sem höfðu hrifist af bylting-
unni án þess að skilja lögmál
hennar. Það má orða það þannig,
að fjöldabaráttan hafi aldrei náð
svo langt að geta af sér fólk eins
og Che, Lumumba, Fonseca,
Ana Maria, (byltingarleiðtogar á
Kúbu, Kongó, Nicaragua og E1
Salvador, sem voru myrtir)
o.s.frv.
Hvað var svona merkilegt við
Che? Vitaskuld er ekki hægt að
svara því í lítilli grein. Kannski er
hann aðallega tákn mikilvægra
tíma, því frá dauða Che 1967 og
fram tilsigurs byltinganna á
Grenada og í Nicaragua 1979, má
segja að pólitísk stöðnun hafi ríkt
um stærstan hluta Rómönsku
Ameríku. Þótt hvert mannsbarn í
álfunni hafi vitað um Che, voru
orð hans og fordæmi óvirkt um
skeið, ef ekki rangtúlkað. Þetta
hefur verið að breytast undanfar-
ið.
Che heimsótti flesta þá staði,
þar sem eitthvað var að gerast.
Vegna þess að hann var þátttak-
andi í kúbönsku byltingunni,
kommúnisti og alþjóðasinni, var
hann þess umkominn að veita
leiðsögn og vinna með fólki sem
stóð í ströngu í Víetnam, Afríku
og Suður-Ameríku.
í síðasta tölublaði Mið-
Ameríkublaðsins er fjallað um
Che Guevara. Eins og í myndinni
sem áður gat um, er þar lítið
komið inn á dvöl hans í Afríku.
Che dvaldi í ýmsum Afríku-
löndum, síðast { Kongó þar sem
hann skipulagði vopnaða baráttu
gegn nýlendukúgurunum. Hér
kemur sú saga:
í Kongó var belgísk nýlenda til
ársins 1960, sem hefur nú heitið
Zaire í rúm tuttugu ár.
Zaire liggur sunnan við Mið-
Afríku, með Tanzaníu og Kenýa
að austan, Kongó að vestan og
Angóla að suðvestan. Þar var í
margar aldir menningarríki á
bökkum Kongó-fljótsins,
Bacongo-ríkið, sem Frakkar,
Portúgalir og Belgar skiptu mili
sín á síðustu öld. Dr. Livingstone
kannaði þetta svæði á sínum tíma
og á hæla hans kom ævintýra-
máðurinn Stanley, erindreki
Belgakonungs með tilbúna versl-
unarsamninga uppá vasann.
Landið varö belgískt „verndar-
svæði“, þar var harðstjórn og
vinnuþrælkun. Alþjóðleg stór-
fyrirtæki létu nema kopar og aðra
Háskólatónleikar
Fagott
og píanó
Næstsíðustu Háskólatónleikar
á vormisseri verða haldnir í Nor-
ræna húsinu í dag, miðvikudag,
kl. 12:30-13:00.
Á efnisskránni eru verk eftir
Vivaldi, Boudeau og David, flutt
af Birni Árnasyni fagottleikara
og Hrefnu Eggertsdóttur píanó-
leikara.
Björn Árnason lauk kennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1975 og ein-
leikaraprófi á fagott árið eftir. Á
árunum 1976-1980 stundaði
Björn framhaldsnám við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg.
Hrefna Eggertsdóttir lauk pí-
anókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1975 og
einleikaraprófi á píanó 1976. Að-
alkennari hennar var Árni Krist-
jánsson. Hrefna stundaði fram-
haldsnám í píanóleik við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg árin
1976-1981. Hún kennir nú við
Tónlistarskóla Kópavogs og
Kennaraháskóla íslands.