Þjóðviljinn - 06.04.1988, Síða 14
MINNING
Þorbjöm Sigurgeirsson
prófessor
f. 19. júní 1917-d. 24. mars 1988
Nú er í garð gengin sú árstíð að
með hverjum degi rís sól hærra á
himni og mildari vindar strjúka
um vanga okkar. Við vörpum
öndinni léttar og senn er veturinn
að baki. Það er svo dásamlegt
þegar dagana lengir og myrkrið
flýr í sjó. Gleðin fyllir hjörtu okk-
ar og þau tifa örlítið hraðar og
fmyndunaraflið svífur á þöndum
vængjum um loftin blá. Við vit-
um að blessað vorið, sumarið og
sólin eru á næstu grösum. Það er
sú árstíð sem flestir þrá og unna
og þá ekki síst lífsglaðir athafna-
menn uppfullir af áhuga á undr-
um veraldar. En nú hefur einum
sólargeislanum verið svipt burt úr
lífi okkar hinna sem eftir stönd-
um. Miðvikudaginn 6. apríl kl.
10.30 verður tengdafaðir minn
Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor
jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
en hann lést í Landspítalanum 24.
mars.
Fyrir okkur í Álfalandi 2, er
erfitt að átta sig á því að Þorbjörn
afi, eins og við kölluðum hann
ætíð, skuli vera látinn og komi
ekki oftar til að taka litla Þor-
björn með sér í sund.
Andlát hans bar fremur brátt
að og óneitanlega hrærast í
brjóstum okkar tilfinningar og
minningar sem erfitt er að lýsa
með orðum. Þorbjörn var fjöl-
skyldunni afar mikils virði og
þótti mér mjög vænt um hann og
einmitt þess vegna langar mig að
minnast hans.
Þorbjörn fæddist hinn 19. júní
1917 að Orrastöðum í Torfalækj-
arhreppi í Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru þau
hjónin Sigurgeir Björnsson
(Björns Eysteinssonar) bóndi þar
og Torfhildur Þorsteinsdóttir.
Þorbjörn var elstur fimm bræðra.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1937 eða fyrir rúmum 50 árum
sigldi Þorbjörn til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hann lauk mag-
istersprófi í eðlisfræði frá Hafnar-
háskóla 1943. Eftir námsdvöl í
Svíþjóð 1943-'45 og rannsókna-
dvöl í Bandaríkjunum 1945-’47
kom hann til íslands.
Árið 1948 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Þórdísi Aðal-
björgu Þorvarðardóttur frá Stað í
Súgandafirði og eignuðust þau
fimm syni, sem allir eru upp-
komnir. Þeir eru: Þorgeir verk-
fræðingur, f. 1949, Sigurgeir
heyrnleysingjakennari, f. 1950,
Jón Baldur bifreiðaverkfræðing-
ur, f. 1955, Þorvarður Ingi f. vél-
stjóri, f. 1957, og Arinbjörn
verkamaður, f. 1961.
Starfsferill Þorbjörns á íslandi
hófst með því að hann var ráðinn
framkvæmdastjóri Rannsóknar-
ráðs Ríkisins árið 1949 og gegndi
því embætti til 1957. Sama ár
varð hann prófessor í eðlisfræði
við Verkfræðideild Háskóla ís-
lands. Viðfangsefni hans voru
margvísleg. Þorbjörn var for-
maður Kjarnfræðanefndar ís-
lands frá stofnun hennar 1956 þar
til nefndin hætti formlegum störf-
um um miðjan sjöunda áratug-
inn. Þá var Þorbjörn forstöðu-
maður Eðlisfræðistofnunar Há-
skóla íslands frá upphafi, árið
1958, til ársins 1966, en þá fluttist
starfsemi hennar í nýtt húsnæði
Raunvísindastofnunar við Dun-
haga. Hann var í forsvari Eðlis-
fræðistofu við RH frá stofnun
hennar til ársins 1975. 1. desemb-
er 1968 var hann sæmdur Stúd-
entastjörnu Háskóla íslands.
Árið 1984 lét Þorbjörn af pró-
fessorsembætti eftir farsælt starf.
Háskóli íslands sýndi Þorbirni
þakklæti sitt og virðingu með því
að sæma hann heiðursnafnbót á
sjötíu og fimm ára afmæli skólans
árið 1986.
I afmælisritinu I hlutarins eðli,
sem gefið var út til heiðurs Þor-
birni í tilefni sjötugsafmælis hans
hinn 19. júní 1987 segir hann
meðal annars, að Þorbjörn Sig-
urgeirsson hafi verið farsæll og
framsýnn maður. Að hann hafi á
sinn hæverska hátt hvatt yngri
menn til dáða og örvað þá í þeirra
eigin starfi. En að Þorbjörn hafi
ekki aðeins unnið stórvirki í upp-
byggingu rannsókna og kennslu,
hann hafi jafnframt ótrauður
unnið að hagnýtingu þekkingar á
mjög eftirminnilegan hátt. Þor-
björn var frumkvöðull að
hraunkælingu við eldgos á
Heimaey árið 1937 og síðan að
hraunhitavinnslu til fjarhitunar.
Þar segir enn fremur að þessi ein-
staki vísindamaður hafi þjónað
Háskóla íslands með slíkri at-
orku, frumleik og frumkvæði, að
hann verði fyrirmynd þeirra sem í
kjölfarið koma. Eg vil nota tæki-
færið og þakka öllum þeim sem
unnu að útgáfu afmælisritsins
fyrir framlag þeirra að f hlutarins
eðli kom út á þeim tíma að Þor-
björn gat sjálfur notið bókarinn-
ar.
Fríð og rík skal foldin Ijóma
fögrum gróðri klœdd.
Pjóð'm efld að orku og sóma,
upp við metnað fœdd.
Fram skal sótl með frjálsum
höndum,
fram með hug og starf.
Ei að baki öðrum löndum
ísland standa þarf.
(Jón Trausti)
Eftir að Þorbjörn lét af störfum
sem prófessor gat hann sinnt öðr-
um hugðarefnum sínum af enn
meiri atorku en áður. Undanfar-
in 35-40 ár vann hann mikið að
skógrækt. Þær eru ekki fáar ferð-
irnar sem Þorbjörn, Þórdís og
bræðurnir og fjölskyldur þeirra
fóru ígróðursetningaferðir. Fyrst
suður í Straumshraun en þar hef-
ur fjölskyldan gróðursett tré allt
frá árinu 1950 og ætíð síðan.
Enda er þar nú yndislegur
skógarreitur ogf merkilegur
minnisvarði um eljusemi Þor-
björns, Þórdísar og sona þeirra.
Nú njóta barnabörnin eljusemi
afa og ömmu og fá lifandi „jó-
latré" úr þeirra eigin gróðurreit á
hverjum jólum.
Eftir að fjölskyldan var búin að
fylla Straumshraunið þ.e. að ekki
var pláss fyrir fleiri plöntur þar,
útvegaði Þorbjörn fjölskyldunni
nýtt gróðursetningarland. Það
var austur í Skarfanesi í Land-
sveit. Þar hafa nú verið gróður-
settir tugir þúsunda plantna á
þeirra vegum. Ætti það framtak
að vera öðrum landsmönnum til
hvatningar, um að klæða landið
skógi.
Af kynnum mínum af Þorbirni
skynja ég vel hversu mikill gæfu-
maður hann var bæði í starfi og í
einkalífi. Allir sem kynntust hon-
um eiga ákveðnar minningar um
hann. Þegar hugurinn fer yfir far-
inn veg, er margs að minnast. Ég
gleymi því aldrei hversu hreykinn
og glaður hann var þegar hann
kom í heimsókn til mín á fæðing-
ardeild Landspítalans, að sjá ný-
fæddan sonarson sinn sem var svo
tillitssamur við hann afa sinn að
fæðast 19. júní, þ.e. á afmælis-
daginn hans. Enda sagði ég við
Þorbjörn að hann mætti kalla
hann Þorbjörn, þar með var hann
búinn að eignast alnafna. Ég hef
aldrei séð hann vera eins glaðan
og þá, það lá við að hann væri
montinn og þá er mikið sagt um
svo hófsaman mann.
Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
hafa eignast Þorbjörn fyrir
tengdaföður. Hann var mér, Sig-
urgeiri og Þorbirni mikils virði og
ég vil þakka honum allan þann
hlýhug sem hann sýndi okkur.
Þorbjörn var lifandi dæmi um
það að heiðarlegur maður er
göfugasta verk skaparans.
Kristín Jónsdóttir
Nú þegar ég kveð Þorbjörn
langar mig til að þakka honum og
móður hans fyrir yndislegar
bernskuminningar, sem hafa ylj-
að mér æ síðan.
Þorbjörn var fæddur og upp-
alinn á Orrastöðum í Austur-
Húnavatnssýslu. Hann var sonur
hjónanna, Sigurgeirs Björns-
sonar Eysteinssonar og konu
hans, Torfhildar Þorsteinsdóttur.
Ég ólst að nokkru leyti upp á
næsta bæ, Reykjum á Reykja-
braut hjá afa mínum, Kristjáni
Sigurðssyni. Það var góður sam-
gangur á milli bæjanna. Við,
krakkarnir, vorum sendir með
bréf og skilaboð því að þá var
ekki sími og ekki heldur útvarp
og þar af leiðandi ekki auglýsing-
ar.
Það var ákaflega gaman fyrir
mig að vera send að Orrastöðum.
Mér var tekið fagnandi því að
gestrisnin náði líka til barnanna.
Torfhildur var ung og falleg kona
með hlýtt viðmót. Hún sýndi mér
móðurlega hlýju sem ég kunni vel
að meta því að ég var þá ekki hjá
móður minni. Þorbjörn var
tveimur árum eldri en ég en
bróðir hans jafngamall mér og
var feiminn við stelpur. Þorbjörn
var mjög félagslyndur og tók
frumkvæði í leikjum. Mér fannst
það upplifun að leika mér við
hann og þá bræður. Það var í mín-
um augum með ólíkindum hvað
þeir áttu skemmtilegt dót, þó
held ég að það hafi flest verið
heimagert. Þegar ég fór heim
fannst Þorbirni sjálfsagt að þeir
bræður fylgdu mér á leið. Torf-
hildur gaf okkur súkkulaði og rú-
sínur í nestið.
Þetta var yndisleg og óg-
leymanleg samfylgd.
Ég var 10 ára þegar ég fór fyrst í
farskóla í tvo mánuði að Orra-
stöðum, einn mánuð fyrri hluta
vetrar og annan síðari hlutann.
Við höfðum góðan kennara, en
það var Jónas B. Jónsson, síðar
kennari og fræðslustjóri í
Reykjavtk. 1 farskóla var börn-
unum kennt saman í hóp þótt þau
væru á misjöfnum aldri og mis-
langt komin í námi. Ég minnist
þess að Þorbjörn þótti þá strax
afburða námsmaður. Þessi dvöl í
farskólanum á Orrastöðum var
okkur krökkunum lærdómsrík á
allan hátt. Við vorum á góðu
heimili þar sem kappkostað var
að öllum liði vel. Þorbjörn vat
hugkvæmur í leikjum og gætti
þess að á engan væri hallað.
Eftir þennan vetur fór ég frá
afa mínum og hitti ekki Þorbjörn
í mörg ár. En seinna lágu leiðir
okkar saman hér í Reykjavík. Ég
er óumræðilega þakklát fyrir þá
vináttu sem við hjónin höfum
fengið að njóta við þau Þorbjörn
og hans góðu konu, Þórdísi.
Ég veit að aðrir skrifa um hans
miklu og góðu störf. Þar er af
rniklu að taka. Það hefur glatt
mig að kynnast því hversu Þor-
björn var alltaf trúr uppruna sín-
um og mótaður af því andrúms-
lofti sem hann ólst upp í. Hann
var alltaf sami góði drengurinn,
sem vildi á engan halla, en verða
að liði og koma fram til góðs.
Ég votta móður, konu, börn-
um og barnabörnum innilega
samúð.
Blessuð sé minning Þorbjörns
Sigurgeirssonar.
Kristín S. Björnsdóttir
Einn ötulasti brautryðjandi ís-
lenskra raunvísinda er látinn,
prófessor Þorbjörn Sigurgeirs-
son. Þorbjörn fæddist 19. júní
1917 að Orrastöðum í Húna-
vatnssýslu, sonur hjónanna Torf-
hildÞorsteinsdóttur og Sigurgeirs
Björnssonar bónda þar. Þor-
björn kvæntist Þórdísi Þorvarð-
ardóttur árið 1948 og eignuðust
þau fimm syni.
Framúrskarandi námshæfi-
leikar Þorbjörns komu glöggt
fram í menntaskóla, en árangur
hans á stúdentsprófi við mennta-
skólann á Akureyri 1937 tryggði
honum „stóra styrkinn". Hann
gat því siglt til frekara náms í
Kaupmannahöfn, þar sem hann
innritaðist í eðlisfræði við Hafn-
arháskóla. Þorbjörn gat sér gott
orð við háskólanámið sem má
m.a. ráða af því að Niels Bohrs
veitti honum viðurkenningu úr
sjóði, sem hafði verið stofnaður
til minningar um látinn son
Bohrs.
Þegar Þorabjörn hafði lokið
námi stundaði hann um hríð
rannsóknir við Eðlisfræðistofnun
Niels Bohrs og síðan í tæpt ár í
Svíþjóð. 1945 fór hann til Banda-
ríkjanna og vann við Princeton-
stofnunina við rannsóknir á
geimgeislum. Þorbjörn sýndi í
senn dirfsku og metnað þegar
hann valdi þetta viðfangsefni, en
með því tók hann sér stöðu við
hlið þekktustu eðlisfræðinga
heims. Niðurstöður þessara
rannsókna voru mikilvægt fram-
lag til skilnings á eðli fiseinda.
Eftir svo frábæran árangur hafa
honum vafalítið beðið hans
freistandi möguleikar í Banda-
ríkjunum, sem um þessar mundir
voru að taka ótvíræða forustu í
ýmsum greinum raunvísinda. Þá
kom fram, eins og einnig síðar,
að í huga hans var ekki nema um
einn starfsvettvang að ræða, enda
þótt hér heima biði ekkert nema
aðstöðuleysið.
Þegar heim kom snéri hann sér
að stundakennslu við Mennta-
skólann í Reykjavík og við Há-
skólann. Árið 1949 var hann
skipaður framkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs, og það opnaði
honum nokkra möguleika til
rannsóknastarfa, þótt meginhluti
þeirra hafi trúlega farið fram í
tómstundum hans.
Veturinn 1952-53 fékk Niels
Bohr Þorbjörn til að vinna við
stofnun sína í hópi eðlisfræðinga,
sem varð vísirinn að samvinnu
margra Evrópuþjóða í eðlisfræði.
Samhliða því að hann reiknaði út
hvernig ætti að ná réttu segulsviði
í nýrri kynslóð tækja til að fram-
leiða orkurík kjarnaskeyti,
kynnti hann sér ýmislegt sem þá
var að gerast í jarðsegulrann-
sóknum. í áætlun, sem hann
sendi stjórn Rannsóknaráðs
undir lok dvalar sinnar í Kaup-
mannahöfn, lagði hann grundvöll
að stórmerkum rannsóknum í
jarðeðlisfræði hér á landi.
Þegar heim kom hófst hann
handa að hrinda áætlun sinni í
framkvæmd. Hann hóf skipu-
legar rannsóknir á segulstefnu í
bergi ásamt Trausta Einarssyni
og skiluðu þeir merkum niður-
stöðum á þessu sviði. Uppbygg-
ing eðlisfræðirannsókna tók fljótt
æ meira af tíma Þorbjörns. Hann
vann að því að setja á laggirnar
segulmælingastöð í Leirvogi, en
stöðin er enn mikilvægur þáttur í
rannsóknum Raunvísindastofn-
unar í jarðeðlisfræði. Þorbjörn
var frumkvöðull að stofnun
Kjarnfræðanefndar og var for-
maður nefndarinnar allan starfs-
tíma hennar, eða frá 1956 til
1964. Kjarnfræðanefndin
reyndist áhrifamikill hópur við
eflingu raunvísinda hér á landi.
Þar sameinuðust fjölmargir
vísinda- og tæknimenn í átaki til
að koma á fót rannsóknastofu til
að nýta möguleika geislavirkra
efna bæði við Háskólann og
Landspítalann. Að tillögum
nefndarinnar samþykkti Alþingi
vorið 1957 að stofna nýtt prófess-
orsembætti í eðlisfræði við Verk-
fræðideild Háskólans og að kom-
ið skyldi á rannsóknastofu til
mælinga á geislavirkum efnum,
er lúta skyldi stjórn hins nýja
prófessors. Þorbjörn var skipað-
urístöðuna haustið 1957enrann-
sóknastofan tók til starfa 1. janú-
ar 1958 og tók Háskólinn þá við
rekstri segulmælingastöðvarinn-
ar í Leirvogi. Enda þótt hin nýja
stofa fengi í fyrstu aðeins fjár-
veitingu til að greiða forstöðu-
manni og einum sérfræðingi laun,
en nánast ekkert fé til tækja-
kaupa, virtist þetta ekki valda
forstöðumanninum verulegum
áhyggjum. Hið þrönga nafn
„stofa til mælinga á geislavirkum
efnum“ var fljótt lagt niður og
starfseminni gefið heitið „Eðlis-
fræðistofnun Háskólans". Með
hjálp hins nýstofnaða Vísinda-
sjóðs gat Þorbjörn fljótlega ráðið
ungan rafmagnsverkfræðing til
að smíða segulmæli af nýlegri
gerð og jafnframt var haldið
áfram hönnun og smíði geisla-
mælingatækja, tækni sem sér-
fræðingur stofunnar flutti með
sér frá Danmörku. Með þessu
hófst þrátt fyrir erfiða aðstöðu
furðuöflug tækjasmíði, sem alla
tíð síðan hefur fylgt eðlisfræðir-
annsóknum Háskólans og hefur
verið forsenda þess að mögulegt
hefur verið að ráðast í ýmis hinna
stærri verkefna.
í upphaflegri verkefnaskrá
rannsóknastofunnar var skipuleg
rannsókn á grunnvatnskerfi
landsins með tvívetnis- og þrí-
vetnismælingum efst á blaði.
Vegna kostnaðar við tækjakaup
varð að fresta þessu mikilvæga
verkefni. 1960 fékk Eðlisfræði-
stofnun raunsarlegan erlendan
styrk til tækjakaupanna og varð
þetta til aðéfla stórlega starfsemi
liennar. Aukið húsnæði fékkst í
gömlu loftskeytastöðinni við
Suðurgötu og nýir sérfræðingar
og aðstoðarfólk kom til starfa.
Auk þess dró Þorbjörn hóp stúd-
enta að rannsóknum í sumar-
vinnu, en vinna þeirra var drjúg
viðbót auk þess sem þetta var stú-
dentum lærdómsríkur skóli.
1961 var Þorbjörn skipaður
formaður nefndar sem skyldi
fjalla um eflingu rannsókna í
Allir eiga að sitja öruggir í bíl.
Notum bílbelti - alltaf!
IUMFERÐAR
>RÁÐ
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. april 1988