Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 3
Sjómannasambandið Umboðin streyma inn Framkvœmdastjór- inn: Sjómannafélögin fela Sjómannasam- bandinu umboð til samningsuppsagnar „Nú þegar höfum við fengið staðfestar tilkynningar frá yfir 20 sjómannafélögum víðs vegar um landið þar sem þau fela Sjó- mannasambandinu umboð til að segja upp gildandi kjarasamning- um við útvegsmenn. Fimm félög voru þegar með lausa samninga af um 40 aðildarfélögum sam- bandsins. Ég á von á því að afgan- gurinn skili sér fljótlega og eftir páska og þá mun ég skrifa for- manni útvegsmanna og segja samningunum upp með eins mán- aðar fyrirvara“, sagði Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands Islands við Þjóðviljann. Þegar meirihlutinn í Verð- lagsráði sjávarútvegsins ákvað fyrir skömmu að fiskverð skyldi verða óbreytt fram til loka maí- mánaðar, þrátt fyrir nýlega geng- isfellingu, samþykkti sambands- stjórn Sjómannasambandsins að fara þess á leit við aðildarfélög sín að þau segðu upp gildandi kjara- samningum samkvæmt lið 1.32 í samningunum við útvegsmenn um gengisskráningu. Hólmgeir sagði að þessi tilmæli sambandsstjórnarinnar til félag- anna hefðu mælst mjög vel fyrir meðal félagsmanna úti um allt land. Það verður síðan verkefni landsþings Sjómannasambands- ins nk. haust að taka afstöðu til þess hvort fulltrúi sjómanna eigi að taka frekari þátt í störfum Verðlagsráðsins. Hólmgeir sagði að það væri ekkert launungarmál að fjöldinn allur af sjómönnum hefði þá skoðun í dag að réttast væri að með öllu hætta þátttöku í störfum Verðlagsráðs. -grh FRETTIR Samband fiskvinnslustöðva Klofningur yf irvofandi Fiskvinnslan gegn útgerðinni. Jón Karlsson framkvœmdastjóri: Út- gerðarmenn í meirihluta bœði ístjórn og varastjórn SFÍ. Hagsmunir fiskvinnslunnar ná ekki fram að ganga Jón Karlsson, framkvæmda- stjóri Brynjólfs í Njarðvík, heldur því fram í síðasta tölublaði Fiskifrétta að aðilar flskvinnslun- ar hafi komist að þeirri niður- stöðu að þeir eigi ef til vill ekki lengur samleið með sambandi flskvinnslustöðvanna innan VSÍ. Astæðuna segir hann vera þá að útgerðarmenn séu í meirihluta bæði í stjórn og varastjórn Sam- bands fiskvinnslustöðvanna og að þeir setji hagsmuni útgerðar ofar hagsmunum flskvinnslunnar. Að sögn Jóns Karlssonar hefur þessi hugmynd að stofnun nýrra samtaka fiskvinnslunnar verið að malla síðan sl. haust. Haldnir hafa verið fundir með forráða- mönnum fiskvinnslufyrirtækja bæði fyrir sunnan, vestan og norðan um málið og hefur það hlotið góðar undirtektir. Jón sagði að ný samtök yrðu stofnuð; það væri aðeins spurning um hve- nær það yrði gert. Jón sagði að á meðan vel rekin fiskvinnslufyrirtæki væru rekin með minnst 15% halla í dag stæði útgerðin all þokkalega og vel það. „í stjórn SFÍ er í dag aðeins einn fiskverkandi, hinir eru allir útgerðarmenn og eins og gefur að skilja eru þeir fyrst og fremst með hagsmuni útgerðarinnar í huga en ekki fiskvinnslunnar og því breytum við ekki nema með stofnun nýrra samtaka sem hafa hagsmuni fiskvinnslunnar að leiðarljósi en ekki útgerðar," sagði Jón Karlsson framkvæmda- stjóri. Arnar Sigurmundsson, for- maður Sambands fiskvinnslu- stöðva sagði að samtökin hefðu aldrei verið öflugri en í dag og sagðist hann hvorki hafa heyrt né séð að í bígerð væri stofnun nýrra samtaka fiskvinnslustöðva vegna þess að sjónarmið útgerðar- manna væru ríkjandi í núverandi samtökum fiskvinnslustöðva. „Ég kem bara af fjöllum," sagði Arnar Sigurmundsson. -grh Kennarar á ýmsum aldri brugðu á leik við upphaf fundar í gær. Niðurstaða var ekki fengin þegar blaðið fór prentun. Skreið Kennarar Stíf funda- höld Fundur fulltrúaráðs Kennara- sambandsins stóð enn yfir þegar blaðið fór í prentun í gærkveldi. Voru þá taidar miklar líkur á því að honum yrði fram haldið í dag. Skiptar skoðanir eru um það meðal kennara til hvaða aðgerða skuli gripið nú eftir að félagsdóm- ur kvað upp úr með það að verk- fallsboðun þeirra bryti í bága við lög. Þá komust samningaviðræð- ur þeirra við hið opinbera í sjálf- heldu og duttu sjálfkrafa út af borði Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemj ara. Það tekur kennara 10 daga hið minnsta að skipuleggja atkvæða- greiðslu og hrinda henni í fram- kvæmd. Verði samþykkt að fara í verkfall verða að líða 15 dagar áður en það kemur til fram- kvæmda. Það yrði í fyrsta lagi rétt eftir næstu mánaðamót en þá er almennri kennslu lokið. Tapið nálgast tvo miljarða yfir200 aðilar orðið fyrir búsifjum. Margvíslegfyrirgreiðsla stjórnvalda gegnum árin Erfitt er að gera sér grein fyrir heildartapinu sem orðið hefur á skreiðarviðskiptum okkar við Nígeríu á árunum 1981 til 1987, enda er það ekki tekið saman í nýútkominni skýrslu skreiðarn- efndar um þessi viðskipti. Hins- vegar kemur þar fram að er Jón Sigurðsson, þáverandi forstjóri Þjóðhagstofnunar var beðinn um að gera úttekt á tapinu í desember 1986 komst hann að þeirri niður- stöðu að gróflega áætlað næmi tapið þá á milli 500-1000 milljónum króna og Einar B. Ing- varsson, formaður skreiðar- nefndar, segir að nú megi tvö- falda þá tölu vegna vaxtataps, rýrnunar, geymslukostnaðar og fleiri útgjalda frá 1986. Alls eru yfir 200 aðilar sem bera þetta tap og hafa margir þeirra orðið fyrir verulegum bú- sifjum vegna þessara viðskipta. Þeir hafa hinsvegar notið nokk- urrar fyrirgreiðslu stjórnvalda vegna viðskiptanna eins og greint var frá í Þjóðviljanum í gær. Beinir styrkir stjórnvalda til handa skreiðarframleiðendum námu á árunum 1984 til 1986 samtals 421 miljón króna ef upp- hæðirnar eru framreiknaðar til verðlags í dag miðað við láns- kjaravísitölu. Ér hér um að ræða eftirgjöf á gengismun 1984 og eft- irgjöf á vöxtum á árunum 1985 og 1986. Hvað varðar mútugreiðslur þær sem getið er um í skýrslunni segir Einar B. Ingvarsson að nokkurs misskilnings gæti þegar talað er um að afsláttur sem veittur var við söluna á skreiðinni og nam á bilinu 15-20% eigi að telja mútur. Það sé rangt því þessi afsláttur hafi verið samþykktur af þeim sem veittu útflutnings- leyfin, hinar eiginlegu mútur hafi numið miklu lægri fjárhæðum. í skýrslunni er greint frá skuldum skreiðarframleiðenda í bankak- erfinu og þar er einn liðurinn, sem hljóðar upp á 44 miljónir, sagður vera vegna skulda útflyt- jenda vegna flutningsgjalda, mútugreiðslna og fleira. Einar segir að mútugreiðslurnar séu að- eins óverulegur hluti af þessari upphæð. -FRI Skreiðlskuldabréf: Svipar til nauðungarsamninga Gervilausn á vanda skreiðarframleiðenda. Ekkert rætt í Seðlabankanum Sú hugmynd skreiðarnefndar að leysa megi hluta af vanda skreiðarframleiðenda með því að láta Seðlabankann kaupa skuldabréf sem Nígeríustjórn hef- ur gefið út og fást nú fyrir 20% af nafnverði, hefur vakið furðu þcirra sem þekkja til á alþjóð- legum verðbréfamörkuðum. Einn þeirra sagði í samtali við Þjóðviljann að þessi bréf væru mjög ótraustir pappírar sem kæmi m.a. fram í því að á þeim eru nú 80% afföll og að þau eru til 22ja ára með 5.2% vöxtum, sem er um 2% undir lægstu milli- bankavöxtum. Mætti segja að þeim svipaði til nauðungarsamn- inga þar sem lánardrottnar Níg- eríu væru að reyna að fá eitthvað upp í skuldir sínar. Annar aðili sem Þjóðviljinn ræddi við sagði að þessi lausn væri alger gervilausn á vanda skreiðarframleiðenda. Þótt bók- færa mætti bréfin á þann hátt sem lagt er til í skýrslu skreiðarnefn- dar á pappírnum væri í raun ekk- ert verðmæti fólgið í þessum bréfum og miðað við stjórn- málaástand í Nígeríu nokkuð undir hælinn lagt hvort fengist borgað af þessum bréfum. Einar B. Ingvarsson, formaður skreiðarnefndar, segir að þessi skuldabréfakaup séu ekki eina hugmyndin sem til sé á lausn vandans en nefndinni hafi fundist skylt að leggja fram hugmynd að lausn vandans og hefði þessi hug- mynd þann kost að ekki væri far- ið í vasa skattborgaranna. Bankaráð Seðlabankans fjall- aði um þetta mál á fundi í gær og lýsti sig alfarið á móti þessari hug- mynd og lýsti raunar furðu sinn á henni þar sem bankanum er ó- heimilt samkvæmt lögum að stunda verðbréfaviðskipti af þessu tagi. -FRI VR Verkfall í stórmörkuðum Trúnaðarmannaráð Verslun- armannafélags Reykjavíkur sam- þykkti í gær að boða til verkfalls í stórmörkuðum og matvöruversl- unum á félagssvæði sínu á fimmtudaginn kemur, 14. aprfl, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fundur samninganefnda VR og kaupmanna hófst kl. 14 í gær- dag í húsakynnum ríkissáttasemj- ara. Honum lauk um kl. 21.00 í gærkveldi. Breska þingið ísland í hem- aðarþjálfun í fyrirspurnatíma í breska þing- inu nýlega var varnarmálaráð- herrann Ian Stewart spurður að því hvaða lönd nytu nú aðstoðar eða ráðgjafar við þjálfun her- manna. I svari ráðherrans var nafn íslands auk tæplega níutíu annarra landa. Skýringin á þessu er sennilega sú að námskeiðum þeim sem lögreglumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar héðan sækja og fjalla um hvernig gera beri sprengjur óvirkar er stjórnað af breskum her- mönnum. -FRI Nrí Fimmtudagur 7. april 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.