Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Hallgríms- kirkja í Tjöminni Ráðhússmálið í Reykjavík tekur á sig sífellt furðulegri myndir og er að verða einstætt fyrir margra hluta sakir. Síðustu tíðindi af ráðhúsinu eru þau að meirihluti borgar- stjórnar virðist ætla sér að byrja að byggja hús sem er allt öðruvísi en leyfi hefur fengist fyrir í deiliskipulagi afgreiddu af skipulagsstjórn og ráðherra. Þærteikningar sem nú erunnið eftir gera ráð fyrir byggingu sem að meðaltali er 14,5 metrar á hæð og hæst tæpir sextán, sumsé á við 5-6 hæða blokk. Upphaflega var talað um 2-3 hæða hús, og í allra fyrstu kynningu borgarstjóra var ráðhúsið reyndar svo lítið og pent að menn höfðu varla brjóst í sér til að andæfa þessu gæluverkefni borgarstjórans. Ráðhúsið hefur frá því í staðfestu deiliskipulagi vaxið úr 19 þúsund rúmmetrum í 24.336. Fermetrarnir eru orðnir 5.297 í stað 4.600. Flatarmálsaukningin er 15 prósent, og rúmmáls- aukning tæp 30 prósent. í bókun sem meirihluti skipulags- nefndar Reykjavíkur hefur lagt fram er þessi aukning talin „innan eðlilegra rnarka" og því eðlilegt að samþykkjateikning- arnar án þess að málið þurfi aðra endurskoðun. Guðrún Pétursdóttir, einn af talsmönnum samtakanna Tjörnin lifi, hefur í blaðagrein bent á að þessi aukning nemi um það bil tíu einbýlishúsum. Ráðhúsið sé að rúmtaki orðið stærra en sjálf Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. í kvöld er svo fundur í borgarstjórn Reykjavíkur, og þar á meðal annars að taka fyrir leyfi sem bygginganefnd borgarinn- ar hefur gefið til að hefja framkvæmdir við Tjörnina. Andstæð- ingar ráðhússins hafa gefið til kynna að verði leyfið samþykkt verði borgaryfirvöld kærð til félagsmálaráðherra, meðal ann- ars fyrir að reyna að blekkja borgarbúa og skipulagsyfirvöld, þarmeð ráðherrann, með röngum lýsingum um stærð hússins. En af hverju leggja sjálfstæðismennirnir í borgarstjórn Reykjavíkur slíkt ofurkapp á hina óvinsælu ráðhússbyggingu? Af hverju reynir borgarstjórinn og hans fólk ekki að ná fram málamiðlun, finna niðurstöðu sem borgarbúargætu sem flestir fellt sig við? Það að byggja Hallgrímskirkjuráðhús í Tjörninni sprettur enganveginn úr neinum sérstökum málefnajarðvegi Sjálf- stæðisflokksins, og ennþá sjást ekki tengingar við fjáraflamál af því tæi sem oft hafa verið forsendur fyrir gerðum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. Margir hafa bent á að skýringin felist fyrst og fremst í skap- gerð borgarstjóra, sem ekki þoli annað en að ráða einn öllu sem ráðið skal, enda séu hans ákvarðanir réttari og sannari en annarra. Málið standi því með nokkrum hætti um persónu Davíðs Oddssonar sem þannig hafi komið sjálfum sér í svip- aða stöðu og páfinn í Róm. Páfinn er sem kunnugt er óskeikull, og álit hans á mönnum og málefnum er fyrirfram hið eina rétta. Geti einhver hankað páfa einusinni jafngildir það því að hafa steypt undan veldi hans öllu. Davíð hefur byggt stjórnarstefnu sína í Reykjavík á ein- ræðinu, alræði hins sterka manns, og hingaðtil komist upp með allt sem hann hefur viljað. Verði hann að bakka, taka beygjur, gera samkomulag einsog dauðlegir menn, þá jafngildir það því að veldi hansséallt hrunið, Ijóminn horfinn, keisarinn klæðlaus. Jafnvel þótt slíkt gerist bara einu sinni er það í slíkri andstöðu við ímynd hins sterka að Davíð telur útilokað fyrir pólitíska framtíð sína að gefa eftir um hársbreidd. Stjórnarhættir borgarstjórans gera ekki ráð fyrir samkomu- lagi eða sáttum, og ráðhússmálið sýnir ágætlega að vinnu- brögð borgarstjóra gera ekki ráð fyrir lýðræði nema í hæsta lagi einu sinni á fjögurra ára fresti. En jafnvel það takmarkaða lýðræði gæti reynst honum dýrkeypt. -m Þróun verðlags 1985-1988 Breyting framfærsluvísitölu síöustu 3 og 12 mánuði umreiknað til “ árshækkunar ---- 3ja mánaða breyting - 12 mánaða breyting % Úr Ágripi úr þjóðarbúskapnum nr. 1, mars 1988 Bjartsýnir menn Alveg er það makalaust hvað menn geta verið bjart- sýnir þegar þeir eru að spá um verðlagsþróun, einkum ef það hentar við boðun þess fagnaðarerindis sem hverj- um sönnum spámanni er í brjóst lagið. Lítum rétt að- eins á spá fjármálaráðherra síðasta haust þegar hann lagði fram frumvarp að fjár- lögum fyrir árið 1988: „Á þessum forsendum er áætlað að verðlag - á mæli- kvarða framfærsluvísitölu - verði 17-18% hærra að með- altali á næsta ári (þ.e. 1988) en spáð er fyrir þetta ár (þ.e. 1987) . Hækkunin fráupp- hafi til loka næsta árs (þ.e. 1988) yrði þó mun minni, eða rétt innan við 10% ... Er í frumvarpinu miðað við óbreytt gengi að jafnaði frá því sem er í septemberlok 1987.“ Hér er margt að skoða. T.d. það að rætterumverð- bólguna út frá tveimur mis- munandi forsendum sem út af fyrir sig eru báðar jafngildar en geta valdiö miklum ruglingi sé þeim blandað saman þótt það hafi ekki verið gert í greinargerð meðfjárlagafrumvarpinu. Annars vegar er rætt um hækkun meðalverðs milli tveggja afmarkaðra tíma- bila, þ.e. meðalverð 1988 miðað við meðalverð 1987. Hins vegar er rætt um hækk- un verðlags frá upphafi til loka ákveðins tímaskeiðs, þ.e. hækkun frá upphafi til loka ársins 1988. Litiðtilbaka Lítum á þrjú síðustu ár. Ef meðaltal framfærsluvísi- tölu hvers árs er miðað við meðaltal næstliðins árs, hef- ur hækkunin verið þannig: 1985: 32,4% 1986: 21,3% 1987: 18,8% Ljóst er að það var tölu- verð bjartsýni af ráðherrun- um að reikna ekki með nema 17-18% hækkun milli 1988 og 1987. Meðaltal framfærsluvísitölunnar árið 1987 var 204,5 stig. Ísíð- astliðnum mánuði var fram- færsluvísitalan komin í 237,5 stig og hafði þá hækkað um 16,2% frá meðaltali síðasta árs. Samkvæmt spá ráðherr- anna á meðaltal framfærslu- vísitölunnar 1988 ekki að verða nema um 240,3 stig. Það er með ólíkindum að hækkun á framfærslukostn- aði það sem eftir lifir ársins verði ekki meiri en svo að þetta markmið náist. Engirúrtölumenn Ef litið er á verðbólgu- hraðann á hverju ári, koma fram nokkuð aðrar tölur. Þá er miðað við hækkun fram- færsluvísitölunnar frá upp- hafi til loka hvers árs. 1985: 34,4% 1986: 12,8% 1987: 26,1% Hvað í ósköpunum fékk ráðherra til að miða fjárlög ríkisins við þá bj artsýnu spá að hækkun verðlags frá upp- hafi til loka núlíðandi árs yrði „rétt innan við 10%“? Petta þætti ekki gæfulegt hjá venjulegum íbúðarkaup- anda. En þaðvar ekkifjár- málaráðherrann einn sem var svona undarlega bjart- sýnn. Hinn 13. októbers.l. lagði forsætisráðherra fram þjóðhagsáætlun fyrir árið 1988. Þarsegir: Óvissa um framtíðina „Veruleg óvissa er um þróun verðlags á næsta ári (1988) en taisverð hækkun á verðlagi milli ársmeðaltala 1987 og 1988 er fyrirsjáanleg vegna örra verðhækkana síðustu mánuði ársins (1987) og í upphafi næsta árs (1988). Hér er þó reiknað með að hækkun verðlags frá upphafi til loka næsta árs verði innan við 10% ... í forsendunni um áframhald- andi fast gengi krónunnar felst því að hratt dragi úr verðbólgu er líða tekur á árið 1988. Forsenda þess að slíkur árangur náist í barátt- unni gegn verðbólgu er hvort tveggja í senn: Að- haldssemi í stjórn ríkisfjár- mála og peningamála á næsta ári og hófsamir kjara- samningar í vetur. “ Hvað er eiginlega um að vera? Ereinhverglýjaí augum bústjóranna á ríkis- búinu? Eða er vísvitandi verið að reyna að blekkja einhvern? í janúars.l. sendiÞjóð- hagsstofnun frá sér frétta- bréf en eins og segir í nýlegu riti frá stofnuninni „þá þótti ekki tilefni til að birta nýja spá um heildarstærðir þjóð- arbúsins á þessu ári meðal annars vegna mikillar óvissu íkjaramálum". Mennvissu sem sagt ekki hvort nýir kjarasamningaryrðu „hóf- samir“. En svo brast á með samningum Verkamanna- sambandsins í endaðan fe- brúar og þá fengu spámenn- irnir spádómsandann í sig að nýj u. I lj ósi þess að hér var um „hófsama" samninga að ræða hefði mátt ætla að enn og aftur hefði verið spáð að framfærsluvísitalan hækkaði frá upphafi til loka ársins um „innan við 10%“. En íÁ- gripi af þjóðarbúskapnum, riti Þjóðhagsstofnunar, sem út kom í síðasta mánuði, segir: Býður nokkurbetur? „Verðbólga á mælikvarða vísitölu framfærslukostnað- ar er talin munu verða 16% frá upphafi til loka þessa árs. Þessi verðlagsspá byggist á þeirri forsendu að kjaras- amningur Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda verði fordæmi annarra kjarasamninga á næstunni Eitthvað hefur bjartsýnin minnkað en samt er hún enn geysimikil ef miðað er við sambærilega tölu á síðasta ári, rúm 26%. Og nú berast fréttir af enn nýrri spá frá Þjóðhagsstofn- un. Og er heldur betur búið aðendurskoðamálin. Nú er verið að tala um að verðlag hækki á þessu ári um 25%. Hver er tilgangurinn með spám Þjóðhagsstofnunar? Er meiningin að nota þær sem einhvers konar beitu fyrir verkalýðshreyfinguna? Engu er líkara en landsfeð- umir telji sjálfsagt að lofa gulii og grænum skógum hafi þeir einhvern grun um að með því sé unnt að ná „hófsömum“ kjarasamning- um. Þegar því marki er náð, er engin þörf á að vera með einhverlátalæti lengur. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, MagnfríðurJúlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. FramkvaemdastjórhHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla:Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.