Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 5
in greiði sekt að upphæð 50.000 krónur en meðeigandinn 10.000 króna sekt og báðum gert gert skylt að greiða allan sakarkostn- að þar með talin saksóknaralaun í ríkissjóð. Samnigaviðrœður ígangi Sem fyrr segir er stóra mynd- bandamálið nú í höndum RLR en hinsvegar hafa verið í gangi samningar milli Samtaka rétthafa og samtaka myndbandaleigu- eigenda um að hinir fyrrnefndu sleppi hinum síðarnefndu við skaðabóta- og refsikröfur gegn því að allt ólöglegt myndbanda- efni hverfi af leigum þeirra. Samningur þess eðlis hefur þegar verið undirritaður en þess ber að gæta að aðeins um helmingur þeirra sem kærðir voru í stóra málinu eru innan vébanda sam- taka myndbandaleigueigenda. Knútur Bruun segir að þeir hafi alltaf viljað fara samninga- leiðina í þessum málum en hvort þetta þýðir að hætt verði við að lögsækja þá sem kærðir voru í stóra málinu þá, segir Knútur að um opinbert mál sé að ræða og það sé í höndum saksóknara að ákveða meðferð þeirra. Hvað framan greindan dóm varðar segir Knútur að með honum séu staðfest öll þau grundvallaratriði sem Samtök rétthafa hafa haldið fram til þessa í málum af þessu tagi. -FRI Á DAGSKRA Fridrik Indriðason skrifar: Hœstiréttur Höfundar- réttarbrot staðfest Úrskurður Hœstaréttar hefur fordæmis- gildi hvað varðar stóra myndbandamál- ið sem RLR hefur til meðferðar Hæstiréttur hefur nú kveðið upp fyrsta dóminn um höfundar- réttarbrot á myndbandamarkað- inum og voru tveir eigendur myndbandaleigu dæmdir til greiðslu sektar auk þess sem 50 myndbönd sem annar eigand- anna flutti inn voru gerð upptæk. Hér var ekki um að ræða myndbönd sem smyglað var til landsins heldur borgaði eigand- inn toll af þeim í Keflavík er hann flutti þau inn. Þetta mál er ekki hluti af hinu stóra myndbanda- máli er upp kom í desember 1986 þegar um 15.000 ólöglegar mynd- bandaspólur voru teknar á rúm- Iega 6Ó leigum, heldur er um eldra mál að ræða, en Knútur Bruun lögfræðingur Samtaka rétthafa myndbanda segir að þetta mál hafi fordæmisgildi hvað varðar meðferð mála þeirra rúm- lega 60 aðila sem kærðir voru í framhaldi af stóra málinu. Pessi 50 myndbönd sem hér um ræðir voru gefin út af CIC Video og er þau voru flutt til landsins í byrjun febrúar 1985 voru í gildi samningar milli CIC annarsvegar og Háskólabíós og Laugarásbíós hinsvegar um einkarétt á dreif- ingu á efni CIC hérlendis. Hœstiréttur þyngdi dóminn Hæstiréttur þyngdi dóm hér- aðsdóms í málinu um helming, og sakfelldi þar að auki annan eigandann sem sýknaður var í héraði, en hann vann í leigunni, en annaðist ekki útvegun mynd- bandanna. í dómi hæstaréttar segir hinsvegar að honum gat ekki dulist að hér væri um brot gegn einkarétti að ræða og því beri að sakfella hann. Dómsorð Hæstaréttar eru á þá leið að sá er útvegaði myndbönd- VIÐHORF Sósíalistar bandamenn kapítalismans? Vera má að mörgum finnist það vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um áfengan bjór, en satt að segja hafa þær um- ræður ekki þjakað Þjóðviljann svo mjög fram til þessa. En margt hefur verið um bjórinn skrifað í blöðum og rætt í fjölmiðlum og á þingi, og sumir bjórmenn eru farnir að kvarta yfir því, að alltaf sé verið að tönnlast á því sama, þegar mælt er gegn samþykkt bjórfrumvarpsins. Pað er eins og þeir haldi, að forsendurnar fyrir hættunni af frjálsri bjórsölu séu alltaf að breytast. Sjálfir tala þeir stöðugt um frelsi til að velja sér drykki að geðþótta, jafnrétti þegnanna til að útvega sér áfengt öl, forsjárhyggju og að vera öðru- vísi en aðrar þjóðir. Hugtök eins og frelsi og jafnrétti eru þannig margsvívirt, toguð og skæld bjórsölunni til framdráttar. Vitnisburður Hans Olav Fekjœrs Nýlega kom hingað til landsins Hans Olav Fekjær, yfirlæknir við heilbrigðisráð Oslóborgar. Hann er geðlæknir með sérþekkingu á áhrifum og útbreiðslu áfengis. Það er skemmst frá að segja, að álit hans fer mjög á sama veg og niðurstöður bestu vísinda- og fræðimanna okkar á þessu sviði benda til. Hann telur tvímæla- laust, að sérhvert nýtt form áfengis muni auka á þá neyslu, sem fyrir er, muni bætast við heildarneysluna. Hann undir- strikaði þetta í sjónvarpsviðtali og í erindum sem hann flutti, meðan hann dvaldist hér á landi. Reynsla hans og þekking gæti Guðsteinn Þengilsson skrifar Sósíalistar efla kapítalis- mann vissulega komið okkur íslending- um að miklu gagni, ef við vildum tileinka okkur hana, og mikils- vert er að fá þessa staðfestingu Fekjærs á ábendingum bjórand- stæðinga. Oftsinnis hefur verið á það lögmálum og hver önnur mat- vara. Það breytti því ekki, þótt fyrst í stað væri aðeins reynt að selja hann í vínbúðum. Hans er neytt við þorsta og hann er geymdur í kæliskápum, til að hann svali betur. Þar eiga allir Og hvað segja menn um þetta í sósíalísku flokkunum, hvað segja menn í Alþýðubandalaginu? Hvað segir Guðrún Helgadóttir? „Þessi stuðningur er ekki sönnum sósíalistum samboðin, slíkþjónusta við sjálfan erkióvin- inn. Sístaföllu megum við láta stuttbuxnalýð frjálshyggjunnar heilaþvo okkur meðfölsu- num sínum á hugtakinufrelsi. „Frelsi“ hans leiðirtil megnustu áþjánar fyrir meirihluta mannkyns“. bent, að áfengur bjór örvi neyslu manna á sterkari vínföngum. Um þetta geta víst flestir borið, sem fylgst hafa með drykkjusiðum hér á íslandi a.m.k. þar sem sterkur bjór hefur verið hafður um hönd. Eftir fáeinar kollur finnst mönnum, að þeir verði að fá sér eitthvað sterkara. Áfengið í bjórnum verkar eins og kveikja til að verða sér úti um vodka, gin eða annað álíka sterkt. Þetta er svo almenn reynsla og svo erfitt að láta sér sjást yfir hana, að ó- skiljanlegur er sá barnaskapur að tala um sterka bjórinn sem stað- gengil annars áfengis. Bjórinn fœðutegund Gagnstætt því, sem gerist með annað áfengi, lýtur bjórinn sömu aðgang að á heimilinu, bæði börn og unglingar. Hvað segir heilbrigðiseftirlitið um þetta? Er ekki skylda þess að koma í veg fyrir að skaðlegar fæðutegundir séu á markaðnum? Er ekki verið að berjast gegn alls konar skað- legum aukaefnum í fæðunni, og sumar tegundir verið bannaðar vegna óhollustu? Hvað þá um áfengan bjór? Hefur ekki skað- semi hans nægilega komið í ljós í bjórlöndunum til að ástæða sé til að varast hann? Er ástæða til að taka þessa áhættu fremur en gert er með skaðleg efni, sem heilbrigðiseftirlitið bannar? Það er ótrúlegt að það verndi okkur ekki gegn fæðutegundinni áfeng- ur bjór eins og það gerir gegn minna skaðlegum efnum. Vill hún setja líf, heilsu og ham- ingju ótalinna íslendinga í hættu aðeins til að tryggja það sem hún heldur að sé frelsi og til þess að ekki sé verið að hafa vit fyrir neinum? Það er meiri frjáls- hyggja en ég hélt að fyrirfyndist í sósíalískumflokki. Oghvað segja þeir Hjörleifur og Ragnar? Telj- um við ekki öll, að við séum að berjast gegn auðvaldinu, hinum alþjóðlega kapítalisma? Hvers vegna þá að taka í höndina á 'svartasta auðvaldinu sem til er í heiminum og bjóða því aðstoð? Áfengisauðvaldið er sambærilegt við hergagnaauðvaldið í fyrirlitn- ingu sinni á mannslífum og mann- legu hlutskipti. Þessi stuðningur er ekki sönnum sósíalistum sam- boðin, slík þjónusta við sjálfan erkióvininn. Síst af öllu megum við láta stuttbuxnalýð frjáls- hyggjunnar heilaþvo okkur með fölsunum sínum á hugtakinu frelsi. „Frelsi“ hans leiðir til megnustu áþjánar yfir meiri hluta mannkynsins. Og „frelsi“ bjór- vímufólksins, hvar endar það? Frelsi til að drekka sterkan bjór? Og hvað svo? Hversvegna aðeins frelsi til að drekka bjórinn? Er það lokatakmark frelsisins? Ég vil líka hass og ég vil sniff, og ég vil dísur og englaryk. Ég vil ekki láta hafa vit fyrir mér, þegar mig langar í kókaín og heróín. Gróðahyggja, frelsi og víma Ég tel því að „frelsi“ sé afar óheppilegt hugtak til notkunar í sambandi við vímuefni, þar á meðal áfengan bjór. Og köllum við það forsjárhyggju, þegar t.d. vissum litarefnum er útrýmt úr matvælaiðnaði, af því að vissar líkur benda til, að þau geti valdið krabbameini? Engin leið virðist fær út úr ósamkvæmni bjórvím- usinna, sem flestir viðurkenna til- vist ólöglegra vímuefna, af því að vaninn er ekki enn búinn að sætta almenning við þau. Aflið sem nú knýr á að koma á sölu áfengs öls hér á landi er gróðahyggjan. Það er hún sem rassskellir allt heila klabbið áfram. Hún hefur aldrei haft nein mennsk viðhorf nema peningafíknina, og lætur sig aldrei neinu varða mannslíf og hamingju fremur en menningar- verðmæti af nokkru tagi. Guðstelnn Þengilsson er læknir í Reykjavík. Flmmtudagur 7. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.