Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 10
Besta land í heimi Það mun hafa verið T ryggvi heitinn Þórhallsson sem eitt sinn lét þau orð falla, að Island væri besta land í heimi. Þetta mun nú ýmsum hafa þótt nokkuð þykkt smurt. Það var nefni- lega ekki svo ótítt að heyra það sagt, - oa heyrist raunar stundum enn, - að Island sé á mörkum hins byggi- legaheims. Ekki dreg ég í efa, að T ryggvi Þór- hallsson hafi talið sig geta stutt þessa staðhæfingu sína ýmsum rökum. Sýnist mér þó að þau séu fleiri tiltæk nú en þá, eins og málum heims- byggðarinnar er háttað. Alltaf öðru hvoru berast okkur fregnir af stórfell- du mann- og eignatjóni af völdum náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjál- fta, flóða og fellibylja. Suður í „sólar- löndum" fellur fólk unnvörpum úr hungri. Uppskera bregst eða eyði- leggst ýmist vegna þurrka eða úr- komu, og þannig mætti halda áfram að telja. Auðvitað höfum við orðið fyrir barðinu á náttúruhamförum svo sem eldgosum og jarðskjálftum en þó löngum með vægari afleiðingum en annarsstaðar hefur gerst. Við eigum ómetanlegan auð í vatnsorku okkar og jarðhita. Við eigum einhver bestu fiskimið í heimi. ísland er eitt besta grasræktarland veraldarinnar. Við erum, enn a.m.k., að miklu leyti laus við þá mengun, sem víða annars- staðar skilur eftir sig sviðna jörð, eitrað vatn og andrúmsloft. Og aftur má segja: Þannig mætti áfram telja. Við höfum öll skilyrði til þess að geta lifað hérmiklu allsnægtalífi. Það gerum við líka þegar á heildina er litið. Afkoma okkar er með því besta sem gerist meðal þjóða heimsins, þótt í tvö horn skipti um afkomu einstakl- inganna, þá er það ekki landsins sök. Það ersjálfskaparvíti. Auðvitað bygg- ist þjóðarafkoman öðrum þræði á dugnaði, manndómi og menningu þess fólks, sem landið byggir. Þær eigindir hrykkju þó ekki til ef landið sjálft væri ekki gott og gjöfult. Margir áratugir eru nú liðnir síðan T ryggvi Þórhallsson lét þau orð falla, sem hérervitnaðtil. Möguleikarokk- ar á því að nýta þann auð, sem landið byr yfir, eru margfalt meiri nú en þá, enda sér það á. Lífskjör þjóðarinnar hafa rækilega afsannað þá kenningu, að ísland sé á mörkum hins byggi- lega heims. Þau renna á hinn bóginn styrkari stoðum undir kenningu Tryggva Þórhallssonaren jafnvel hann mun hafa grunað fyrir 60 árum. - mhg í dag er 7. apríl, fimmtudagur í 24. viku vetrar, 17. dagur Einmánaðar. Sólin kom upp í Reykjavík kl. 6.23 en sólsetur er kl. 20.38. Atburðir Ingvarsslysið á Viðeyjarsundi 1906. - Seðlabanki íslands tók til starfa 1961. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Stjórnarherinn í sókn í Anda- lúsíu. Lýðveldisstjórnin endur- skipulögð. Negrin verður forsætis- og hermálaráðherra. - Farmannadeilan leyst. - Dags- brún hindrar fækkun í atvinnu- bótavinnunni. Bæjarstjórnar- íhaldið varð að láta undan. - Klofningsmennirnir reyna að stela Alþýðuhúsinu. Þeir auka hlutaféð óleyfilega um 40 þús. kr. til þess að verkalýðsfélögin verði í minni hluta. Hver lögleysan rek- ur aðra á aðalfundi hf. Alþýðu- húss Reykjavíkur. - Krafan er að atvinnubótavinnunni verði hald- ið áfram. - Karlakórinn Fóst- bræður heldur samsöng í Gamla Bíói. Söngstjóri Jón Halldórs- son. Einsöngvarar Arnór Hall- dórsson og Einar B. Sigurðsson. - mhg UM ÚTVARP & SJÓNVARP f Tonskald og tignarmaður Útvarp, rás 1, kl. 23.00 Flestir kannast við Hinrik átt- unda, (1491-1547), sem frægast- ur hefur orðið Englandskon- unga, í það minnsta þeirra mest umtalaður. Hann bauð sjálfum páfanum byrginn, sem aldrei hef- ur nu þótt heiglum hent, efldi en- ska ríkið á ýmsa grein og lagði m.a. grunninn að hinu fræga flot- aveldi Breta, sem öðru fremur gerði þá að heimsveldi. Ekki var Hinrik kóngur við eina fjölina felldur í kvennamálum og kvæntist sex sinnum. Þóttu þau hjónabönd ekki hættulaus fyrir konurnar og lét hann hálshöggva tvær þeirra, svo sem frægt er í sögum. Nú er því oft fremur á lofti haldið sem miður er um mannkindina og því vita það færri að Hinrik kóngur var mikill tón- listarmaður og fagurkeri og ágæt- lega mentaður bæði í verald- legum efnum og andlegum, enda í öndverðu ætlað að verða kirkj- unnar maður. Það fórst þó fyrir enda var hann allur í tónlistinni. Hann lék ágætlega á lútu og org- el, fékkst við tónsmíðar og var söngmaður góður. Varðveist hafa yfir 30 sönglög, danskvæði og ýmiss konar hljóðfæratónlist, sem honum er eignuð, auk einnar messu. í þættinum, sem nefnist „Tón- skáld og tignarmaður“, verður leikin tónlist frá hirð Hinriks átt- unda. Er hún bæði eftir hann sjálfan og aðra höfunda, nafng- reinda og ónafngreinda. Leikið er á ýmis hljóðfæri svo sem skálmpípur, pþmara, krumm- horn og lútu. Sum sönglaganna eru samin fyrir leikin tónlist frá hirð Hinriks áttunda. Er hún bæði eftir hann sjálfan og aðra höfunda, nafngreinda og ónafng- reinda. Leikið er á ýmis hljóðfæri svo sem skálmpípur, pómara, krummhorn og lútu. Sum söng- laganna eru samin fyrir fistilrödd eða kontratenór, en það er sérk- ennilegur söngstíll, sem mörgum nútímamanninum finnst meira en lítið forvitnilegur. - Það er Ricercare-Ensamble fúr alte musik í Zúrich sem flytur tónli- stina í þættinum. Umsjónarmað- ur er Einar Kristjánsson.- mhg Mendelsohn og Brahms Útvarp kl. 17.03 Síðdegistónleikarnir eru ekki af verri endanum en þá verða flutt verk eftir þá Mendelsohn og Brahms. Fyrst er það „Melusine fagra“ forleikur op. 32 eftir Felix Mendelsohn. Sinfóníuhljóms veit Lundúna leikur, Claudio Abbado stjórnar. - Síðan kemur konsert í D-dúr, op. 77, fyrir fiðlu og hljómsveit, eftir Johannes Brahms. Anne Sophie Muttar leikur með Fílharmoníuhljom- Hinrik áttundi. „í honum varbæði gull og grjót". Johannes Brahms sveit Berlínar. Herbert von Kara- jan stjórnar. - mhg Ráðagerð piparsveinsins Stöð tvö kl. 16.50 Piparsveinn nokkur er orðinn leiður á einlíífinu eins og gengur og gerist, enda löngu viðurkennd sannindi, að maður manns gam- an. Ekki er þó þar með sagt að hann hafi beinlínis í hyggju að ganga í hjónaband en erfingja vill hann gjarnan eignast. Nú segir fátt af einum við slíkar fram- kvæmdir, þetta er samvinnuverk- efni og tvo þarf til. Ræður hann því til sín stúlku, sem hann vonar að fáanleg sé til þess að starfa með sér að smíði nýs einstakl- _______________- mhg Tvær íslenskar skáldkonur Útvarp, rás 1, kl. 22.30 Við íslendingar höfum átt allmargar skáldkonur þótt löngum hafi verið hljóðara um þær en karlkynsskáldin. Hafa þær, þó, ýmsar hverjar, ekkert staðið körlunum að baki, þótt minna kunni eftir þær að liggja. En skáldskapargildi verka fer ekki eftir blaðsíðufjöldanum. - í kvöld verður fluttur þáttur um tvær íslenskar skáldkonur, sem nú eru báðar andaðar fyrir alllöngu, Ólöfu á Hlöðum í Hörg- árdal og Theódóru thoroddsen. Ólíkar að uppruna og ævikjörum en eiga það sameiginlegt að hafa með verkum sínum óumdeilan- lega skipað sér á bekk með okkar bestu skáldum. - Umsjónarmenn þáttarins eru Sigurrós Erlings- dóttir og Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir. Þátturinn var áður fluttur í fyrravor. _ mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.