Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Evrópa Jafnt hjá Real Madrid og Eindhoven Evrópukeppni bikarhafa Mechelen jBelgíu)— Atalanta (Italíu) 2-1 (1-1) Belgarnir byrjuðu á að skora strax á 7. mínútu og var þar að verki Eli Ghana en ítalirnir jöfnuðu þó aðeins 2 mínútum síð- ar með marki Glenn Stromberg. Mechelen sótti látlaust í síðari hálfleik en náði ekki að skora fyrr en 7 mínútur voru til leiksloka með marki Piet Den Boer. Áhorfendur voru aðeins 11,700. Marseille (Frakklandi)— Ajax (Hollandi) 0-3 (0-2) Mörk Ajax gerðu Rob Witsche á 12. og 42. mínútu og Denis Bergkamp á 89. mínútu. Áhorf- endur 45.000. Evrópukeppni meistaraliða Real Madrid (Spáni) - PSV Eindhoven (Hollandi) 1-1 d-1) Real Madrid, sem þegar hefur slegið út stórliðin Porto, Napoli og Bayern Múnchen, tókst ekki að leggja PSV að velli þrátt fyrir ódýra vítaspyrnu á 6. mínútu. Hugo Sanches skoraði úr henni og Real virtist ætla að gera fleiri mörk. En lið PSV Eindhoven, sem hefur skorað 105 mörk i hol- lensku fyrstu deildinni, náði að jafna á 20. mínútu með marki Edward Linskens. Spánverjar sóttu mun meira lengst af en í síðari hálfleik kom PSV meira inn í leikinn og undir lokin voru þeir 90.000 áhorfendur sem voru á leiknum farnir að púa á leik- menn Real Madrid. Steaua Bukarest (Rúmen- íu)—Benfica (Portúgal) 0-0 Benfica var í árásarham þegar það lék við rúmenska herliðið. Steaua missti tökin á miðjunni fljótlega og Benfica sótti mestall- an tíman þó þeim tækist ekki að skora. Það var aðeins á lokamín- útunum að markvörður Portúgal- anna þurfti að taka á honum stóra sínum við að verja tvívegis frá Rúmenunum. Áhorfendur voru 35.000. Evrópukeppni félagsliða Bayer Leverkusen (V- Þýskalandi)—Werder Bremen (V-Pýskalandi) 1 -0 (O-O) Bremen var mun betri aðilinn í leiknum en það var þó Alois Reinhardt sem gerði eina mark leiksins á 61. mínútu. Bremen sótti án afláts það sem eftir lifði leiksins en tókst ekki að skora þrátt fyrir að Norbert Meier, Frank Neubarth og Karl-Heinz Riedle fengju til þess frábær tæki- færi. Áhorfendur voru 17.000. Club Brugges (Belgíu)— Espanol(Spáni) 2-0 (1-0) Mörk Brugges gerðu Jan Ce- ulemans á 42. mínútu og Jose Gallart skoraði sjálfsmark á 74. Áhorfendur voru 30.000. Getraunir Tvær og hálf miljón á hvítan seðil í þreföldum potti íslenskra getrauna um helgina kom upp sú staða að aðeins einn var með 12 rétta og það á hvítan seðil. Það var því ekkert af kerfisliðunum sem hreppti vinningin en hvítur seðill er sá einfaldasti og kostar Bikarkeppnin 60 af 64 liðum sem voru skráð í bikarkeppnina mættu til leiks. Búið er að draga í 2. umferð: Kiddi Bj-Valli MK 5-Ricki 2001 Freyja-Álfur Babú-Ragnar Hópur 5-GMÓM 57 Portsmouth-Tenglar HGA-GRM Abba-Fálkar Ágúst-Dagsskokk BIS-Lenín 7.nóv SÆ 2-Örin 80 krónur. Vinningshafinn hefur óskað nafnleyndar en segir að þær 2.691.160 krónur sem hann fékk muni koma sér vel. Með 11 rétta voru 58 og kom í hlut hvers 8.751 króna. Sleipnir-Rolm 5 á flugi-Gamma 5 Elías-Kári 4002-Seggur Devon-Fákur Eftirtalin lið duttu úr bikar- keppninni um síðustu helgi: Tólf réttir, Hönnun, W.A.G., Gulli, Tipp Topp, H.E.B., Pens- ill, Fylkisvinir, Frost og frestanir, Fjarkarnir, Gljánar, Maddi, Ná- grannar, l.deiíd, Stáltipp, Hinir örlátu, Trompásinn, Guðjón, JHPH29, Júmbó, Sörli, Rökvís, Anfield, BAÞ31, TVB16, Wem- bley, GH box258, Axel 11, Gess, Einar Ó, Vonin, C12. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... > 2 • • ^ S* 32. leikvika Luton-Wimbledon*1 ...........................x 2 2 1 1 2 2 1 2 Nott. Forest-Liverpool* 1 ....................x 2 2 1 x 2 2 2 2 Chelsea-Derby‘2......................................... 11x1111x1 Coventry-Charlton*2...........................x 1 1 1 1 1 1 1 1 Newcastle-QPR*2...............................11x211112 Southampton-Arsenal*2......................... 222xxx2xx Watford-Oxford*2.............................x 1 1 x 1 1 1 2 2 Crystal P.-Aston Villa*3......................1 2 2x1 1 121 Middlesbro-Man.City*3........................1111111x1 Oldham-Stoke*3...............................1 1 x 1 1 1 1 1 x Swindon-Blackburn*3.......................... 1 1 2 2 2 1 2 2 1 WBA-Leeds*3...................................1 1 x 1 x x 1 1 1 *1 Undanúrslit bikarkeppninnar. Leikið á hlutlausum völlum. Framlengt ef staðan er jöfn að loknum 90 mínútum. *2 1. deild *3 2. deild Laugardalshöll 6.april 1988 Ísland-Japan 17-17(10-12) Mörk islands: Júlíus Jónasson 5/1, Bjarki Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Sgurður Gunnarsson 3/3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Guðmundur Guðmundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 2, Guð- mundur Hrafnkelsson 14/1. Útat: Júlíus og Geir í 2 mínútur hvor. Mörk Japana: Toshiyuki Yamamura 4, Kazuhiro Miyashita 3, Seiichi Takamura 2, Shinichi Shudo 2, Izumi Fujii 2, Kodo Yamamoto 2/1, Kenji Tamamura 1, Yoshi- hiro Nikawadori 1. Varin skot: Yukihiro Hshimoto 18/2. Útaf: Koji Tachiki og Seiicki Takamura í 2 mínútur hvor. Dómarar: Szajna og Wroblewski frá Pól- landi dæmdu vel. Maður leiksins: Yukihiro Hashimoto. Atli Hilmarsson svífur hér hátt yfir varnarvegg Japana eins og honum er lagið og skorar eitt af þremur mörkum sinum í gær. Handbolti Dapurt í Dalnum Islendingar mörðu jafntefli, 17-17, ísíðasta vináttulandsleiknum gegn Japönum Það var furðuleg óheppni og kiaufaskapur sem elti íslenska handboltalandsliðið í Höllinni í gærkveldi. Reyndar mátti engu muna að Japanir færu með sigur af hólmi en íslendingar sluppu fyrir horn og 17-17 jafntefli varð raunin. Sérstaklega gekk illa að koma boltanum framhjá Hashi- moto markverði Japana og fóru mörg góð marktækifæri forgörð- um. Nokkurt jafnræði var með lið- unum fyrstu mínúturnar en þegar fimrn mínútur voru liðnar af leiknum og staðan 2-2 tóku Jap- anir fjörkipp og breyttu stöðunni í 2-9. Á þessum tíma var íslenska vörnin hriplek og Einar fann sig sömuleiðis engan veginn í mark- Valsarar byrjuðu vel í gær- kveldi en rétt fyrir leikhlé tóku heimamenn völdin í leiknum og héldu þeim til leiksloka í stór- skemmtilegum en jafnframt mjög hörðum leik. Valur byrjaði á að komast yfir 8-10 og hafði meiri tök á leiknum. Njarðvíkingar komust ekki í gang og tóku Valsmenn flest fráköst þar sem Helgi Rafnsson Njarð- víkingur var meiddur. En þegar 5 mínútur voru til leikhlés fóru heimamenn að taka meira við sér en vörn Vals jafnframt að riðlast eftir að hafa verið mjög sterk í leikbyrjun. Njarðvík komst yfir 32-31 en Valur jafnaði 37-37 í síð- asta sinn því Njarðvíkingar áttu Njarðvík 6. apríl Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar UMFN-Valur 88-75 (43-38) Stig UMFN: Teitur Orlygsson 24, Hreiðar Hreiðarsson 16, Valur Ingi- mundarson 16, Helgi Rafnsson 13 Sturla Örlygsson 8, Isak Tómasson 5, Friðrik Rúnarsson 4, Árni Lárusson 2. Stig Vals: Torfi Magnússon 16, Sval Björgvinsson 14, Leifur Gústafsson 12, Þorvaldur Geirsson 11, Björn Zo- ega 10, EinarÓlafsson 7, Tómas Holt- on 5. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Jón Otti Ólafsson mjög góðir. -sóm/ste inu. Þannig skoruðu Japanir mark nánast í hverri einustu sókn á meðan sóknarleikur íslendinga brást algjörlega. Það var alveg ótrúlegt hvað leikmenn gátu gert mikið af mistökum, bæði í skotum sem og sókn. Nú skoruðu Atli og Júlíus sitt markið hvor en Japanir skoruðu þrjú næstu mörk og staðan 4-12 er 8 mínútur voru til leikhlés. Þá var komið að því að okkar menn tækju við sér. Guðmundur Hrafnkelsson kom í íslenska markið og byrjaði strax á að verja úr dauðafæri. í sama mund bættu íslendingar vörnina og næstu sex mörk voru þeirra. Þar af skoruðu Júlíus og Bjarki báðir tvö og Atli átti síðasta orðið rétt áður en síðustu mínúturnar og staðan í leikhléi var 43-38. Njarðvík hélt áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik og þó að Valsarar væru aldrei langt undan þá náðu þeir aldrei að jafna en komust næst því í 59-53 og 65-64. Síðust mínútur leiksins áttu Suðurnesjamenn síðan og ísak Tómasson innsiglaði sigur þeirra þegar staðan var 85-75 með þriggja stiga körfu og kom stöðunni í 88-75. Teitur Örlygsson var besti maður Njarðvíkinga en Hreiðar Hreiðarsson og Valur Ingimund- arson áttu góða spretti. Þá vant- aði alveg Helga Rafnsson undir körfuna en hann hefur í undan- förnum leikjum hirt mikið af frá- köstum. Njarðvík fékk mikið af villum á sig. Árni Lárusson fór útaf með 5 villur en Teitur og Valur fengu hvor um sig 4 villur. Valsliðið var mun jafnara. Torfi Magnússon var góður allan leikinn en Svali Björgvinsson átti góðan síðari hálfleik og Þorvald- ur Geirsson góðan fyrri hálfleik. Dómarar voru Gunnar Valgeirs- son og Jón Otti Ólafsson og voru að venju mjög góðir. -sóm/ste flautan gall, staðan 10-12 í hálf- leik. fslendingar byrjuðu síðari hálf- leik af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri, og komust yfir 14-13. Áhorfendur hafa eflaust búist við að eftirleikurinn yrði auðveldur en það fór á annan veg. Hashi- moto, sem hafði varið ágætlega í leiknum, lokaði nú japanska markinu og var engu líkara en að íslendingar gætu ekki annað en skotið í hann. Hann byrjaði á að verja víti frá Sigurði Gunnarssyni og þegar 13 mínútur voru eftir var staðan 15-17 Japönum í hag. Þá fór Guðmundur að verja eins og berserkur okkar megin og lítið var skorað á næstu mínútum. ís- lendingar náðu þó að jafna leikinn 17-17 og þegar háif önnur mínúta var til leiksloka fengu Japanir vítakast en Guðmundur gerði sér lítið fyrir og varði. Síðan fengu íslendingar færi á að kom- ast yfir en Japanir voru fastir fyrir og tíminn rann út. íslenska liðið lék alls ekki vel í þessum þriðja og síðasta leik við Japani. Leikmenn gerðu sig seka um allt of mikið af mistökum og var skotanýting liðsins fyrir neð- an allar hellur. Guðmundur markvörður var bestur íslending- anna en hann varði oft mjög vel. Júlíus átti þokkalegan leik og sömuleiðis Bjarki en aðrir voru undir meðallagi. Japanska liðið leikur á köflum skemmtilegan handknattleik en engu að síður er greinilegt að lið- ið er í öðrum styrkleikaflokki en íslenska liðið. Á góðum degi er ekki spurning um úrslit og eðli- legt væri að vinna þetta lið með 5-10 marka mun. Hins vegar er tímasetningin á þessum leikjum slæm fyrir okkur og þarf því eng- an að undra þótt Islendingarnir ættu dapran dag. -þóm # kvöld Fótbolti Gervigras kl.20.30 Þróttur-Valur I Reykjavíkurmótinu. Karfa Keflavík kl.20.00 ÍBK-Haukar í úrslitakeppni Úrvals- deildarinnar. Fimmtudagur 7. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Karfa Harka í Njarðvík Njarðvíkingar unnu Valsmenn ígœr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.