Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. apríl 1988 79. tölublað 53. árgangur Ráðherrar Enn eitt ágreiningsefnið „Klártaðfrumvarpið verðurlagtfram sem stjórnarfrumvarp," segirjón Baldvin Hannibalsson umfrumvarp dómsmálaráðherra um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds. Framsóknarmenn hafnaþví. A Ivarlegir brestir í stjórnarsamstarfin u „Það er klárt mál að frumvarp- ið um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds verður lagt fram sem stjórnarfrumvarp enda slíkt í samræmi við stjórnarsáttmál- ann," segir Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðu- flokksins í samtali við Þjóðvilj- ann. „Þetta liggur ljóst fyrir sem ríkisstjórnarákvörðun en hins- vegar er vitað að andstaða er gegn þessu frumvarpi innan bæði Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins meðal þeirra manna sem vilja halda fast í einveldið og þeir hafa áskilið sér rétt til að flytja breytingartillögur við frum- varpið." Pingflokkur Framsóknar- flokksins hefur lýst andstöðu sinni við þetta frumvarp og Páll Pétursson segir að frumvarpið verði ekki lagt fram sem stjórn- arfrumvarp, enda ætli framsókn- armenn ekki að samþykkja það í núverandi mynd. Af þessu er því Ijóst að alvarlegir brestir eru nú komnir í stjórnarsamstarfið og hafa framsóknarmenn kallað saman miðstjórn sína til að ræða um störf og framtíð stjórnarinnar þann 23. apríl. Sjá bls. 3 Sigríður Inga Ágústsdóttir hjá Hagkaupum í Kringlunni: Afgreiðslufólk í stórmörkuðum er orðið langþreytt og pirrað á löngum vinnutíma og vill fá frí frá laugardagsvinnu í þrjá mánuði yfir sumarið. Mynd: E.ÓI. Verslunarmenn Afgreiðslufólkið er orðið pirrað og langþreytt Mestar umrœður um laugardagslokun. Afgreiðslufólk unir ekki löngum vinnudegi og lágum launum Ráðhúsið Byggingar- svæðið girt í dag Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn samþykkti í gær gegn atkvæðum fulltrúa minni- hlutans að heimila byrjunarfram- kvæmdir að byggingu ráðhúss í Tjörninni og hefjast þær í dag. Minnihlutinn að undan- skildum borgarfulitrúa Fram- sóknarflokksins, lagði fram sér- staka bókun þar sem því er harð- lega mótmælt að byrjunarfram- kvæmdir verði hafnar. í bókun- inni er m.a. bent á að fyrirhugað ráðhús sé 30% hærra og 28% stærra að rúmtaki en staðfesting félagsmálaráðherra segir til um og að ékki hafi verið gerðar nauðsynlegar þær varúðarráð- stafanir til verndar lífríkinu í Tjörninni. Sjá bls. 6 Vorið í samningaviðræðum Verslun- armannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambandsins, sem fram fara í húsakynnum sáttas- emjara ríkisins, hefur mest verið rætt um hvort aflétta eigi yfir- vinnubanni á laugardögum yfir sumarmánuðina, en afgreiðslu- fólk berst á móti því. í viðtali við einn samninga- nefndarmann verslunarmanna, sem vinnur í stórmarkaði hjá Hagkaupum, kemur fram að al- gengur vinnutími afgreiðslufólks er frá klukkan átta á morgnana til klukkan hálftíu á kvöldin og klukkutíma lengur á föstu- dögum. Stundum teygist enn frekar úr vinnudeginum við að raða varningi í hillur. Við þetta bætist laugardagsvinnan. Vaktavinna virðist ekki koma til greina og er borið við mann- eklu. Lág laun valda gífurlegri hreyfingu á fólki. Sjá bls. 2 Lífið er rauðmagi Jón Einarsson triHukarl og smiður stundar róðra frá Ægisíðu á hverju vori og sumri. Hann segir rauðmagann óbrígðult merki um vorkomuna, en svo er það sú kínverska! Sjá baksíðu Sjónvarp Bullandi óánægja Aðalfundur Starfsmannafélags sjónvarpsins hefur sent frá sér á- lyktun þar sem mótmælt er þeirri stefnu forráðamanna sjónvarps- ins að úthluta í sífellt ríkari mæli verkefnum til vinnslu hjá einka- aðilum í stað þess að nýta tækja- kost og mannafla sjónvarpsins. Segir íályktuninni að þessi stefna leiði til dýrari dagskrár- gerðar en ella ^og óhagkvæmni í rekstri stofunarinnar. Sjá bls. 3 Afganistan Sáttmali í burð- arliðnum? Ráðamenn í Moskvu, Kabúl og íslamabad sögðust allir gera sér vonir um að samningar um heimkvaðningu sovéskra dáta og vopnahlé í Afganistan væru í sjónmáli. Öllum stórljónum hefði verið rutt úr vegi og nú væri aðeins eftir að hnýta lausa smá- spotta í Genf. Sjá bls. 7 Sovétdátar í Kabúl. Brátt halda þeir heimleiðis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.