Þjóðviljinn - 08.04.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Page 1
Föstudagur 8. apríl 1988 79. tölublað 53. órgangur Ráðherrar Enn eitt ágreiningsefnið „Klártaðfrumvarpið verðurlagtfram sem stjórnarfrumvarp,“ segirjón Baldvin Hannibalsson um frumvarp dómsmálaráðherra um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds. Framsóknarmenn hafnaþví. Alvarlegir brestir í stjórnarsamstarfinu „Það er klárt mál að frumvarp- ið um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds verður lagt fram sem stjórnarfrumvarp enda slíkt í samræmi við stjórnarsáttmál- ann,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðu- flokksins í samtali við Þjóðvilj- ann. „Þetta liggur ljóst fyrir sem ríkisstjórnarákvörðun en hins- vegar er vitað að andstaða er gegn þessu frumvarpi innan bæði Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins meðal þeirra manna sem vilja halda fast í einveldið og þeir hafa áskilið sér rétt til að flytja breytingartillögur við frum- varpið." Þingflokkur Framsóknar- flokksins hefur lýst andstöðu sinni við þetta frumvarp og Páll Pétursson segir að frumvarpið verði ekki lagt fram sem stjórn- arfrumvarp, enda ætli framsókn- armenn ekki að samþykkja það í núverandi mynd. Af þessu er því ljóst að alvarlegir brestir eru nú komnir í stjórnarsamstarfið og hafa framsóknarmenn kallað saman miðstjórn sína til að ræða um störf og framtíð stjórnarinnar þann 23. apríl. Sjá bls. 3 Ráðhúsið Byggingar- svæðið girt í dag Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn samþykkti í gær gegn atkvæðum fulltrúa minni- hlutans að heimila byrjunarfram- kvæmdir að byggingu ráðhúss í Tjörninni og hefjast þær í dag. Minnihlutinn að undan- skildum borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, lagði fram sér- staka bókun þar sem því er harð- lega mótmælt að byrjunarfram- kvæmdir verði hafnar. í bókun- inni er m.a. bent á að fyrirhugaö ráðhús sé 30% hærra og 28% stærra að rúmtaki en staðfesting félagsmálaráðherra segir til um og að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar þær varúðarráð- stafanir til verndar h'fríkinu í Tjörninni. Sjá bls. 6 Vorið Lífið er rauðmagi Jón Einarsson trillukarl og smiður stundar róðra frá Ægisíðu á hverju vori og sumri. Hann segir rauðmagann óbrigðult merki um vorkomuna, en svo er það sú kínverska! Sjá baksíðu Sigríður Inga Ágústsdóttir hjá Hagkaupum í Kringlunni: Afgreiðslufólk í stórmörkuðum er orðið langþreytt og pirrað á löngum vinnutíma og vill fá frí frá laugardagsvinnu í þrjá mánuði yfir sumarið. Mynd: E.ÖI. Verslunarmenn Afgreiöslufólkiö er orðið pirraö og langþreytt Mestar umrœður um laugardagslokun. Afgreiðslufólk unirekki löngum vinnudegi og lágum launum í samningaviðræðum Verslun- armannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambandsins, sem fram fara í húsakynnum sáttas- emjara ríkisins, hefur mest verið rætt um hvort aflétta eigi yfir- vinnubanni á laugardögum yfir sumarmánuðina, en afgreiðslu- fólk berst á móti því. í viðtali við einn samninga- nefndarmann verslunarmanna, sem vinnur í stórmarkaði hjá Hagkaupum, kemur fram að al- gengur vinnutími afgreiðslufólks er frá klukkan átta á morgnana til klukkan hálftíu á kvöldin og klukkutíma lengur á föstu- dögum. Stundum teygist enn frekar úr vinnudeginum við að raða varningi í hillur. Við þetta bætist laugardagsvinnan. Vaktavinna virðist ekki kon til greina og er borið við mam eklu. Lág laun valda gífurleg hreyfingu á fólki. Sjá bls. Sjónvarp Bullandi óánægja Aðalfundur Starfsmannafélags sjónvarpsins hefur sent frá sér á- lyktun þar sem mótmælt er þeirri stefnu forráðamanna sjónvarps- ins að úthluta í sífellt ríkari mæli verkefnum til vinnslu hjá einka- aðilum í stað þess að nýta tækja- kost og mannafla sjónvarpsins. Segir íályktuninni að þessi stefna leiði til dýrari dagskrár- gerðar en ella yog óhagkvæmni í rekstri stofunarinnar. Sjá bls. 3 Afganistan Sáttmálií burð- arliðnum? Ráðamenn í Moskvu, Kabúl hefði veriðruttúrvegiognú væri og íslamabad sögðust allir gera aðeins eftir að hnýta lausa smá- sér vonir um að samningar um spotta í Genf. heimkvaðningu sovéskra dáta og vopnahlé í Afganistan væru í , sjónmáli. Öllum stórljónum Sjá bls. 7 Sovétdátar í Kabúl. Brátt halda þeir heimleiðis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.