Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Ríkisstjórnin
Alvarlegir brestir í samstarfinu
„Verður lagtfram sem stjórnarfrumvarp, “segirJón Baldvin um frumvarpið um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds. „Verðurekki lagtfram sem stjórnarfrumvarp,“ segir Páll Pétursson
Alvarlegir brestir eru nú komn-
ir í stjórnarsamstarfið vegna
deilna alþýðuflokksmanna og
framsóknarmanna um hvort
frumvarpið um aðskilnað dóms-
Dómsmálaráðherra
„Umræð-
unni ekki
lokið“
„Ég vil taka það fram að um-
ræðunni um þetta frumvarp er
ekki lokið innan þingflokka og
mér hefur ekki borist til eyrna að
þeir séu því andvígir,“ segir Jón
Sigurðsson dómsmálaráðherra í
samtali við Þjóðviljann um frum-
varpið um aðskilnað dómsvalds
og umboðsvalds.
„Ég á von á að þetta verði
stjórnarfrumvarp og að það fái
þinglega meðferð í tæka tíð fyrir
þinglok, enda er hér um stórmál
að ræða og heiðursmál fyrir þjóð-
ina.“
Jón segir ennfremur að þær
breytingar sem felast í frumvarp-
inu á dómskerfi landsins séu
þjóðinni nauðsynlegar og hann er
ekki sammála því sjónarmiði Páls
Péturssonar að þessar breytingar
komi til með að kosta mikið fé.
„Hinn tvímælalausi ávinningur
sem felst í frumvarpinu er sú rétt-
arbót sem það veitir almenningi
og því kæmi mér á óvart ef mikil
andstaða yrði gegn því.“
-FRI
Stúdentaráð
Viðræðum
miðar
ekkert
Eftir tveggja vikna samninga-
viðræður Röskvu og Vöku hefur
ný stjórn ekki litið dagsins Ijós í
Stúdentaráði HI. Meðan svo er
getur nýtt Stúdentaráð ekki kom-
ið saman og er því óstarfhæft.
Runólfur Ágústsson talsmaður
Röskvu sagði í samtali við Þjóð-
viljann að Röskva hefði boðið
Vöku hina ýmsu kosti sem öllum
hefði verið hafnað. Meðal annars
hefði Vöku verið boðið upp á
samstjórn. „Á meðan Vaka gefur
ekkert eftir er enginn tilgangur í
að halda viðræðum áfram. Komi
fylkingarnar sér ekki saman um
skiptingu embætta gæti þurft að
láta hlutkesti ráða henni, slíkt
yrði hneisa fyrir Stúdentaráð,“
sagði Runólfur.
Ómar Geirsson formaður Stú-
dentaráðs sagðist ekki bjartsýnn
á gang mála og taldi að slitnað
gæti upp úr viðræðum næstu
daga.
Oddviti Vöku, Sveinn Andri
Sveinsson, var ekki eins svart-
sýnn en taldi viðræður þó ganga
allt of hægt, ekki hefði verið vilji
fyrir maraþonfundi til að útkljá
málin. Hann sagðist reikna með
nýjum samningafundi á næstu
dögum.
Eftir kosningarnar þann
15.mars er pattstaða í Stúdenta-
ráði, báðar fylkingar hafa 15 full-
trúa. -hmp
valds og umboðsvalds verði lagt
fram sem stjórnarfrumvarp eða
ekki. Þetta mál er raunar aðeins
eitt af mörgum deilumálum,
nefna má óánægju sjálfstæðis-
manna með utanríkisstefnu
Steingríms Hermannssonar sem
verið hefur í „global action“ hug-
leiðingum síðan hann tók við
embætti, og einnig má geta þess
að framsóknarmenn eru síður en
svo ánægðir með stöðu atvinnu-
lífsins á landsbyggðinni, þar sem
flest annað en sjávarútvegur virð-
ist að hruni komið.
„Það er klárt mál að frumvarp-
ið verður lagt fram sem stjórnar-
frumvarp, enda er það í samræmi
við stjórnarsáttmálann og liggur
ljóst fyrir sem ríkisstjórnará-
kvörðun," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýð-
uflokksins, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
„Hinsvegar hefur komið fram
andstaða við frumvarpið innan
þingflokka bæði Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokksins meðal
manna sem vilja halda fast í ein-
veldið og þeir hafa áskilið sér rétt
til að flytja breytingartillögur við
frumvarpið."
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins,
segir hinsvegar að frumvarpið
verði ekki flutt sem stjórnarfrum-
varp og að Framsóknarflokkur-
inn styðji það ekki í núverandi
mynd. Framsóknarflokkurinn
hefur boðað til fundar miðstjórn-
ar þann 23. apríl þar sem störf og
framtíð ríkisstjórnarinnar verða
rædd, en forráðamenn flokksins
segja að þeir séu ekki að boða til
stjórnarsiita með þessu. Hinsveg-
ar hafi þeir þungar áhyggjur af
þróun efnahagsmála.
Um þessar áhyggjur framsókn-
armanna segir Jón Baldvin
Hannibalsson: „Menn hafa veru-
legar áhyggjur af undirstöðum at-
vinnulífsins á landsbyggðinni,
erfiðleikum í landbúnaði, í ullar-
og prjónaiðnaði og í smásölu-
verslun úti á landi, svo ég nefni
dæmi. Menn hafa þungar áhyggj-
ur af því að viðskiptahallinn sé of
mikili. Framsóknarmenn hafa
þungar áhyggjur, ríkisstjórnin
hefur þungar áhyggjur, stjórnar-
andstaðan hefur þungar áhyggj-
ur. Nú er það svo að innan þess-
arar ríkisstjórnar er óvenjumikið
af samstarfsnefndum á ráðherra-
stigi. Við erum með samstarfs-
nefnd um efnahagsmál, um ríkis-
fjármál, um landbúnaðarmál svo
dæmi séu tekin. Allir aðilar
stjórnarsamstarfsins eru ábyrgir
Aðalfundur Starfsmannafélags
sjónvarpsins mótmælir þeirri
stefnu sjónvarpsins að úthluta í
sífellt ríkari mæli verkefnum til
vinnslu hjá einkaaðilum í stað
þess að nýta tækjakost og mann-
afla stofnunarinnar. í tilkynn-
ingu frá félaginu um þetta mál eru
teknar sem dæmi hugmyndir um
að láta íslenska myndverið, sem
er í meirihlutaeigu rekstraraðila
Stöðvar 2, annast tæknivinnslu á
leikritinu Næturganga.
Á sama tíma og þetta gerist eru
dregin saman seglin í starfsemi
tæknideildar sjónvarpsins og
starfsmönnum fækkað. Starfs-
fyrir þeirri stefnu sem mótuð er
og þeim ákvörðunum sem teknar
eru á þessum vettvangi. Hinsveg-
ar hafa framsóknarmenn ekki
flutt neinar tillögur til lausnar
efnahagsvandanum á þessum
vettvangi né öðrum svo vitað sé
og það er kominn tími til að þeir
mannafélagið minnir hinsvegar á
nauðsyn þess að nýta vel fjár-
muni stofnunarinnar, enda komi
þeir beint frá eigendum hennar,
það er almenningi í landinu. Sú
stefna að ráðstafa verkefnum og
þar með fjármunum til einkaað-
ila leiði til dýrari dagskrárgerðar
og óhagkvæmni í rekstri.
Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri segir að varðandi
dæmið sem tekið er hér að fram-
an sé ekki búið að undirrita neina
samninga þar að lútandi og raun-
ar verði það ekki gert því að á
fundi framkvæmdastjórnar Rík-
isútvarpsins, sem haldinn var í
taki málin af plani áhyggna yfir á
plan raunhæfra aðgerða."
Sjálfstæðismenn hafa hinsveg-
ar ekki miklar áhyggjur af fyrir-
huguðum fundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins, telja hann
eðlilegan og lítt fréttnæman sem
slíkan. Einn af ráðamönnum
gær, hafi komið fram hjá fram-
kvæmdastjóra og tæknistjóra
sjónvarpsins að stofnunin væri
fullfær um að annast þessa vinnu
sjálf og því allar líkur á að hún
gerði það.
Hvað varðar það atriði að
leitað sé til einkaaðila um einstök
verkefni innan sjónvarpsins telur
Markús Örn slíkt eðlilegt og
bendir á sem dæmi að ekki sé
hagkvæmt að hafa á föstum
launum mannskap annast geti
vinnu á álagstímum eða toppum á
árinu eins og páskum og jólum, ef
þetta lið hefði síðan lítið sem ekk-
ert að gera þess á milli. Eðlilegra
Sjálfstæðisflokksins sagði hins-
vegar í samtali við Þjóðviljann:
„Formaður Alþýðuflokksins
sagði fyrir skömmu að framsókn-
armenn veittu þessari ríkisstjórn
hlutleysi, en það fer að verða
spurning hvort hann ver hana
vantrausti." -FRI
sé að leita til einkaaðiia með
verkefni á þessum álagstímum en
miða sfðan umfang starfseminnar
við það sem eðlilegt getur talist
frá degi til dags.
Markús Örn bendir einnig á
það að við endurskoðun á út-
varpslögunum hafi beinlínis verið
gert ráð fyrir því að sjónvarpið
leitaði til utanaðkomandi aðila
með verkefni og raunar megi fara
allt aftur til áranna fyrir 1970 til
að sjá dæmi þess að utanaðkom-
andi aðilar hafi verið látnir ann-
ast dagskrárgerð fyrir sjónvarp-
Vonandi er að þeir, sem sóttu ráð til Krabbameinsfélagsins í gær til að hætta að reykja, hafi ekki byrjað
daginn í dag með því að kveikja sér í einni. Myndin er tekin á veitingastaðnum Lækjarbrekku í gær.
Reyklaus dagur
Námskeið í reykbindindi
Krabbameinsfélagið gengstfyrir námskeiðum fyrir reykingamenn sem vilja
hætta
Námskeið Krabbameinsfélags
Reykjavíkur í reykbindindi hafa
átt vinsældum að fagna að undan-
förnu og á reyklausum degi í gær
var gestum og gangandi boðið að
kynna sér þau í Lækjarbrekku
og Kringlunni.
Þar var fyrirkomulagið kynnt
og ráðgjafar Krabbameinsféíags-
ins ræddu við alla þá sem komu.
Þar var hægt að horfa á mynd-
bönd, hlýða á fyrirlestra og ræða
einslega við ráðgjafa. Á nóm-
skeiðunum er mikil áhersla lögð á
góða undirbúningsvinnu áöur en
hætt er og þremur fyrstu vikunum
af sjö eytt í undirbúmng og skipu-
lagningu. Hvar best er að byrja á
að reykja ekki, hvaða venjur beri
að forðast og þar fram eftir göt-
Einn ráðgjafanna sagði að
mikil áhersla væri lögð á kímni
því oft væri það svo að fólk væri
bugað af hræðslu við að hætta og
væri hætt við að það hætti við að
hætta. Því væri reynt að gera fólki
það sem léttbærast.
Næsta námskeið verður í júní,
annað í júlí og síðan í haust.-tt
Sjónvarpið
Starfsmenn óhressir með útboðin
Málið rœtt áfundiframkvœmdastjórnar. Markús Orn telur eðlilegtað leita útfyrirstofnunina
Föstudagur 8. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3