Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 5
Geir Gunnarsson Af bjarndýrum og bjór Um það mál, sem hérer til um- ræðu, bjórmálið svokallaða, hef- ir á báða bóga nú þegar verið sagt allt sem segja þarf og ríflega það. Frekari ræðuhöld þjóna í raun engum tilgangi fremur en löng ræðuhöld gera yfirleitt. En vegna þess að ég á sæti á allsherjarnefnd og hefi skrifað undir álit minnih- luta nefndarinnar, sem er andvíg- ur samþykkt frumvarpsins, tel ég þó rétt að gera grein fyrir þeirri afstöðu minni með nokkrum orð- um. Allsherjarnefnd hefir fengið í hendur mikinn sæg umsagna um þetta mál, hvort leyfa skuli bruggun og sölu áfengs öls á ís- landi, auk þess sem dagblöð hafa verið undirlögð. Ég hefi reynt að kynna mér þessi gögn sem best, og niðurstaða mín er sú, að með sölu áfengs öls til viðbótar sölu á því áfengi sem nú þegar er á boð- stólum, sé tekin sú áhætta að heildarneysla áfengis aukist. Mér þykja þær rannsóknir og athuganir, sem fyrir liggja frá öðrum löndum, benda eindregið til þess, að líkurnar á að svo fari hér á íslandi séu yfirgnæfandi. Ég tel einnig að þau gögn, sem fyrir liggja, bendi jafnframt til þess, að sú viðbótarneysla gæti komið fram í aukinni hversdagsdrykkju, jafnvel vinnustaðadrykkju í ein- hverjum mæli. Ég er ekki heldur í vafa um, að áfengur bjór til viðbótar við það áfengi, sem nú er á boðstólum, mun auk annarrar hættu sem honum fylgir, verða skeinuhætt- ur og lævís peningaþjófur hjá mörgum þeim heimilum sem síst mega við því. Og síðasta en ekki síst tel ég verulega hættu á því að sala á áfengu ölu geti stuðlað að aukinni áfengisneyslu unglinga og að hún geti jafnvel hafist fyrr hjá einstaklingum en nú á sér stað. Það má vel vera, að ekkert verði fullyrt með vissu í þessum efnum fremur en svo oft, þegar þarf að taka mikilvægar ákvarð- anir, en hættuboðarnir eru augljósir og svo alvarlegir að menn hljóta að spyrja: Hví að taka þessa áhættu? Er hún þess virði? Eftir hverju er verið að slægjast sem réttlæti það að tefla svo í tvísýnu? Ýmsir mæna nú hingað í von um að samþykkt frumvarpsins Það er mála sannast, að í því neysluþjóðfélagi, sem við höfum verið að byggja upp, hefir velferð barna og unglinga ekki beinlínis setið í fyrirrúmi. Alþingi og ríkis- vald hefir heldur lítið frumkvæði haft í þá veru að rækta það um- hverfi sem gæti orðið til þess að létta foreldrum það mikilsverða velferð fjölmargra þeirra ung- menna sem eru að alast upp og munu alast upp í landinu á kom- andi árum. Höfum við leyfi til að taka nokkra minnstu áhættu gagnvart lífstíðarvelferð þeirra? Þeim áróðri er mjög haldið á loft til framdráttar því frumvarpi, sem hér er til umræðu, að bjór sé „Eigum við þáfremur að standa að þvííþess- um sal og áþessari stundu, að taka áhœttuna afþvíað sleppa nýjum vímugjafa út á meðal unglinga í traustiþess að þessi áfengistegund, bjórinn, sé vœgari en ómengað brennivín og getiþess vegna ekki gert neitt mein, vitandiþó um reynsluna og afleiðingarnar víða annars staðar?“ geti orðið þeim að féþúfu. Eru það hagsmunir þeirra sem við ættum að gæta? Höfum við ein- hverjar skyldur við þá? Þessir að- ilar, framleiðendur, sölumenn og umboðsaðilar, væru þeir einu, þeir einu, sem ættu ávinninginn vísan. Allt annað, sem svo miklu skiptir, er áhættunni undirorpið. Og vilja háttvirtir alþingismenn með opin augu og vitandi vits taka þá áhættu? Ég vil það ekki, og ég beini orðum mínum til þeirra háttvirtra alþingismanna, ef einhverjir eru, sem hafa ekki enn gert upp hug sinn, að þeir geri sér áhættuna og persónulega ábyrgð sína ljósa. Hér verða engin spor stigin til baka. Ahættan og ábyrgð hvers og eins alþingismanns, sem úrs- litum getur ráðið í þessu efni, ér meiri en ella þess vegna. hlutverk að veita æsku þjóðar- innar jákvætt og þroskandi upp- eldi. Mótun þess umhverfis, sem að unglingum snýr, hefir í þeim mun ríkari mæli verið í höndum þeirra einkaaðila,sem hafa gert sér að lifibrauði að gera út á peningana í /vösum æskulýðsins, og það hefir ekki þurft að hafa áhyggjur af rekstrargrundvelli þeirrar út- gerðar. Það væri nöturlegt í meira lagi, ef helsta og jafnvel eina framtak Alþingis í þessu efni væri að beita sér fyrir því að auka fjölbreytni og framboð á vímu- efnum með því að samþykkja sölu á áfengum bjór í landinu. Þegar verið er að taka ákvörð- un í því efni hér á háttvirtu Al- þingi þá legg ég áherslu á það, að með samþykkt þessa frumvarps væru háttvirtir alþingismenn óumdeilanlega að tefla í tvísýnu meinlaus, vegna þess að áfengis- innihald hans er minna en annars áfengis. Reynsla annarra þjóða hefir þó sannarlega sýnt fram á þá raunverulegu hættu, sem ekki hvað síst unglingum stafar af áfengu öli, þótt það hafi ekki á- fengisstyrkleika léttra vína eða brenndra. Það gerðist á dögunum norður í Haganesvík, að bjarndýr gekk þar á land. Landsmenn hafa síð- an deilt um réttmæti þeirra við- bragða heimamanna að fella dýr- ið tafarlaust. Þeir sem eru fjærst vettvangi, hér fyrir sunnan, hafa margir hverjir talið þau viðbrögð ástæðulaus. Þetta dýr, sem er að vísu af kyni mannskæðra villi- dýra, hafi ekki verið fullvaxið. Hætta stafi einungis af fullvöxnum dýrum og ástæðu- laust að óttast um börn og ung- linga á þessum slóðum, þótt slíkt bjarndýr tæki upp á því að spíg- spora meðal þeirra. Þetta geta menn sagt, sennilega af bærilegri sannfæringu, hér suður í Reykja- vík, með öll sín börn órafjarri og í tryggri gæslu á dagvistarheimil- um eða með öðrum hætti. En setjum okkur í spor þeirra foreldra, sem áttu þá að taka áhættuna, foreldra sem áttu sín eigin börn á þessum slóðum þar sem bjarndýrið hélt sig, að vísu ekki fullvaxið dýr. Myndi nokk- urt eitt einasta okkar, sem eigum sæti á háttvirtu Alþingi, hafa í þeim sporum tekið nokkra minnstu áhættu og gert þá tilraun að kanna, hvort bjarndýrið gældi fremur við börnin en gleypti þau? Ég held ekki. Ég held að við hefðum, eins og fólkið í Haganes- vík, orðið okkur úti um byssu og firrt börnin okkar allri áhættu, sannfærð um að tilraunin með að hafa bjarndýrið, þótt ekki væri það fullvaxta, innan um börnin, væri ekki áhættunnar virði. Líf og velferð barnanna leyfði ekki slíkt áhættuspil. Eigum við þá fremur að standa að því, í þessum sal og á þessari stundu, að taka áhættuna af því að sleppa nýjum vímugjafa út á meðal unglinga í trausti þess að þessi áfengistegund, bjórinn, sé vægari en ómengað brennivín og geti þess vegna ekki gert neitt mein, vitandi þó um reynsluna og afleiðingarnar víða annars stað- ar? íbúar norður í Haganesvík vildu ekki leggja börn sín í nokkra minnstu áhættu, og báru nóga umhyggju fyrir sínu ungviði til þess að þeir felldu björninn, þótt hann væri ekki fullvaxinn. Hið sama ber okkur alþingis- mönnum að gera við bjórfrum- varpið. Geir Gunnarsson er alþingismaður Alþýðuhandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi. Hann flutti ofanritaða ræðu í umræðum um bjórmálið á þingi á dögunum. Kjaramál Verðum að snúa við blaðinu Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisins seturfram fjögur meginatriði nýrrar launastefnufyrir hreyfingu launamanna. Góðœriðfariðíaðaukafyrirtœkjagróðaog hœkka hœstu laun Hreyfing launamanna þarf að snúa við blaðinu og læra af reynslunni eftir góðæri sem varið hefur verið til að auka gróða fyrirtækjanna og hækka hæstu iaun, scgir í ályktun aðalfundar Starfsmannafélags ríkisstofnana sem haldinn var þriðjudaginn í dymbiiviku. í ályktuninni eru sett fram fjögur grunnatriði nýrrar kjarastefnu sem launamenn þurfi nú að sameinast um. Ályktunin hijóðar svo: „Aðalfundur SFR haldinn 29. mars 1988 leggur áherslu á að stöðug og traust efnahagsstefna sé undirstaða þess að eðlilegt og heilbrigt þjóðlif megi þróast. Síðustu kjarasamningar í apríl 1987, voru gerðir í trausti þess að ríkisvaldið stæði við skuldbind- ingar sínar um stöðugleika í efna- hagsmálum. Ekki var staðið við þær. Verðbólga varð mun meiri en reiknað var með við gerð kjarasamninga og vegna þess að takmörkuð verðtryggingar- ákvæði voru í samningunum er kaupmáttur launa mun lakari en um var samið. Launamismunur hefur stór- aukist í þjóðfélaginu. Laun lægst- launuðu stéttanna hafa rýrnað, svo ekki verður við unað. Launaskriðið á almennum vinnu- markaði hefur leitt til þess að laun félaga SFR hafa dregist aftur úr launum annarra stétta. Fundurinn leggur áherslu á að launabaráttan miðist við að kaup lægst launaða fólksins verði stór- bætt. Aðalfundur SFR beinir því til stjórnar og samninganefndar að kannað verði nú þegar, hvort endurskoðun á launalið núgild- andi samninga við ríkið sé tíma- bær, miðað við ákvæði samnings- ins. Þrátt fyrir góðæri undanfar- inna ára hefur Iaunþegahreyfing- unni ekki tekist að bæta kjör þeirra lægst launuðu svo viðun- andi sé. Góðærið hefur farið í að auka gróða fyrirtækja og stór- hækka laun þeirra sem hæst launin höfðu fyrir. Ef litið er til launþegahreyfing- arinnar í heild, þá hefur hún ekki haft nógu fastmótaða launa- stefnu. Hreyfingin hefur látið undan áróðri ríkisvalds og at- vinnurekenda um að verðtrygg- ing launa leiði til verðbólgu. Afl- eiðingarnar eru meiri launamis- munur en nokkru sinni fyrr, en samt er spáð 25% verðbólgu. Launþegahreyfingin verður að læra af reynsluni og snúa við blaðinu, annars mun hún sund- rast enn meira en orðið er. Launþegahreyfingin þarf að sameinast um launastefnu, sem byggir á eftirfarandi megin- atriðum: - 40 stunda vinnuvika verði raunhæf og nægi til framfærslu. - Tryggja verður fullar verðbæt- ur á öll almenn laun. - Leiðrétt verði innbyrðis mis- ræmi á launakjörum einstak- linga og starfshópa, sem vinna hliðstæð störf. - Duldar greiðslur fari inn í taxt- ana. Hinsvegar er ekki nóg að setja fram kröfur, heldur verður hrey- fingin í heild að undirbúa baráttu til að ná þeim fram. Fyrst þarf að virkja félaga og hefja markvissar upplýsingar um réttmæti kröfu- gerðarinnar. Þá munu menn ekki skorast undan að fylgja kröf- unum eftir til hins ýtrasta. Föstudagur 8. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.