Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN Afganistanmálið Lausn í sjónmáli? Hvort er verið að semja um lyktir borgarastyrjaldarinnar ellegar heimkvaðningu sovéskra hermanna? Allir diplómatar og sérfræð- ingar sem um Afganistanmálið véla eru á einu máli um að helstu hindrunum fyrir samkomulagi hafi verið rutt úr vegi. Nú þurfi aðeins að leysa ýms smámál áður en einingarpappír valdsherranna í Kabú) og Islamabad verður undirritaður í Genf. Leiðtogar Sovétríkjanna, Af- ganistan og Pakistan kváðust allir vera mjög bjartsýnir á að samn- ingsgerð lyki brátt og að heimkvaðning 115 þúsund sov- éskra hermanna frá Afganistan gæti hafist. Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, Júlí Vorontsov, kom til Genfar í gær og telja heimildamenn Reuters þar í borg fullvíst að Afganistanmálið verði efst á baugi í viðræðum þeirra Di- egos Cordovezar, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna. Valdsmennirnir Mikhael Gor- batsjov og Najibullah sögðust báðir barmafullir vona og bjartsýni þegar þeir slitu óvænt- Briissel Sameinaðir stöndum vér En sundraðir föllum vér. Kenneth Kaunda krefst þess að allar þjóðir legg- ist á eitt við lausn hungur- vandans um fundi sínum í gær. Öllum á óvörum höfðu þeir mælt sér mót í Tashkent, höfuðbóli Uzbeka, í fyrradag. Þeir sögðu að ef allt færi að óskum væri ekkert því til fyrirstöðu að brottflutningur gerskra dáta frá afgönsku landi hæfist þann 15da maí. Gorbatsjov mælti: „Það má ör- uggt teljast að samningar um pól- itíska lausn verða undirritaðir. Ég hygg að Pakistanir og Afganir nái samkomulagi og að við, So- vétmenn og Bandaríkjamenn, munum gæta þess að heit verði haldin. Það er kunnara en frá þurfi að segja að viðræðurnar í Genf voru nánast farnar út um þúfur. Ors- ökin var ágreiningur aðila um það hvort bandarískum og so- véskum valdhöfum ætti að vera heimilt að senda skjólstæðingum sínum, stjórnvöldum og upp- reisnarmönnum í Afganistan, hergögn eftir að Rauði herinn væri á brott úr landinu. Að sögn þeirra sem gerst þekkja til munu Kremlverjar og húsbændur í Hvíta húsinu hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að halda áfram vopnasend- ingum til landsins eftir að sovésk- ar hersveitir eru komnar heim. Því hljóta að vakna spurningar um það hvort verið sé að gera friðarsáttmála í Genf eða semja um nýtt borgarastríð, án þátttöku Rauða hersins í orrustum og hryðjuverkum. Reuter/-ks. Fýldir sovétdátar flatmaga uppá skriðdrekanum sínum í Kabúl. Heimþráin skín úr svip þeirra. Palestína Hrópað á hefnd s Israelskir hermenn drápu ungan Palestínumann við Beíta. Hann var „skotinn á flótta“ Gráir fyrir járnum hlýddu ísra- elskir landræningjar á leið- toga sinn, Yitzhak Shamir forsæt- isráðherra, fiytja ræðu við útför 15 ára gamallar stúlku sem pal- estínsk ungmcnni myrtu í gær. Mál hans var öðru hvoru rofið af upphrópunum lýðsins: „Hcfnd, hefnd...“ Meðan þessu fór fram leituðu ísraelskir hermenn dyrum og dyngjum að morðingjum stúlk- unnar í Beítabæ. Ekki ieið á löngu uns þeir höfðu skotið byssukúlu í gegnum höfuðið á ungum Palestínumanni. Hann var vitaskuld „skotinn á flótta." „Guð mun hefna fyrir blóð vort,“ kvað Shamir hafa þrumað yfir þúsundum syrgjenda í Karnei Shomron kirkjugarðinum. Og enn hækkaði hann róminn: „Blóðið sýður í æðum gervallrar þjóðarinnar. Sérhvert morð þjappar ísraelsþjóð saman, styrkir oss og eflir einingu vora og landsins." Tvíræð þula atarna! í gær handtóku ísraelskir her- menn að minnsta kosti 15 manns í Beíta sem liggur steinsnar frá Nablus á vesturbakka Jórdanár. Ennfremur lögðu þeir heimili fjögurra fjölskyldna í rúst. Talsmaður hersins kvað dáta hafa fínkembt hóla og hæðir um- hverfis bæinn í leit að hugsan- legum sökudólgum. Einhvers- staðar á leið þeirra hafi ungur Palestínumaður orðið, grunsam- legur mjög, sem „skotinn var á flótta.“ Með dátunum í eftir- leitinni var annar tveggja byssu- mannanna sem voru í slagtogi með gyðingunum ungu sem ráð- ist var á í fyrradag. Tvímenning- arnir vopnuðu drápu tvo unga Palestínumenn í átökunum en það telst, einsog alkunnugt er, ekki saknæmur verknaður á her- teknu svæðunum. Reuter/-ks. Kína Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, krafðist þess í ræðu í gær að ríki heims tækju höndum saman til að kveða niður hungur- vofuna í Þriðja heiminum. Einsog fram kom í frétt í gær er Kaunda staddur á ráðstefnu Evr- ópuþingsins um matvælaskort og matvælaofgnótt í heiminum. Meira en 250 fulltrúar frá 60 ríkj- um hyggjast leita lausnar á þess- ari ömurlegu mótsögn. Kaunda kvað þróunarríkjum bera skylda til að hafa forystu um umbætur í heimsverslun og mótun heildarstefnu sem væri jafnt í þágu stöndugra sem fá- tækra ríkja heims. „Við erum ekki enn farnir að hugsa einsog alþjóðasinnar. Sú stund er runnin upp að Evrópu- ríki sem og önnur iðnvædd ríki verða að taka af skarið." En Kaunda galt varhuga við yfirborðsmennsku og sagði það engan vanda leysa að flytja um- frambirgðir búvara frá þróunar- löndum til hungursvæða. Fá- tækar þjóðir yrðu að fá leiðsögn og aðstoð til þess að geta brauðfætt sig sjálfar í framtíð- inni. „Við verðum að ná jafnvægi á milli matarhjálpar og þróunar- leiðsagnar.“ Reuter/-ks. Bandaríkin Simon hætlur Paul Simon, öldungadeildar- þingmaður Illinoisfylkis, lýsti því yfir á fundi með fréttamönnum í gær að hann hygðist hætta kosn- ingaflandri milli fylkja. Hinsvegar myndi hann ekki draga framboð sitt til baka í próf- kjöri Demókrataflokksins vegna forsetakosninga því hann vildi hafa hönd í bagga með hegðan fulltrúa sinna á kjörmannafund- inum í sumar. Reuter/-ks. Alþýðuherinn fjársveltur Sú er að minnsta kosti kenning kínverskra hershöfðingja sem bera sig illa um þessar mundir Allskyns spekúlantar og „sér- fræðingar“ að vestan stað- hæfa að vaxandi spennu gæti í skiptum kínverskra valdhafa og yfirmanna hersins. Þetta hafi glögglega komið í ljós á fundi lög- gjafarsamkundunnar fyrir skemmstu. Einn þeirra, það er að segja spekúlantanna að vestan, segir fulltrúa hersins lítt hafa um annað rætt á fundi Þjóðþingsins en dvínandi áhuga fyrirmanna flokks og ríkis á vígbúnaði, varn- armálin séu að verða alger hornreka í ríkisbúskapnum. Yfirmaður nokkur í aðalstöðv- um Alþýðuhersins í Peking er öldungis ósáttur við þróun mála og segir þeim að fara norður og niður sem ekki sjái nauðsyn þess að setja skynsamleg lög um her- útboð á friðartímum. „Ef þetta er viðhorf æðstu manna, þá er það hreint og beint skelfilegt," sagði hann og óskaði nafnleyndar. Heimildamenn Reuters full- yrða að ágreiningur stjórnmála- foringja og herforingja muni aukast á næstu árum því kröfur alþýðu manna um úrval neyslu- varnings verði ekki sniðgengnar öllu lengur. Af því leiði að sífellt minna ríkisfé verði aflögu til hergagnaframleiðslu. „Á umliðnum árum hafa ráða- menn hamrað á því að blómlegur landbúnaður sé forsenda stöðug- leika í samfélaginu, viðskipti efli táp og fjör og að öflugur iðnaður geti af sér velfarnað," segir Tsjí Haotian, formaður herráðsins kínverska. „En sá er hængur á að margt fólk áttar sig ekki á því að án öflugs Alþýðuhers erum við öryggislaus." Tsjí hershöfðingi hefur sofinn og vakinn brýnt fyrir leiðtogum ríkis og flokks nauðsyn endurnýj- unar hergagna og annars útbún- aðar dáta sinna. Vígbúnaðar- tækni fleygi fram í heiminum á sama tíma og kínversk vopn úr- eldist. En hvað sem tautar og raular virðast stjórnmálaforingjar ætla að láta önnur og brýnni mál hafa forgang. Enda hafa kínverskir hernaðarsinnar trauðla ástæðu til þess að vera með barlóm. 8,2 af hundraði þjóðartekna fara til varnarmála, þrjár miljónir manna gegna að staðaldri her- þjónustu og að auki má geta þess að Kína er númer fimm í röð sölu- drýgstu vopnamangara. Reuter/-ks. „Os þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum.“ Það er af sem áður var er kínverskir soldátar lögöu stund á akuryrkju og skurðgröft. Föstudagur 8. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.