Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 8
E.M.J. skrifar frá París Mitterrrand og Chirac: Vinstrimaður á forsetastoli lokar hægri frambjóðendur inni í lævíslegri gildru. Forsetakosningarnar í Frakklandi QTflnfl MfTTERRAfDS STERK 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. apríl 1988 Þegar þessar línur eru skrif- aðar, eiga Frakkar von á því á hverri stundu, að Francois Mitterrand tilkynni að hann ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum, sem verða 24. apríl og 8. maí. Er a.m.k. talið fullvíst að hann geri það fyrir föstudaginn 25. mars, þvíhætterviðaðþað þætti dulítið hjákátlegt í ka- þólsku landi, aðforsetinn birti slíkan boðskap á boðunar- degi hinnarheilögumeyjar... Ailir aðrir frambjóðendur eru fyrir löngu komnir fram á sjónar- sviðið og teknir til óspilltra mál- anna við kosningábaráttuna, og hefur gætt nokkurrar óþolinmæði hjá Frökkum yfir því að forsetinn skuli hafa dregið svo lengi að skýra frá ákvörðun sinni um framboð. Mitterrand gaf það reyndar skýrt til kynna strax í upphafi, þegar kosningaslagur- inn var í aðsigi, að hann ætlaði ekki að láta neitt uppi um áætlan- ir sínar fyrr en „tíminn væri kom- inn“, því að hann ætlaði að sinna embættisskyldum sínum til fullnustu fram á síðustu stund, án þess að kosningaundirbúningur væri að flækjast fyrir því, og gátu menn fallist á slíkar röksemdir. En fleira bjó undir: með því að draga svo lengi að tilkynna hvort hann ætlaði að gefa kost á sér eða ekki, hefur hann slegið margar flugur í einu höggi og búið svo vel í haginn fyrir sig í kosningabarátt- unni, að flestir gera nú ráð fyrir að hann verði endurkjörinn. Barre á atkvæðaveiðum: Kannski eiga keppinautar Mitterrands ekki annao erinai en ao bltast um pað, hvor verður leiðtogi hægri manna í framtíðinni. Er það fyrst að telja, að á þenn- an hátt hefur Mitterrand vanið Frakka hægt og hægt við þá hug- mynd að hann ætli að bjóða sig fram fyrir annað kjörtímabil, en sú hugmynd var síður en svo sjálf- sögð í byrjun og reyndar mjög óvinsæl, jafnvel meðal sumra stuðningsmanna hans sjálfs. Að vera eða ekki Mörgum þótti fjórtán ára vald- atími allt of langur (og þykir jafnvel enn), og virtist Mitter- rand sjálfur lengi vel þeirrar skoðunar. Sagði hann t.d. aðeina skyssa Giscards forseta hefði ver- ið sú að fara fram í annað sinn (en þá féll hann), og hafði jafnvel uppi ýmsar ráðagerðir, sem ekk- ert varð þó úr, um að stytta kjör- tímabil forseta niður í fimm ár eða setja þá reglu að enginn gæti verið forseti meira en í eitt sjö ára kjörtímabil. Síðast en ekki síst lýsti hann því yfir, að einungis eitthvert „alveg sérstakt undan- tekningarástand“ - „jarðskjálfti eða heimsstyrjöld" sagði Michel Rocard í háði - myndi koma hon- um til að bjóða sig fram á ný. Þegar óvinsældir Mitterrands voru sem mestar 1985-1986, bjuggust flestir við því að ferill hans væri brátt á enda, og eftir að honum tókst í fyrra að snúa á- standinu lipurlega við sér í hag og öðlast aftur dæmafáar vinsældir, töldu margir, ekki síst stuðnings- menn hans sjálfs, að skynsam- legast myndi vera fyrir hann að hætta þegar hann væri þannig kominn á hátind valdaferils síns. Gátu menn bent á ýmis rök fyrir þessu, ekki síst aldur forsetans, en hann er nú 71 árs, og svo það að hann hefur ekki þingmeiri- hluta og engar líkur eru til þess að vinstri menn geti náð meirihluta á þingi í bráð. En meðan Mitterrand hélt mönnum í óvissu um það, hvað hann ætlaðist fyrir, breyttist á- standið smám saman: fyrst töldu menn gjarnan að báðir kostir væru fyrir hendi - að hann færi fram eða ekki - síðan töldu menn sífellt meiri líkur á því að hann byði sig fram og vöndust þeirri hugmynd og álitu hana jafnvel mjög æskilega. Loks varð vænt- anlegt framboð Mitterrands nán- ast því að fullri vissu og rökin gegn því að það væri réttmætt fóru sífellt að verða áhrifaminni. Hœgri menn í gildru Með því að draga svo lengi að tilkynna um framboð sitt, gaf Mitterrand andstæðingum sínum einnig frjálsar hendur allan fyrsta hluta kosningabaráttunnar, og þótt undarlegt megi virðast hefur það leikið þá grátt. Chirac og Barre hafa verið einir á sviðinu hvor á móti öðrum, en við það hefur klofningur hægri manna sí- fellt orðið verri og þar að auki er eins og forsetinn hafi lokað þá inni í gildru. Um langt árabil hafa hægri menn í Frakklandi verið klofnir í tvo arma, Gaullista sem Chirac er nú leiðtogi fyrir, og ýmis konar „miöflokkabrot" sem Giscard tókst að sameina í eina sam- steypu, UDF, og styðja nú Ray- mond Barre. En samt sem áður samsvara þessir tveir frambjóð- endur hægri manna ekki fyllilega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.