Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 10
Banvæn samkeppni Núna um páskana hitti ég kart- öflubónda austan úrsveitum. Hann hóf strax aö tala um mál- efni kartöfluframleiðenda og var ekki hægt að segja að í honum væri neitt ánægjuhljóð. - Þessiundirboðogskipu- lagsleysi eru að koma okkur á kaldan klaka, sagði hann. Hver býður niður fyrir öðrum og nú er svo komið, að við fáum í rauninni ekkertfyrirframleiðsluna. Þaðer eins og sumir hugsi um það eitt að losa sig við framleiðsluna bara með einhverjum ráðum þótt þeir höggvi á eigin fingur um leið. Þaðframleiðirenginn kartöflurtil lengdar, fremur en annað, langt undir kostnaðarverði, en þannig erkomiðnú. Hver hagnast svo á þessu? Neytendur, kunna Jónas Bjarnason og hans nótar að segja. Hvílíkuraulaháttur, ég leyfi mér nú bara að segja það. Það græðir enginn á því þegar til lengdar lætur að heil atvinnu- grein í landinu hrynji í rúst. - En er þetta ekki framleiðend- um sjálfum að kenna? spurði ég. Erekkin þetta ástand óhjá- kvæmileg afleiðing af þeirra eigin samstöðuleysi? - Jú, auðvitað er það rétt. Það gegnir nákvæmlega sama með okkur og aðrar stéttir í þessu þjóðfélagi. Þeir, sem ekki standa saman, eru troðnir undir. Hvað mundi gerast hjá verkafólki, launamönnum, án samtaka og samstarfs og hver færi að bjóða sína vinnu án tillits til hagsmuna heildarinnar? Ef hagsmuna- samtök bænda eru einokunar- samtök þá eru hagsmunasamtök annarra stétta það einnig. , - Jú, þú spyrö hvað sé til ráða? Út úr þessu öngþveiti er aðeins til ein leið. Hún er sú, að f ram- leiðendur komi sér saman um eitt öflugt sölu- og dreifingarkerfi. Að því þyrftu að standa sem allra flestir og helst allir kartöflufram- leiðendur. Bæði Ágæti og Þykkvabæjarkartöflur eru í eigu bænda. Hagsmunirfyrirtækj- anna eru sameiginlegir og því ekki að velja þá leiðina, sem öllum gegnir best? Ég veit ekki betur en athuganir hafi sýnt, - og ekki verið vefengdar - að ef magnið hjá einu fyrirtæki yxi t.d. úr 80 tonnum í 240 tonn þá spör- uðust 10 kr. í pökkun og aðrar 10 kr. í dreifingu á hvert kg. Þetta þýddi ódýrari vöru til neytenda- hærra verð til framleiðenda. Á því ástandi, sem nú ríkir, tapa bæði bændurog neytendur. - mhg í dag er 8. apríl, föstudagur í 24. viku vetr- ar, 18. dagur Einmánaðar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 6.20 en sólseturerkl. 20.41. Þjóðviljinn fyrir 50 árum: Samkomulag á Siglufirði milli atvinnurekenda og verkamanna- félagsins Þróttar. En ríkisverk- smiðjustjórnin vill ekki semja enn - ætlar að æsa til ófriðar? Franski Kommúnistaflokkurinn heldurkröfugöngu um allt landið. Flokkurinn krefst þess að spánska lýðveldinu verði hjálpað og stefnu Alþýðufylkingarinnar verði beturframfylgt en hingaðtil. - Samningar um kaup og kjör kyndara og háseta voru undirrit- aðir í fyrrinótt. - Fulltrúar kom- múnista í bæjarstjórn krefjast at- vinnuaukningar. - Menningar- og hvíldargarðurinn „Maxim Gorki" í Moskvu. - Heilindi Al- þýðublaðsgarpanna í atvinnu- leysismálum. Alþýðublaðið hefur neitað að birta greinar frá at- vinnuleysisnefnd Dagsbrúnar. -mhg UM ÚTVARP & SJÓNVARP f Laxness og aust- firskar afrekskonur Útvarp, Rás 1, kl. 20.30 Miklum breytingum hefur dag- skrá Útvarpsins tekið síðan ég fór að fylgjast með henni. Þó er það tvennt sem staðið hefur af sér alla storma: Dagurinn og vegurinn og Kvöldvakan. Báðir þessir þættir hafa alla tíð notið ákaflega mik- illa vinsælda og er svo enn. Að þessu sinni er fyrri hluti kvöld- vökunnar helgaður Halldóri Lax- ness. Fyrst er það þáttur íslensku- nema við Háskóla íslands. Verð- ur þar fjallað um skrif Halldórs um menningarmál á þriðja árat- ugnum. Umsjón hefur María Vil- hjálmsdóttir en lesari meðhenni er Pétur Már Ólafsson. - Þá syng- ur Sigríður Ella Magnúsdóttir lög við ljóð Laxness en Jórunn Viðar leikur á píanó. - Síðan koma svo sagnir sem Arndís Þorvaldsdóttir hefur tekið saman um „afrek- skonur og hversdagshetjur“. Koma þar að þessu sinni við sögu tvær austfirskar konur, þær ísfold sterka og Svarta Björg. Verður gaman að kynnast þeim. Lesari er Sigurður Ó. Éálsson. - Loks syngur Elísabet Erlingsdóttir lög eftir þá Sigvalda Kaldalóns og Árna Björnsson. Guðrún Krist- insdóttir leikur undir á píanó. - Kynnir er Helga Þ. Stephensen. - mhg Halldór Laxness Finnst sá týndi? Sjónvarp kl. 22.35 í kvöld er á dagskrá Sjónvarps- ins bresk sakamálamynd þar sem þau Sophia Loren og James Co- burn fara með aðalhlutverkin. Efnafræðingur nokkur er myrtur á rannsóknastofu sinni. Líkleg ástæða er talin sú, að hann hafi uppgötvað svik í lyfjafram- leiðslu. Eiginkona efnafræði- ngsins, (Sophia Loren), hefur leit að morðingjanum og nýtur til þess fulltingis manns frá CIA, (James Coburn). Taka þau skötuhjuin það til bragðs að skipuleggja glæp. ef það mætti auðvelda þeim að finna morð- ingjann og liggur leiðin m.a. til Karabiska hafsins. - mhg Schubertog Verdi Útvarp, Rás 1, kl. 17.03 Ég hef greinilega orðið þess var að þáttur Útvarpsins, Tónlist á síðdegi, er mjög vinsæll. Helst er fundið að tímasetningunni. Á svona tónlist viljum við geta hlustað í ró og næði, segja menn. Og það er naumast hægt fyrr en komið er heim úr vinnunni. Og þá er kl. oft orðin sex og meira til. Hér er hinsvegar sjálfsagt ekki gott við gerðar. Dagskráin er ásett frá morgni til kvölds, allar breytingar erfiðar og a.m.k. um- deilanlegar. Það er nefnilega nokkuð til í því, að „enginn gerir svo öllum líki og ekki guð í himn- aríki“. í þættinum í dag fáum við þá í heimsókn Sch.ubert og Verdi. Flutt verða þrjú verk: a) Þættir úr „Meyjaskemmunni" eftir Franz Schubert. Erika Köth, Rudolf Schock, Erich Kunz o.fl. syngja með kór og hljómsveit. Frank Fox stjórnar. - b) Sumar og haust, balletttónlist úr „I vespri Siciliani“ eftir Giuseppe Verdi. Óperuhljómsveitin í Monte Carlo leikur, Antal Dorati stjórnar. - c) Mars og balletttón- list úr óperunni „Aidu“ eftir Ver- di. Nýja Fílharoníusveitin í Lundúnum leikur, Riccardo Muti stjórnar. -mhg Giuseppe Verdi Franz Schubert GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Ætli guð hafi einkaleyfi á þessari kúlulaaa kómediu? 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.