Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 1
Sturla Kristjánsson var rekinn ó- löglega úr embætti sínu. Sturlumálið Sturla vann orrustuna Húsbóndagleði Sverris samrýmist ekki lögum. Sturla fœrmiljón ímiskabœtur Borgardómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð í gær að brottrekstur Sturlu Kristjáns- sonar úr embætti fræðslustjóra samræmdist ekki lögum. í dómn- um segir að ætlaðar sakir Sturlu séu engan veginn svo þungar að þær réttlæti ákvörðun Sverris Hermannssonar á sínum tíma. Borgardómur dæmir Sturlu 900 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum, svo og 180 þúsund krónur í málskostnað. Sturla hafði farið fram á 6 miljónir króna. -hmp Sjá bls. 2 Sverrir Hermannsson. Þessi mynd var sett upp á fræðsluskrifstofunni á Akureyri eftir Sturlumálið. Ráðhúsið Prestsseturslausa prests- frúin Karen, öðru nafni Sigrún Óskarsdóttir hug- leikari. Hugleikur Brúðhjón hverfa Nýtt íslenskt sakamálaleikrit á Galdraloftinu. Indriði og Sigríðurtýnd! Um hið átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar strax eftir brúðkaupið og leitina að þeim, heitir nýtt íslenskt sakamálaleikrit sem Ieikfélagið Hugleikur frumsýnir á Galdraloftinu í kvöld. - Það er ljóst að íslenskar þjóðsögur og ævintýri hafa haft sterk áhrif á höfundana, svo íslenskara sakamála- leikrit er varla til, segir Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri meðal annars um verkið. Graftarleyfi ekki til? Ibúar vilja að ráðherra ógildi graftarleyfi sem ekkifyrirfinnst í byggingarlögum né reglugerð íbúar við Tjarnargötu hafa kært til félagsmálaráðherra svo- nefnt graftarleyfi fyrir ráðhúsi sem bygginganefnd hafði sam- þykkt og sem staðfest var af meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn í fyrrakvöld. Fara íbúarnir fram á það við ráðherra að hann ógildi leyfisveitinguna. í bréfi sínu til ráðherra segja íbúarnir að svonefnt graftarleyfi fyrirfinnist hvorki í lögum né reglugerð og sé hér á ferðinni dulbúið byggingarleyfi. Þá hafi fyrirhuguð ráðhússbyg- ging bæði stækkað og hækkað og sé í engu samræmi við staðfest aðalskipulag né deiliskipulag að Kvosinni. Sjá bls. 3 Fjármálaráðuneytið Pólitísk spilling Ólafur Ragnar Grímsson: Alþýðuflokkurinn innleiðir nýjqi tegund pólitískrar misnotkunar á opinberri aðstöðu og fjármunum ríkisins. „Auglýsingaherferð Alþýðu- flokksins á kostnað fjármála- ráðuneytisins skapar hættulegt fordæmi: nýja tegund af pólitískri spillingu í íslenskum stjórnmál- um. Ef þessi misnotkun á opin- berum fjármunum verður látin viögangast þá er verið að opna flóðgáttir fyrir siðlausu samspili auglýsingastofa og stjórnmála- flokka," segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, í grein í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans- „Það vita allir að kosningabar- átta Alþýðuflokksins var dýr. Skuldir flokksins eru miklar. Reikningarnir frá Kátumaskín- unni vegna kosningaáróðursins voru háir. Kannski eru þeir greiddir - kannski ekki. Það er hins vegar staðreynd að fjármála- ráðuneytið mokar nú drjúgt pen- ingum úr ríkiskassanum til Kát- umaskínunnar,“ segir m.a. í grein Ólafs. Sjá Sunnudagsblað bls. 16-17 Ólafur Ragnar: Alþýðuflokksráð- herrar búa til spillingarvítahring.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.