Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 3
___________________________FRETTIR______________ S-Afríka Stóraukinn innflutningur 1987 keyptum við vörurfrá S-Afríkufyrir tœpar 33 miljónir króna, þar afávexti fyrir29,5 miljónir. 12 miljóna króna aukning í heildarinnflutningi frá 1986 Suður-Afríka ASI vill bann Miðstjórn ASÍ: Nauðsynlegt að setja viðskiptabann með lögum - tilmœli hrífa ekki Á miðstjórnarfundi Alþýðu- sambands Islands í fyrradag var samþykkt að beina þeim ein- dregnu tilmælum til alþingis að nú þegar verði sett viðskiptabann á Suður-Afríku. Miðstjórnin tel- ur að íslensk stjórnvöld eigi í þessu máli að fylgja fordæmi stjórnvalda á hinum Norðurlönd- unum. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar, forseta ASÍ, er orðið nauðsynlegt að setja lög sem banna allan innflutning frá S- Afríku í ijósi þess að almenn til- mæli virðast ekki hrífa eins og dæmin sanna. Svartir íbúar lands- ins hafi hvatt til viðskiptabanns til að knýja stjórnvöld til að láta af kynþáttakúguninni og veita svörtum þau réttindi sem þeim ber. Með sinni samþykkt sé mið- stjórn ASÍ að koma til móts við óskir þeirra. -grh að eru hinar ótrúlegustu vörur sem fluttar eru hingað til lands frá S-Afríku, en í mis- miklum mæli þó. Langmestur er innflutningur á ávöxtum og í fyrra nam hann tæpum 29.5 milj- ónum króna af tæpum 33 miljóna króna heildarinnflutningi. I krónum talið jókst innflutningur frá S-Afríku um 12 miljónir á milli áranna 1986 og 1987. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands var þar fyrir utan mest flutt inn frá S-Afríku af ýmsum vélum til atvinnurekst- urs, fyrir 1.947 miljónir króna á síðasta ári, og næstmest af korni og unnum kornvörum, fyrir 319 þúsund krónur. Skófatnaður var fluttur inn fyrir 134 þúsund krón- ur, ýmsar vörur fyrir 93 þúsund, vefnaðarvara og garn fyrir 72 þúsund og málmar aðrir en járn fyrir 47 þúsund. Aðrar vörutegundir voru flutt- ar inn í minna mæli á síðasta ári en sem dæmi um þennan inn- flutning í krónum talið má nefna að hingað var fluttur inn fatnaður fyrir44 þúsund, ferðabúnaður ss. handtöskur oþh. fyrir 35 þúsund krónur, vísinda- og mælitæki ým- isskonar fyrir 24 þúsund, krydd fyrir aðeins 2 þúsund og einhver hafði pantað og keypt frá S- Afríku iðnaðarvöru fyrir aðeins þúsund kall. -grh Sjónvarpið Tæknimenn hvítir hrafnar Allt að helmingsfœkkun í tækniliðifrá áramótum Niðurskurðurinn á tæknideild ríkissjónvarpsins frá áramótum cr mikill, sumstaðar hefur orðið allt að helmingsfækkun á starfs- liði eins og í stúdíói. Þar voru þrjár vaktir um áramót en eru nú orðnar ein og hálf. Nýlega var síðan tækni- mönnum, sem og öðrum starfs- mönnum sjónvarpsins sent bréf undirritað af útvarpsstjóra þar sem mælst er til þess að starfs- mennirnir vinni ekki að verkefn- um utan stofnunarinnar. Einn af tæknimönnum sjón- varpsins, sem Þjóðviljinn ræddi við um þetta mál, sagði að bréfið hefði komið misvel við menn þar, verst við þá sem verið hafa, eða eru, í öðrum verkefnum utan starfs síns. „Okkar kappsmál er að halda þeim verkefnum sem við getum unnið innan stofnunarinnar en ekki að þau verkefni séu boðin aðilum úti í bæ eins og gerst hefur í síauknum mæli,“ sagði hann. -FRI Sífellt fáliðaðra á tæknideild sjónvarpsins, enda farið að leita til aðalkeppinautarins um tæknivinnu. Útvarpsráð: Vantraust á Ingva Hrafn Fréttastjóri sjónvarps: Hvarflar ekki að mér að segja upp. Váraformaður Útvarpsráðs: Tilneydd til vantrausts. Útvarpsstjóri þegir Utvarpsráð hefur lýst van- trausti á Ingva Hrafn Jónsson fréttastjóra sjónvarpsins og segir að hann hafi borið út róg um sjón- varpið og unnið gegn hagsmun- um þess. Er í þessu sambandi vitnað til þekkts viðtals tímarit- sins Nýs lífs við Ingva Hrafn ný- lega þar sem hann fer meðal ann- ars hörðum orðum um aðstoðar- framkvæmdastjóra sjónvarpsins, Ingimar Ingimarsson. „Það hvarflar ekki að mér að segja upp starfi mínu vegna þessa. Utvarpsráð hefur aldrei borið traust til mín og má í því sambandi nefna að fimm af sjö útvarpsráðsmönnum greiddu at- kvæði gegn mér er fjallað var um ráðningu mína til sjónvarpsins.“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Það hefur gengið á ýmsu hér innan stofnunarinnar frá því að ég var ráðinn fréttastjóri en fréttastofan er öflugur og óháður fréttamiðill og mun verða svo áfram undir minni stjórn.“ Hvað ummæli útvarpsráðs um rógburð og óheilindi í starfi varð- ar segir Ingvi Hrafn að hann vísi þeim alfarið á bug og í fyrr- greindu viðtali hafi hann einungis rætt opinskátt um málefni stofn- unarinnar og þá samskiptaörðug- leika sem þar eru. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri vill ekki tiá sig um málið að svo stöddu. A fundi út- varpsráðs í gær voru fimm af sjö fulltrúum þess mættir, en þar vantaði Ingu Jónu Þórðardóttur formann ráðsins, eða raunar varamann hennar þar sem hún er erlendis, svo og fulltrúa Alþýðu- flokksins. Fjórir greiddu atkvæði með vantraustinu en Magdalena Schram sat hjá. Markús Á. Einarsson varafor- maður ráðsins segir í samtali við Þjóðviljann að legið hefði ljóst fyrir að mál Ingva Hrafns yrði tekið fyrir á þessu fundi sem er sá fyrsti eftir að umrætt viðtal kom út. Miklar umræður urðu um málið með fyrrgreindri niður- stöðu og telur Markús eðlilegt að vantraustið hafi komið frám, ráðið hefði verið tilneytt til þess með hliðsjón af ummælum Ingva um stofnunin og einstaka starfs- menn hennar. Sjónvarpið Undarleg hugmynd Ögmundur Jónasson: Skrítið að leita með verk til Stöðvartvö. Viljum efla tæknideildina „Þótt nú hafi vcrið fallið frá þessari hugmynd finnst okkur starfsfólkinu undarlegt að leitað skyldi til þeirra upphaflega,“ sagði Ögmundur Jónasson, for- maður Starfsmannafélags sjón- varpsins, í samtali við Þjóðvilj- ann um þær hugmyndir forráða- manna sjónvarpsins að fá ís- lenska myndverið til að vinna tæknivinnu við leikritið Næturg- öngu, en íslenska myndverið er í eigu rekstraraðila Stöðvar 2. Ögmundur sagði einnig að eftir að þessi hugmynd kom upp hefði íslenska myndverið falast eftir tæknimönnum frá sjónvarpinu til að vinna þetta verk fyrir sig og væru flestir starfsmenn stofnun- arinnar sammála um að þarna hefði verið gengið of langt í þeirri stefnu að fá einkaaðilum í hendur dagskrárgerðarverkefni. „Við sjáum ekkert óeðlilegt við það að leitað sé út fyrir stofn- unina með verkefni á álagstím- um, en það er óeðlilegt að okkar mati að á sama tíma er stöðugt fækkað í tækniliði stofnunarinn- ar. Það er ekkert launungarmál að ýmsir yfirmenn stofnunarinn- ar telja þetta álitlegan kost en við starfsmennirnir teljum hann slæman og viljum gjarnan sjá þarna áherslubreytingar. í stað samdráttar viljum við að tækni- deildin verði efld.“ -FRI Matvœli Ný reglugerð um eiturefni Eiturefnanefnd hefur síðustu mánuði starfrækt vinnuhóp um drög að reglugerð um ýmis eiturefni og hættulegra efni í ma- tvælum, og verða drögin send í næstu viku til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Vegna fréttar Þjóðviljans í fyrradag um gulrætur og aukaefni sagði starfsmaður eiturefna- nefndar, Hulda Ólafsdóttir, við Þjóðviljann að í drögunum kæmu fram upplýsingar um markgildi, þ.e. mesta leyfilega magn efnis í tiltekinni tegund matvæla. -tt Laugardagur 9. apríl 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.