Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 8
Loddaralist Gullin mín Nýstofnaðurfjöl- listahópur sýnir frumsamið verk í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Bergljót Arnalds: Hugmyndin er að getaframkvœmt hvaða list sem er Bergljót Arnalds: Viljum vera eins fjölhæf og við mögulega getum. Myndir - Sig. Loddaralist-hópurinn heitir sjö manna hópur sem setur upp sýninguna Gullin mín, í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð nú um helgina. Hópurinn var stofnaður í fyrra- haust, og er þessi fyrsta sýn- ing hans unnin í samvinnu við listafélag MH. - Hugmyndin er að geta fram- kvæmt hvaða list sem er, - segir Bergljót Arnalds, einn meðlimur hópsins. - Við viljum ekki binda okkur við neitt ákveðið, ekki kalla okkur til dæmis leikhóp, eða danshóp, heldur reyna að vera eins fjölhæf og við mögulega getum. - Guilin mín er frumsamin sýning eftir okkur í hópnum, og Eyþór Arnalds samdi tónlistina sérstaklega fyrir okkur. Sýningin er h'klega tengdust nútímaballett og jassballett. Við höfum öll lært að dansa, en þetta er mjög ólíkt þessum venjulegu jassballettsýn- ingum, því þarna er verið að segja sögu. - Sagan er um barn sem móðir- in svæfir að kvöldi, og þegar það er sofnað lifna leikföngin við, það eru bangsinn, Barbídúkkan og Actionkallinn. Þau hræða barn- ið, það vaknar og kallar á móður- ina sem svæfir það aftur, en þá gerist nokkuð óvænt, og kannski soldið óhugnanlegt. í Loddaralist-hópnum eru He- lena Gunnarsdóttir sem leikur barnið, Ingibjörg María Árna- dóttir sem er móðir þess, Berg- ljót Arnalds sem er Barbídúkk- an, Viðar Maggason Actionmað- ur, Linda Bára Lýðsdóttir bang- si, og Sigrún Birgisdóttir og Að- alheiður Guðmundsdóttir sem gera leikmyndina. Auk þess taka tveir tónlistarmenn þátt í sýning- unni, Ragnhildur Ólafía Péturs- dóttir sem spilar á fiðlu og Vigdís Klara Aradóttir sem spilar á sax- ófón. Leikstjóri er Shirleen Blake, Þór Stiefel gerir leikmynd með þeim Sigrúnu og Aðalheiði, Guðmunda Grétarsdóttir, Jó- hann Pálmason og Jón Gunnar Ákason sjá um ljós. Næsta sýning á Gullin mín verður í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sunnudaginn kl. 21:00. LG lii B. ■ ' ' $ W i |É|Í|g' , v. Þegar barnið er sofnað lifna leikföngin við. Bangsinn, Barbídúkkan, Móðirin, Barnið og Actionkallinn. Islenskir páskar Ég tek páskahelgina afskap- lega hátíðlega. Ég rýk ekki upp á fjöll til að leika mér. Ég einbeiti mér að andanum. Á föstudaginn langa hlusta ég á Mattheusar- passíu Bachs og Mattheusarpass- íuna eftir Heinrich Schútz, sem íslenskir tónlistarmenn halda víst að sé Munchausen, sem sé bara lygi. Á laugardag fyrir páska er það Jóhannesarpassía Bachs og Jóhannesarpassía og Sjö orð Krists á krossinum eftir Schútz. Páskamorguninn byrja ég á hei- lögum gregoríönskum lofsöng- vum. Þá páskaóratóría Bachs og nokkrar kantötur. En hátíðleg- asta tíma dagsins ver ég til að meðtaka með andakt Páskaórat- óríu hins heilaga Heinrichs Schútz. Ég þegi alla dagana og fer í göngur einn sér. Auk þess fæ ég ýmsar vitranir. Það heimsækja mig tífar og devar frá astralplan- inu og enn þá hærri plönum. Jafnvel allt ofan af sjöunda plan- inu. Þar er Heinrich Schutz í há- vegum hafður. Ég efast sem sagt um að nokkur Islendingur lifi páskalegri páska en ég og þó trúi ég bara á trunt trunt og tröllin í fjöllunum. í þetta skipti brá ég ekki vana mínum. Meðan aðrir landar mín- ir skemmtu sér á skíðum mediter- aði ég sem aldrei fyrr. Nú tók ég jafnvel aukaskammta af Bach og Schútz, eins og t.d. Lúkasarpassí- una eftir Bach sem er þó víst ekki eftir Bach. Lúkasarpassíuna sem er örugglega eftir Schútz, sem ís- lenskir tónlistarmenn halda að sé Munchausen, Lúkasarpassíuna sem er vonandi eftir Penderecki, og Hallgrímspassíuna eftir Atla Heimi Sveinsson og íslensku þjóðina í þúsund ára vonlausu stríði. Þessi fyrsta tónlistarpassía á ís- landi var flutt í útvarpi og sjón- varpi á föstudaginn langa. Gerð hefur veriö talsverð grein fyrir verkinu í blöðunum og er óþarfi að bæta við það. Og satt að segja hefur undirritaður leikmaður í öllu í lífinu varla gáfu né þekk- ingu til að fjalla um það af viti. En ég má alveg segja mína „persónu- legu skoðun" eins og stjórnmála- mennirnir. Mér finnst útdráttur Atla úr sálminum prýðilegur. At- burðarásin er ágætlega rakin og sem bænir og hugleiðingar tekur hann margar fegurstu perlur sálmanna, t.d. stóran hluta hins dýrðlega 25. sálms. Passíusálm- arnir eru auðvitað furðulegt meistaraverk og gömlu lögin miklar gersemar. Og meðferð Atla á efninu er gerð af djúpum skilningi og mikilli hugkvæmni. Einfaldleikinn og alvaran er þó alltaf í fyrirrúmi. Hallgrímspassí- an eins og hún birtist áhorfendum og tilheyrendum í sjónvarpinu á föstudaginn langa er alvöru- þrungið, fagurt, dramatískt og rammíslenskt passíutónverk. Einfaldleiki hennar, skrautleysi og meinlætaleg alvara minnir stundum á hinn sæla Schútz og legg ég svo sannarlega ekki nafn hans við hégóma. Passían gerir þá miklar kröfur til hlustenda. Hún er erfið og tekur á sálina. En það fær enginn upprisið til neinnar dýrðar í andanum nema leggja fram eitthvað af sjálfum sér. Hallgrímspassía var einstæð helgistund í raunverulegasta skilningi þess orðs þennan dag, sem er ekki leiðinlegasti dagur ársins eins og margir virðast halda, heldur kannski sá allra heilagasti. Sá sem ekki skilur það skilur ekki neitt neitt. En skilnin- gurinn kemur ekki fram í orðag- lingri eins og þessu lesmáli mínu heldur í dálitlu. Það verður aldrei oflofað hve aðstandendur þessa verks hafa hiklaust gefið langt nef öllum þeim látum og flautum sem eru einkenni tímans og unnið verk sitt vel og fallega. Og þeir eru, auk Atla: Hörður Áskelsson sem stjórnaði Mótettukór Hall- grímskirkju, Sveinn Einarsson leikstjóri, Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndameistari, Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari, fé- lagar úr Sinfóníuhljómsveitinni, Ann Toril Lindstad organisti, söngvararnir Inga Bachman, Viðar Gunnarsson og Jóhanna Þórhallsdóttir (sem ég hef aldrei heyrt áður en var ágæt alveg) og loks lesararnir Arnar Jónsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrfmsdóttir, Gísli Halldórsson og Hallmar Sigurðsson. En á laugardaginn fyrir páska var flutt annað íslenskt tónverk. Það var Páskaóratóría eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Textinn er úr guðspjöllunum. Mótettukór Hallgrímskirkju var þar enn á ferð undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Upphaf og endir óratórí- unnar eru byggð á yndislegum sálmi úr Grallaranum, sem er margfalt betri músik en þetta sálmagaul sem oftast heyrist við guðsþjónustur. í Iagínu er sann- kölluð upprisa og gleði. Svo var líka ein sæt aría Maríu Magda- Ienu eftir Þorkel. En annars var ósköp lítið af músik í þessu en heljarmikið kjaftæði. Páska- sagan var lesin úr guðspjöll- SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON , unum, stundum af öllum kórn- um, og minnti það óþægilega á partýröfl drykkjurúta, en stund- um af tveimur eða þremur kórfé- lögum. Hljómburður hússins sá til þess að ekki heyrðist orðaskil. En auk þess var allt á ferð og flugi því upplesararnir voru sífellt að væflast þetta úr einu horninu í annað í þessari andstyggilegu kir- kju. Var það eindæma bjánalegt. Þó var talsverð bót í máli að í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.