Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 9
Sœnsk bókakynning Að skrifa er eins og ævintýri Rithöfundurinn Stig Larsson les úr verkum sínum á bókakynningunni í Norrœna húsinu í dag Gestursænsku bókakynning- arinnar í Norræna húsinu í dag er sænski rithöfundurinn, skáldið, leikskáldiðog leikstjórinn Stig Larsson, ung- ur höfundur og afkastamikill, áberandi og umdeildur í sænsku menningarlífi. Larsson er 32 ára, og gaf út sína fyrstu bók Autisterna (Hina innhverfu) árið 1979. Síðan hefur hann sent frá sér fimm ljóðasöfn, þrjár skáldsögur og fjögur leikrit, auk þess sem hann hefur haft tekjur af að skrifa fjölda kvik- myndahandrita sem þykja góð en hafa ekki orðið að kvikmyndum af einhverjum ástæðum. Hann hefur notið vinsælda yngri kyn- slóðar lesenda frá því í byrjun þessa áratugar, en vakti fyrst verulega athygli þeirra eldri þeg- ar hann leikstýrði verki sínu VD (Framkvæmdastjórinn) á Dra- maten (frumsýning í september 1987). Stig Larsson hefur lagt sitt að mörkum til að endurnýja sænskar bókmenntir. Það sem þykir ein- kenna verk hans er nokkurs kon- Stig Larsson: Ég gleymi aldrei að ég get dáið hvenær sem er. ar ofurraunsæi, þar sem hann nánast hæðist að því sem hann skrifar um, með ýktri nákvæmni. Auk þess er talað um nýstárlega afstöðu hans til siðferðis, og líta sumir svo á að hann brjóti gegn siðferðisskyldum listarinnar, með því að setja hlutlaust og kuldalegt raunsæi ofar því að taka siðferðilega afstöðu. Larsson er vinnuþjarkur, keppir við sjálfan sig í afköstum og hefur meðal annars skrifað leikrit á sex tímum. Það var Röd gubbe (Rauður karl) sem var sett upp á Dramaten 1986. Hann reynir stöðugt að afkasta meiru, persónulegt met hans eru 452 síður á fjórtán dögum. - Ég er óskaplega hræddur við að deyja, - segir hann, - ég gleymi aldrei að ég get dáið hve- nær sem er, og svo finnur einhver mitt síðasta verk og það verður þá það síðasta sem ég skrifa nokkurn tímann. Þessi hugsun gerir það að verkum að ég er sér- staklega meðvitaður um tíma. - Að skrifa er eins og ævintýri. Eins og að vera unglingur á fyrsta Interrail ferðalaginu, og finnur fyrir þessari barnalegu löngun frammi fyrir því óvænta. - Að eigin mati er Larsson raunsær höfundur. Hann vill að lesandinn líti á verk hans sem alvarleg og kaldhæðin í senn. Sænska bókakynningin hefst kl. 16:00 í dag, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. LG Framkvæmdastjórinn á Dramaten: „Leikritið fjallar um hvernig maður nær valdi á fólki,“ segir Stig Larsson. „Það er um framkvæmdastjóra sem kemur heim til undirmanna sinna og niðurlægir þá.... Ég roðnaði þegar ég skrifaði sumar senurnar, og er þó ekki sérlega feiminn." Hans (Johan Lindell), Anna (Helena Bergström) og Sven fram- kvæmdastjóri (Ernst-Hugo Jaregard). MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Mótettukór Hallgrímskirkju er glás af sætum skvísum, sem voru upprisulegt augnayndi hvít- klæddar og heilagar eins og hreinar englameyjar. María Magdalena var til dæmis ekkert slor. Það er engin furða þótt Jesú hafi verið svag fyrir henni. Ekki trúi ég að hann hafi verið getu- laus eins og prestar íslensku þjóð- kirkjunnar. Upprisan hans Þorkels reis sem sagt ekki mjög hátt. Þó vil ég ekki segja að hún sé í núlli. Þetta var reyndar áferðarfallegt oft og tíðum, ljúf og notaleg stund. En engin tign eða mikilleiki. Ætli mætti ekki gefa henni svona 3,4 ef 10 væri þá verulega athyglis- verð og upprísandi páskamúsik, en 10 í hundraðasta veldi væri Páskaóratóría Bachs, en 10 í þús- undasta veldi væri páskaóratóría hins heilaga vitrings Heinrich Schútz, sem íslenskir músikantar halda víst að sé Munchausen. Svona fer fyrir þeim sem smíða ljótar kirkjur og þeim sem láta sér það vel líka. Þeir rísa aldrei upp úr duftinu. Þó vil ég undan- skilja Hörð Áskeisson, þann öðl- ing og ágæta listamanna. Öll er hans vinna falleg og guði til dýrð- ar. Hörður og Mótettukórinn koma allavega út úr þessari pass- íu og upprisu með miklum sóma. Sigurður Þór Guðjónsson. Mynd - E.ÓI. wsmmmssmm Sft:|l|||§fe FLUGLEIÐBR -fyrír þig- Ásta fyrir framan Hafurinn og hanann. Ásta sýnir í Hafnargalleríi Þetta er allt satt - ég lofa því Nú stendur yfir sýning Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur á 14 olíumyndum, í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4 (á loftinu í Bókaverslun Snæbjarnar). Ásta er fædd 1959, uppalin í Biskupstungum og á Akureyri, og hefur seinni árin gengið sjálf- ala í útlöndum og sveitum ís- lands, auk þess að vera heima- sæta í Ölfusi þegar tóm gefst. Hún hefur starfað við hin ntarg- víslegustu störf, á sveitabæjum, kokkur til sjós, vegagerð, módel- störf, saumastörf, barnapössun og fleira. Síðan í haust hefttr hún verið leikmunavörður í Þjóðleik- húsinu. Ásta stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum, og við Central School of Art and Design í London. Hún segist hafa sinnt myndlistinna af alvöru síð- an í fyrravor, og að þetta sé fyrsta sýningin sem hún taki alvarlega. Áðspurð um tákn og hugmyndir í verkum sínum svarar hún: - Ég veit ekki beint hvað þetta þýðir, en það er allt satt - ég lofa því. Sýningin stendur til 24. apríl og er opin á sama tíma og bókaversl- unin. LG Laugardagur 9. apríl 1988 ÞJÓÐVtLJINN — SlÐA 9 FLUGLEIDIR -fyrír þig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.