Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.04.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Afganistanmálið Loksins, loksins! Samningar tókust í Genfum heimkvaðningu sovéskra hersveitafrá Afganistan. Skœruliðar óánægðir og hyggjast ekki hœtta vígaferlum Bryndreki og gerskir dátar í bænum Khost í Afganistan. Allir sovéskir hermenn verða komnir heim fyrir árslok. Heimkvaðning sovéskra her- manna frá Afganistan hefst í næsta mánuði. Samningar tókust með deiluaðilum í Genf í gær og lýstu Kremlverjar því yfir að þeir hygðust flytja alla dáta sína heim fyrir árslok, 115 þúsund manns. Sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í deiíumáli þessu, Diego Cordovez, ljómaði af gleði þegar hann tjáði fréttamönnum í gær að fulltrúar Afgana, Pakistana, So- vétmanna og Bandaríkjamanna hefðu náð samkomulagi sem yrði undirritað við formlega athöfn einhvern næstu daga. „Ekki gera þetta.“ Kvennagodot? Beckett Nei takk! Samuel Beckett kærir sig ekki um að frumlegir Hollendingar láti konur bíða eftir Godot. Og leikhúsfólkið hyggst virða óskir skáldsins að vettugi. Það er Beckett ekki á móti skapi að hollenskir leikarar glími við „Beðið eftir Godot“. Hann hafði gefið Haarlem Toneelschu- ur góðfúslegt leyfi til að sviðsetja þetta meistaraverk sitt. Einsog allir vita fjallar það um tvo um- renninga sem bíða eftir Godot, einn húsbónda og einn þræl og einn sendisvein. Fjórir og hálfur karl. í tveim þáttum. Engin kona, ekki einu sinni Godot sem heldur sig utan sviðs. „Hann reit okkur: „Ekki gera þetta.“ En kvinnurnar eru bestu leikararnir sem gáfu kost á sér og við munum halda okkar striki. Það verður svo bara að koma í ljós hvort farið verður í mál.“ Hvílík ósvífni! Hollenskt leik- hús? Hvað er það nú annars? Reuter/-ks. Cordovez skýrði frá því að So- vétmenn hefðu heitið því að hefja brottflutning dáta sinna þann 15da maí næstkomandi. Frétta- maður Reuters sagði að Kremlverjar hefðu ennfremur tjáð erkifjendunum í Washington að helmingur liðs síns í Afganist- an yrði fluttur heim á fyrstu þrem mánuðunum og að brottflutningnum yrði að fullu lokið fyrir áramót. Samkvæmt samkomulaginu er öllum erlendum ríkisstjórnum óheimilt að skipta sér af gangi mála í Afganistan. En ekki er Einsog öllum skákáhugamönn- um er kunnugt stofnuðu fremstu skákmenn heims, með Garrí Kasparov heimsmeistara í broddi fylkingar, svonefnt Stór- meistarasamband fyrir fáeinum árum. Ástæðan var óánægja þeirra með þróun mála í FIDE, Alþjóða skáksambandinu, undir leiðsögn Campomanesar forseta. Eitt fyrsta verk forystumanna sambands þessa var að skipu- leggja heimsbikarkeppni í skák utan vébanda FIDE. Yrðu haldin öflug mót fremstu meistara víðs- vegar um byggð ból. Alkunna er að eitt slíkt mót fer fram hér- lendis á hausti komanda. Lítið var um andófsaðgerðir Palestínumanna á herteknu svæðunum við ísrael í gær og Jandnemar“ úr röðum gyðinga íétu ekki verða af stórhefndum vegna vígs 15 ára gamallar stúlku úr þeirra röðum á miðvikudag- inn. Enda staðhæfa kryfjendur að Tirza Porat hafi allsekki verið myrt af palestínskum ung- mennum heldur hafi hún orðið fyrir slysaskoti byssuglaðs fylgd- armanns síns, kúlu sem ætluð var Palestínumanni. Einsog menn rekur minni til voru tveir vopnaðir menn í för með ungmennum af ætt Davíðs minnst aukateknu orði á vopna- hlé eða sættir í borgarastyrjöld ráðamanna í Kabúl og músl- imskra skæruliða sem staðið hef- ur í níu ár. Að minnsta kosti ein miljón manna hefur látið lífið í hildarleiknum og fimm miljónir flúið land. Þorri flóttamannanna býr við mjög kröpp kjör í Pakist- an og íran. í gærkveldi bárust síðan þær fréttir að leiðtogar sjö flokka Fyrsta stórmeistaramót Heimsbikarkeppninnar stendur nú yfir í Brússel, höfuðborg Belg- íu. Til leiks eru mættir 17 valin- kunnir snillingar og hafa mörg úrslitanna komið á óvart. Sjötta umferð var tefld í fyrradag og að henni lokinni er staðan þessi: l.Speelman (4,5 úr 6 skákum) 2.Ljubojevic (4 úr 6) 3.-4. Belj- avskí og Tal (3,5 úr 5) 5.-6. Karp- ov og Salov (3,5 úr 6) 7.-8. Port- isch og Nunn (3 úr 5) 9.-11. Kortchnoi, Andersson og Nikolic (3 úr 6) 12. Nogueiras (2,5 úr 6) 13.-14. Timman og Sokolov (2 úr 5) 15. Seirawan (2 úr 6) 16.-17. Sax og Winants (1 úr 6). Reuter/-ks. þegar hópurinn varð fyrir aðkasti palestínskra ungmenna nærri bænum Beíta á vesturbakkanum. Fylgdarmennirnir hófu þegar skothríð á árásarseggina og drápu tvo þeirra. Þegar skotfæri þraut réðust Palestínumennirnir á gyðingana og þegar friður komst á að nýju lá stúlkan í valn- um. Samkvæmt krufningarskýrs- lunni og fullyrðingum ísraelshers er útilokað að Palestínumennirn- ir hafi drepið Tirzu Porat. Byssu- kúlan var úr öðru vopna fylgd- armannanna og árás ungmenn- anna hófst ekki fyrr en þeir urðu uppiskroppa með kúlur. Reuter/-ks. samfylkingar uppreisnarmanna hefðu fordæmt samkomulagið. í yfirlýsingu frá aðalbækistöðv- um þeirra í Peshawar í Pakistan segir að þeir muni ekki láta af árásum á hersveitir Kabúlstjórn- arinnar. „Ef sú stjórn heldur völdum kemur ekki til greina að lát verði á bardögum.“ Samning- urinn væri mjög gallaður og „gæti hvorki leitt til réttlátrar né varan- legrar lausnar í Afganistan.“ Enn síður yrði hann til þess að flótta- menn sneru heim. Bandaríkjamenn tóku annan pól í hæðina. Starfsmenn Hvíta hússins í Washington sögðust fagna samkomulaginu innilega og sögðu góðar líkur á því að stjórnin lýsti yfir fullum stuðningi við það. Pað er kunnara en frá þurfi að segja að hernaðarumsvif Sovét- manna í Afganistan hafa staðið öllum eðlilegum samskiptum austurs og vesturs fyrir þrifum. Þau hafa ennfremur verið þungur baggi á fársjúkum efnahag Sov- étríkjanna. Því þarf engan að undra þótt Mikhael Gorbatsjov hafi lagt höfuðáherslu á að binda enda á þetta ömurlega „ævintýri" sem forverar hans lögðu útí. Reuter/-ks. Laugardagur 9. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ iayiu. nini vcir\ui i ii iii . — -■ ■ ■ ■— ■ , Stjórnin. Guðrún Magnús Alþýðubandalagið Kópvogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Kristján Sveinbjörnsson, fulltrúi í skipulagsnefnd, verða meö heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, frá kl. 10-12 í dag, laugardaginn 9. apríl. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þi ighóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins fyrir 11. apríl. Nánar auglýst síðar. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Skák Speelman hefur forystu Nú stenduryfir öflugt skákmót í Brussel í Belgíu, eitt hinna svonefndu heimsbikarmóta Stórmeistarasambandsins ísrael Maður, Irttu þér nær! Krufning hefur leitt í Ijós að ísraelsk byssukúla drap ísraelsku stúlkuna á miðvikudaginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.