Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. aprfl 1988 82. tölublað 53 árgangur Erlend viðskipti Viðskiptahallinn jafnmikill útf lutningi tilJJSA og Japan Spáð 11-15 miljarða króna viðskiptahalla íár. Erlendar lántökur tvisvar sinnum meiri en ráðgertvar. Erlendar skuldir gœtu orðið 100 miljarðar nœstu áramót § / „Efnahagslegt sjálfstæðiþjóð- arinnar er í hættu," segir Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hefur eftir sérfræðingum að ástandið sé þegar farið að skerða þau kjör sem íslendingum bjóðast á er- lendum fjármagnsmarkaði. Samkvæmt lánsfjáráætlun áttu erlend langtímalán að aukast um 8,2 miljarða króna. Niðurstaðan varð 12,3 miljarðar. Við það bættist stórkostleg aukning er- lendra skammtímalána upp á 3,7 miljarða króna. „Með þetta í huga og þá stað- reynd að verðbólga hér er um átta sinnum meiri en í helstu við- skiptalöndum okkar, þá óttast menn að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu," segir Ólafur Ragnar. Sjá bls. 3 Ríkisstjórnin: Rætt um aðild Borgaraflokks Óformlegar viðrœður meðal bakvarðasveita stjórnarflokkanna. Líklegra talið að Framsókn fari úr stjórnarsamstarfinu en kratar Bakvarðasveitir stjórnarflokk- stjórnarsamstarfsins og aðildar ana hafa undanfarna daga átt ó- formlegar viðræður um aðild Borgaraflokksins að ríkisstjórn- inni fari svo að stjórnin spryngi í loft upp nú í vor eða sumar í f ram- haldi af þeim ákvörðunum sem taka þarf í efnahagsmálum en ljóst er að erfitt verður að ná sam- stöðu um þær aðgerðir. Líklegast er talið að Framsókn kljúfi sig úr stjórnarsamstarfinu en þeir munu taka afstöðu til sinnar að því nú seinnipartinn í apríl. Einn af viðmælendum Þjóð- viljans segir að enn hafi ekkert bitastætt komið úr þessum við- ræðum, það sem liggi að baki þeim sé að menn vilja hafa eitthvað í höndunum ef málin þróast á versta veg. Sjá bls. 5 Námamenn töpuðu síðusta verkfalli en baráttunni er stður en svo I lokið. Bretland Tími til að rísa upp Scargill hvetur verkafólk til baráttu gegn Thatcerismanum - Það verður enginn lausn fundin á kreppunni á meðan kap- ítalisminn er við lýði, segir breski námamannaleiðtoginn Arthur Scargill í viðtali sem birt er í Þjóð- viljanum í dag. Scargill var nýlega endurkjör- inn leiðtogi námaverkamanna með nær 54% atkvæða. Hann er ómyrkur í máli og vandar hvorki stjórnvöldum né hægri armi Verkamannaflokksins kveðjurn- ar. Sjá bls. 6-7. Skipulagsnefnd Mótmælin hundsuð Ráðhúsið og hringsnúandi veitingastaður sam- þykkt ískipulagsnefnd. Undirskriftir lOþús- und Reykvíkinga virtar að vettugi Meirihluti Sjálfstæðismanna í skipulagsnefnd hefur með hjálp Framsóknarfulltrúans samþykkt að afgreiða teikningarnar að ráð- húsinu og veitingastaðnum í Öskjuhlíðinni. Þetta gerðist á fundi nefndarinnar í gær og lét Guðrún Ágústsdóttir bóka gagnrýni sína á „lúxusbyg- ginguna" hringsnúandi. Undir- skriftalistar samtakanna Tjörnin lifi voru hundsaðir og einnig kæra íbúanna við Tjarnargötuna. Sjá bls. 2 og 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.